Tíminn - 16.08.1964, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR, 15. ágúst.
NTB-Nýju Delhi — í dag eru
litfin 17 ár frá því Indland
hlaut sjálfstæði og er dagsins
minnzt með miklum hátíðahöld
um víða um landið. Grenjandi
regn skyggði á hátíðahöldin í
Nýiu Delhi, sem hófust með
hersýningu og ávarpi forsætis-
ráðherrans, Lal Shastri.
NTB-Nicosíu — Gífurleg
sprenging varð í dag í gríska
Kýpur. Kom í ljós, að sprengja
hafði sprungið í kyrrstæðri bif
reið fyrir utan heimili grísks
blaðamanns. Tættist bifreiðin
gjörsamlega í sundur. Lögregl
an og fulltrúar Kýpur-Grikkja
rannsakar nú mál þetta.
NTB-Róm — Amtoni Segni,
forseta ftalíu, hrakaði mjög í
nótt og er nú rænulaus. Eins
og kunnugt er fékk hann blóð
tappa fyrir viku og hef-
ur heilsu hans hrakað dag frá
degi. Kona hans og fjórir synir
sitja nú við sjúkrabeð han.
Þá berast þær fréttir frá
Krímskaga í Sovétríkjunum,
að ítalski kommúnistaleiðtog-
inn Togliatti sé enn meðvit-
undarlaus, en hann fékk heila
blóðfall í fyrradag. Hangir líf
þessara beggja ítölsku stjórn-
málamanna nú á bláþræði.
NTB-New York — Stjórn V-
Þýzkalands hefur gefið Samein
uðu þjóðunum 900.000 dollara
til að standa straum af kostn-
aði við gæzluliðið á Kýpur.
Voru peningarnir afhentir í
gær.
NTB-París — Annað kvöld mun
Henry Cabot Lodge, fyrrver-
andi sendiherra Bandaríkjanna
í S-Vietnam, gera frönsku
stjórninni og fulltrúum í aðal-
stöðvum Nato í París, grein
fyrir afstöðu Bandaríkjastjórn
ar til málefna Suð-austur-Asíu.
Fer Lodge þessa ferð að beiðni
Johnson, Bandaríkjaforseta.
NTB-Peking. — Aðalmálgagn
kínverska kommúnistaflokksins
Blað alþýðunnar. sem síðustu
daga hefur haldið uppi látlaus
um árásum á Bandaríkjastjórn
segir i dag, að Bandaríkja-
menn reyni nú að skapa sams
konar ástand í Kongó og í Viet
nam. Segir blaðið, að ákvörðun
Johnsons, Bandaríkjaforseta
um að senda bandarískar flutn
ingaflugvélar og fallhlífarher-
menn til Kongó, til að styðja
stjórn Tshombe, geti leitt til
blóðugrar styrjaldar í Kongó.
Sé þessi ákvörðun ögrun við
borgara í Kongó og raunar all
ar afríkanskar þjóðir.
TRULOFUNAR -V-
HRINGIRJ
AMTMANNSSTIG2j>^,
HALLDÓR KRISTINSSON
tfullsmiðnr. — Sími 1(5979
PILTAR,
ÍFÞIÐ EIGIÞ UNHUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRINOANA /
fyfrtó/t /]s/mrjqs£or?\ (I/
8 V U^r--p. l -
2
VI
kirkjunnar
//
AfsíÖis
//
Eitt af því nauðsynlegasta í
sumarleyfinu er einmitt að geta
komizt þangað, sem nefna
mætti AFSÍÐIS, einn með sjálf-
um sér og Guði sínum.
Hvað eftir annað sjáum við
í guðspjöllunum hve Kristur
sjálfur telur þetta mikilsvert
Hann byrjar daginn að því
er virðist jafnan með göngu út
úr borginni upp á fjallið. Þar
er hann „á bæn“, það er að
segja í bænarhug, hugleiðslu,
íhugar komandi dag með öllum
hans viðfangsefnum, leitar vilja
föðurins.
Hann hefur máls á því oftar
en neinu sinni við lærisveina
sína, að nú skuli þeir koma
á afskekktan stað til að hvíl-
ast. Þá leitar hann ýmist til
fjallanna eða út á vatnið. Og
þegar hann er að lækna og
líkna, tekur hann sjúklinga og
nauðleitarmenn gjiarnan „af-
síðis frá mannfjöldanum1, og
talar við þá eða snertir þá í
einrúmi til að veita þeim heilsu
og kraft til að standa aftur í
starfi eða taka upp byrðar sín-
ar, finna gleði sína og ham-
ingju að nýju.
Þar er Jesús langt á undan
sínum tíma eins og í mörgu.
En höfum við sem viðurkenn-
um sumarleyfi með landslög-
um athugað fyllilega, hváð í
þessu felst, hvers vegna við
þurfum afsíðis til sálarheilla og
hvernig þarf að haga þessum
þætti kristilegrar menningar.
í einveru fjalla og dala felst
nokkurs konar mótvægi við á-
hrif glaums og hraða. Og
Kristur var ekki að flýja þaðan.
Hann var enginn heimsflótta
maður, síður en svo. En í ein-
verunni „afsíðis" hlóð hann sig
krafti, ef svo mætti segja. Eign
aðist snertingu við aflstöð til-
verunnar. Og sú snerting ent-
iát honum einmitt til að stand-
ast bylgjuföll og straumrastir
hversdagsstarfsins og glaums-
ins í borginni.
Og við þurfum að komast
fyrst og fremst í hæfilega fjar-
lægð frá öllu skvaldrinu og
amstrinu til að finna frið og
kyrrð, sem verkar sem jafn-
vægi gegn öllu hinu sem angrar
og spennir. Dvöl í tjaldi inni á
röræfum eða við niðandi lind
um lágnættisstund fjarri öllum
mannabyggðum, getur einmitt
veitt slíkt jafnvægi.
En við þurfum líka að komast
afsíðis frá heimili og öllu dekri
ástvina og umhyggju vina, til
þess að læra að meta það rétt
og þakka það svo sem vera
skyldi. Aldrei finnum við betur
hvers virði það er að eiga gott
heimili en þegar við erum alein
og yfirgefin í öllum fjölda stór-
borgar einhvers staðar langt
úti í 'heimi. Og því lengra, sem
við förum, því innilegar get-
um við fundið að „það verður
yndislegt að koma heim“. Og
eins hitt, að
„þótt liggi leið um borgir
með ljómandi skraut,
kýs heimkynnið hjartað
og hvers sem þar naut.
Svo himinkyrrð helgað
allt hugljúft þar var,
þótt farið sé fjarri,
það finnst aðeins þar.“
Þannig lærum við „afsíðis-1
að meta lífsgæði heimilis og
föðurlands, sem okkur hafði
annars lærzt að líta á sem sjálf-
sagt og ekkert að þakka. Barn-
ið lærir oft fyrst að elska heim-
ili sitt, þegar það er þúsund
mílur í burtu þaðan. En við er-
um öll að ýmsu leyti alltaf
börn.
En fylgjum við hins vegar
ekki kalii nauðsynjar um að
dvelja afsíðis og eignast hljóð-
ar stundir með eigin sál og
anda Guðs — það getum við
við raunar á okkar eigin heim-
ilum með bæn og bóklestri —
þá verðum við fyrr eða síðar
kölluð afsíðis t.d. af einhverj-
um sjúkleika. Og hversu marg-
ur finnur fyrst hve lífið er fag-
urt og tilveran dásamleg, þeg-
ar komið er afsíðis inn á sjúkra
stofu. .
Og þá getur orðið bezt af
öllu, þótt ekki sé nema eiga
spegilbrot, eins og „auming-
inn“ í Fegurð himinsins, til að
horfa í, og láta dýrð kvclds,
grænlit hlíða eða bláma fjalls
speglast í um örskotsstund.
Þannig verður hið smáa stórt í
harmanna heirni, afsíðis frá
öllu svakki hins daglega lífs.
En fátt mun þó fremur og
með meiri krafti taka okkur af-
síðis en sorgin.
„Og meðan fólkið sefur,
býst sorgin heiman að
og sorgin gleymir engum.“
Á vegum hennar verður þú
afsíðis og „aldrei samur alla
stund“, en þar helgast líka þín-
ir hjartans varðar. Og ekkert
gerir hjarta mannsins göfugra
en heilög sorg afsíðis við al-
faraveg, einn með Drottni
huggunar og miskunnar.
En umfram allt notið sum-
arleyfið til að finna Guð hins
fagra og góða í friði sólarlags
og dýrð morguns en umfraqa
allt í ykkur eigin sál. Ef dýrð
náttúrunnar eignast þar ekki
endurspeglun og bergmál, þá
verður hún þér einskis virði.
Steingrímur Thorsteinsson,
skáldið, sem menn nú virðast
fyrst að skilja sem einn bezta
túlk íslenzkra náttúruradda seg
ir sem í bæn við Guð sinn um
sumarkvöld:
„Frið á jörð ég finn ei hér
finna mig lát hann samt hjá
þér,
sturluðum hug og hjarta bú
himinkyrrð þá, sem ríkir nú.
Svo heyri ég fyrir harma nið
hljóðfagran þinna stjarna
klið,
og sál mín verði lognblíð lá
’ Ijósanna Föður skuggasjá."
Það gæti orðið helzti tilgang-
ur sumarsins, að komast „af-
síðis" frá hávaða og hraða til
að verða líkt og fjallavatnið
skuggsjá himins, spegill Guðs.
Árelíus Níelsson.
FRAMTIÐARSTARF
Flugfélag íslands h.f., óskar að ráða nú þegar
ungan mann til starfa við afgreiðslu félagsins að
Egilsstöðum.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi nokkra mála-
kunnáttu og reynslu í skrifstofustörfum.
Eiginhandarumsóknir, er greini frá manntun
og fyrri störfum, sendist Mltrúa Flugfélags ís-
lands að Egilsstöðum, Guðmundi Benediktssyni,
eða til Starfsmannahalds félagsins í Reykjavík.
við Litlabeltisbrúna
6 mánaða vetrarskóli fyrir pilta
og stúlkur. Skólaskýrsla verður
send, ef óskað er.
Heimilisfang:
FREDERICIA, DANMARK,
sími Errltsö 219.
Poul Engberg.
TÍMINN,
SILDAR-
Fremur hagstætt veður var á
síldarmiðunum s.l. sólarhring, en
síðari hluta nætur tók að kalda
á miðunum. Skipin voru einkum
að veiðum í Seyðisfjarðar- og
Norðfjarðardýpi.
Síldarleitinni var kunnugt um
afla eftirtalinna 33 skipa samtals
10.250 mál og tunnur.
Björgúlfur EA 200, Viðey RE
300, Steinunn SH 480, Rifsnes RE
600, Árni Magnússon GK 350, Guð-
finnur KE 160, Snæfugl SU 200,
Hoffell SU 130, Seley SU 250, Ás-
björn RE 200, Hamravík KE 1200,
Svanur IS 200, Ingiber Ólafss. GK
150, Hrafn Sveinbj. GK 130, Haf-
rún IS 350, Hilmir II KE 100, Sig-
rún AK 200, Rán IS 100, Strákur
SI 300, Víðir II GK 900, Elliði
GK 400, Ögri GK 180, Loftur Bald-
vinss. EA 400, Gunnar SU 500,
Reynir VE 700, Páll Pálsson IS
300, Sigurvon RE 350, Hvanney
SF 120, Valafell SH 200, Helgi
Flóventss. ÞH 150, Guðbjörg IS
250, Húni II HU 100, Faxaborg
GK 100.
Handbókband
Bókamenn, bókasöfn,
munið handbókbandið
á Framnesvegi 40-
Mikið úrval af 1. ' .okks
efni, vönduð vinna.
Reynið viðskiptin.
GASCOIGNES
Mjaltavélar
Þessar landskunnu mjalta-
vélar eigum við oftast fyr-
irliggjandi eða útvegum
með stuttam fyrir vara.
Sérstök áherzla er lögð á
góða varhlutaþjónustu.
H
F
TS S O N
Vatnsstíg 3 — Sími 11555
sunnudaginn 16. ágúst 1964 ____