Tíminn - 15.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1964, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 1964 TÍMINN ráða. Og kirkjan er ekki sá stefnu- mótsstaður sem hún var í gamla daga. Nú er miklu meira varið í að fara í fimm bíó en í kirkju til sr. Gríms. En ef börnin venjast á að koma á barnasamkomur, — pó svo að þau komi ekki í kirki" eftir fermingu þá er það fvrsta sem þau gera að senda sín eigln börn í sunnudagaskóla vegna þess að þau telja að það hafi verið þeim sjálfurn hollt. Kirkjan verður að halda virðingu sinni. — Hvar fáið þið ínni fyrir guðs- þjónustur? — Ég er aðallega í Laugarnes- kirkju og Laugarnesbíoi, þótt það sé engan veginn hagstætt, því að bíó verður aldrei kirkja. Prestsverk vinn ég í Laug- arneskirkju. Auk þess er ég hálfs mánaðarlega á Hrafnistu. Fólkið i þar tekur manni af hlýhug og' áþuga. Nýlega hefur veríð stofn-1 aður kirkjukór Ásprestakalls og ] Steingrímur Sigfússon ráðinn org- anisti. Og kvenfélag hefur vita- skuld tekið til óspilltra málanna með sína starfssemi. Við höfum sótt um lóð undir kirkju og bíð- um nú eftir að hinir ágætu ráða- menn borgarinnar veiti samþykki sitt. Séra Grímur sagði að lokum: — Hvað svo sem gert verður til breytinga á kirkjunni má hún aldr ei glata reisn sinni og virðingu, og undirstöðu hennar má alls ekki hnika. Allir eru líka hlynntir kirkjunni. Og menn geta ekki um- flúið kirkju og kristindóm frekar en eigin örlög. Séra Garðar Svavarsson, Sóknarprestur í Laugar- neskirkju i? Fyrst bið ég séra Garðar að ;sagja:mér,.að hvaða leyti jól presta séu; sérkennilég, eða hvernig þeir búi sig undir jólin? — Jólaundirbúníngurinn hefst í byrjun þessa mánaðar. Núna var til dæmis að fara frá mér fjöl- skyldufaðir sem á sjö börn. Þetta er duglegur maður á bezta aldri, en hann varð fyrir slysi við vinnu sína og er óvinnufær. Að sjálfsögðu fær hann eitthvað hjá Tryggingunum, en það hrekkur ekki til. Og hann kom til að spyrja hvort ég gæti nokkuð hjálpað. Og einmitt fyrir jólin er mikið um að fólk leití til okkar um slíka aðstoð. Og það er fólk sem virki- lega er hjálparþurfi, en hefur orð- ið einhvern veginn utangarðs — olnbogabörn þjóðfélagsins. Og þetta er nú eiginlega minn jóla- undirbúningur að nokkru leyti. Og ég skal segja yður eitt, sem aldrei hefur brugðizt síðustu sjö átta ár. Alltaf kemur til mín ein- hleypur, roskinn háseti með all- drjúga peningaupphæð og biður mig að koma henni þangað, sem ég telji þörfina mesta. Og þetta gleð- ur mig ósegjanlega — vegna þess að þetta bregzt aldrei. Og maður- inn er enginn auðkýfingur — og aldrei vill hann láta nafns síns getið. Hann kemur bara — blátt áfram og afhendir mér þetta. Einu sinni var mér af- hent allstór upphæð eftir messu á aðfangadagskvöld. Það var á kreppuárunum. Og ég fór um kvöldið með þetta á þrjá staði. Og sjaldan hef ég gert nokkuð með jafn ínnilegri gleði. Nú svo er auðvitað ýmislegt fleira, ræðu- samningur og prestsverk. Það kemur auðvitað fyrir að við verðum að jarða á aðfangadag. Ég man eftir því að gamall prestur sagði mér að hann hefði einu sinni haft jarðarför á aðfangadag. Það er langt síðan þetta var og bílar ekki eins algeng- ir og nú, og kistan var flutt á vagni í kirkjugarðinn. Þá var venjan að líkfylgdin gengi á eftír vagninum í garðinn. Og líkfylgdin að þessu sinni var presturinn einn. FóIkiS vill ekki missa kirkjuna. — Nú er oft talað um dræma kirkjusókn, en hins vegar eru all- ar kirkjur troðfullar á jólum. Er þetta nú sannur trúaráhugi eða bara eins konar jólastemmning? — Því er ekki hægt að neita, segír séra Garðar, að kirkjusókn er ekki eins góð og vert væri. En á jólum kemur fólkið — og á að fangadagskvöld komast ekki allir inn, sem vildu. Jólin kalla á það bezta í mönnum. Og fólk vill hafa eitthvað fast og það kemur í ljós á jólunum. Fólk vill ekki missa kirkju og kristindóm. Ég er líka viss um að ekki eru eins margir trúlausir og þeir vilja vera láta. En tízkan er alltaf mikilsráðandi. Menn sækja alltaf í meirihlutann. En ég tel síður en svo ástæðu til að örvænta. Og hvað sem hver seg- ir, þá er það staðreynd að barn vex varla upp án þess að eiga trú- artilfinningar. Það horfir opnum barnsaugum á allt og þökkin brýzt fram. Hað um safnaðarstarfið? — Viljið þér segja mér eilthvað um starf safnaðarins? — Starf Kvenfélagsins stendur að sjálfsögðu með blóma og Bræðrafélagið hefur stað- ið sig vel. Við höfum marga ágæta dugnaðarmenn sem siarfa af áhuga. Æskulýðs- Séra Jón Þorvarðsson og frú Laufey Eiríksdóttir. félagið hefur í mörg ár starfað með blóma. Og þar hafa ungling- ar staðið í forystu allt upp í 5. bekk í Menntaskólanum. Barna- guðsþjónustur á sunnudögum eru mjög vel sóttar. — Hvar fóru guðsþjónustur einkum fram, áður en kirkjan var byggð? — Kirkjan var vígð í desember 1949, en nokkur ár áður höfðum við komizt að í kjallara hennar með guðsþjónustur. Þar áður feng um við inni í Laugarnesskólanum, fengum altari og altaristöflu léð úr Þjóðminjasafninu. Og Laugar- neskirkjan var fyrsta bjóðkirkjan í Reykjavík, sem byggð var á eftir dómkirkjunni, sem reist var fyrir röskum hundrað árum. — Hvað hafið þér verið prest- ur hér lengi? — Ég vígðist til Hofsprestai kalls í Álftafirði 1933, en 1941 fékk ég veitingu fyrir Laugarness prestakalli, svo að ég hef starfað hér í Reykjavík í rúm 28 ár. Og það er víst að mikl- ar og margvíslegar breytingar hafa átt sér stað. Þessi mikla vélaöld hefur breytt manneskjunni — það er óhjákvæmílegt að hún geri menn dálitið vélræna, ef svo má segja. Ég man líka eftir því þegar ég var að alast upp á Njálsgöt- unni, þá heyrðum við í „bílnum" þeim eina á þessum árum, þegar hann var settur í gang uppi á Öskjuhlíð. Og þá var nú handa- gangur í öskjunni, því að allir •vildu forða sér áður en þetta fer- i líki kæmi brunandi. Ógleymanlegt prestsverk. — Hvaða prestsverk mundi yð- ir þykja ánægjulegust? — Ég vil ekki gera greinar- mun þar á. En nú skal ég segja yður frá gömlu atvikl, fyrst þér minnist á ánægjuleg prestsverk. Eitt af fyrstu prests- verkum mínum var að ég var kvaddur suður í Skerjafjörð til að þjónusta deyjandi mann. Og fátið og flýtirinn á mér var svo mikill að ég gleymi að stinga kraganum niður og tók bara hempuna. En ég kom sem sagt á heimilið og klæddist hempunni og þjónustaði manninn. Já, það eru um þrjátíu ár síðan — og svo furðulega sem það hljómar jarðaði ég þennan mann nú fyrir fáeinum vikum. — Þér eruð þá ánægður með yð- ar hlutskipti sem prestur Mestur vandinn í kirkju er að greina á milli þess ærlega og'mannlega, 'skiljið þér. Og Við höfuM;margh'igó'ðd kFáfta, sem' vihnB í kýiTþeý.'Og' hið ósýni lega starf — milli manns og mánns — er það sem beztan vöxt ber. Vandinn er, að geta gleymt sjálf- um sér og orðið ,,verkfæri“ í hendi Guðs — Er nokkur þeim vanda vax- inn? Séra Jón Þorvarðsson, sóknarprestur í Háteigs- prestakalli — Eru jólin ekki mikill anna- tími prestsins? — Jú, það er óhætt að segja það, segir sr. Jón Þorvarðarson. — Hvort tveggja er að við mess- um alla jóladagana og auk þess j er alltaf mikili fjöldi prestsverka. sérstaklega skírnir. Þær fara fram í kirkjunum, á heimili prestsins eða heima hjá fólkinu sjálfu á ioi um, þá eru oft fjölskylduboð ig fólk vill gjarnan sameina þetta — Kemur margt af ungu fóiki til kirkju á jólum? — Já, alveg sérstaklega á að- fangadagskvöld klukkan sex og má segja að þá sé framar öðru fjölskylduguðsþjónusta Og við er- um hamingjunnar börn að hafa að- fangadag, miðað við ömurleika hans til dæmis í Englandi, þar sem hann er bara virkur dagur. svipað og Þorláksmessa hjá okkur — En eru jólin ekki á góðri íeið með að verða bara átveizla >g verzlunarhátíð? — Því er ekki hægt að neita að veraldlegra áhrifa gætír of mikið En þótt mlagjafir og jóla- hald sé óþarflega íburðarmikið , hjá okkur. bá er samt fagurt hug- arfar að baki, löngunin til að gleðja sína nánustu og aðra, og margur einstæðingur fær vínar- kveðjur og jólagjafir. Það er því óhætt að segja að þrátt fyrir allt þetta yfirborðslega þá vekja jól- in hlýjan hug og vinsemd hjá öll- um þorra manna. Og við megum ekki gleyma því að jólin eiga stór- kostlegan þátt í að treýsta fjöl- skyldu böndín og jólin eiga alltaf mikil ítök í hugum fólksins. Skortur á kirkjum til tjóns. — Hvað mundi einkum standa kirkjunni fyrir þrifum nú? — Ég held að óhætt sé að segja að skortur á kírkjum hefur verið til mikils tjóns fyrir allt kirkju- líf í Reykjavík. Háteigskirkja er nú langt komin og vonir standa til að hún verði vígð á næsta árí. Þá batnar náttúrlega öll aðstaða okkar til stórra muna. Og ég mundi segja að það er frekar áhugaleysi um.trú hjá okkur held- ur en vantrú. Hrein vantrú fer mjög minnkandi: Þátttaka safnað- arins í guðsþjónustu ætti líka að vera meiri einkum í sálmunum. Til skamms tíma höfðu kirkjurnar ekki sálmabækur handa kirkju- gestum, en nú er það orðið al- mennara. En það sem skiptir meg- inmáli um framtíð kirkjunnar er að henni takíst að ná sambandi við fólkið, einkum í þéttbýlinu. Það mætti kanriski segja að kirkj- an þurfi að kappkosta að nota vinnubrögð sem við eiga í fjöl- menninu. Og það er yarasamt að fullyrða mikið um trúleysi al- mennings. Margt, sem kirkjan hef ur samkeppni við nú, var ekki til áður. Fólk er bundið í sæg af fél- ögum og klúbbum og áhuginn beinist að mörgu. En það þýðir ekki að það sé trúlaust eða á móti kirkjum. Þjóðin sem heild óskar að áhrif kirkjunnar séu sem mest og starf hennar sem áhrifaríkast. Eg held því að það sé óhætt að segja að það hafi fremur gætt and- úðar á kirkjunni um bað leytí sem ég vígðist. Þá heyrðust oft mjög óvinsamlegar raddir í hennar garð. Þetta hefur vissulega breytzt. Ógleymanlegar stundir. — Hvar voruð þér prestur áð- ur? — Ég var eitt ár á Akranesi, en árið 1934 varð ég eftirmaður föður míns sem sóknarprestur í Vík i Mýrdal. Og það er reginmunur á kynnum fólks í borg og sveit. í sveitinni verður náið • vináttusamband með hverju heimili. Því mið- ur er það öðruvísi hér, enda enp- in tök á að prestur hafið náið sam band við hvért heimili. Það er helzt í sambandi við prestsverkin að maður kynnisi heimdunum. Framhald á 7. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.