Tíminn - 11.03.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLI FJÓRTÁN ára skóladreng í Hróarskeldu í Danmörku lang- a3i skyndilega til að bregða sér til Spánar, tók 1500 dansk- ar krónur í leyfisleysí heima hjá sér, labbaði sig út á flug- völl og keypti farmiða til Spán- ar. Félagi drengsins slóst í för með honum og sneru foreldr- amir sér ekki til lögreglunnar, fyrr en þeir voru komnir lang- leiðina tjl Madrid. Danskalög- reglan gat gert spönsku lög- reglunni viðvart u. þ. b- þremur stundarfjórðungum áður en vélin lenti í Madrid. Þar biðu því spánskir lögregluþjónar á flugvellinum, sem liirtu dreng- ina og sáu um að koma þcim heim. MACHARRY er einn bezti blaðamaður stærsta dagblaðs í Bandaríkjunum, morgunblaðs ins Daily News. Hann hal'ði sterkan grun um það, að kvöld- blöðin stælu miklu af fréttum hans. Til þess að fullvissa sig setti hann cftirfarandi klausu í dálk sinn: Ali Rounj Cudlip, mriiarajahaen í Estarh, kemur í næstu viku til New York, til ,að leita læknishjálpar. f fylgd með lionuni verða 15 af yngstu konum hans. Sama daginn birf- ist þessi stórkostlega frétt næst um orðrétt i kvöldblaði Hearsts — New York Journal Ameri- can. — Sigri hrósandi skrifaði Macharry í blað sitt daginn eft- ir: í raun og veru er enginn MURIEL BELMONDO, syst- ir hins fræga Jean-Pauls, er farin að leika í frönskum kvik- mynd'um og þykir allefnileg. — Faðir þeirra systkina er þekkt- ur myndhöggvari í París, og ★ á myndinni er hann að leggja síðustu hönd á brjóstmynd af dóttur sinni, en hún fylgist á- hugasöm með verkinu. Eftir myndum að dæma er Muriel alls ólík bróðir sínum og er laglegasta stúlka. Ali Rounj Cudlip til, og það er heldur ekki til furstadæmi, sem nefnist Estarh, en ef þið lesið fréttina betur, sjáið þið, að Estarh er misritun fyrir Hearst, en hann hafði ég lengi grunaðan. Nú vonast Macharry framvegis til þcss að fá að hafa fréttir sínar í friði. SKÖMMU eftir brúðkaup Grace og Rainers í Monaco var skrifuð saga um líf þeirra beggja fram að þeim degi. En nú er Grace að leita sér að öðrum ævisöguskrifara, því að henni finnst gamla sagan vera orðin úrelt. Það vanti ekki ein- ungis allt um börnin, heldur líka allt um þá erfiðleika, sera de Gaulle hafi bakað þeim og þeirra litla ríki. Nú er bara að finna nógu kjarkmikinn rithöf- Und. ¥ í DANMÖRKU hefur nú ver ið bannað með lögum, að reykja í strætisvögnum og á- ætlunarbílum. Það hefur verið leyfilegt fram að þessu, og varð því mörgum illa við þessa lögboðun. Það má segja ís- lendingum. til hróss, að þeir hafa lengi vel bannað reyking- ar í strætisvögnum sínum, og nú eru þær bannaðar í sumum langferðabílanna. Það er auð- vitað sumt fólk, sem kvart- ar mikið undan þessu, en á það ætti ekki að hlusta. ☆ ÞÝZKÆTTAÐA kvikmynda- stjarnan Maria Schell leikur nú aðalhlutverkið í leikriti Somer- set Maughams, Caroline, sem nú er sýnt í París í tilefni af níræðisafmæli skáldsins. Það var ekki áætlað að sýna leikinn nema í örfá skipti, en hann reyndist svrf vinsæll, að halda verður áfram með hann í ná- inni framtíð. Þetta veldur Mar- iu miklum áhyggjum, því að hún á vanda til að fitna, ef hún gáir ekki vel að sér. Þannig er mál með vexti, að Maria verður á hverri leiksýningu að borca fjórar ristaðar brauðsneiðar og eitt súkkulaðistykki. Það er nú allt í lagi með súkku- laðistykkið, segir Maria, ég get alltaf fengið ósætt súkku- laði, en það er verra með rist- aða brauðið. Ef leikritið geng- ur eitthvað lengur verð ég að skrifa Maugham og biðja hann að breyta leikritinu ☆ KRABBAMEINSsérfræðing- ar frá fimm löndum komu ný- lega saman í París, og stofn- uðu með sér alþjóðasamband gegn krabbameini- Hugmynd- ina að þessu sambandi átti de Gaulle Frakklandsforseti og sjálfur gaf hann sambandinu 7,4 milljónir íslenzkra króna í stofnfé. Það má líklega reikna með því, að de Gaulle reyki ekki, eða hafi hætt því, þegur bandarískir sérfræðingar birtu margumtalaða skýrslu sína. ★ EINN stærsti framleiðandi Bandaríkjanna hefur nú tekið upp á því að gera tannbursta, sem eru með vanillu-, súkku- laði- eða einhverju öðru bragði, sem hægt er að kaupa með ís. Þetta er gert til þess að for- cldrum gangi betur að fá bless- uð börnin sín til að hirða tenn- urnar. AMERÍSKA fyrirsætan, Mar- ia Knopoka, er 22 ára gömui, og þarna á myndinni er hún, eins og sjá má, að borða spag- hetti. Myndin er tekin af Mar íu á ítölsku veitingastofunni, Capital, í París, en þar kepptu fjórar þekktar fyrirsætur um það, hver gæti borðað spag- hetti á þokkafyllstan máta. — Maria vann með glæsilegum yí irburðum, en þegar við litum á myndina, gátum við ekki var izt þeirri tilhugsun, að hinar hefðu verið allklaufalegar, — svona miðað við sigurvegarann. TÍMINN, miðvikudaginn 11. marz 1964 — ÞJÓÐARSORG ríkir nú i Grikklandi eftir dauða Páls Grikkjakonungs. „Evzone“-Líf- vörðurinn við konungshöllina í Aþenu sýnir sorg sína með- al annars með því, að snúa byssum sínum niður á við, — þannig að byssustingirnir nema við jörðu. Þetta tíðkast í Grikk landi, þegar þjóðarsorg ríkir. ■> TVÆR konur í borginni Ar- ua í Uganda hafa verið dæmd- ar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa rænt tveggja ára gömlum dreng í því augnamiði að hafa hann í jólamatinn. Eftir að hafa rænt drengnum deyfðu þær hann og hófust handa um að fita hann, til þess að hann væri orðinn mátulega meyr á jólum- Konurnar voru dæmdar fyrir mannrán með morð fyr- ir augum. Þær rændu drengn- um í byrjun desembermánuði á s. I. ári, ristu húð hans með hníf og fylltu sárin með safa úr deyfandi jurtum. Þannig héldu þær honum meðvitundarlaus- um og fituðu hann til þess, að hann yrði girnilegri um jóliu. Eftir að konurnar höfðu verið handteknar, urðu yfirvöldin að biðja þær um að meðhöndla barnið með móteitri, sem að- eins þær þekktu, svo að það rankaði við sér. ★ VIÐAVANGUR Ef við hefðum verið í haftinu Vísir segir í gær, að sú rök- semdafærsla sé fráleit og sorg- legt að sjá slíka ósvinnu í víð- lesnu blaði, að halda því íram, að það sé haft á íslenzkum rétti og réttarskerðing, að sam- kvæmt Iandhelgissamningnum við Breta er íslendingum skylt að tilkynna Bretum það með sex mánaða fyrirvara, ef beir hyggjast færa fiskveiðilögsög- una út fyrir tólf mílur, og Bret um sé heimilt að skjóta mál- inu til A'lþjóðadómstólsins í Haag, og gildi vilji þeinra um það sem samþykki fslendinga. Þó að bezt hæfi á þessum degi að vera ekki nneð ýfingar um fortíð þessa máls, er rétt- mætt af þessu tilefni, að Tím- inn spyrji Vísi, hvort hann treysti sér til þess að neita þeirri augljósu staðreynd, að allir áfangar íslands í land- helgismá'linu náðust með því að beita einhliða útfærslurétti okkar haftalausum? heldur Vísir, að sóknin hefði orðið auðveldari, ef við hefðum þurft að gegna tilkynningar- skyldu við Breta og sæta mála rekstri þeirra fyrir Haag-dómi í hvert einasta sinn? Hverjum hrýs ekki hugur við tilhugsun- inni um það, hvar værum við staddir nú, ef við hefðum ver- ið í þessu brezka hafti síðan 1930? „Óþjóðhollur gróða' lýður." „f öllum ríkjum er til óþjóð- ho'llur gróðalýður, sem hefur það æðsta mark sitt í lífinu að skara eld að sinni köku og kær ir sig kollóttan, hvernig það gerist. Þessi gróðalýður hefur hér á fslandi átt sitt sverð og skjöld þar, sem er Sjálfstæðis- flokkurinn. .. .Og þeim mun rækilegar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mun betur hefur hann fýlgt fram þeiirri duldu fyrirætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyrir braskar- ana.“ „Loppan á matborð- inu" „Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og næJir sér í hluta af því, sem fram er reitt. Hún leggur skatt á hveirja flík sem þjóðin klæð- ist. Hún treður vasana fulla sambandi við hverja húsbygg- ingu. Hún læðist að sjómannin um og hrifsar til sín hluta af afia hans hér innan 'lands og af gjaldeyrinum fyrir fram- leiðslu hans utan lands. Hún hefur tög: og hagldir í bönkun- um. Og sé þetta ekki nóg, þá á hún umboðsmenn í ráðherra- stólunum. Það er þetta, sem er að ís- lenzku þjóðlífi. Það er það, sem þarf að breytast. fslenzkur almenningur verður að skilja, að áhrifum Sjálfstæðisflokks- ins á íslenzk þjóðmál verður að Ijúka. Hann er búinn að sýna það. að hann getur ekki stjórnað landinu. Það er kom- inn tími til þess að slá úr hendi gróðalýðsins sverð hans og kljúfa skjöld hans.“ Hvaðan skyldi þessi lestur vera? Menn nalda auðvitað þetta sé dómur Framsóknar- manna eða stjórnarandstæð- inga um það, sem hefur verið Framhald á 15. siðu. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.