Tíminn - 31.01.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1964, Blaðsíða 4
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Finni hlaut gull verðlaun í 30 km NORÐURLANDABÚAR í ÁTTA AF TÍU EFSTU SÆTUNUM Finnski göngumaðurinn Eero Mantyranta vann yfirburða- sigur í 30 km. skíðagöngu á Olympíuleikunum í gær, en Norð- maðurinn Harald Grönningen varð í öðru sæti. Morðurlanda- búar voru í átta af tíu fyrstu sætunum og sönnuðu þar með yfirburði sína yfir aðrar þjóðir í þessari grein. Mantyranta keyrði brautina þegar með miklum Firaða og hafði forustuna frá byrjun til loka. Fyrstu 15 km. var Norðmaðurinn Ole Ellefsæther rétt á eftir honum, en varð þá fyrir því óhappi að detta og brjóta annað skíði sitt. Eftir það hafði hann ekki möguleika á fyrstu sætunum og hafnaði í 18 saeti. Tveir íslenzkir göngumenn tóku þátt í keppninni og gekk heldur i!la. Þórhallur Sveinsson varð 63- í mark af 70 keppendim, sem luku keppninni um 23 mínútum á R U C í gærkvöldi varS að af- lýsa kvikmyndasýningu KSÍ í Tjarnarbæ vegna bil- unar á. sýningarvél. Nú er hins vegar ákveðið, að myndin — „England og heimurinn“ — verði sýnd í Gamla bíó í kvöld — föstudagskvöld — klukkan 7. Myndin verður svo sýnd aftur á laugardag og þá einnig í Gamla bíói klukk- an 3. eftir sigurvegaranum. Birgir Guð- iíaugsson varð í 66. sæti og var litill tímamunur á honum og Þór- halli. Keppnin um verðlaunasætin — utan gullsins — var mjög hörð. Finninn Lauila var lengi nr. tvö en féll niður i sjötta sæti síðustu 10 km. Þá gekk Grönningen mjög vel og náði mjög góðum árangri ondir lokin og try.ggði sér silfrið. Þá var gengið upp brekku og hinn iangi Grönningen var þá mun fremri keppinautum sínum, öðrum en sigurvegaranum. Fyrstu 10 í keppninni urðu þess- ir: 1 Mantyranta, Finnl., 1:30,50,7 2. Grönningen, Noregi 1:32,02,3 3. Vorontsjitsjin, Sovétr, 1:32,15,8 4. Stefansson, Svíþjóð, 1:32,34,8 5. Jernberg, Svíþióð, 1:32,39,6 6. Laurila, Finnland. 1:32,41,4 7. Rönnlund, Svíþjóð, 1:32,43,6 8. Östby, Noregi, 1:32,54.6 9. Samuelsson, Svíþjóð, 1:33,07,8 10. Demel Þýzkalandi, 1:33,10,2 MANTYRANTA hlaut elnnlg gullverðlaun 1960. ’Hér fer hann af stað I boðgönguna, on Norðmaðurinn Brenden er rétt á eftir. Mantyranta ★ GULLjverðlaunamaðurinn Mantyranta er 26 ára gamall, og þetta er langt frá því, að vera hans fyrsti sigur í alþjóð- legri göngukeppni- Hann sigr- aði einnig i 30 km. skíðagöngu í heimsmeistarakeppninni í Zakopaue 19G2 og í Squaw Valley 1960 var hann í finnsku sveitinni, sem hlaut gullverð- laun í 4x10 km. boðgöngu. — Sama ár sigraði hann einnig í Í5 km. göngu 4 Holmenkollen- mótinu, og hann hefur einnig unnið marga góða sigra á mót- inu í Finnlandi og Svíþjóð. — Það kom því engum á óvart, að hann skyldi hljóta fyrstu gull- verðlaunin í skíðagöngu á leik- unum, því fyrir keppnina var hann talinn lang sigurstrang- legastur. Þessi sigurstimpill þvingaði Mantyranta fyrir keppnina — og Finnar voru hræddir um að það gæti komið að sök, sem þó varð ekki reynd- Úrslit s gær j RÚSSNESKA parið L. Belous- I ova oe O. Protopova hlutu fyrstu j gullverðlaunin á Olimpíuleikun- j um, en þau sigruðu í tvenndar- j keppni í listhlaupi á skautum. í ! öðru saeti u ðu M. Kilius og Hans Baumler frá T''-kalandi. Þrjár rússn sr stúlkur urðu fvrstar í 500 m. skautahlaupi. — Skoblikova sigraði á 45 sek., nýju Olympíumeti. Önnur Jegorova á 45.4 sek. og þriðja Sidorova á 45.5 sek. Pólverjar sinruðu Rúmena í is- j knattleik i nær með 6:1. Eftir fyrsta dag leikanna hafa Sovétríkln hlotið 29 stig, Þýzka- I land 11, Flrniand 8, Bandarikin 8 Austurríki 7, Frakkland 6, Svf- i þjóð 6, Noregur 5, Kanada 4 og i Svlss 4. Melbourne 22/1 NTB. — Ron Clarke — hinn nýi heims- methafi í 10.000 m hlaupi — setti í dag nýtt Ástralíumct í 5000 m hlaupi með hinum frá- bæra tíma 13:41,6 mín. — sem er bezti tími, sem náðst hefur á þessari vegalengd í 12 mán- uði. Hann hljóp þrjár enskar mílur á 13:17,6 mín. og bætti einnig metið þar um fjórar sek úndur. Tími hans í 5000 m er 6,6 sek. lakari en heimsmet Valdimars Kutz, Sovétríkjun- um. ★ HELSINKI, 20. jan. (NTB). Sovétríkin sigruðu Finnland raeð 25:14 í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Sovétríkin unnu einnig fyrri Ieikinn milli land- anna og hefur því unnið sér rétt til lokakeppninnar i Tékkó slóvakíu. GUDMUNDUR GÍSLASON i flugsundinu í fyrrakvöld. Rásbyssan í feluleik! — og met Guðmundar líklega ekki staðfest Alf-Reykjavík, 30- janúar. GUÐMUNDUR GÍSLASON, ÍR, setti nýtt íslandsmet í 100 metra flugsundi á Sundmeistaramóti Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Hann synti vcgalcngdina á 1:04,2 ínín., en gamla metið, sem hann átti sjálfur og setti á siðasta ári, var 1:04,7 mín. Litlar líkur eru þó fyrir, að þetta nýja íslandsmet Guðmundar vcrði staðfest, því svo sjálfsagður hlutur, sem rás- byssa, var ekki til staðar í Sund- liöllinni. þegar þetta meistaramót fór fram! — Við skulum vona, að rásbyssan komi í leitirnar fyrir næsta sundmót og að Guðmundi verði þá ekki skotaskuld úr því að ná sama tíma — eða jafnvel betri. Unga sundfólkið setti skemmti- legan svip á þetta mót og háði marga tvísýna keppni. Hin unga og bráðefnilega sundkona úr Árm., Matthildur Guðmundsdóttir, setti nýtt telpnamet í 50 metra bringu- sundi, 38,1 sek. Gamla metið átti l’iún sjálf, 39,1 sek. En það er reyndar sömu sögu að segja um þetta met, líklega fæst það ekki víðurkennt. Sigurvegarar í einstökum grein- um urðu eins og hér segir: ÍOO m. skriðsund karla: Guðcn. Gíslason, ÍR, 58,2 sek. 200 m. bringusund kvenna: — Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR, 3:01,7. 50 m. skriðsund drengja: Trausti áúlíusson, Á, 29,8 sek. 200 m. bringusuna karla: Guðm. Gíslason, ÍR, 2:41,3. 50 in. skriðsund telpna: Matt- hildur Guðmundsdóttir, A, 33,8. 400 m. skriðsund karla: Davíð Valgarðsson, ÍBK, (gestur), 4:45,5. 100 m. flugsund karla: Guðm. Gíslason, ÍR, 1:04,2. (ísl. met). 100 m. skriðsund kvenna: Hrafn- hildur Guðmundsd-, ÍR, 1:11,7. 50 m. bringusund telpna: Matt- bildur Guðmundsdóttir, Á, 38,1. (Telpnai.net). 50 m. bringusund drengja: Reyn ir Guðmundsson, Á, 37,2. 100 m. baksund kvenna: Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, ÍR, 1:23,0. 100 m. baksund karla: Guðm. Gíslason, ÍR, 1:08,0. Leikstjóri var Einar Hjartarson og fórust honum leikstjórnin vel úr höndum að venju. Austurrískur kokk ur brunmeistari! HINN 24 ára gamli kðkkur, Egon ZIMMERMANN (ekki sá, sem keppti hér á landi) varð þjóðhetja i Aust- urriki f gær, þegar hann hlaut gull- verðlaunin i brunkeppninni — fyrsf- ur yflr 80 keppenda frá 27 löndum. Zimmermann hlaut tímann 2:18,16 min á hinni 3100 m. löngu braut, sem hafði fallhæð 867 metra, og var nokkrum 1 sekúndubrotum á undan Frakkaiium Leo Laeroix, sem hlaut timann 2:18,90 min. og Þjóðverjan- um Wolfgang Bartels, sem keyrði á 2:19,48 min. Þetta er í fyrsta skipti, sem Zimmermann keppir á Olympíu- ieikum og hefur hann nú fullkomn að sigurgöngu sína sem skíðamað- ur því 1962 varð hann heims meistari í stórsvigi og þriðji í brunkeppninni. Eins og áður er sagt er hann kokkur að atvinnu og hefur meðal annars unnið í París og talar mörg tungumál. íslendingar kepptu ekki í þess- ari grein. en Norðurlandabúum, sem kepptu, gekk illa. Beztur var Finni i 22. sæti- Bandaríkjamönn- um gekk einnig illa — og kepp- endur frá Mið-Evrópu skipuðu öll fyrstu sætin. TÍMINN, föstudaginn 31. janúar 1964 — 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.