Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Page 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐI® v. um það, hvenær skyldi draga upp vörana og hvenær láta hana BÍga í lest e'ða bát. Haf'ði hann fyrir þetta tímakaup, og með því, sem hann vann sér inn á þeniían hátt, varð greiðslan til hans 125 krónur. Svo þurfti hann auðvitað ekki að gjalda neitt fyrir fæði. Skipið skyldi fara frá Akureyri til Húsavíkur, og heimtaði skip- stjóri, að Sæmundur færi með sér. En Tuliníus neitaði. Hann sagði, að heiðar allar væra ger- samlega ófærar sakir snjóa, og væri ómögulegt að segja, hve- nær Sæmundur kæmist aftur til Akureyrar. Varð það svo að samningum, að Sæmundur færi með skipinu út í Hrísey. Hann mundi nokkurn veginn sjá það þar úti í firðinum, hvort veður væri til afgreiðslu á Húsavík. Fór svo Sæmundur, og lagðist skipið vi'ð Hrísey. Morguninn eftir var veður mjiöjg sæmilegt, og taldi Sæmundur, að ef veður- horfurnar svikju ekki, þá yrði hægt að losa á Húsavík. Var hann svo fiuttur í lanid í Hrísey, en síðan hélt skipið út Eyjafjörð í áttina til Húsavíkur. Sæmundur fékk vélbát með sig inn tií Akureyrar, en það er af Perwie að segja, að hún hélt á- fram með Húsavíkurvörurnar aíla leið til Seyðisfjarðar. ENNAN VETUR var geisi- legt fannfeiigi um land allt, en ekki a'ð sama skapi frosta- samt. Porskveiðiskipin frá Akur- eyri fóru á venjuleguin tíma til veiða fyrir Vestfjörðum. Veður voru umhleypingasöm, en fiskur talsverður. Sæmundur hagaði þannig háttum sínum, þegar hann vár á þorskveiðum, að hann renndi sjaldan sjálfur. Fannst honum þess minni þörf en áður, þegar skipshöfnin var nú orðin átján manns. Hann varði tím- anum til eftirlits og athugunar á öllu því, sem skipinu var við- komandi og gerði við hvað eina jafnóðum og hann sá á því ein- hverja bilun. Þá saltaði hann líka hvern drátt, sem á skipið kom. Þegar gerði hvassvi'ðri og ekki var hægt að athafna sig við veið- ar, þá hélt, hann ekki sjó úti fyrir, heldur sigldi í höfn, því nú var ekki lengi verið að kom- ast leiðar sinnar, þó að slægi í logn. Á þessu sparaði hann mjög segl og tóverk. Honum var jafnan Ijóst, að afkoma útgerð- aiinnar var ekki eingöngu undir því komin, að skipið aflaði sem mest, þó að það væri í rauninni gott og blessað, heldur olli það miklu um velfarnaðinn, hvernig farið var með allt, sem skipinu tilheyrði, hvernig frá fiskinum var gengið í salt og hvernig á saltinu var haldið. Hafði hann alltaf reynt að gæta sparnaðar í öllu, þegar hann var skipstjóri á annarra skipum, og auðvitað gerði hann það ekki síður nú, þegar Kann var meðeigandi í skútunni. Allt gekk vel hjá Sæmundi, en samt fvar þetta hið mesta slysa- og óhappa-vor. Tvö skip fórust frá Vestfjörðum, Gyða frá Bíldudal með átta mönnum, og Industri frá Patreksfirði með tíu. Vissu menn, að Gyða fórsi inni á firöi, kollsigldi sig þar. Hún var lítið skip, en gott, og skip- stjóri vanur og talinn góður sjó- maður. Hann var Arnfirðingur. Hitt skipið var stærra. Skipstjór- inn á því var líka úr Arnarfirði og hafði með sér sveitunga sína. Hann var maður röskur og sjó- vanur frá'bernsku. Var tali'ð, að skip hans hefði farizt grunnt í Kóparöst, lent þar jafnvel í grunnbroti. 1 apríl rak upp á Haganesvík skipið Víking, sem var eign Ás- geirs Péturssonar á Akureyri. Skipið varð ónýtt, en menn all- ir björguðust. Hinn 7. júní lágu eyfirzku há- karlaskipin, Kjærstine og Erik, á djúpmiðum úti af Norðurlandi. Kjærstine var eign Gránufélags- ins, en Erik átti Höepfnersverzl- un. Skipstjóri á Erik var Krist- inn Ásgrímsson, sem enn er á lífi og á heima á Siglufirði, hinn mesti sjógarpur. Nú hvessti skyndilega, og þar sem Kristinn vissi, að skip hans var lélegt, þá Ieysti hann þegar og sigldi til Iands. En það sá hann seinast til Kærstinei að hún lá kyrr við stjóra. Síðan fréttist ekkert til hennar, en seinna fannst af henni skipsbáturinn á reki. Hann var allmikið brotinn. Skipstjóri á 'Kjærstine var Jóhann Jónsson frá Litla-Árskógssandi. En stýri- maður var hinn ágæti drengur og vildarvinur Sæmundar, Stefán Hansson frá Hauganesi, faðir Haralds Síefánssonar, sem var lengi hjá Sæmundi og stundum stýrimaður á Hjalteyrinni. AIls fórust á Kjærstine tólf röskir 'menn. í sama garðinum og Kjær- stine fórst, komsí hákarlaskfpið Hektor frá Siglufirði í hann ærið krappan. Hann lá fyrir stjóra, þegar hvessti, en létti ekki strax. Reif svo upp stórsjó, og var þá hamazt við að ná inn stjóra- færinu. Pegar drekinn var vel Iaus frá botni, gekk geysimikill sjór yfir skipið. Hann svipti fyrir borð tveimur af skipshöfninni, og var stýrimaðurinn annar þeirra, sern fórust. Þá skolaði sjórinn út öllu lauslegu af þilfarinu. Slapp skipið við svo búið og komst í höfn. Pað er annars af Kjærstine að segja, að talið var, að hún hefði hreint og beint liðazt í sundur undir stjóra. Hún var orðin lé- legt skip, en slík skip þola ekki þá áreynslu, senr því er fylgjandi að liggja við stjóra í vondunr veðram og verða fyrir geysiátaki, hvenær senr sjór ríður undir. Og Kjærstine var svo sem ekki fyrsta skipið, sem fórst af þeim ástæð- um, að það var ekki nægilega sterkt. Skipaskoðun var engin lengi vel, og eigendur skipanna höfðu sjaldan nokkra verulega hugmynd um það, hvernig skipin voru, en vildu hins vegar, vegna gróðavonarinnar halda þeim úti í lengstu lög. Ýmsir af eldri skip- stjóranum tóku ekki í mál að fara út í léleg skip, eins og til dænris Jóhann á Selárbakka og Guðmundur Vonarformaður, sem frá er sagt hér að framan í sam- bandi við Draupnisslysið. Eneins og frásögnin sýnir ljóslega, var svo leitað til ungu mannanna. Peir ginu oft við agninu, lang- aði til að reyna sig við skip- stjórn, treystu því, að allt færi vel, og svo fengju þeir betra skip, þegar komið væri á þá gott orð sem sjómenn og afla- forka. Til viðbótar þeim dænrum, sem sögð hafa verið af því, hverjir háskagripir ónýtu skipin reynd- ust Norðlendingum, skulu nú sagðar hér tvær sögur: Pess hefir áður verið getið, að þeir Grýtubakkabræður voru dugnaðarnrenn við sjósókn. Skip hét Hermóður. Á, þvi var lengi vel skipstjóri, sem Jóhannes hét og var Grímsson. Hann var mik- ill aflamaður og góður og gætinn skipstjóri, þó að hann væri kapp’- samur. Svo var það eitt haustið, að hann sagði eiganda skipsins 'frá því, aÖ það væri orðið svo lélagt, að hann stigi ekki út í það frarn- ar. Eigandanum þótti þetta illar fregnir, og reyndi hann rnikið til þess að fá Jóhannes ofan af þessu. En Jóíiannes hafði fulla einurð og staðfestu til að láta ekki snúa á sig. Skildi svo nreð þeim, honum og skipseiganda. En sá síðarnefndi var ekki af baki dottinn. Hann fór að leita sér fyrir um annan skipstjóra. Hann fékk svo að lokum loforð Porsteins yngra frá Grýtubakka um að taka við stjórn á skipinu Þorsteinn var ákaflega efnilegur tnaður, ungur, vaskur, duglegur og kappsamur. Bæði Vilhjálm- ur og Oddur, bræður hans, voru á þéssum árum skipstjórar, og voru þeir góðir sjómenn og dug- legir, og Vilhjálmur með afbrigð- um aflasæll. Mun Þorstein hafa fýst, að verða ekki síðri en bræð- ur hans. Pað var eitt sinn um vorið,, að þeir bræður, Porsteinn og Vil- hjálmur voru á sömu slóðum við hákarlaveiði úti af Eyjafirði, hvor á sínu skipi. Veður versnaði, og leysti þá Vilhjálmur fljótlega og sigldi upp. Hann fór fram hjá Hermóði, og var þá skansklæð- IÖ á skipinu orðið mikið brotiö. Veður var orðið það vont, að varla var unnt að leysa, og þá. voru ekki önnur úrræði fyrir hendi en höggva á stjórafærið. Pví nrun Þorsteinn hafa viljað hlífast við í lengstu lög, því eins og fyrr hefir verið frá sagt í sögu þessari, þá þótti hér um bil víst, að skipstjóri, senr hefði á hendi skipstjórn í fyrsta sinn og missti legufærin væri látinn fara af skipinu. Vilhjálmur sigldi áfram til lands, því hann gat ekkert að- hafzt til bjai]gar bróður sínurn og skipshöfn hans, og hann þótt- ist vita, að Þorsteinn mundi að lokum höggva á færið, og jafn- vel bjóst hann við því, að þó að Porsteinn léti skipið hanga, þá mundi allt fara vel, því að veður var sízt orðið verra en margt skipið hafði afborið und- ir stjóra - og varð það aldrei í þessari þotu. En svo fór, að Her- móður kom aldrei fram, og mun hann hafa gliðnað í sundur af átökum sjóanna. Hin sagan er af Oddi Þor- steinssyni frá Grýtubakka. Hann var eitt sinn skipstjórl á skipi því, sem hét EyfirÖingur. Það var orðið garnalt og talið mjög lélegt. Stýrimaður á þvr var gamall og góður skipstjóri, senr hét Valdimar og var bróð- ir Jóhannesar Grímssonar, þess sem áður var nefndur. Var þaó oft vani ungra skipstjóra, að fá með sér sem stýrimenn garnla hákarlaformenn, sem hættir voru: skipstjórn. Pað var eitt sinn á vertíðinnr, að snögglega hvessti á þeim slóð- um, þar sem Eyfirðingur lá við stjóra. Skipið hafði lent í mikl- um hákarli, og var Oddi illa við að leysa. Hann vissi það, að oft hafði gefizt vel aá láta skiþin hanga, unz veðrið laegði. Hákarl- inn gaf sig til aftur, þegar svo hafði dregið niður, að hægt var að sinna honum á ný. Par kom brátt, að ekki var hægt að stunda veiðina fyrir sjó- gangi. Oddur sagði þá við stýri- mann, að láta dallinn hanga. — Við fáum hérna þann gráa, þegar hægir. Frh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.