Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Síða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Síða 2
ALÞÝÐUBLAÐI© 2 hefði vakið traast hjá homim, hve Sæmundur hafði valið skip- inu góðan stað um kvöldið- Allt gekk að óskum á Kljá- strönd, og síðan var haldið til Hríseyjar. t>ar var tekinn slatti af fiski, og var pví lokið um kvöldið. Þá var næst að fara til Siglufjarðar. En nú gekk allt í einu í stórviðrisbyl, svo að ekk- tert vit var í að hreyfa sig. Var svo legið þarna í nokkra daga. Á jóladaginn birti pað upp, að Sæmundur taldi, að mögulegt kynni að vera að taka Siglufjörð. Skipstjóri var mjög smeykur, en lét samt Sæmund ráða, enda var skipstjóri oröinn á nálum yfir því, hve seint gekk ferðin. 'Þegar skipið var komið á móts við Siglufjörð, var aftur komið það mikið dimmviðri, að Sæ- mundur taldi ekki gerlegt að taka fjörðinn, svo illt sem var í sjó. Var skipinu andæft úti fyrir, . þangað til á annan í jólum. Þá var veður bjartara en verið hafði, en samt snjóaði öðru hvoru. Sæ- mundur treysti sér þó vel til að sigla inn, og gekk ferðin prýði- lega. Var lagzt að bryggju, en svo var mikill á henni snjórinn, að vart var hægt að brjótast um hana laus og liðugur. Stýrimaður sagði við Sæmund: — Ég treysti mér ekki til að fara í land með póstinn í þessu fannfergi, nema þér komið með. — Það er nú víst velkomið, svaraði Sæmundur. Þeir lögðu svo af stað; en ó- hætt er að segja, að þeir skriðu meira á hnjám og maga, heldur en þeir gengu. Blés stýrimaður og bölvaði og sagði, að svona væri eiginlega ekki heimtandi af mönnum. Skipsmenn horföu á ferðalag hans og Sæmundar, og þegar póstburðarmennirnir komu um borð, varð talsvert gaman úr þeim lýsingum, sem gefnar voru á tilburðum þeirra upp bryggj- una. — Sæmundur var eins og hval- úr, en stýrimaðurinn líkastur landdýri, sem lent hefir í sjó og er að því komið að drukkna! Nú var mokað af bryggjunni, og daginn eftir gat skipið fengið fulla afgreiðslu, enda var þá veð- ur þurrt og víndur minni en und- anfarið. Skipið fór nú til Sauðárkróks, en ekki var því að heilsa, að komið væri neitt afbragðsveður. Það var alltaf norðaustan garður, annan daginn hvass, hinn þræs- ingsvindur. Stundum var blind- bylur, en öðru hvoru rofaði til, en aldrei var heiðskýrt. Þegar kom til Sauðárkröks, var þar brim allmikið. Þorpsbúar komust samt út á tómum báti. Fimustu skyttur í heimi hafa nýlega safnazt saman í Luzern í Sviss til þess að keppa um heimsmeistaratignina í skotfimi. Hér á myndinni sjást skytturnar, en áhorfendur fylgjast með af mikilli athygli. Þeir sögðu þau tíðindi, að ófært væri, eins og stæði, að lenda nlöðnum báti vegna brims. Skip- stjóri bað einn af Sauðkrækling- um að koma upp í brú til sín. Jú, Sauðkræklingurinn gerði það. Skipstjóri sagði, að hann vildi ekki liggja þarna nema stutta stund í svona útliti. Það gæti skellt á ofstopaveðri, hvenær sem væri, og svo lægi honum á að komast ferða sinna. Það væri heldur ekki neitt að ráði til Sauð- árkróks fyrir utan póstinn, nema nokkrar olíutunnur, og hann ætti aðeins að taka þar mjög litið af íslenzkri vöru. Sauðkræklingurinn sagði, að það væri ómögulegt að lenda hlöðnum báti, og ekki heldur komast út með vörur eins og stæði. Það væri ekki einu sinni gerlegt að taka í land póstinn. Hann gæti vöknað. Skipið yrði að bíða. Þorpið væri olíulaust, og það væri óforsvaranlegt að þjóía þegar af staðð. Veðrið gæti batnað þá og þegar, og svo mundi um leið draga úr briminu. Skipstjóri tók þessu illa. Hann spratt upp og sagði, að póstinn yrÖu þeir Sauðkræklingar að flytja í þessari ferð. Sauð- kræklingurinn sagði, að það yrði ekkert af því. Ef skipstjóri ætlaði að þjóta burt með olíuna, þá munaði hann ekki mikið um að bregðast skyldum sínum við- víkjandi póstinum. Síðan stökk Sauðkræklingurinn frá skipstjóra -og snaraðist ofan í bátinn. Skipstjóri lét nú kalla á Sæ- mund og spurði hann, hvort hann treysti sér ekki í land með póst- inn á skipsbátnum. Sæmundur sagði, að sér þætti ekki ómögulegt, að sér tækist að skila póstinum, en það væri mjög illt að koma ekki í land olíunni. Þorpið væri afar illa komið olíulaust. — Það kemur ekki til mála, að ég bíði hér lengi eftir losun á henni. Þér fáið bara einn há- seta með yður í bátinn, og ef þið komizt ekki út, og veðrið versnar svo, aö ég þori ekki að liggja hér, þá fer ég af stað, og þér verðið að sjá um hásetann, láta hann fylgjast með yður til Akureyrar, hvernig sem þið kom- izt þangaÖ. Sæmundur glotti. — Ég hefði nú haldið, að þaÖ væri ekki mikið á móti því fyrir okkur, að slæpast hér í landi kannski nokkrar vikur upp á gott kaup frá Thorefélaginu. Ég man ekkert, hvenær skip á að koma hingað næst, og það er ófært yfir allar heiðar. Nú, svo verður nú myrkrið okkur til þæginda, svona aðvífandi og flottum mönnum. . . . En annars vildi ég nú mælast til þess við yður, að þér þytuð ekki strax af stað, en lofuðuð mér að athuga, hvað hægt er að gera í landi. Þó hann til dæmis syrti nú að með él, þá sé ég enga ástæðu til að fara, ef ekki fylgir stormur. Það brimar ekki með éljunum. Skipstjóri var þungbrýnn. Hann þagði um stund, en sagöi síðan: — Þér farið nú, Sæmundsson,. upp á það að verða kannski að* vera þarna kyrr, og þér annizt hásetann fyrir mig. . . . En hinu yrði ég náttúrlega feginn, ef þér gætuð með einhverju móti séð* um það, að ég losnaði við olí- una. Skipsbátnum, sem hékk í gálg- um á stjómpalli, var nú skotið út, og því næst var póstinum dembt í hann. Að því loknu fóru þeir svo af stað til lands, Sæ- mundur og einn af hásetunum, þreklegur og dUgnaðarlegur mað- ur. Bar ekkert á því, að hann væri ófús á að fara þessa för, þó að honum hefði verið sagt, að borið gæti til beggja vona uni það, hvort hann kæmist aftur út í skipið. — O, við Sæmundssön skulum klára okkur, sagði hann. Þeir Sæmundur reru nú til lands, en þegar báturinn nálgað- ist landið, renndi Sæmundur stýrinu fyrir og settist við það. Það var einmitt ágætt la.g, þegar þeir komu upp undir, og lagðist nú Sæmundur á áramar með þeim danska. Báturinn var svo

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.