Tíminn - 28.05.1964, Page 15

Tíminn - 28.05.1964, Page 15
RÆSI ..... Framhald af 1. síðu. geta auðveldlega fallið út af ræs- inu, þegar þau eru þar að leik, og þótt mikil umferð sé um götuna fyrir ofan er ekki öruggt, að til þeirra sjáist, og þá er voðinn vis. Og þarna veiða þau fiska, sem þau fara síðan með heim til sín. Ef- laust súpa fiskarnir á ýmsu í sjónum bæði þarna og annars staðar, en óneitanlega er það held ur óhugnanlegt að hugsa til þess að einhver kunni að gæða sér á þessari veiði. Ræsishausinn er opinn í tvær átt ir, og segja forráðamenn, að straumurinn út úr ræsinu sé mik- ill, og komi því ekki til greina, að böm gætu farið inn í ræsið, ef þau dyttu í sjóinn, en enginn veit með vissu, hvað mikið þyrfti til þess að þau flytu inn, og straum urinn út er að sjálfsögðu ekki alltaf jafnmikill. Talað hefur ver- ið um að girða ræsið af, en sú girðing hefur ekki verið reist, þar sem talið er að hún yrði til lítils gagns, að sögn þeirra, sem um þessi mál sjá hjá borginni. Á VlÐAVANGI Hafa þeir áhuga? Ætli það geti verið, að sterk öfl í Sjálfstæðisflokknum, sem gert hafa út á verðbólguhafið og fengið mokafla í net sín, hafi komið í veg fyirir að til- 'iagan yrði samþykkt. Þessi öfl hafa áreiðanlega engan áhuga á verðtryggingu sparifjár. Þeir hafa hagnazt ógnarlega á því, að draga verðmætin firá þeim, sem leggja fé í • banka til „ávöxtunar“. ÚTVARPSSKÓLI Framhald at 1. síðu. sambandi við útvarpsstofnanir. — Ekki væri ákveðið, hve langur skólinn yrði eða hver yrðu inn- tökuskilyrði og skólagjald. Þetta væri allt laust í reipunum og ætl- unin að skólinn starfaði til reynslu í eitt til tvö ár. Þó hefði verið ákveðið, að fólk borgaði eitt- hvert inntökugjald. 5 SLASAST Framhald af 16. sfSu. að máli við hann inni á Gildaskála í gær, og bað hann að aka fyrir sig bílaleigubíl austur fyrir fjall. Féllst Jóhann á að aka bílnum, þótt réttindalaus væri, og slógust í för með þeim þrír aðrir piltar. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en í brekkunni fyrir neðan Skíða- skálann, þar sem Fólksvagninn ek ur á hægra vegarhelmingi og rekst á Kaiserinn árg. 1952 með fyrr- greindum afleiðingum. Frétta- maður blaðsins átti tal við bíl- stjórann á Kaisernum skömmu eft ir áreksturinn, og sagðist hann hafa farið eins langt út á kantinn og hann gat, er hann sá Fólks- vagninn koma á móti sér. Bíl- stjórann sakaði ekki. Piltarnir sem í Fólksvagninum voru heita: Jóhann Víglundsson frá Akureyri, Ólafur Jóhannsson, Selfossi og Ótt ar Överby, Ragnar Ólafsson, Bragi Jónsson, allir frá ísafirði. Skáíc (Framhald af 2. síðu) þvinga fram jafntefli.) 35. Hael—Dd2 36. Hdl—De2 37. Hdel—Dd2 38. Hdl —De2 39. Hdel jafntefli! Kunningi vor Larsen vann í þess ari umferð Argentínumanninn Fog uelman í ágætri sóknarskák. Hv: Foguelman. Sv: Larsen. DrottiningarbragS. 1. d4—d5 2. c4—e6 3. Rf3—Rf6 4. Bg5—Be7 5. e3—0-0 6. Re3—h6 7. Bh4—b6 8. cxd5—Rxd5 9. Bxe7— Dxe7 10. Hcl— Rxc3 11. Hxe3—Bb7 12. Bd3—Hfc8 13. 0-0—Rd7 14. Da4 —c5 15. Hfcl—a6 16. Bbl—b5 17. Dc2—g6 18. dxe5—Bxf3 19. gxf3— b4 20. Hc4—Re5 21. Hxb4—Dg5f 22. Khl—Rxf3 23. Ddl—Dh5 24. h4—Hd8 25. Da4—Hd2 26. Kg2—Re5 27. Hf4 —g5 28. hxg5—Dxg5 29. Khl— Dh5f 30. Kg2—Kh8 31. Bh7—Kxh7 32. De 4f—Dg6f 33. DxD—KxD. Hvítur gafst upp skömmu síðar. III. umferð. Lengyel—Portisch i/2—% Reshevsky—Bilek y2—% Evans—Berger 1—0 Vranesic—Benkö i/2—% Ivkov—Perez 1—0 Rosetto—Porath 0—1 Larsen—Gligoric y2—% Quinones—Foguelman 1—0 Darga—Pachman y2—% Tringov—Smyslov y2—y2 Bronstein—Spassky y2—y. Tal—Stein i/2_^ Skákirnar í þessari umferð voru yfirleitt miklar baráttuskákir, enda þótt þeim lyiktaði flestum með jafn- tefli. Evans vann stutta og snaggara lega skák af Ástralíumanninum Berg er. Hv: Bvans. Sv: Berger. Caro-Kann. 1. e4—c6 2. d4—d5 3. Re3—dxe4 4. Rxe4—Bf5 5. Rg3— Bg6 6. Rf3— Rd7 7. h4—h6 8. h5—Bh7 9. Bd3— BxB 10. DxB—Dc7 11. Bd2—Rf6 12. 0-0-0—e6 13. Kbl—c5 14. c4—exd4 15. Rxd4—a6 16. Rxe6—fxe6 17. Dg6f —Kd8 18. Hhel—Kc8 Hxe6—b6 20. Df5—Kb7 21. Bf4—Dc5 22. Hxf6 Gefið. T. d. 22. — Rxf6 23. Hd7f og vinnur. í fjórðu umferð urðu úrslit þessi: Spassky—Tal Bronstein—Smyslov Porath—Larsen 0—1 Portisch—Stein 1—0 Pachman—Tringov 1—0 Gligoric—Quinones 1—0 Bilek—Evans 0—1 Berger—Vranesic 0—1 Perez—Rosetto 0—1 Ivkov—Benkö Fougelman—Darga Lengyel—Reshevsky y2-% Þótt innbyrðis skákum sovétmeist- aranna lyki með jafntefli varð það þó fyrst eftir mikla baráttu. Eftir þessar fjórar umferðir var Larsen einn efstur með 3% vinninga. Smysl ov, Gllgoric og Evans höfðu þrjá vinninga hver.-Þess má til gamans geta, að fimm síðustu skákir Lar- sen verða gegn sovézku skákmönn- unum. Síðusiu frétiir Hilversum-útvárpið skýrði frá því i gærkvöldi, að eftir 6 umferðir væri Larsen efstur með 5 vinn. 2.— 3. Gligorie og Ivkov með 4i/z vinn., 4. —5. Bronstein og Smyslov með 4 vinninga. Larsen vann Perez i 5. umferð, en gerði jafntefli við Benkö £ 6. umferð. NEHRU LÁTINN Framhald af 1. síðu. sem Nehru hafi byrjað á. Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna átti í dag að halda fund um Kambodsíumál- ið, en frestaði fundi eftir að hafa minnzt Nehrus. Bráðabirgðaforsætisráðlierrann, Lulwarilal Nanda, hefur beðið alla ráðherrana um að halda áfram störfum sínum. Nanda var áður innanríkisráðherra, og er ekki tal- ið, að nann hafi neina löngun til þess að verða eftirmaður Nehrus. Nehru fæddist í Allahabad árið 1889 og tilheyrði einni ríkustu fjölskyldu landsins. Faðir hans var lögfræðingur. 16 ára gamall .var Nehru sendur til Bretlands og lagði hann stund á lögfræði við háskólana í Harrow og Cambridge. Hann lauk þar prófi, en las um leið mikið af bókmenntum, heim- speki og stjórnmálum, auk þess sem hann fékk mikinn áhuga á Fabiansósíalismanum svokallaða. Þegar Nehru snéri heim til Ind- lands 1912, var hann langt frá því að vera róttækur þjóðernissinni. En skoðun hans breyttist eftir fjöldamorðin við Amritsar árið 1919, sem eingöngu voru brezkum hershöfðingjum að kenna. Það ár gekk hann inn í þjóðernishreyf- ingu Gandhis. Nehru var á margan hátt algjör andstæða Gandhis — hann trúði á tækni og vísindi og var viss um, að framtíð Indlands hlyti að liggja í iðnþróuninni. Hann trúði á þjóðfélagslegar um- bætur, og taldi, að gamlir trúar- siðir væru hindrun í vegi fram- þróunarinnar. Nehru og faðir hans gáfu mikið af eignum^ sínum til Kongress- flokksins. Árið 1929 varð Nehru formaður hans. Hann átti í stöðugum útistöð- um við Breta og bæði hann og kona hans, Karnala, dvöldu oft í brezkum fangelsum. Allt í allt dvaldi Nehru í rúm 13 ár í fang- elsi, og fangelsisvist konu hans kostaði hana lífið. Nehru komst aldrei alveg yfir lát konu sinnar, ekki sízt vegna þess, að hann var innhverfur að eðlisfari og átti erfitt með að samlagast öðrum. Þegar fyrir seinni heimsstyrjöld ina varð Nehru harður andstæð- ingur fasismans. Það varð til þess að hann taldi ekki rétt að notfæra sér hina erfiðu aðstöðu Breta á stríðsárunum. 15. ágúst 1947 varð Indland sjálfstætt ríki, en það varð að greiða frelsið með blóði. Landið varð að láta af hendi mikil land svæði, sem síðan varð múhamm- eðsika ríkið Pakistan. Þessi sldpt- ing varð upphafið að miklum ó- eirðum og á aðeins sex vikum lét rúmlega ein milljón manna lífið í átökunum. Nokkrum mánuðum seinna var Gandhi myrtur af öfgafullum Hindúa og lífi Nehrus var sífellt ógnað. En þegar ró var komin á, reyndi Nehru eftir megni að end urskipuleggja Indland og gera það að velferðarríki, þar sem jafn rétti allra stétta ríkti. En það voru mörg ljón á veg- inum og hann varð að víkja dálít- ið frá sinni róttæku stefnu. Aðal- takmark hans var iðnvæðing, sem síðan myndi útrýma atvinnuleys- inu, og hann reyndi einnig að hafa einhverjar hömlur á fólksvextin- um, sem þó reyndist erfitt vegna trúarsiða. Það sem einkenndi utanríkis- málastefnu Nehrus eftir að Ind- land varð sjálfstætt ríki, var hlut- leysisstefna hans. Margir töldu hann þó frekar hallast á sveif með Sovétríkjunum í kalda stríð- inu. En heima fyrir barðist hann af hörku gegn kommúnistaflokknum, sem hann taldi mjög hættulegan fyrir indverskt lýðræði. Margir öflugir andstæðir skoð- anahópar eru í Indlandi í dag, og óvíst er hvemig deilum þeirra lyktar, því að með fráfalli Nehrus hefur Iandið misst sameiningar- tákn sitt. EINSTÆÐ GJÖF Framhald af 16. siðu. íslenzkrar myndlistar á 19. og 20. öld, sem upphaflega var áformað að hafa í einu bindi, en verkið varð svo mikið ag vöxtum, að horf ið var að því ráði að bindin yrðu tvö. Ragnar hefur staðið stór- mannlega við heit sín. Og fleiri hafa gefið af mikilli rausn við gerð þessarar bókar, því ég veit ekki betur en að í prentsmiðjunni hafi verið unnið í ólaunaðri sjálf- boðaliðavinnu að bókinni. Ég efa ekki, að íslenzkum hefur bætzt hér ágætt verk, og ég vona, að bókin hjálpi íslenzkri alþýðu að gera listina að lifandi staðreynd og aflvaka í lífi sínu.“ Hannibal Valdimarsaon bað Tómas að flytja gefandanum þakk ir og rifjaði upp, að nokkru eftir að hann hafði gefið Alþýðusam- bandi íslands safn 120 málverka 1. júlí 1961, hafi hann tilkynnt sambandinu, að hann vildi auð- velda sambandinu að byggja lista- Vændið í rannsókn .KJ-Reykjavík, 27. maí. | þessu. Nokkrar persónur, sem Rannsókn í vændismálinu, sem taldar eru viðriðnar málið, hafa sagt var frá í blaðinu í gær, var verið til yfirheyrslu, en rannsókn- fram haldið í dag, en ekki hefur arlögreglan getur ekki að svo enn verið komizt til botns í máli I stöddu skýrt frá niðurstöðum. Hrottfarartíminn og upphringingarnar Áður en Flugfélag fslands lióf reglulegt áætlunarflug mil'li staða innanlands, en flugvélar félagsins héldu uppi flugi er flutningsþörf gaf til efni til og veður ekki haml- aði, komst á sú venja, að símað væri til allra væntanlegra farþega og þeim tilkynntuir brottfarartími og ennfremur, hvenær ætti að mæta á flugvelli. Eftir að áætlunarflug var tekið upp, hélzt þessi siður, og hefir svo verið síðan. Með bættum tækjum hefir á síð ari árum gengið æ betur að halda uppi áætluðum flugferðum á fyr irfram ákveðnum tímum og þyk- ir því ekki ástæða til að halda AÐALFUNDUR Aðalfundur í hlutafélaginu Glað lieimair, verður haldinn að Tjarn- argötu 26, laugardaginn 6. júní. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Hluthafar eru minntir á að hafa með sér kvittaniF fyriir greiðslu Mutafjár. TRÉSMlÐAVÉLAR Framhalö af 2. síðu. Sýningin er opin daglega frá kl. 5—10 e.h. en um helgar frá kl. 2—7 og lýkur henni n.k. sunnu- dagskvöld. Heildverzlun Hauks Bjömssonar hefur söluumboð fyr- ir vélarnar hér á landi. safn með því að láta semja þessa bók, og væri það stórkostleg hug- mynd að láta bók byggja fyrsta listasafn á íslandi. Björn Th. Björnsson mælti nokkur orð og lýsti bókinni. Hann kvaðst hafa hafið verkið um ára- mótin 1961—62, og byggist hann við að Ijúka við handrit síðara bindisins um þetta leyti að ári. Bókin er 220 síður í stóru broti, og eru í henni 22 litmyndir, og um hundrað svarthvítar. Prent- un annaðist Víkingsprent, Prent mót gerði myndamótin og bók- band leysti Bókfell af hendi. Þús- und eintök hennar verða tölusett handa áskrifendum. sem fá allt verkið á upphaflega ákveðnu verði aðeins 1500 krónur, en hún verð- ur miklu dýrari á bókhlöðuverði. Enn er tekið á móti áskrifendum. lengur uppi hinum gamla sið frmbýlingsáranna, að hringja sér- staklega í farþegana, heldur að þeir mæti á flugvelli samkvæmt á ætlun þ. e. í innanlandsflugi hálfrj klukkustund fyrir brottför. Ef brottför breytist frá því sem segir í áætlun, mun hins vegar verða hringt til væntanlegra far- þega. (Frá F.f.) Þróttur vann Val 4:2 Óvænt úrslit urðu í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Nýliðarnir, Þróttur, sigr uðu Val með 4 mörkum gegn 2, mjög verðskuld- að. í hálfleik var stað- an 2:1 fyrir Val. Næsti leikur mótsins verður í kvöld. Þá mæt- ast Fram og Akranes í Laugardal kl. 20,30. - -- ~ - - — Engin vegabréf fyrir Júgóslavíu Nýlega var gengið frá sam- komulagi í Osló milli fslands og Júgóslavíu um gagnkvæmt afnám vegabréfsáritana fyrir íslenzkt og júgóslavneskt ferðafólk, sem ferð- ast vill milli landanna og dvelja þar í allt að 3 mánuði. Samkomulag þetta gengur í gildi hinn 1. júlí 1964. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 27. maí 1964. BIFREIÐASKOÐUN Framhald at 16. síðu. gengið eins hart eftir að aðrir bílar hafi aurhlífar fyrr en í haust nema um sé að ræða bíla þar sem hátt er upp í grind eða hús. Bif- reiðastjórar hafa því sumarið til að setja aurhlífarnar á sjá sér, og ættu raunar að gera það strax, og sérstaklega áður en þeir fara að aka úti á vegum. Aurhlífamar vama því að steinkast og úði af vegunum berist frá afturhjólun- um, auk þess sem þær hlífa bíl- unum sjálfum mikið. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þökkum við hjónin börnum okkar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum ásamt frændum og vinum, sem gjörðu okkur gull- brúðkaupsdaginn 24. þ.m. ógleymanlegan, með heim- sóknum, viðtölum, skeytum og góðum gjöfum. Guð blessi ykkur öll. t Sigríður og Ólafur R. Hjartar, Þingeyri Hjartkær eiginmaSur minn og faðir Sveinn Guðmundsson, Þúfukoti, K|6s, andaSist aS heimili sínu 26. þ. m. Svala GuSmundsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir. T í M t N N, fimmtudaginn, 28. mti 1964. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.