Vísir


Vísir - 17.03.1911, Qupperneq 2

Vísir - 17.03.1911, Qupperneq 2
66 V I S I R Frumvarp til lenskan fána er borið fram í rleðri M PB' deild. Flutningsmenn: Benedikt Sveins- son, Bjarni Jónsson frá Vogi,.-Jón Þorkeisson, Skúli Thoroddsen og Jón Jónsson frá Hvanná. 1- gr. ísland skal hafa sérstakan fána. 2. gr. Fáni sá, er getur í 1. gr., skal vera blár með hvítum krossi, þvert og endilangt, og nemi breidd kross- álmanna 1/1 af breidd fánans; bláu reitirnir nær stönginni skulu vera rjettir ferhyrningar, og þeir, er fjær eru stönginni, jafnbreiðir, en tvöfalt lengri. Opinberar stofnanir noti fána þenna tvíklofinn inn að framan, um krossálmuna, er gangi fram í odd- tungu, en lengd fánans sé af því óskerð. 3. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin öll þau ákvæði í íslenskum lögum, er heimila íslenskum skipum að nota annan fána. Frumvarp til laga um kjör- dæmaskipun flytja þingmenn Reykvíkinga svohljóðandi: 1. gr. F>á 40 þjóðkjörna alþingismenn, er sæti skulu eiga á Alþingi, skal kjósa eftir kjördæmum á þann hátt, ér hjer greinir: f Reykjavíkurkaupstað skulu kosnir 5 þingmenn. í Arne^þingi, Kjalarnesþingi og Húnvatnsþingi 3 þingmenn í hverju þingi um sig. í Norðurmúlaþingi, Suðurmúla- þingi, Rangárþingi, Hegranessþingf og Vaölaþingi 2 þingmenn í hverju þingi um sig. En í þessum kjördæmum, er nú verða talin, skal kosinn 1 þingmaður í hverju: Seyðisfjarðarkaupstað, Austur-Skaftafellsþingi,Vestur-Skafta- fells-þingi (Síðusýslu), Vestmanna- eyum, Borgarfjarðarsýslu (Skegg- karlssýslu), Mýrasýslu, Snæfellsness- sýslu og Hnappadals (Þórnessþingi hinu syðra), Dalasýslu (Þórnessþfngi hinu nyrðra), Barðastrandarsýslu, Vestur - ísafjarðarsýslu, ísafjarðar- kaupstað, Norður- ísafjarðarsýslu, Strandasyslu (Balasýslu), Akureyrar- kaupstað, Suðurþingeyarþingi og Norðurþingeyarþingi. 2. er- Oll eldri ókvæði, er koma í bágá við þessi leg, eru hjer með úr gildi numin. Tillaga til þingsályktunar er Iögð fram í þinginu svohljóðandi: Neðri deild alþingis ályktar’ að lýsa yfir vantrausti sínu á Kristjáni háyfirdómara Jóns- syni sem ráðherra. Flutningsmenn: Skúli Thorodd- sen, Bjarni Jónsson jrá Vogi, Sig- urður Uunnarsson, Jón Þorkelsson, Jón Jónsson frá Hvanná, Þorleifur Jðnsson og Benedikt Sveinsson. Verður væntanlega til umræðu á morguin. . ___________ Símskeytið, sem sjálfstæðis- menn sendu konungi fyrir ráðherra- útnefninguna, hljóðar svo íþýðingu: »Nítján af 24 þjóðkjörnum þing- mönnum sjálfstæðisflokksins hafa tjáð sig meðmælta Skúla Thoroddsen sem ráðherraefni. Auk þess eru tveir ákveðnir flokksmenn og lætur annar* þeirra útnefninguna hlutlausa, en hinn ráðherrann, sem frá fer, hefur lýst yfir því, að hann ekki vilji steypa Thoroddsen á þessu þingi. Þrír óviss . Enginn annar en Thoroddsen getur vænst stuðnings sjálfstæðis- flokksins, og þess vegna mælir flokkurinn allra undirgefnast með honum«. MissMlning'urmn, Eftir Rudyard Kippling. Frh. Honum leiddist tilbreytingaleysi þessa reglubundna lífs og hann leit- aðist við að kynnast hinum mann- legu eiginlegleikum þessa fólks. En það heppnast ekki, liann varð að hætta við það og Iáta þjónana ala. sig upp. í Ameríku mannspilla húsbændurnir ensku þjónunum, í Englandi ala þjónarnirhúsbændurna upp. Wilton Sargent leitaðist við að verða fullnuma í öllu sem þeir kendu honum, af eins miklu kappi og faðir hans hafði leitast við að eyðileggja eða leggja undir sig allar járnbrautir í föðurlandi hans. Það hefur eflaust verið þetta járnbrautar ræningja blóð úr gamla manninum sem kom honum til að kaupa jörðina Holt Hangars,sem liggur eins og allir vita meðfram hinum fjór- *) Þ, e. Sjera Halfdán Ouðjónsson, í síðasta blaði var það ranghermt, að hann hefði skrifað undir meðmælin. lögðu járnbrautarteinum stóra Birk- ónskufjelagsins. Lestir þess þutu framhjá næstum viðstöðulaust suð- andi stynjandi bæði nótt og dag. Wilton Sargent var helsti hluthafi í fjelögum, sem áttu mörg þúsund mílna Iangar járnbrautir og var því engin furða þótt hann hefði áhuga á hinum ensku járnbrautuin, sem reyndar voru nokkuð öðruvísi en þær sem hann hafði vanist. Efhann hefði breytt eftir eigin geðþótta hefði hann fengið sjer brautarvagn út af fyrir sig og látið hann standa tilbúinn á næstu járnbrautarstöð sem lá rúma mílu burtu. En fólk það sem hann hafði falið uppeldi sitt vissi lítið um járnbrautir og því minna um sjerstaka járnbrautarvagna og áleitþá vera algjörlega »ameríska«. En Wilton Largent hafði ásett sjer að verða ennþá enskari en sjálf- ur Englendingurinn. Honum heppnaðist það aðdáan- lega vel, hann hætti við að láta leggja miðstöðvarhitun í búgarð- inn sinn, honum lærðist að láta gesti sína skemta sjer sjálfa, að kynna ekki fólk hvað fyrir öðru nema brýn nauðsyn bæri til, leggja af ýmsa siði, sem honum voru eðli- legir og taka upp aðra, sem kost- uðu hann mikla fyrirhöfn. Hann lærði að láta fólk sem var ráðið til að vinna viss verk, leysa þau verk af hendi sem því var borgað fyrir. Hann lærði — og það var nú af daglaunamanni þar á jarðeigninni að sjerhver maður hefði sína stöðu í mannfjelaginu og að honum væri fyrir bestu að taka tillit til liennar. Og að lokum lærði hann að spila »Golf<* og þegar Ameríkumaður hefur lært að spila »Golf« þá er hann í raun og veru orðinn ann- arar þjóðar. Hann mátti annars vera mjög ánægður með uppeldi sitt. Efaðhann langaði til að vita eitthvað um einhvern hlut í jörðu eða á, þá komu næstum af sjálfs- dáðum menn sem einmitt höfðu sagt, gert, skrifað, rannsakað, grafið upp, bygt skapað eða kynt sjer ein- mitt þenna sama hlut. Bóka og myndaverðir frá Breska þjóðsafninu sjerfræðingar í Egypskum steinum og Egypskum konungaættum, menn sem höfðu ferðast um ókunn lönd, aðrir sem höfðu ritað um steinaldar verk- fræði, ábreiður, manninn á undan söguöldinni, eða hljóðfærasláttá við- reisnartímabilinu. Frh. *) Mjög tíður leikur á Englandi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.