Tíminn - 03.01.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUft, 3. janúar 1965. TBMINN Áramótabrenna við Ægissíðu. Nú vantar ævi- sögur Björns og Skúla. Kristján Albertsson hefur i lokið ritverki sínu um Hannes Hafstein. Þriðja og seinasta bindið kom út fyrir jólin. Það ber mjög svip hinna fyrri binda. Hannes hafinn til skýj- anna, en andstæðingar hans jarðaðir utangarðs. Einkum er sótt hart að þeim Birni Jóns- syni og Skúla Thoroddsen í seinasta bindinu, og mun þó mörgum hafa fundizt nægilega að þeim vegið áður. En þrátt fyrir alla hlutdrægni, er þetta ritverk Kristjáns læsilegt og hvetur menn til að gefa þessu timabili og söguhetjum þess meiri gaum. Það hefði saga Hannesar sennilega ekki gert, ef hún hefði verið skráð af hóflegum og hlutlitlum sagn- ritara. Vel kann líka svo að fara, að þeir Björn og Skúli 'geti orðið Kristjáni þakklátir áður en lýkur, því að vonandi verður þessi ádeila á þá til þess, að einhver aðili tekur sér fyrir hendur að láta skrásetja sögu þeirra. Hún er vel þess verð, því að svo víða komu þeir við sögu og höfðu svo mikil áhrif á samtíð sína. Báðir eiga það vel skilið, að þeir séu ekki látn- ir gleymast. Ýmsum mun finn- ast, að Almenna bókafélagið ætti að taka þetta verk að sér, þar sem það hefur gefið út bók- ina um Hannes. En ekki mætti það fá til þess verks Hannesar- mann á borð við Kristján. „Að sit ja við völdin”. Hannes Hafstein varð tvíveg- is ráðherra. Hann var fyrst ráð- herra í fimm ár, frá 31. jan. 1904 til 31. marz 1909. Síðar varð hann svo ráðherra í tvö ár, frá 24. júlí 1912 til 21. júlí 1914. Það kemur glöggt fram í seinasta bindinu hjá Kristjáni, að allt annar svipur er yfir sið- ara ráðherratímabili Hannesar en hinu fyrra. Á fyrra tímabil- inu hefur hann forustu um ýmis ný og mikilvæg umbóta- mál, enda hvarvetna af nógu að taka vegna langvarandi kyrr stöðu í málum landsins, sem stafað hafði jöfnum höndum af íhaldsamri stjórn í Danmörku og erfiðu árferði. Á síðari ráð- herratímabili aðhefst Hannes hins vegar lítið og seinni hluti þess einkennist mjög af því, að hann reynir að halda ráðherra- dómi, þótt ljóst sé orðið, að hann hefur ekki þingfylgi til að koma fram þeirri stefnu, er vakir fyrir honum. Þetta varð ástæðan til hinnar hörðu eldhúsdagsræðu, sem Benedikt Sveinsson flutti á þingi 1913 og Kristján vitnar i með lítilli velþóknun. í þeirri ræðu fórust Benedikt m.a. orð á þessa leið eftir að hafa rak- ið, að ráðh. hafði ekki kom- ið fram stefnumálum sínum: „Það er aðeins eitt atriði á hans órituðu stefnuskrá, sem stendur fast og óbifanlegt. Því hefur hann ekki brugðizt, held- ur fylgt af mikilli staðfestu, trúmennsku og einlægum huga — haS er: að sitja við völdin “ Svo fór, að Hannes sagði af sér, án þess þó að hafa áður hlotið vantraust þingsins. Hann gerði það, þegar honum var orðið endanlega ljóst, að hann gæti ekki komið fram stefnu sinni í sambandsmálinu. Hvað myndi Benedikt segja? Hinar fáu setningar úr eld- húsdagsræðu Benedikts Sveins- sonar, sem greindar eru hér að framan, staðfesta þau gömlu sannindi, að sagan endurtekur sig. Það er löngu orðið Ijóst, að núverandi ríkisstjórn hefur fullkomlega misheppnazt það meginloforð sitt að stöðva dýr- tíð og verðbólgu. Svo gersam- lega hefur þetta mislieppnazt, að dýrtíð og verðbólga hefur aldrei magnazt eins stórkost- lega og í valdatíð hennar. Jafn- framt er það ljóst, að ríkis- stjórnin hefur aldrei verið úr- ræðalausari í glímu sinni við þennan vanda og hún er nú, eins og söluskattshækkunin sýn ir bezt. Þar sem hún hefur margsýnt og þó aldrei gleggra en nú, að hún hefur hvorki úr- ræði né getu til að leysa þann vanda, sem hún setti sér að leysa, á hún samkvæmt öllum lýðræðislegum reglum að segja af sér og gefa þjóð og þingi tækifæri til að velja nýja for- ustu. En þetta gerir stjórnin ekki. Hennar eina stefnumál er orð- ið það að sitja. Benedikt Sveins syni fannst Hannes Hafstein vera orðinn þaulsætmn, en Hannes þurfti þó ekki nema fáa mánuði til að komast að raun um, að hann gat ekki framkvæmt stefnu sína og þá sagði hann af sér. Núverandi stjórn hefur setið í fimm ár. og misheppnazt að framkvæma aðalloforð sitt allan þann tíma. Uyafv hefði Benedikt Sveinsson um þaulsætni hennar? Friðarslagorð. Hannes Hafstein talaði oft um það, þegar hann var ráð- herra, að hann vildi skapa frið um deilumál þjóðarinnar. Það er ekki ófróðlegt að rifja upp, hvernig Benedikt Sveinsson leit á þetta friðartal. Hann sagði í eldhúsdagsræðunni 1913: „Þetta friðartal ráðherra og fylgifiska hans var og að vísu aldrei annað en slagorð, til blekkingar við landsmenn. Hér í landi var góður friður áður en ráðherra vakti upp uppkasts drauginn. En það er altítt út um heiminn, að valdafíknir menn beita fyrir sig friðarslag- orðum. Þegar t. d. einhver uppreisnarseggurinn í Mexíkó hefur brotizt til valda með blóð ugum styrjöldum, þá lætur hann það boð út ganga yfir borg og bý, að hann vilji fyrst af öllu tryggja frið í landinu, þ.e. að hafa frið sjálfur til þess að geta tryggt vaíd siþt í næði og brotið andstæðingana á bak aftur.“ Það er ekki úr vegi, að menn hafi þessi ummæli Benedikts Sveinssonar í huga, þegar rík- isstjórn, sem fyrst og fremst hlynnir að sérhagsmunum, tal- ar um frið. Er það raunveru- legur og réttlátur friður, sem vaídr fyrir henni, eða friður fyrir sérhagsmunina? Ósamhljóða skrif umaluminium- verksmiðju. Stjórnarblöðin gefa það til kynna, að ríkisstjórnin sé 1 þann veginn að semja við svissneskan hring um byggingu aluminium- verksmiðju, sem byggist á stór- virkjun við Þjórsá. Þau spá því, að þetta verði eitt aðalmál framhaldsþingsins. Skrif stjórnarblaðanna annars vegar og Þjóðviljans hins vegar um þetta mál eru næsta ósam- hljóða. Stjórnarblöðin skrifa þannig um slíka verksmiðju, að helzt virðist mega skilja, að hún myndi, ef til kæmi, leysa allan vanda íslenzkra atvinnu- mála. Jafnframt keppast þau við að láta í ljós vantrú á aðra at- vinnuvegi. Vísir segir t. d. ný- lega, að vaxtarmöguleikar land- búnaðarins séu takmarkaðir og sama gildi einnig um sjávarút- veginn. Forsætisráðherra tók óbeint undir þennan áróður í nýársgrein sinni í Mbl. Þjóðviljinn skrifar hins vegar um þetta mál líkt og um enda- lok þjóðarsjálfstæðisins væri að ræða. Hóflaust skrum. Sannleikurinn er sá, að bygg- ing aluminiumverksmiðju skap- ar hvorki mikla atvinnu né eyk- ur þjóðartekjurnar að ráði. Gert er ráð fyrir, að hún muni í fyrsta áfanga ekki veita nema 300 manns atvinnu. Til saman- burðar má geta þess, að ráðgerð skipasmíðastöð í Njarðvík mun veita um 400 manns atvinnu. Það er vissulega broslegt, að reynt skuli að halda því fram, að 300 manna verksmiðja geti að verulegu leyti leyst landbún- að og sjávarútveg af hólmi og valdið straumhvörfum í atvinnu málum landsins. Sá vandi að sjá vaxandi þjóð fyrir nægri at- vinnu, leysist lítið með bygg- ingu slíkrar verksmiðju. Þess vegna er heimskulegt og hættu- legt að ætla að nota slíkt sem átyllu fyrir því, að þjóðin haldi að sér höndum meira og .ninna á öðrum sviðum. Hitt er hins vegar rétt, að bygging verksmiðju sem þessar- ar getur haft hagstæð áhrif á jafnvægið í byggð landsins, ef hún yrði staðsett með það fyrir augum. Að sama skapi getur hún orðið til að stórauka ójafn- vægið, ef hún yrði staðsett 5 þannig, að hún ýtti undir fólks- flutninga til Reykjanesskagans. Þá getur aluminiumverk- smiðja gert byggingu stórs orkuvers auðveldari. Hvorugt af því, sem hér er nefnt, rétt- lætir hið hóflausa skrum stjórn- arblaðanna um mikilvægi alum- iniumverksmiðju. Yandasatnir f annan stað er svo að athuga rök Þjóðviljans fyrir því, að það hljóti að tákna endalok sjálfstæðisins, ef erlendur aðili byggði slika verksmiðju hér. Þetta fer vitanlega allt eftir því, hvernig samningurinn við umræddan aðila verður. Margar þjóðir hafa gert slíka samninga með sæmilegum árangri. Hér getur hins vegar verið mikil hætta á ferðum, ef gengið er til slíkra samninga með sama hug- arfari og þegar landhelgissamn ingurinn við Breta var gerður, þ. e. gengið að öllum aðalskil- yrðum hins erlenda aðila. Land- helgissamningurinn gerir það eðlilega að verkum, að menn bera ekki mikið traust til núv. ríkisstjórnar í þessum efnum. Hóflaus áróður stjórnarblað- anna um mikilvægi aluminium- verksmiðju vekur jafnframt óþægilegar grunsemdir. Þau eru líkust því að verið sé að undirbúa það að réttlæta miður hagstæðan samning. Slíkur samningur getur orð- ið enn mikilvægari en ella vegna þess, að hann er líklegur til að geta orðið fyrirmynd ann- ara slíkra samninga, er síðar yrðu gerðir. Því skal sízt úr því dregið, að vel verði að vanda til þessa samnings, ef úr honum verður. En sé til slíkrar samn- ingsgerðar gengið af fullri þjóð- hollustu og án allrar oftrúar á, að aluminiumverksmiðja leysi allan vanda, þarf slíkur samn- ingur ekki að verða þjóðinni neinn fjötur um fót. Því þarf að halda á málum við hinn erlenda aðila af fullri einbeitni og stjórnarblöðin mega ekki skrifa þannig, að stjórnin telji hér um slíkt mál að ræða, að hún sé raunar tilbúin að ganga að hverju sem er. Vafalaust eru þessi skrif stjórnarblaðanna þegar búin að hafa óheppileg áhrif. Barlómsræða. Öll ræða forsætisráðherra á gamlárskvöld hné í þá átt, að lítil þjóð í stóru og harðbýlu landi hefði örðuga aðstöðu, miðað við stærri þjóðir. Hjá slíkri þjóð hljóti hin sameigin- legi kostnaður að verða hlufalls lega miklu meiri og efnahags- lega aðstaða á flestan hátt örðugri. Ráðherrann kvaðst þó ekki segja þetta til að vekja vantrú þjóðarinnar á framtíðina né til þess að hvetja hana til að innlimast einhverri stærri efna hagslegri heild eða bandalagi. Allt tal ráðherrans gekk þó 1 þá átt að mikla erfiðleika smáþjóð- arinnar. Hér er vissulega um bæði rangan og hættulegan barlóm að ræða. Það er mikill mis- skilningur, að fjölmennið dragi hlutfallslega úr hinum sameig inlegum þörfum, heldur skapar Framh. á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.