Vísir - 28.02.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1911, Blaðsíða 1
13. 7. Kemur út virka daga kl. 11 árdegis, netna laugardaga kl. 6 síðd. 25 blöð (að minsta kosti) til marzloka. Eintakið kostar 3 au. Afgreiðsla i Pósthússtræti 14. Opin allan daginn. Þriðjud. 28. febr. 1911. Sprengidagur — Góutungl. Sól í hátíegisstað kl. 12,40' Háflóð kl. 5,12 árd. og kl. 5,29' síðd. Háfjara kl. 11,24' árd. og 11,41' síðd. Póstar. E/s Ingólfur lil og frá Qarði. Afmæli. Þorsteinn Þorgilsson verslin., 55 ára. HeimsspekisfyrirlesturOuðm.Finnboga- sonar magisters í kveld. Veðrátta í dag ft° o SP o > ¦g $j í— .s 1- % r >< c iO _j > > ^eykjavík 728,0 - 7,2 N 9 Iskýjað Isafj. 735,9 —12,9 NA 9 iHríð Bl.ós 730,9 —10,0 NA b Hríð Akureyri 726,6 -- 8,0 N 6 Hríð Grímsst. 788,0 - 8,0 NV 6 Hríð Seyðisfj. 717,1 t W SV 3 Regn Þórshöfn 724,9 4- 5,0 s 3 Skýjað Skýringar: N == norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. t Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Næsta blað á morgun. Frá alþingi. Ráðherra-málið. Ræða Benedikts Sveinssonar frummælanda. Frh. Það hefur aö maklegleikum mælst illa fyrir meðal þjóðarinnar að ýmsir æðstu embættismenn lands- ins ljetu það viðgangast að þeir voru skráðir sem »núlif- andi danskir menn« í »Bláu bók« Kraks, sem út var gefin í Danmörku árið sem leið og er rit, sem fer víða um lönd. Meðal þessara »dönsku manna« er ráðherra vor talinn. Hann kom að vísu með nokkrar afsakanir fyrir því síðar, þegar þetta hneyksli var orðið að blaðamáli, en engin leiðrjetting hefur þó verið á því gerð. — íslenska þjóðin getur ekki unað því, að helstu embættismenn hennar Iáti það við gangast að þjóðerni voru sje afneit- að á þennan hátt frammi fyrir al- heinii. Er það hart, að virðingu þjóðernis vors skuli hafa stórhrak- að svo síðan á 18. öld, því að þá á verstu einveldistímunum, vóru ís- ler.dingar taldir sem sjertök þjóð við hlið Dana og Norðmanna í sams- konar fræðibókum, er Ðanir gáfu út á þeim tímum. — Eg hefi ekki vitjað ganga alveg þegjandi fram hjá þessu og verð að leggja áherslu á þá kröfu, að slikri óhæfu verði afstýrt framvegis, hverjir sem hlut eiga að máli. Þá verðjegáð fara nokkrum orð- um um athafnir ráðherra innanlands. Rannsókn hans á landsbankanum var skilin svo af rhörgum, sem stjórnin hefði þar með hafið nýja stefnu, eða ásett sjer að taka upp rikara aðhald og eftirlit með opinberum stofnunum og starfs- mönnum þjóðfjelagsins, en títt het- ur verið að undanförnu. Slík stefna mæltist ve! fyrir lijá þorra almenn- ings enda er hann því óvanur, því a fyrri stjórnir hafa ekki látið mik- ið til sín taka í þeim efnum. En þetta hefur alt farið í mola og mikið ósamræmi komið fram í athöfnum stjórnarinnar, kemur það berlega fram í afsKiftum henn- ar af íslandsbanka. Eftirlit með honum hefur ekkert verið fram yfir hið venjulega, lögboðna, sem er ámóta í báðum bönkunum. Hefði þó síst verið vanþörf á því að skygnast þar í saumana, eins og áþreifanlega kom fram þegar hið gífurlega hneyksli varð í útibúi bankans á Akureyri árið sem leið, sem einsdæmi er í sögu landsins: Bankastjórnin hafði árum saman haft hina mestu óreglu og sviksemi í frammi í stjórn sinni. Notað fje bankans svo tugum þúsunda skifti í eigin þarfir í sukk sitt og brask með leynd og heimildarleysi, sópað úr reikningslánum manna og spari- sjóðsbókum, tekið við borgun fyrir víxla, en ekki greitt bankanum fjeð, hirt sjálfur peningabrjef til bankans o. s. frv. — Meðan árieg skoun fór fram í bankanum hafði hann feingið bráðabirgðalán í landsbanka-útibúinu til þess að sletta yfir verstu glopp- J M i j Tölusetninga-vjelar }=!!} i; s nauðsynlegar fyrir Lotterí iöfuðbækur — — — — Aðgöngumiða I I ¦i — || "' "l Afgreiðsla Yísis útvegar þær i 9ggg91 I^S^sl Hingað komnar burðargj.fritt með verksm.verði. ¦^HHHH|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.