Tíminn - 28.05.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 28.05.1964, Qupperneq 13
I '16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvere mánaðar. Til söiu 5 herb. íbúð á 1. hæð. — Sér hitaveita og inngangur. 2ja herb. risíbúð við Miklu- braut. 4ra herb. risíbúð í smíðum. 3ja hérb. risíbúð í góðu standi 4ra herb. íbúðarhæð við Hlíða veg. Falleg risíbúð með svölum í Kópavogi. 3ja herb. íbúð við Ljósvalla- götu. 3ja herb. risíbúð við Sigtún 3ja herb. endaíbúð við Eski- hlíð. Einbýlishús í Silfurtúni Nýtt raðhús við Hvassaleiti. Einbýlishús við Blesugróf. Einbýlishús á einni hæð í Kópa vogi. 4ra herb. íbúð við Ljósheima. 3ja herb. risíbúð. Útb. 150 þús. 3ja herb. íbúð í Skerjafirði. 5 herb. íbúð í gamla bænum. Lítið hús ásamt byggingarlóð í Kópavogi. Rannveig Þorsfainsdóitir, hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 2. Sími 19960 og 13243 Við höfum kaupendur að íbúðum af mörgum stærð- um í Reykjavík og nágrenni í svipinn vantar okkur eink- um 3ja og 4ra herb. ibúðir Einnig höfum við kaupend- ur með mikla kaupgetu að einbýlis- og tvíbýlis- húsum (raðhús og hús í smíðum koma til greina). Málflutnlngsskrlfstofa: Þorvarður K. Þorsteinsson Mlklubraut 74. Fastelgnavlðikiptl: GuSmundur Tryggvason Sfml 22790. WINNIPEG Framnato aí 9 síðu. enda er hann kominn af stað fyrr á morgnana en flestir menn. Þrátt fyrir alla sína vinnu á vegum læknavísind- anna, hefur dr. Thorlák- son haft tíma aflögu til að sinna ýmsum góðgerðamál.um, sem eru honum hjartfólgin. Hann átti t. d. mikinn þátt í stofnun íslenzka stólsins við Manitobaháskólann, þar sem Haraldur Bessason er nú pró- fessor. Eins hefur hann verið formaður stjórnar íslenzka elli heimilisins á Gimli. Hann hef- ur hlotið mikla viðurkenningu fyrir störf sín um dagana og til að nefna aðeins nokkur dæmi, þá hefur hann fengið: riddarakross Fálkaorðunnar frá Kristjáni Danakonungi 1939; riddarakrossinn félck hann frá íslandi 1951. Thorlák son er heiðursmeðlimur í mörg um félögum eins og t. d. the Royal College of Surgeons of England og Senior Fellow of the American Surgical Asso- ciation. Hann hefur lengi setið í stjórn Krabbameinsfélags Kanada og var forseti þess 1951—52; og svona mætti lengi telja. Hann á sæti í mörgum öðrum góðgerðafélögum og stofnunum eins og t. d. The Great West Life Assurance Co., sem er eitt stærsta líftrygginga félag í Norður-Ameríku. Dr. Paul H. T. Thorlákson, er maður, sem við íslendingar ættum að vera stoltir af að telja í okkar hópi. Hann er mað ur, sem hefur lagt mikið af /nörkum til síns föðurlands — Kanada, — á sviði lækninga; hann hefur hjálpað læknavís- indum í heild, með óeigin- gjarnri fómfýsi; og hann hef- ur haldið merki íslands hátt á loft, sem sannur sonur for- feðra sinna. jhm' St. Paul í maí 1964. MINNING þessum fjöllum færði hann mik- inn feng af fugli og eggjum, meiri en flestir aðrir. Hann stundaði múrverk um skeið og var velvirkur á því sviði sem öðrum. Skósmíði lærði hann hjá Sveini Þorlákssyni skósmið í Vík, og stundaði þá iðn meðan kraftar entust. Eins og að líkum lætur var af- koma verkamanna í Vík lengi mjög bágborin og kjörin því oft kröpp. Guðmundur fann fyrir þessu eigi síður en aðrir. Hann var einn þeirra er stóð að stofnun verka- lýðsfélagsins Víkingur í Vík. Var hann fyrst varaform. félagsins og síðar um fjölda ára formaður þess. Er á engan hallað þó sagt sagt sé að hann hafi verið höfuðfram- kvæmdamaður félagsins og traust asti baráttumaður þess. Voru störf in fyrir baráttuna um bætt kjör ærið oft tímafrek og vandasöm, einkum fyrslu árin. En aldrei gugnaði Guðmundur, hvort held- ur þurfti að etja við atvinnurek- endur eða deyfð og skilningsleysi sjálfra félaganna. Fyrir þessi störf átti alþýða manna í Vík og raunar Mýrdal öllum, Guðmundi mikið að þakka, enda naut hann vaxandi vinsælda og virðingar með árun- um. Hann var kosinn í hrepps- nefnd Hvammshrepps og sat þar lengi. Barðist hann ötullega fyrir að reynt yrði á allan hátt að auka atvinnumöguleika verkamanna í Vík, hugkvæmur að leita úrræða í þeim efnum, þó við margs kon- ar torleiði væri að glíma og úr- ræði fá. — Hann var mikill sam vinnumaður og hafði óbifandi tra á úrræðum samvinnunnar, enda örðugt um vik að ráða fram úr meiri háttar málum í fámenninu á annan hátt. Guðmundur varð snemma ein- lægur Alþýðuflokksmaður. Tók hann nærri sér þegar flokkurinn klofnaði í tvær fylkingar og taldi að það mundi leiða til ófarnaðar. Hans meginhugsun var ávallt sú, að vinnandi fólk við sjó og í sveit gæti sameinazt í eina fylkingu, stjórnmálalega, það mundi þjóð- inni hollast til velfarnaðar, og að því reyndi hann að vinna eftir mætti. Guðmundur var félagslyndur maður, glaður, jafnvel gáskafull- ur, í góðra vina hópi. Hann var söngmaður góður og söng bassa í Víkurkirkjukór frá stofnun hans árið 1934 fram á hinztu stund. Síðast söng hann í kirkjunni tveim dögum fyrir andlát sitt. Við sem lengi áttum í þeim félagsskap góðar og glaðar stundir með Guð- mundi, þökkum skyldurækni hans og árvekni er hann sýndi þar sem annars staðar og söknum nú góðs gengins félaga. í Víkurkirkju átti Guðmundur margar hugljúfar stundir, er samrýmdist vel hans sterku Guðstrú er aldrei bifaðist Með Guðmundi Guðmundssyni er nú horfinn einn þeirra Víkverja er þátt tóku í mótun og uppbygg- ingu þorpsins um 60 ára skeið. Þar lagði hann að hug og hönd eftir því sem orkan leyfði. Allt var þar fátæklegt og ífumstætt i fyrstu, en öllu hefur fram þokað og meir en það. Nýr heimur hef- ur skapazt, ný hugsun, nýjar fylk- ingar manna og kvenna með afl og úrræði tækni og vísinda í far arefni. Ávöxtur hugsjóna og lífs- starfs þeirra er brutu sér braut úr allsleysi og umkomuleysi tnyrk- urs og kulda, inn í veröld yls og birtu. Vissulega var Guðmundur einn þeirra. Hann var drenglund aður manndómsmaður, gæddur eld móði og innri glóð, þrá til að verða að sem mestu liði, byggð sinni og alþjóð. Öllutn sem kynni höfðu af Guðmundi mun lengi hugljúf minn ingin um hann. Ástvinum hans öllum, sendi ég hjartanlegustu samúðarkveðju: Megi hann nú finna þann himn eska frið og þá sælu endurfundi við hjartkæra ástvini er á undan voru gengnir, sem hann aldrei etit augnablik efaðist um. — Hin mjúka mold Víkurkirkjugarðs hlú ir nú að líkamsleifum hans, í skjóli fjallanna fögru, sem hann þebkli svo vel, er umlykja byggð ina, sem hann helgaði lífsstarf sitt. Blessuð sé minning þín. Óskar Jónsson. Stytting þáttarins var óhjákvæmileg Stangaveiði Tilboð óskast í stangaveiði í Ölfusá fyrir Hellislandi á Selfossi, á tímabilinu 1. júlí til 15. sept. 1964. Leyft verður að veiða með 6 stöngum á dag. Netaveiði verður ekki stunduð. Tilboð sendist skrifstofu Selfosshrepps, fyrir 10. júní 1964. Veiðieigendur í grein, sem Andrés Kristjáns- son ritar í Tímann í gær um viðtal við Gylfa Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra í þættinum: „Á blaðamannafundi“, sem útvarpað var á mánudagskvöldið, gagnrýn- ir hann það, að hluti ræðumanna hafi verið felldur niður áður en þættinum var útvarpað, þannig, að „alröng mynd birtist af þeim viðræðum, sem þarna áttu sér stað“. Þessi athugasemd ritstjóra Tímans veldur mér nokkurri furðu, af eftirgreindum ástæðum: ‘ Áður en upptaka útvarpsþáttar- ins fór fram, fór ég þess á leit við bæði Andrés og Eyjólf rit- stjóra, sem þátt tóku í þættinum, að þeir takmörkuðu spurningar sínar við þær 35 mínútur, sem þættinum eru afmarkaðar í dag- skrá útvarpsins. Ella kvað ég ó- hjákvæmilegt að stytta, en af reynslu vicsi ég að það er vand- kvæðum bundið, þar sem þátttak- endur vilja skiljanlega láta allar spurningar sínar og sjónarmið koma fram. Reyndin varð hins veg ar sú, að viðræðurnar við við- skiptamálaráðherra stóðu í 61 mínútu. Að upptökunni lokinni, skýrði ég báðum ritstjórunum frá því að óhjákvæmilegt yrði að stytta þáttinn um 23 til 26 mínútur. Bauð ég Andrési að vinna það verk í samráði við hann, eins og hann sjálfur staðfestir, þannig, að þau sjónarmið sem hann mæti mest, kæmu greinilega fram í þættin- inum. Því boði hafnaði Andrés hins vegar. Þess vegna koma mér umkvart anir hans nú æði spanskt fyrir sjónir, þegar þessi forsaga málsins er hofð í huga. Hönum má vera það fullljóst að við svo mikla styttingu upptökunnar er óhjá- kvæmilegt að allmargar spurning- ar og svör við þeim falli niður, og þótti mér það, sem stjórnanda þáttarins, ekki síður miður en hon HEIMA OG HEIMAN Framhalc al bls. 3 nafninu „Atlas zoologique, médic- al et géographique" með manna- myndum, auk mynda náttúrufræði- legs og læknisfræðilegs eðlis. Myndirnar eru gerðar af Aug- uste Mayer, sem var dráttlistar- maður leiðangursins. Aðallega fékkst hann við að mála sjávar- myndir og naut svo mikillar hylli í samtíð sinni, að málverk eftir hann voru hengd upp í höllinni í Versölum. Myndir hans frá fslandi eru svo til orðnar, að hann og fleiri leiðangursmenn gerðu á ferð inni lauslega flýtisuppdrætti af því, sem þeim þótti markvert, og vann Mayer síðan úr því þegar heim kom, og sauð upp úr því fullgerðar myndir. Af þessum sök- um hlýtur að skorta nokkuð á um nákvæmni. Enda er svo. að lands lag, sem að vísu er aðalviðfangs- efni myndanna, er stundum mjög úr sönnu lagi fært. Þess verður að minnast, að um þetta leyti var róimantíkin enn í algleymingi, ekki aðeins í bókmenntum, held- ur og í öðrum fögrum listum. Listamenn í þá daga, ekki síður en seinni tíma listamenn, vilda færa náttúruna til betri vegar, ef svo mætti að orði komast, hver eftir sínum smekk, og gera allt sem fegurst, ævintýralegast og annarlegast. Kemur fram augljós viðleitni til þess í sumum myndun- um.“ Uppstillingu myndanna í Boga- salnum annaðist Ingvar Kristins- son, systursonur Gunnars, og verð ur sýningin opin til mánaðamóta. um. En það vil ég undirstrika, að við styttinguna var fyllsta jafn- ræðis gætt milli þátttakenda, og ekki síður felldar niður spurning- ar hins ritstjórans, m.a. alllangir kaflar er hann ræddi við ráðherr- ann um gildi austantjaldsviðskipt- anna og verðtryggingu sparifjár. Ég vona að fyrrgreindar skýr- íngar dugi til þess að koma í veg fyrir þann misskilning að ástæðan til þess að allar spurningar Andr- ésar komu ekki fram, hafi verið vondsleg pólitísk hlutdrægni. Hvorki ég né viðskiptamálaráð- herra nöfðum neina ástæðu til þess að hefta málfrelsi hans. Ef svo hefði verið, hefði ég einfald- lega ekki boðið honum þátttöku í þættinum. Gunnar G. Schiram. Viðskeyti. Ég þakka Gunnari G. Schram fyrir þessa orðsendingu, tel sjálf- sagt að verða við beiðni hans um birtingu hennar hér í blaðinu, og finnst ekki ástæða til að bæta við hana mörgum orðum, enda kemur þar fram, að okkur ber ekki ann- að á milli í þessu máli en mat á því, hverju sleppa skyldi og hverju ekki úr þættinum: „Á blaðamannafundi“ í útvarpinu s.l. mánudagskvöld, en það mat verð- ur víst ekki unnt að samræma með pexi. Ég reyni það ekki. Hins vegar vil ég taka þag fram, sem raunar ætti að liggja í augum uppi, að það er borin von að ætla sér að hafa veruleg áhrif á lengd svona fundar með því að biðja spyrjendur að „takmarka spurn- ingar sínar við þær '35 mínútur, sem þættinum eru ‘afm'arkaðar“, eins og Gunnar segir, því að spum ingarnar í slíkum þætti verða sjaldan nema fimmti eða tíundi hlutinn af viðræðunum. Til þess að ná þeim árangri er mikilvæg- ast, ag stjórnandi reyni að fá svörum stillt í hóf, og klippi af lengstu svörunum, ef klippa þarf. Það er alveg rétt, að Gunnar bauð mér að vinna klippingu þátt- arins í samráði við mig, en ég hafnaði því og kvaðst treysta hon- um til réttsýni í því efni. Um það vil ég segja, að ég tel, að það sé einmitt ríkasta skylda og réttur stjórnanda svona þáttar að gæta réttlætis, jafnræðis og hlutleysis gagnvart spyrjendum og viðræðu- mönnum, hvort sem er á fundin- um sjálfum eða við „snyrtingu" efnisins á eftir, og þetta eigi hann að vinna á eigin ábyrgð eftir beztu samvizku án nokurrar ,,pressu“ frá spyrjendum. Og ég hvorki vildi né gat beitt nein- um valdboðum í þá átt að þrengja inn mínum spurningum, þó að ég hins vegar vænti réttlætis í þepsu efni. Af þessum sökum vildi ég ekk ieiga þátt í klippingunni og tel að spyrjendur eigi ekki að gera það, nema þá að svara til um einstök atriði, sem stjórnandi vill spyrja um, ef þeir vilja. En hins vegar hafa þeir sinn rétt til að dæma það eins og aðrir á eftir, hvernig stjórnandanum hafi tek- izt þessi jafnvægislist, og það hefi ég gert í allri hófsemi. Verður svo að ráðast, hversu mönnum virðast málavextir. Andrés Kiristjánsson. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu vandláfra blaða- lesenda um a9!t land. T í M I N N, fimmludaginn, 28. maí 1964. — 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.