Tíminn - 17.03.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.03.1965, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. nrarz 1965 TÍSVIINiNI n ' €reorgé Cooper og Dennls Holman sónulega og af orðspori. Hann hló aS öllu, sem hann sjálf- ur eða ég sagði, það var aðferð, sem hann notaði til þess að leyna svipbrigðum á andliti sínu. Hann kom með flösku af áströlsku koníaki og sömuleiðs sætt engiferbrauð. Ég var dálítið hræddur við koníakið til að byrja með, og hélt að eitur kynni að hafa verið blandað í það, en þegar ég sá, að liðsforingjarnir drukku einnig af því, hélt ég að bezt væri fyrir mig, að gera hið sama til þess að móðga þá ekki eða æsa. Það var allsterkt, og ég ekki beint vel fyrir kallaður til þess að drekka áfengi, svo ég blandaði minn hluta vel með vatni. Litli skipstjórinn var ekkert mjög góður foringi, og til- gáta mín var sú, að gengið hefði verið fram hjá honum, og hann látinn fá lítilfjörlegri stöðu, en tign hans gaf ástæðu til að ætla, að hann fengi. Skipið var illa útlítandi og ósnyrtilegt, mennimir sóðalegir og agalausir. Hann leit' út fyrir að halda, að allar hemaðaraðgerðir í Suð-austur Asíu væru hættar, og hið mikla Nippon (Japan) réði yfir öllu. Hann sagði mér frá föngum, sem teknir hefðu verið síðast á Jövu. Þar eð landgangan á Jövu hafði átt sér stað fyrir aðeins þrjátíu og sex klukkustundum var ég ekki reiðubúinn til þess að taka við þessum sorglcgu fréttum. Hann spurði um bardagann. Þegar ég sagði, að fjögur í þúsundatali í Singapoore, Celebes, á Filippseyjum og nú beitiskip og sex tundurspillar hefðu verið heldur mikið fyrir hinn litla skipaflota okkar, öskruðu þeir allir af hlátri. Þetta var bezti brandari, sem þeir höfðu heyrt árum saman. En þegar ég talaði um sprengjuárásirnar miklu i Gasper-sundi 15. febrúar, daginn, sem Singapore féll, hlógu þeir jafnvel enn meira. Á meðan þessu fór fram, hafði skipstjórinn drukkið hvert koníaksglasið á fætur öðm, og liðsforingjarnir slógu síður en svo slöku við drykkjuna. Með því að fylla glasið mitt af vatni, tókst mér að fylgjast með þeim Skipstjórinn drakk átta rauðvínsglös af konjaki, á meðan ég stóð við, eða á þremur stundarfjórðungum. Þá stakk ég upp á að ég færi að fara til þess að- sjá, hvemig mönnum mínum liði um borð í sjúkraskipinu, en verið var að flytja allan hópinn þangað yfir um, og kallað var á bátinn handa mér. Skipstjórinn, sem var nú orðinn mjög dmkkinn og óstöðugur á fótunum, komst ekki nema 9 hálfa leið frá borðinu út að borðstokknum, sem var beint fyrir framan brúna. Hann kvaddi, hristi hönd mína og sagði mér að fara niður í bátinn, og liðsforingjar hans kvöddu mig fremur sem gest og furðufugl heldur en fanga. Enginn varðmaður fór með mér niður í bétinn. Það var farið með mig, eins og allt væri fullkomlega eðlilegt. Um borð í sjúkraskipinu ríkti algjör ringulreið. Menn ráfuðu fram og aftur og vissu ekki, hvert þeir áttu að fara. Sterkur vörður hafði verið settur um borð. Var það fimm- tíu manna hópur Japana, sem voru vopnaðir rifflum og byssustingjum. Þeir urðu þreyttir á ringulreiðinni og fóru að verða ofstopafullir, notuðu hnefana, byssuskeftin og byssustingina. f raun og veru voru þeir aðeins orðnir hrædd- ir. Sem eðlilegt var, töldu þeir öruggara, að allir settust niður, og sem framhald af því, fóru þeir að neyða menn til þess að setjast, og gerðu það með valdi, sem menn okkar voru ekki vanir, að Japanir beittu þá. og því síður voru þeir vanir að láta móðga sig. Það lá við að til átaka kæmi, en okkur tókst með naum- indum að koma í veg fyrir það. Áttum við eftir að lenda í svipuðu hvað eftir annað næstu þrjú og hálft árið. Hollenzku iiðsforingjarnir voru svo miður sín vegna töku skips þeirra, sem var auðvitað algjörlega ólöglegt, að þeir vildu ekkert gera til að hjálpa okkur. Ef eitthvað var, þá fannst mér þeir helzt vera andvígir Englendingum, ég held að nokkru leyti vegna þess, að þeir kenndu okkur um, hvernig ástandið var í Austur-Indíunum vegna þess að við höfðum misst Singapore. Nokkrar hjúkrunarkonur voru um borð í skipinu, flestar sjálfboðaliðar, hollenzkar konur frá Jövu. Þær voru stór- ágætar. Þær voru óþreytandi í að hjálpa hinum sjúku og særðu og gerðu mikið til þess að friður hélzt innbyrðis milli yfirmanna og undirmannanna brezku. Þegar við vorum neyddir til þess að setjast niður á þil- farið studdi einhver hendinni á vinstri fót minn, sem var mjög sólbrenndur, og allt sprakk. Eftir var stór blettur, þar sem sá inn í kjöt, og ekkert skinn var yfir. Þetta var mjög sársaukafullt, og nú þegar það gerðist í lok langs og erfiðs dags, fannst mér ég vera að verða veikur. Ein hjúkrunarkona kom stuttu síðar, og fór með mig inn á lækningastofuna, þar sem hún bjó um sárið fyrir mig. Á meðan hún var að því, fór mér að líða undarlega, og ég varð máttlaus. Kaldur sviti spratt út um mig allan. Eftir svolitla stund, jafnaði ég mig, og sagðist halda, að bezt væri, að ég færi aftur út til manna minna, svo aðrir kæmust að, sem þörfnuðust aðhlynningar. Eg man, að hún gaf mér epli, sem virtist í svo mikilli mótsögn við allt annað á þessu augnabliki. Eftir að hafa borðað engifer- brauðið og drukkið koníakið þá um daginn, langaði mig ekki 1 eplið, svo ég gaf það sjóliða, sem reif það í sig $ J? FYRRI KONAN HANS Veronicu Torrington? Ég býst við að ég hefði getað sagt henni það og fleira . . . til dæmis að Lucien kom aðeins inn í skólaherbergið til að ásækja mig og alls ekki til að leika við börn- in, sem hann hafði alls engar áhuga á. En ég vildi forðast nokkr ar uppljóstranir. Esmond var ánægður með mig. Hann hafði sjálfur sagt það mörgum sinnum og auk þess vildi ég ekki að hún fengi neina átyllu til að segja mér upp. En þar sem ég treysti mér ekki til að sitja undir tali hennar reis ég upp og gekk hreinlega út úr herberginu. Stundu síðar kom Yvonne með miða til mín. Ég hafði jafnað mig að mestu, gat aðeins fyrirlitið Monicu Warr, þegar ég las það sem hún skrifaði: „Kannski skjátlaðist mér í því, sem ég sagði fyrr í dag. Við tölum að minnsta kosti ekki meira um það. Ég hef leyfi til að taka böm- in með til hallarinnar, svo að þau sjái nokkra af hinum sögulegu fjársjóðum, sem þar eru. Sir Austin kemur með og ég vil gjam an að þér komið líka“. Fyrst ætlaði ég að afþakka. Þetta var í fyrsta skipti, sem lafði Warr bauð mér með í svona skemmtiferð. Það var greinilegt, að hún skildi að hún hafði hætt sér of langt og vildi mæta mér á miðri leið. Jæja, það var sjálf- sagt bezt, að ég sýndi lit líka. Þessvegna bað ég Yvonne, að skila því, að ég yrði tilbúin á ákveðnum tíma. Kvöld eitt vildi Esmond endi- lega gefa mér miða á hljómleika, sem hann átti að stjórna í Cannes. Ég fór þangað með sir Austin. Ó, hve ég naut þessa kvölds. Aldrei hef ég heyrt Tristan og Isolde leikið svo hrífandi vel og þetta kvöld. Þegar áheyrendur risu úr sætum og klöppuðu og klöppuðu, klappaði ég með þeim meðan tárin runnu niður kinnam ar á mér. Ég flýtti mér að þurrka þau burt. Eg vildi ekki að sir Austin færi til konu sinnar og segði, að „ungfrú Bray hlyti að vera alltof hrifnæm." Kennslu- kona á sjaldan að sýna tilfinning- ar sínar. Ég gleymi aldrei þessu kvöldi. Þegar við komum heim, var lafði Warr auðvitað gengin til náða. Sir Austen bauð góða nótt og ég var í þann veginn að fara inn til mín, þegar Esmond sagði: Vitið þér hvað, ég er hungr- aðuh En þér? — Pínulítið, viðurkenndi ég feimnislega. 13 frú Bray að vera fýld og önug við suma, en allt öðruvísi við aðra. — Ég skil ekki, hvað þér eigið við, lafði Warr, sagði ég og roðn- aði. —Neitið þér að hafa verið mjög ónotaleg við dr. Valguy þeg- ar hann heimsótti bömin í skóla- stofimni í dag? — Ég var önnum kafin við kennsluna, lafði Warr. — Önnum xafin. Púh. Maður skyldi halda, að þér telduð þetta almennilegan skóla. — Ég tek starf mitt alvarlega, sagði ég. — Það er engin ástæða til að gera ekki hlé á og leyfa börnun- um að leika við minn góða lækni. Hann var vanur þvi að Dadda tæki vel á móti honum og byði honum kaffi. En þér snemð bókstaflega við honum baki og svömðuð hon- um ekki. Hann er mjög sár. Ég sagði ekkert. Annað hvort varð ég að þegja, ellegar mundi ég segja eitthvað, sem ég sæi eft- ir. Og ég ætlaði ekki að gefa henni ástæðu til að segja að ég væri ósvífin við hana og þar með gefa henni átyllu til að segja mér upp. Til þess var ég alltof ham- ingjusöm héma. Já, alltof ham- ingjusöm, þegar Esmond var heima. Svo fór ég allt i einu að hugsa um dálítið, sem hún hafði sagt og ég vildi ekki láta hjá líða að fá skýringu á. Ég leit á hana. — Lafði Warr, þér sögðuð rétt í þessu, að ég væri fýld og önug við suma, en allt öðruvisi við aðra. Ég vildi gjarnan, að þér út- skýrðuð við hvað þér áttuð með því. Hún hamraði dálítið með fingr- unum i stólarminn, leit svo upp og brosti andstyggilega þegar hún sagði:, — Ég hef tekið eftir því, að þér snúið ekki baki við eða hald- ið áfram kennslunni, þegar bróð- ir minn til dæmis lítur inn. Hann drakk kaffi með ykkur fyrir nokkr um dögum. Ég heyrði ykkur hlæja þegar ég kom eftir ganginum. Þér munið sjálfsagt, að ég kom inn til ykkar. Já, ég mundi bað. Og hún hafði orðið fokill, vegna þess að hún hafði séð Esmond sitja á borð- röndinni og leika nemanda og rétta upp höndina til að svara einhverjum þeim spurningum, sem ég lagði fyrir börnin. Ég var ekki alger fáviti. Ég vissi að Mon- ica Warr þoldi ekki að Esmond talaði við mig. Nú sagði ég: — Ég get ekki beðið föður nem- enda minna að fara út úr her- berginu, þar sem þetta er hans hús. Og sízt vegna þess, að hann er mjög störfum hlaðinn og hefur lítinn tíma til að vera sam- vistum við börn sín. — Er þetta ekki bara ódýr af- sökun, sagði lafði Warr kuldalega. — Ég kyngdi og andardráttur minn varð hraðari. — Afsökun fyrir hvað? Hún forðaðist að horfast í augu við mig. — Fyrir að eyða tíma bróður míns. — Eyða tíma hans : . át ég eftir þrumu lostin. Og þá fékk afbrýðisemi hennar og hatur á mér loks útrás: — Þér sleppið aldrei tækifæri, sem býðst til að elta bróður minn! á röndum. þegar hann er heimaj og þér notið börnin sem meðal til að fá vilja yðar framgengt. Þér eruð ung og óreynd og eruð sjálf sagt krakkalega skotnar í bróður mínum, sem er virðulegur og glæsi legur maður, en mér finnst þér sýna það fullgreinilega. Það væri frekar við hæfi að kona í yðar stöðu drægi sig í hlé, þegar herra Torrington er heima. Og í fram- tíðinni verðið þér að sýna doktor Valguy meiri kurteisi. Hann var frávita af ósvífni yðar og spurði mig, hver væri ástæðan fyrir, að yður félli hann ekki í geð. Mér var svo brugðið, að mér tókst ekki að stynja upp orði. Ég gat ekki sætt mig við þetta leng- ur. Hér sat þetta bölvaða kvikindi og traðkaði á helgustu tilfinning- um mínum. Jafnvel þótt hana grunaði, að ég væri hrifin af Esmond var ófyrirgefanlegur ruddaskapur að tala um það. Ham ingjan góða, ég hafði ekki einu sinni viðurkennt það fyrir sjálfri mér. Var það satt? Ég dáðist að honum. Ég hefði getað gert hvað sem var fyrir hann og börn hans. En hvað snerti Lucien Valguy, hvað mundi lafði Warr segja ef ég endurtæki fyrir hSna sumt af því, sem lækn- irinn hafði sagt mér um dauða finnum í eldhúsinu, sagði hann Eg fékk hjartslátt. Ó, hvað þetta var dásamlegt, hugsaði ég og fylgd ist eftir hávöxnum, kjólklæddum manninum. f stóra, nýtízkulega eldhúsinu sat ég sem sagt uppi á eldhúsborði um miðnæturskeið og borðaði kaldan kjúkling og drakk hvítvín með Esmond Torrington. Hinn mikli hljómsveitarstj óri var skyndi lega hungraður og þreyttur heim- ilismaður. Hann hafði farið úr jakkanum og brett upp skyrtu- ermarnar og spurði mig, hvað mér hefði þótt skemmtilegast á hljómleikunum. -— Tristan, svarði ég umhugsun alraust. — Já, þeir spiluðu það vel. — Það var nú fremur, hvernig þér stjórnuðuð hljómsveitinni, sagði ég alvarlega. Hann leit á mig. Ég vonaði að ég liti ekki sem verst út. Honum til heiðurs hafði ég klæðzt eina kvöldkjólnum mínum og snyrt mig eftir föngum. — Þér eruð reglulega falleg í kvöld, ungfrú Bray. Ég kyngdi ákaft. — Þökk fyrir. — Ég skil mjög vel, hvers vegna ungfrú Collins sendi yður til okkar. Þér eruð mjög vinsæl hjá börnunum og þér eruð ein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.