Vísir


Vísir - 20.02.1911, Qupperneq 2

Vísir - 20.02.1911, Qupperneq 2
14 V I S I R í Bárubúð þótti einkar góð skemt- un. Nærri fullt hús. Isinn á tjörninni er nú þriggja þumlunga þykkur. íshúsfjelagið er að undirbúa ístöku. Eldur kviknaði í nótt kl. 1 l/.2 í húsinu Laugaveg 12. Þar vartóbaks- verslun Guðmundar Gíslasonar en engin íbúð. Engu var bjargað. Húsið var lftið, með skúrlagi. Taugaveiki er farin að stinga sjer niður í bænum og eru sjúk- lingarnir fluttir á Landakotssjúkra- hús. Skarlatssótt hefur einnig borið á en talið að hún muni ekki ná að útbreiðast. Snorri Sturiuson, botnvörp- ungur kom í morgun. Fiskurinn úr Jóni forseta er lagður hjer upp. Gefin saman á laugardaginn Niels Pedersen Bergstaðastr. 21 og ungfrú Ágústa María Finnbogadóttir. Sfðustu blöðin. ísafold 18. febr. Þingfrjéttir. — Berkleveikin (tíu ára afmæli berkla- veikis-þjóðvarnarfjelagsins danska). Sextugs afmæli Ólafs Briem. — Þjóðviljinn 18. febr. Þingfrjettir. — ÞingmálafundurNorðurísfirðinga. Reykjavík 18. febr. Þingfrjettir — Horfurnar á alþingi. — Um ísl. landbúnað eftir Jón J. Bildfell — Þingmálafundargerð úr Skagafirði og Ólafsvík. Skipafrjattir. E/s Botnia fór til Austfjarða og útlanda laugardagskveld kl. 6 síðd. með henni fóru meða! annara etasráð Havsteen, kaupmennirnir Copland °g Egil Jacobsen ásmat frú sinni, Eyvindur Árnason trjesmiður og 12 vesturfarar. Als voru með skipinu á annað hundrað manns og bæði farrými full skipuð. E/s Vesta kom til Leith Laug- ardaginn um hádegi. Óvenju fljót ferð. E/s Ceres fór frá Kaupmanna- höfn föstudag. Væntanleg á laug- ardagsmorgun. Iðnsýningu ætla ísfirðingar að halda 17. júní næstkomandi í minn- ingu Jóns Sigurðssonar. Blönduósbruninn. Þrjárkenslu- konur skólahs voru fjarverandi nótt- ina sem brann og mistu þær alt sitt, og sömuleiðis mistu tvær náms- meyar alla sína muni. Aftur var forstöðukonan viðstödd og bjargað- ist mest af hennar eignum og ann- arra námsmeyanna. Nú liafa náms- meyar skift sjer niður í húsin á Blönduósi og er í ráði, að skólinn byrji aftur von bráðar, annaðhvort í Möllers verslunarhúsum, þar sem barnaskólinn er, eða í. nýu stein- húsi, er kallað er Tilraun. Kappglímu þreyttu Vestfirðingar á ísafirði 7. f. m. og var glímt um Glímubelti Vestfjjrða. Ekki hefur frjettst hver beltið hlaut. Kona varð úti. Sunnudags- morguninn 15 f. m. fór unglings- piltur frá Stóraási á Mývatnsheiði með sauðfje til beitar þar á heiðina, en þegar leið að hádegi, skall á stórhríð, svo dimm, að lítið sást fyrir, og varð þá móðir piltsins hrædd um hann. Lagði hún af stað í hríðina með dóttir sína upp- komna sjer til fylgdar til leita að syni sínum, en — árangurslaust, þær fundu hann ekki.— Pilturinn komst með naumindum heim til sín um kveldið og frjetti þá til ferða þeirra mæðgna. Brá hann strax við og fór aftur út í stórhríðina að leita þeirra, en það kom fyrir ekki, og koni hann svo búinn heim um morguninn eftir. — Litlu síðar kom systir hans heim og sagði svo frá ferðum þeirra, að þær urðu fljótt viltar vegar og ráfuðu víða um heiðina, þar til gamla konan upp- gafst af þreytu og kulda. Lögðust þær þá fyrir og ætluðu að láta fyrir berast þar til hríðinni slotaði, eti hún hjelst alla nóttina, og er á leið nóttina andaðist móðirin. Um morg- uninn lagði svo dóttirin á stað til bæja, eftir að hafa hagrætt líkinu og sett á sig, hvar það lá. — Var þá farið til næstu bæja að útvega karl- menn til þess að sækja líkið, og fanst það fljótlega, eftir tilsögn stúlk- unnar. Síðan var sent eftir lækni að Breiðumýri til þess að gera björg- unartilraunir, en þær reyndust árang- urslausar. Hvort dóttirin er kalin til skemda, eru óljósar fregnir um. Gjh. ‘Jvá útlöndum. Lengdaflugsmeísiariernú orðinn flugmaðurinn Tabutean í París. Hann hrfur flogið 584 rast- ir 200 stikur á 7s/4 tíma. Kvikmyndahúsin f Nor- egi. Bæjarstjórnir ýmsra bæja í Noregi eru að hugsa um að leggja undir sig öll kvikmyndahús, hvertí sínum bæ. Er þetta gert bæði með tilliti til þess að myndirnar verði valdar tii uppbyggingar en ekki als- konar siðspillandi rnyndir eins og oft vill verða og eins með tilliti til þess að ógrinni fjár kemur inn fyr- ir sýningarnar. Dáinn—kemur heim aft- ur. Danskur sjómaður datt út- byrðis á miðju Atlantshafi í haust án þess að nokkur yrði var við það. Var hann auðvitað talinn druknað- ur. Hann átti móður heima, sem syrgði mjög son sinn. En tveim mánuðum síðar kom maðurinnfram í Suður-Ameríku. Hann hafði hald- ið sjer uppi á sundi í 5 klukkutíma og þá hafði skip komið og fundið hann. Grafin lifandi. í Stokkhólmi dó þriðja í jólum öldruð ekkjaog var jörðuð nýársdag. Áður en hún var grafin tóku menn eftir því að líkið var ekki stirnað og þegar eftir greftr- unina barst sá orðrómur útaðekkj- an hefði verið grafin lifandi. Seinna vitnaðist að stúlkan sem stundaði hana hafði verið vön að gefa henni inn deyfandi meðul ogenfremurað hún hafði dregið sjer nokkuð af eftirlátnum munum hennar og þar með lífsábyrgðarskírteini. Mikla eftirtekt vekur það að hjú- krunarkona þessi hefur fengið dán- arvottorð hjá frægum kvenlækni (Alma Lundquist) sem ekki hafði þó sjeð líkið. Lögreglan hefur tekið málið til meðferðar. Abrahamgamli ráðugur. í borg nokkurri í Austurríki urðu mjög miklir eldsvoðar í haust og var auðsjeð að þeir voru af manna völdum. Loks náðust sökudólgar- nir. Það voru þrír drengir, sem höfðu verið keyptir til þessa verks af vátryggingaumboðsmanni, er Abra- ham hjet. Fólk var orðið afar hræti við brunana og kom til hans hóp- um saman að vátryggja eigur sínar og var hann þegar kominn í bestu efni er hann var tekinn fastur. Hraðboðapósiurverðursett- ur á stofn í aðalbæjum Þýskalands 1. apríl næstkomandi. Fyrir 25 pfennig(22 aura) er póstsveinn send-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.