Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Side 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Side 1
« ALÞTÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGS- VI. ÁRGANGUR 30. TÖLUBLAÐ SUNNUDAGINN 23. JÚLÍ 1939 m I stór! ‘iðum, tirlmi og ís fyrir Norðurlandl Úr ævisögu Sæmundar Sæ- mundssonar, eitir Guðmund Gíslason Hagalín. Nl. Næsta morgun var veðrið stór- um betra en áÖur. Sjór var raun- ar mikill, en J>ó vel fært út úr firðinum. Bylinn hafði Eírt upp, og veðurhæðin var minni en dag- inn fyrir. Nú var þvi létt akker- um á Hjalteyrinni og Arthur & Fanny og haldið af stað til Ak- ureyrar. Ferðin gekk slysalaust, og varð Ottó Túliníus heldur en ekki kátur: — Ja, nú varð ég feginn komu J»inni, Sæmundur. Ég var búinn að frétta frá Sauðárkróki, að pú hefðir farið þaðan í byrjun garðsins, og svo ekkert meira. Síminn slitinn og engar fregnir hægt að fá. Ég sendi mann til Ölafsfjarðar, en hann komst þá ekki leiðar sinnar fyrir ófærð og blindbyl. En hvað er þetta? Mér sýnist skipið svo þungt hjá þér. Pað hefir þó víst ekki komið upp á henni leki? — Ónei; ekki er það nú, mælti 'Sæmundur. Hún verður ekki lek, nema hún fari þá í steininn, og við neitt svoleiðis hefir hún ekki komið í þessari ferð. En við er- um með í henni og Arthur 300 tunnur af síld! — Prjú hundruð tunnur! Og hvað fenguð þið á Sauðárkróki? — Pað var ekki nema tæpur helmingur af þessu. — Svo þið hafið þá orðið varir annars staðar, eftir að garðinum skeliti á? — Já, svolítið. — Ja, mig dreymdi nú ekki um annað og meira, en að þið kæmuð heim heilir á húfi með svo sem 100 tunnur, svo það má heita sannur gleðidagur þetta. Sæmundur sagði svo Túliníusi, hvemig allt hefði gengið til, og Tvoru báðir hinir ánægðustu. I veðri þessu hreppti gufuskip- ið Flóra hinn mesta hrakning. Hún var á leið út Húnaflóa, fékk hvert brotið eftir annað, brotnaði mikið ofan þilja og missti björg- tunarbátaria. Hún hélt undan veðrinu, þegar hún var komin út úr flóanum, og þegar vindur gekk til norðvesturs, taldi skip- stjóri sig kominn undir Græn- landsstrendur. Hann setti nú stefnu á Vestfirði og komst loks í höfn. Líðan manna hafði að vonum verið hin versta. Sjór gekk talsvert ofan í skipið, og varð að ausa það og loka sem bezt hverjum klefa. Stúlka ein Var í ógáti lokuð inni á náðhúsi, og þar var hún svo í tvo sólar- hringa. Geta menn hugsað sér, hvernig líðan hennar hefir verið, enda var hún nær dauða en lífi, þegar að henni var komið, og vart með fullum sönsum. 1 veðri þessu fór Reidar upp á Borgarfirði eystra, síldarskip Pórarins Tuliníusar. SÆMUNDUR losaði nú Hjalt- eyrina á nýjan leik og gekk frá öllu sem bezt. Síðan fór hann að heimsækja börn sín, og var hon- um að því mikil raun, að vita þau svona sitt í hverri áttinni, þó þau væra öll hjá ágætu fólki.*) Þegar svo Sæmundur kom aft- ur til Akureyrar, sagði Ottó Tu- liníus við hann, að hann skyldi nú bara leigja sér • herbergi í bænum og borða svo hjá sér. Sæmundur gerði eins og Tuliníus stakk upp á og sat svo á daginn við að bæta net og nætur af Hjalteyrinni. Ottó Tuliníus hafði afgreiðslu Thorefélagsskipanna, eins og áð- *) Sæmundur var þá nýbúinn að missa konu sína frá mörgum börnum. ur er sagt. Eitt af skipum félags- ins hét Perwie. Fyrri hluta vetrar kom það til Akureyrar austan um land frá útlöndum. Það átti að köma á Kljáströnd, sem er á móti Hjalteyri, og enn fremur í Hrísey, á Siglufjörð og Sauðár- krók, en snúa par við og fara austur um land. Skipstjórinn á skipinu hét Ege- díussen. Hann sagði Tuliníusi, að tíðin væri svo vond, að hann ,tæki ekki í mál að fara frá Ak- ureyri á hafnimar við fjörðinn og vesTttn hans, án þess að hafa með sér kunnugan og athugulan sjómann, helzt vanan skipstjóra. Tuliníus kom svo að máli við Sæmund, hvort hann vildi ekki fara með Egedíussen. Pað væri alveg satt, að tíðin væri ill og varasamt þetta ferðalag fyrir til- tölUlega lítið kunnuga menn. — Jú, fara skal ég, mælti Sæ- mundur. — En svona ferð fer ég ekki fyrir neina skammarborgun, því ég veit, að ég mun þurfa að leggja á mig miklar vökur. — Það skal ekki verða deila út úr borguninni. Ef allt bjargast, þá munar félagið ekki um það, hvort það borgar fimm eða tíu krónunum meira eða minna. Sæmundur lofaði svo förinni, án þess að tala nokkuð frekar um greiðsluna. Hann hafði aldrei hrekkjazt á því, að taka orð Tu- liníusar góð og gild. Nú var fyrst farið til Kljá- strandar. Þa>' er algerð hafnleysa, og leizt skipstjóra heldur illa á, því að það var blindhríð. Aftur á móti var vindur hægur. Skipið átti að taka þarna saltfisk hjá þeim Höfðabræðram, Þórði og Baldvin, sonum Gunnars prests Ólafssonar í Höfða, en það var séra Gunnar, sem fermdi ''Sæ- mund, eins og getið var um í fyrra bindi sögu þessarar. Þeir bræður höfðu nú útgerð á Kljá- strönd. Kljáströnd er skammt utan við Fnjóská, og er grannt fram af ánni. Sæmundur gætti þess vel, að skipið legðist utan við grunn- inn og nokkuð langt undan landi. Snemma dags birti í lofti, og var svo skipað út á tveim vél- bátum og unnið duglega, en samt var útskipuninni ekki lokið um kvöldið. Flóðið hafði brotið upp is af granninum fram af ánni, og um kvöldið rak ísinn út* með landinu og að skipinu. Skipstjóri rauk nú til Sæ- mundar: — Það er að reka á okkur ís. Nú vil ég fara. ísinn er það versta, sem ég veit. — Þetta er alveg skaðlaus ís, sagði Sæmundur. — Við köllum þetta nú ekki ömmu okkar, ís- lendingar. — Það er sama. Þetta vil ég ekki eiga við. Ég verð að biðja yður að koma skipinu þangað, sem það er tryggt fyrir þessum ófögnuði. Sæmundur sá, að það þýddi ekki að ræða þetta mál meira við skipstjóra. Var nú létt akkeram, og síðan stýrði Sæmundur út á Grenivík, og þar var svo lagzt . Veðrið hélzt sæmilegt um nótt- ina, og þegar birti um morgun- inn og skipstjóri svipaðist um á víkinni, sagði hann við Sæmund: — Hér er betra að liggja Sæ- niundsson. — Já, en nú má ekki liggjá. Nú föram við og ljúkum fisk- tökunni á Kljáströnd. Jú, þrátt fyrir íshræðsluná, þá lét skipstjóri Sæmund ráða í þetta sinn. Það var eins og það

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.