Tíminn - 05.03.1965, Blaðsíða 8
TIMINN
FOSTUDAGUR 5. marz 1965
auðrmiradur á Brjánslæk:
Hús Davíðs Stefáns-
sonar á Akureyri
Þegar amasemi sækir á mig,
ins og oft vill verða með eldri
enn, og ekki sízt þá sem misst
afa svo mikilsvert skynfæri og
ayrnin er, þá hefi ég það fyrir
ina ef ég er ekki rúmligg.iandi,
ð setja mig niður í stofunni
linni, renna augunum eftir kjöl
im bókanna í bókaskáp mínum.
•lærri undantekningarlaust stöðv-
st þá augum vlð bindi bóka
fallegu bandi, ljóð og önnur rit
erik Davíðs frá Fagraskógi. Eg
ek eina þessara bóka úr skápn
m, oftast er það einhver af Ijóða
ókunum, strýk hendinni blíð-
ega yfir kjölinn og opna hana
f handahófi. Já, stundum, ef illa
iggur á mér, legg ég hana undir
/yiga minn. Þetta hefi ég gert í
nörg ár, og ævinlega hefi ég
undið einhverja fróun þegar ég
lefi lesið um stund. Ein-
íverja hugsvölun, og mér finnst
nér hafi aukizt þróttur,
.itthvað hefir verkað á mig, og
yft mér yfir hversdagsleikann.
,Persónudýrkun“ mun máske ein
íver segja. En ekki held ég það
því persónudýrkun í hvaða mynd
sem er, hefir mér aldrei verið
geðfelld
En hvað er það þá? Mér féll
aldrei sú gæfa í skaut, að kynn
ast skáldinu persónulega, sá hann
aðeins tvisvar á götum úti, og
talaði aldrei orð við hann, skrifaði
honum einu sinni stutt bréf, og
fékk annað á móti. Elskulegt
bréf sem ég vildi ekki hafa farið
á mis við, því það kynnti mér
manninn Davíð Stefánsson.
Eg var sjúklingur á Vífilsstöð
, um þegar ég sá fyrstu ljóðabók
Davíðs, „Svartar fjaðrir". Eg var
þá dálítið að fást við það sjálfur
að koma hugsunum mínum í rím
að mál. En þá skildi ég að mér
var betra að leggja Ijóðagerð á
hilluna og hlusta í þess stað. Og
það gerði ég. Frá þeim degi hef
| ir Davíð frá Fagraskógi verið
I mitt hjartfólgnasta Ijóðskáld.
! Kannski efcki beinlínis af því að
! ljóð hans hafi verið það full-
komnari en allra annarra, heldur
: vegna þess, að hann túlkaði bezt
hugsanir sjlálfs míns, ég fann
enduróm minnar eigin sálar í
Ijóðum hans. Þess vegna elskaði
ég hann og dáði.
Eg man sérstaklega eítir einum
almyrkva á sólu, mig minnir að
! það hafi verið árið 1954. Það var
eins og öll náttúran stæði á önd-
inni. fuglarnir hættu að syngja og
j skepnurnar í haganum hengdu
! niður höfuðin. Það var ömurleg
j tilfinning sem greip mann. Lík til
finning greip mig þegar ég frétti
að nú væri harpan hans Davíðs
þögnuð hér á jörð, hann væri dá-
inn. Og þó er dauðinn óaðskiljan
leg afleiðing fæðingannnar, það
vitum við öll, en alltaf, eða oft-
ast erum við óviðbúin slíkum
fréttum. Það sýnir bezt hvað við
eigum langt í land til fullkomins
þroska.
Lát þjóðskáldsins Davíðs Stef
ánssonar er á allra vitund sem
lifa á þessu landi, svo óþarfi er
að sfcrifa um það langt mál nú.
En það sem kom mér nú til að
taka mér penna í hönd, var frétt
sem ég las í blöðunum nýlega, að
nokkrir Norðlendingar hefðu efnt
til fjársöfnunar í því skyni að
kaupa hús skáldsins, einnig það,
að Akureyrarbær hefði keypt
bókasafn hans, og erfingjar hans
gefið allt hans innbú. Og ef fé
fengist til að kaupa húsið fyrir,
þá yrði það látið standa
1 með sömu ummerkjum og hann
hvarf frá því, með öllu sem í því
var.
Mér hlýnaði um hjartaræturnar,
þegar ég las þessa frétt. Það er
ekki hægt að heiðra minningu
skáldsins á meira viðeigandi hátt
en þennan. Og því verður ekki
trúað, að þjóðin bregðist í þessu
máli Og ef ekki safnast nægilegt
fé á þennan hátt, n.i með beinum
samskotum, þá verður að koma
af stað happdrætti til að fá nægi-
legt fé. Það virðist oft hafa gef-
izt vel, þegar um þjóðþrifamál er
að ræða með íslendingum, og jafn
vel þó að engin þjóðþrifamál hafi
verið.
I áðurnefndum blöðum, sem
rætt hafa um þetta framtak Norð-
lendinga, voru margar myndir af
húsinu bæði utan og innan. En
eitt verð ég að átelja. sem er
algerlega óviðeigandi. Á einni
myndinni var unglingur. vel stálp-
aður, sem hafði hreiðrað um sig
| í stól skáldsins við skrifborð hans.
; Slík og þvílík smekkleysa ætti
| nú helzt ekki að endurtaka sig, og
! því síður að vera Ijósmynduð og
i birt í víðlesnasta blaði landsins.
I Það er sagt, að stóll Ohurchills,
! í brezka þinghúsinu, hins heims-
! fræga manns, eigi að standa þar
auður um aldur og ævi til virð-
ingar við hina miklu hetju. Stóll
Davíðs frá Fagraskógi á að standa
auður i húsi hans, sem vonandi
verður áður en langt um líður,
eign þjóðarinnar allrar. Við eigum
engan nú, sem gæti fyllt hann, og
þó svo væri, á þetta að vera hús
Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, og engra annarra. Og fs-
lendingar eiga að drága skó sína
af fóturn sér ,þegar þeir ganga
þangað inn
Verkamenn Hver hefur sungið
ykkur fegurri söng en hann? Hús-
freyjur og bændur! Hver gaf ykk
ur fegurstu ljóðin sem þið kunnið?
Sjómenn, iðnaðarmenn, smælingj-
ar! Já, allur landslýður, að ó-
gleymdu unga fólkinu! Hver hefur
lagt ykkur fegurri orð á tungu,
ef þið vilduð tjá hug ykkar allan
en Davíð frá Fagraskógi?
Leggið eitthvað af mörkum til
þess að húsið hans verði ekki öðr-
um selt. Þið standið' í skuld við
hann, og ég veit, að ykkur er
ljúft að greiða hana. Ef þið eruð
nú samtaka, þá kostar það hvem
einstakling ekki nema sem svarar
einnar klukkustundar dagvinnu-
kaupi. Og þið borgið meira í sölu
skatt einn dag úr árinu heldur en
þið þyrftuð að fóma í þessu skyni,
ef þið væruð samtaka. Ef þið
látið þetta tækifæri sleppa úr hönd
um ykkar til að sýna skáldinu
frá Fagraskógi virðingu ykkar og
ást sem verðugt er, þá eigið þið
ekki skilið að eignast þjóðskáld
aftur
„í sálir vorar streymir óðsins andi
frá æðri heimum, þjóð og föður-
landi”,
Prince ishmael. Höfundur
Marianne Hauser, Útgefandi-.
Michael Joseph, Londoi,
Þessi bók er þýdd af ítölsku
af Lovett F. Edwards. Walter
Bonatti er einn af fremstu
1964. Verð: 25s.
Marianne Hauser er fædd í
Strassburg 1910. Hún hlaut
menntun sína í Frakklandi
Þýzkalandi og Sviss. Hún stunð
aði blaðamennsku’, skrifaði smá
sögur, tízkufréttir, listagagn-
rýni og ýmsar greinar fyrit
svissnesk blöð. Hún hefur ferff
azt mikið og skrifað ferðalýs-
ingar fyrir blöð og tímarit. Húd
fór til Bandaríkjanna 1937 sem
fréttaritari Basler Nationál
Zeitung og tók þar að skrifa
á ensku. Varð bandarískur rík-
isborgari 1943. Síðan hefur hún
skrifað nokkrar skáldsögur, sú
síðasta er þessi bók, sem hefur
hlotið mjög góða dóma.
Þetta er söguleg skáldsaga,
byggð á þjóðsögum og sann-
sögulegum atburðum. Aðalper-
sónan er Caspar Hauser, sem
birtist skyndilega í Numberg á
Þýzkalandi snemma á 19. öld.
Hann var fullvaxinn en kunni
ekkert mál, hálfgert dýr öðr-
um þræði, kom skríðandi inn
um borgarhliðið. Fimm árum
síðar deyr hann. Og þá taka
að spinnast um hann hinar
furðulegustu þjóðsögur. Sumir
álitu hann prins, aðrir djöful
eða engil. Ýmsir sögðu
að hann væri hinn eini rétti
ríkiserfingi í Baden. Allar þess-
ar furðusögur leiddu af sér deil
ur á alþjóðavettvangi og það
vantaði ekki mikið á að styrj:
öld hlytist af öllu slúðrinu. M.
I-Iauser skrifar söguna sem hans
eigin frásögn og hún er bæði
í senn átakanleg og kátleg g
minnir á gamlar ævintýrasögur
Oder-EIegien-Gesange von
Hölderlin. Útgefandi: Insel-Ver
Iag 1964. Verð: DM. 4.50.
Friedrich Hölderlin fæddist
1770, dó 1843 í Tiibingen. Hann
las guðfræði og stundaði síðan
einkakenr.slu víða, bilaði á geðs
munum um aldamót.in og gekk
ekki heill til skógar það sem
eftir var ævinnar. sjúkleiki
hans var þó ekki á háu stigi.
Hann var góðvinur Schiller og
fleiri skálda áþessu grósku-
skeiði þýzkrar rómantíkur.
Hann er talinn með fremstu
skáldum Þjóðverja og brýtur
nýjar brautir í þýzkri ljóða-
gerð. Skáldskapur hans var
meira og minna misskilinn í
nær heila öld. Það var ekki
fyrr en 1910 að N.V. Hellin-
grath finnur handrit og með
frekari rannsóknum hans
skýrðist margt, sem áður var
óljóst. Bezta útgáfa á verkum
Hölderlins er F. Beissner út-
gáfan í Stuttgart 1944.
Hölderlin er fyrst og
fremst lýriker. Það er erfitt
að flokka hann til vissrar bók-
menntastefnu, hann stendur
mitt á milli klassikismans og
rómantíkurinnar. Aðdáun
hans á grískri menningu var
mikil óg hún og hin klassíska
hugsjón ásamt kristinni myst-
ik voru helztu þættirnir í skáld
skap hans.
Þessi bók er nokkurs konar
sýnisbók, fallega útgefin, eins
og allt, sem þetta forlag gefur
út, og mjög ódýr. f þessari
bók eru mörg fegurstu ljóð
Hölderlins.
On thc Heights. Höfundur:
Walter Bonatti. Útgefandi:
Rupert Hart-Davis. London
1964. Verð: 35s.
W. Bonatti er einn af mestu
fjallgönguinönnum heims
Hann tók þátt í ítalska Hima-
laya leiðangrinum og í þessari
bók lýsir hann fjallgöngum í
Andesfjöllum, Ölpunum og
Himalayafjöllum. Hann segir
frá þeim hættum og ógnum,
sem fjallgöngumenn verða að
bjóða birginn, og þeim eigin-
leikum, sem góður fjallgöngu-
maður verður að inia yfir,
kjarki og þolgæði og klifur-
lagni. Og allir erfiðleikar laun
ast ríkulega með þeirri upp-
höfnu fegurð, sem ríkir á
hæstu gnípum. Fyrstu klifur-
ferðir sínar fór hann einn,
aðrir þörfnuðust mikil undir-
búnings og vandaðs skipulags.
Það var ekki ósjaldan, sem líf
hans og félaga hans hékk á
bláþræði kjarks þeirra, þol-
gæðis og reynslu. í öllum frá-
sögnum höfundar birtist ást
hans til fjallanna og nautn
hans af fjallaferðum. Hann er
nú einn fremsti leiðsögumað-
ur í frönsku Ölpunum.
Höfundur er einnig ágætur
ljósmyndari, myndirnar í þess-
ari bók bera því glöggt vitni.
Allir þeir, sem yndi hafa af
fjallaferðum munu hafa
ánægju af að lesa þessa bók.
An Ecletic ABC arranged by
Daniel George. Útgefandi’
Barrie and Rockliff. London
1964. Verð 21s.
Höfundur þessarar bókar er
nefndur „víðlesnasti maður
veraldar“ og er þá rnikið sagt.
Hann er rithöfundur, skáld,
gagnrýnandi og ráðgjafi um
bólcaval fyrir „Book Society“
og eitt fremsta forlag Eng
lands. í þessu riti hefur hann
tekið saman ýmsa furðulega
þætti og kafla úr enskum bók
menntum Hann velur marga
kafla úr sextándu og saut-
jándu aldar bókmenntun. en
önnui tímabil eiga hér einn
ig sýnishorn. Hér er saman-
komið sýnishorn úr ritum eft-
ir höfunda, sem fáir lesa nú
á dögum, en það er engu að
síður skemmtilegt. Sérvizkan
og sérsinnið er aðaleinkenni
þessarar samantektar. Hann
byrjar á Adam o» endar á
Zygantes, en þeir máluðu lik
ami sína og lifðu á hunangi
og svönum, segir sagan. Hér
er ágætur kafli um kaffið, þar
sem er tekinn kafli úr níð-
kvæði um kaffið,. og kaffi-
drykkja talin jafn fráleit og
, köngulóarát. Annar kafli er
um te. Þetta er samsafn sér-
vizkulegra hugrenninga, frá-
leitra skoðana og kátlegra hug
renninga. Mjög skemmtileg
bók.
The Bible as History in Pictur
es. Höfundur: Werner Keller.
Útgefandi Hodder and
Stoughton, London 1964.
Verð 42s.
í þessari bók eru 329 mynd-
ir og 8 litmyndasíður að auki.
Bókin kom í fyrstu út í Þýzka-
landi 1963. Höfundur samdi
bók um Biblíuna, sem heitir
á ensku: The Bible as History.
Sú bók varð mjög vinsæl í
Englandi og Bandaríkjunum.
Síðan setti hann saman þessa
bók, sem er fyrst og fremst
myndabók. Höfundur hefur
einstakt lag á þvi að gera frá
sagnir Biblíunnar lifandi og
með þessari bók blæs hann
enn frekar lífi í ninar fornu
frásagnir. Hann hefur valið
mikinn fjölda mynda af lands
lagi. höggmyndum. lágmynd
um, veggmálverkum og ýmiss-
konar fornminjuni og tekst
með þvi að gera frásagnir
Biblíunnar öllum sýnilegar.
Hann tengir saman myndir og
texta Biblíunnar og eykur við
skýringum. Á þennan hátt ger
ir hann bókina að ágætu skýr
ingarriti við bæði Testament
in. Bókin er sérstaklega vel
prentuð, myndirnar skýrar og
litmyndaprentun ágæt Það
vill oft verða svo, að litir
verða full sterkir og ýktir, en
liér er ekki um slíkt að ræða.
Þetta er bæði skýringarrit og
verður einnig skemmtileg
myndabók um mannlíf í Aust-
urlöndum fyrir tvö til brjú
þúsund árum
Journey Through a Forgotten
Empire .Höfundur: Mark Ho-
well. Útgefandi Geoffrey
Bles, London 1964. Verð: 25s.
Voldugasta ríki veraldar um
aldamótin 1500 var Inka rík-
ið í Suður-Ameríku. Svo komu
Spánverjar og bá urðu snögg
umskipti. Hið volduga ríki féll
eins qg spilaborg, hin sérstæða
menning þeirra hvarf og
gleymdist í sinni fornu mynd
•í mörg hundruð milljóna
virði í gulli og silfri var flutt
til Evrópu. Minjar þessa mikla
veldis eru miklar steinbygg-
ingar, auðar og tómlegar svipt
ar fyrra skrauti og skarti. Og
afkomendur tnkanna hafa fyr- ]
ir löngu gleymt forfeðrum sín
um, minjar um þá lifa aðeins
sem hjátrú og hindurvitni,
forn vísdómur. skekktur og
bjagaður
Höfundur bessarar bókar
ferðaðist um Suður-Ameríku
á vegum brezka sjónvarpsins.
og skyldi hann ásamt tveimur
öðrum taka kvikmyndir fyrir
sjónvarpið Þeir félagar
dvöldu í niu mánuði i Perú
og Bólivíu og hér kemur
ferðasagan Þeir urðu margs
vísari á ferðum sínum um
þessi svæði. t'undu „yfirskyggð
pláss“ og kynntust þjóðflokk-
um, sem lítið samband höfðu
við umheiminn Þeir rákust á
byggingarminjar, sem litlar
sögur hafa farið af hingað til
og ýmís mannvirki, sem juxu
þeim skilning á því. hve geisi-
mikið og voldugt ríki Inka
hafði verið á veldisdögum sín
um, skömmu fyrir komu Spán
verja. Ágætar myndir frá þess
um slóðum fylgja bókinni.