Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Blaðsíða 7
ALÞÝBUBLAÐIÐ 7 Alþýðukveðskapnr. -----+- Dans og gleðskapur á „Vík“. (Hótel Reykjavík.) Eftirfarandi vísur munu vera eftir Andrés heitinn Björnsson: Svigna fornu sala hólf, setið er horn og bekkur. Fastan sporna fjalagólf fatanorn og rekkur. Kætist „Fórni“ klukkan tólf, klingir horni’ og drekkur glætu, borna glers í kólf, gengur að morgni’ upp brekk- ur. Þessi vísa er eftir Andrés Björnsson og er alkunn: Ferskeytlan er frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna’ í höndum hans hvöss sem byssustingur. Þunglyndi. Tveir menn hittust, og lá illa á báðum. Annar kvað: Mér líður að ytri ásýnd vel, ekki’ er að því að finna. En hvasst er gegnum hríðarél hugrenninga minna. Hinn kvað: Víst er tíðin söm við sig, sama blíðan og á vorin. Deila hefir risið upp milli Japana og Rússa út af Sakhalin, langri eyju við Sibiriu, fyrir norðan Japan. Sakhalin var skipt milli þessara tveggja landa En hún líður yfir mig . eins og hríð, sem felur sporin. Tvær stökur. Heimi þjakar morð og menn, mest á illu bólar; hjörtun vermast ekki enn, illa nýtur sólar. Hrottatök og hyggjan flá hreina veginn banna; verður jafnan ofan á eigingirni manna. Jón S. Bergmann. Vísur eftir Sigurð Breiðfjörð. Veitt er snjöllum vigra ullum. Verða spjöll um drykkjugólf. Þeytt er öllum augafullum öls úr höllu klukkan tólf. Lætur hlýna manni mær, mætur sýnist friður; nætur dvína þannig þær, þrætur týnist niður. Ég er eins og veröld vill velta, kátur, hljóður; þegar við mig er hún ill, ekki er ég heldur góður. Að lifa kátur lízt mér máti beztur; þó að bjáti eitthvað á, að því hlátur gera má. Þá var hart í búi. Skortir marga brauð og bót, — en í rússneska hlutanum hafa Japanir mikil kola- og olíu- sérréttindi, og út af þessum sér- réttindum stendur deilan, sem getur fengið hinar alvarlegustu bekkur kvíða setinn; lánin eru lögð í grjót, landssjóðurinn étinn. Þó að setjist þing í Vík og þrátti um sult og frera, engan bita og enga flík af engu er hægt að gera. Staka. Harmur þjáir muna minn, mæðan sáir tárum, friður dáinn, framtíðin fjölgar gráum hárum. Guðmundur Víborg. Eldri kona: Það er fagurt hlut- verk að vera hjúkrunarkona, en haldið þér nú að þér séuð ve! hæfar til þess? Hjúkrunarkonan: Vel hæf? Já, víst er ég það! Ég er ekki bú- xn að vera hér nema tæpa tvo mánuði og þrír læknar eru bún- ir að biðja mín. * Hún: Kysturðu mig meðan ég svaf ? Hann: Já, aðeins einn koss. Hún: Það er slúður, ég taldi víst eina sjö áður en ég vaknaði. * Maður nokkur kom tíl smiðs og bað hann að taka ofan af stafn- um sínum, því hann væri of langur. „Eigum við ekki heldur að taka neðan af honum?“ spyr smiðurinn. „Nei, þess þarf ekki, svarar hinn, sfafurinn er alveg mátu- legur að neðan. afleiðingar, þar sem Sakhalin hefir mikla þýðingu fyrir Jap- an. Myndin er af Alexandrovsk, höfuðborginni í rúsneska hluta eyjarinnar. Notkun á línsterkju. Oft kemur það fyrir húsmöður- ina að hún þarf að nota lín- sterkju til að sterkja með flibba mannsins, gluggatjöld, þtmna sumarkjóla og margt fleira. Og er þá nauðsynlegt að kunna að búa hana til á réttan hátt. Bezt er að nota soðna sterkju, það er fljótlegast og þvotturinn verð- ur fallegastur úr henni, hún er búa hana til á réttan hátt. Bezt skeiðar af þurri sterkju, hrærið það út í dálitlu vatni, svo það verði að þykkum graut. Sjóðið lítið eitt af vatni og hellið þvi yfir og hrærið stöðuigt í, svo sterkjan verði þykk og glær, lát- ið hana standa með loki yfir þar til hún er mátulega köld til að hota hana. Ef yður sýnist hún of þykk þegar þér ætlið að fara að nota hana má þynna hana Rieö sjóðandi vatni. Sé það, sem þér ætlið að sterkja blautt þegar þér vindið það upp, þá athugið að það þynnir sterkjuna. Soðin sterkja er notuð á bómull, lér- eft og önnur efni, sem þarf að sterkja. Köld sterkja er aðeins notuð á fiíbba og skyrtubrjóst. Það þarf rnikla æfingu til að sterkja úr henni svo vel sé. Hún er búin til á mjög einfaldan hátt, aðeins með því að hræra tvær kúffullar matskeiðar af sterkju i V2 hter af vatni, það á að vera nóg á sex til átta flibba. Ef þér ætlið að sterkja litað efni verið þér að hafa sterkjuna litaða, annars verður allt hvítskellótt. En gæt- ið þess að hafa hana eins lita og efnið. Þér fáið yður kaldan lit og hrærið hann út í vatninu, sem þér ætlið að hræra sterkjuna út með. Þetta er mjög gott til að þvo upp ur gömui gíuggatjöldi sem eru orðin upplituð. Fallegan gulan lit getið þér fengið með því að sjóða kúf- fulla matskeið af te í 1/2 líter af vatni, siðan getið þér þynnt það eins og þér viljið. SAGAN AF GLÍMU-BIRNI Frh. af 3. síðu. honum“. „Hvað er það?“ spyr prófastur. „Hann sá, að ég var vanfær og að það vantaði nefið á barnið í móðurlífi; jæja, hann s(etti nefið á, svo að það skyldi enginn maður sjá nein missmíði á því. Það hefði þurft að borga honum þetta“. „Það var skuld, en er nú greidd“, sagði prófastur. Svo var ekki meira um það rætt. Fór vel á með þeim pró- fasti og Jóni, en ekki var hann þar Iengur en það ár. Fór hann þó burtu með konu sína, og voru þeirra samfarir góðar. (ÞjóðSögur ölafs Davíðssonar).

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.