Tíminn - 31.01.1964, Side 16

Tíminn - 31.01.1964, Side 16
Föstudagur 31. janúar 1964 25. tbl. 48. árg- Síldin færist aftur vestar KJ-Reykjavík, 30. janúar Sæmileg veiði var hjá síldar- bátunum í gærkvöldi og nótt, þrátt fyrir nokkurn sjógang. Síldin veiðist nú aftur á sömu slóðum og fyrst þegar veiðarnar hófust á þessum slóðum, eða 13—' 20 mílur SV frá Ingólfshöfða. — Betra veður var þarna en á eystri miðunum, minni sjór og skárri að- stæður til veiðanna. Þessii skip fengu afla: Gulltopp- ur 1100, Sigurpáll 1250, Elliði 400, Hafþór 700, Pétur Sigurðsson 850, Ögri 1200, Hrafn Sveinbjarnarson Framhaic * if» síðu KRISTSNN ÆFiR MED ASKENAZY FB-Reykjavík, 30. janúar Kristinn Hallsson, óperusöngv- ari fer til London á morgun, þar sem hann mun æfa Ástir skáldsins eftir Schubert með undirleik rússneska píanósnill- ingsins Askenazy, en ákveðið hefur verið að listamennirnar haldi tónleika hér í vor. Askenazy fer i hljómleikaför um Miðjarðarhafslöndin ein- hvern tímann á næstunni, en að henni lokinni er hahn vænt- anlegur hingað til lands, og heldur hér konsert, og síðan munu þeir Kristinn halda sam- an hljómleika. Kristinn verður í London í tvo mánuði við æfingar og nám. ÞHSSI MYND er tekin í s*i>ikennslutíma í Húsmæðrakennaraskóla íslands nú fyrir skömmu. Og hún er birt hér til að minna á, að í dag birtum við „föstudaginn hennar", kvennasíðuna okkar, sem þegar nýtur mikilla vinsælda. „Föstudagurinn hennar" er á bls. 8 í blaðinu í dag, en þar segir meira frá Húsmæðrakennaraskólanum. Ritstjórl kvennasiðunnar heimsótti nefnilega skólann og þá var þessl mynd tekin. (L.iósm.: Tímlim GE). ARVID SYRRIST, NORSKUR PR0FESS0R I BARNATANNLÆKNINGUM SEGIR: Hér þarf flúor í vatnið HF-Reykjavík, 30. janúar Hér er nú í boði Háskóla Islands norskur prófessor í barnatann- lækningum að nafni Arvid Syrr- ist. Hann mun dveljast hér í hálf- an mánuð og halda fyrirlestra, bæði fyrir almenning og tann- læknastúdenta. Prófessor Syrrist hélt í dag fund með blaðamönnum og kom þá ýmislegt fram í sam- bandi við skemmdir á tönnum og tannlæknamál hér á landi. Sagði prófessorinn m. a., að hann teldi brýna nauðsyn á því að setja hér flúor í drykkjarvatnið. Þetta hefur verið gert víðs vegar í heiminum og horið góðan árang- ur, þó að miklar deilur hafi jafn- an staðið um þetta mál. í Svíþjóð hefur til dæmis komið í ljós, að eftir að flúor var sett í drykkjarvatnið minkaði þörfin fyr- ir tannviðgerðir um 50—60%. Bezt er að setja I mg. af flúor í hvern lítra af drykkjarvatni, þó að meira magn sé ekki til skaða Hér á landi mundi hveravatnið vera mjög gott til að blanda flúor í, því minna magn þarf af flúor í það heldur en kalda vatnið. Mál þetta mun hafa verið í athugun hjá bænum, en ekki talið ráðlegt enn sem komið er, einkum vegna tæknilegra örðugleika. Einn gall- inn er sá, að svo tiltölulega lítið af neyzluvatni okkar kemur úr geymum. Prófessor, Syrrist lagði einnig á það mikla áherzlu, að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir tannsjúk dóma strax þegar sjúklingurinn er á barnsaldri, og það yrði aldrei um of brýnt fyrir fólki, að láta börn hirða tennur sínar vel og reglu- lega.. Einnig yrði að efla mjög tanngæzlu í barnaskólum. Annað, sem væri mjög hættulegt, væri það, þegar börn væru að narta í mat á milli mála. Á barnaheim Framh. á 2. síðu Weisshappe! látinn Fritz Weisshappel verður jarð- sunginn á morgun, laugardag. — Hann lézt að heimili sínu hér í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags- ins, 55 ára að aldri. Fritz Weiss- happel var Austurríkismaður, en fluttist ungur hingað og gerðist ís- lenzkur ríkisborgari. Hann varð sncmma landskunnur fyrir störf sín við útvarpið, en þar starfaði hann í 25 ár, sem einleikari á pianó og undirleikari. Weisshappel var undirleikari Karlakórs Reykja víkur og tvö síðustu árin fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Hann var kvæntur Helgu Waage Weisshappel og lifir hún mann sinn ásamt 3 börnum. Ók inn í hrossahóp Vaxtalækkun í athugun — sagði Bjarni TK-Reykjavík, 30. janúar Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherrá, sagði á Alþingi í kvöld, 'að iækkun vaxta væri nú í athugun hjá ríkisstjórninni þótt ekki hefði þótt fært að taka hana inn í frumvarp rík- isstjórnarinnar um ráðstafan- ir vegna sjávarútvegsins. HF-Reykjavík, 30. janúar í gærkvöldi vildi það óhapp til, að bfll frá Selfossi ók á hrossa- hóp þar rétt fyrir utan bæinn með þeim afleiðingum að lóga varð tveimur hrossanna. Bíllinn kom akandi austan Flóa KLIJBBFIJNDUR NÆSTI Klúbbfundur Frainsókn armanna verður haldinn mánudag- inn 3. febrúar kl. 8,30 að Tjarnar- götu 26. Frummælandi verður Bjöm Pálsson alþingismaður. — Mætið vel. — Nefndin. veginn og þegar hann var staddur fyrir framan bæinn Tún, varð á vegi hans hrossahópur. Bílstjór- inn bremsaði snarlega, en allt kom fyrir ekki, því að snjóföl var á veginum og flughálka. Bíllinn þeyttist inn í hrossahópinn með þeim afleiðingum að lóga varð tveimur hrossanna, en bílstjórann og farþegann, sem var með honum sakaði ekki neitt, þó að bíllinn skemmdist mikið að framan og sé talinn óökufær. Hrossin, sem voru átta saman, eru í eigu Guðmundar Guðlaugs- sonar, bónda á Langstöðum, en hann mun hafa í hyggju að leggja fram skaðabótakröfu á hendur bíl stjóranum, þegar þar að kemur. Stofnuðu félag neta- veiðibænda Fyrir nokkru var stofn- að félag netaveiðibænda í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. 29 veiðieigendur stofn uðu félagið, en nú eru fé- lagar orðnir yfir 40. Til- drög ð stofnun félagsins var fyrst og fremst sá sífelldi ágangur, sem veiðieigendur telja að hafi verið á neta- veiðina á undanförnum ár- um; þær breytingar, er gerð ar hafa verið á laxveiðilög- rétindi félagsmanna, og unum og hafa takmarkað samda án samráðs við neta- veiðibændur. Þá ýtti það enn undir stofnun félagsins sú fréttatilkynning, er kom í dagblöðum frá Landssam- bandi íslenzkra stangaveiði- félaga, þar sem lagt var til að takmarka netaveiðina. VEGIR VIÐAST FÆRIR HF-Reykjavík, 10. janúar Þrátt fyrir kafahl og byl hér í Reykjavík og nágrenni síðastlið- inn sólarhring, hafa vegir ekki teppzt að ráði. Færð er góð alls staðar hér í nágrenninu, bæði yfir Hellisheið- ina og fyrir Hvalfjörðinn. Eitthvað fennti í Bröttubrekku, en hún er fær stórum bílum. Öxnadalsheiðin var í gær fær stór, um bílum og á morgun verður þeim bílum, sem ætla yfir hana veitt aðstoð af bílum frá Vega- málaskrifstofunni. Ekkert fennti á Akureyri og þar fyrir austan, en mikil hálka er á Fróðárheiðinni. VERÐA AÐHUTA SAMÞ YKKI IGÞ-Reykjavík, 30. janúar Húsvíkingar telja sig hafa pálm- ann í höndununi í bormálinu svo- kallaða. Þeir benda á, að samkvæmt samningi, sé jarðhitadeildin skuld bundin til að látr. oora Lvæi hol- ur á staðnum, og áður en þvi ljúki verði borinn ekki fluttur burtu nema með samkomulagi við Húsavíkurbæ. Þeir benda á að samningi þessum um tvær boran- ir á staðnum megi ekki rifta nema með samþvkki beggja aðila Ein hliða ráðstöfuQ jarðhitadeildar- innar sé því samningsbrot. Liggúr í loftinu, að bessi skoðun sé við- urkennd af jarðhitadeild, þar sem hún hefur nú brugðið á það ráð að senda mann norður rtil samn- ing:: við Húsvíkinga um borinn. Söluskaiturinn í 5 ‘/2 % á morgun TK-Reykjavík, 30. janúar. — Frumvarpið um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl. — þar á meðal hækkun söluskatts í 5%% frá og með 1. febrúar var afgreitt sem lög frá Alþingi í kvöld.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.