Vísir - 29.03.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1911, Blaðsíða 2
90 V i S I K Frá alþingi. var búningurinn sýndur í höfuð-;, leikhúsunum í París og vakti hann, sem geta má nærri, afannikla athygli. Nú hafa konur tekið hann upp í ýmsum löndum. Mætir hann víða j hinni mestu mótspyrnu, einkum í l lítt upplýstum löndum. Hafa stúlk- ! ur ; Madrid verið ofsóttar af skríin- um, er þær hafa sjest í buxunum. í Kaupmannahöfn er eitthvað lít- ilsháttar farið að bera við að nota þennan búning og þykir mikið til koma — af því hann kemur frá París. En ef hann hefði komið frá Græn- landi væri það varla talið eftir'oreytn- isvert. Hundur sem ialar. rregn- ir hafa borist af því, og eru nú nýlega staðfestar af vísindamönnum, að til sje hundur, sem talar manna máli. Þetta náttúruafbrygði hefur fundist í afskektum veiðivarðarkofa á Þýskalandi, og verður nákvæmlega greint frá því á morgiin. Stærsiu klukku heimsins er nýbúið að setja upp í Liverpool á Englandi. Er hún með fjórum skífum og hver þeirra 25 fet að þverináli. Mínútuvísirinn er 14 fet á lengd og 3 fet, þar sem hann er breiðastur. Milli mínútumerkja er rúm fet og klukkutíma tölurnar um 31/* fet að lengd. Glerskífurn- ar, sem vernda úrskífurna eru 20 vættir að þyngd hver. Grunnar Berlínarborgar voru virtir 1. apríl síðastl. 7850 miljónir króna og höfðu þeir aukist að verðmæti síðasta árið uin 150 miljónir króna. íbúðirnar í borg- voru þá 642396 en grunnskattui 23 miljónir króna. Eftir íbúahlut- fallinu ætti að greiðast 115 þúsund- ir króna í grunnskatt hjer í Reykja- vík. Verzlunarfrjettir. Kflupmannahöfn 9. tnars. Innlend vara: Verðið fyrir 100 vogir (kilo) Hveiti (130—132 pd.) kr. 12,75—12,90 Rúgur (123—126 pd.) — 9,80—10,20 Bygg (110-116 pd.) — 11,60-12,60 Hafrar (87-92 pd.) —10,80—11.10 Útlend vara: Hveiti rússn. og amer. kr. 14,50—15,50 Rúgur (122 pd.) — 10,10—11,00 Hafrar (87—91 pd.) — 10,30—10,80 Bygg (102—112 pd.) — 10,60—11,80 Mais — 9,30— 9,90 ísl. kindakjöt tunnan (224 pd.) kr. 56—62 Úr bænum. Skipafrjeftir. Etniskip kom í nótt með salt og kol til Evindsens. Fiskiskipin eru komin: Seagull með 14 þús. Hafstein — 11 — Geon — 6l/2— Langan es — 12 l/r— Bergþóra — 11 — Björn Ól. — 12 — Botnvörpungar eru komnir: Lord Nelson með 46 þús. Leiguskip, skipstj. Kolb. Þor- steinsson, með 30 þús. Nýjar rímur er Símon Dalaskáld að gefa út nú eftir sig og eru þær af Hnfni Hrútfirðing. En þetta. er formáli þeirra: Sítnon engan hrœðist hnjóð, Hríð þó fengi’ oft bitra, Harpan lengi glymur góð. Qullnir strengir titra. Jón Thorarensen, prestur. BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS Hafnarlagafrumvarpið! er til 3. umræðu í neðri deild í dag. Stjórnarskrármálið var til ann- arar umræðu á mánudaginn var, og stóðu umræður allan daginn og fram á nótt. Um hádegi í gær var aftur tekið til óspiltra málanna og var málið rætt allan daginn og en fram á nótt. Loks f dag var hægt að ganga til atkvæða um málið. Sextíu og þrjár breytinga- og viðauka-tillögur höfðu verið bornar fram auk breytingartillaga nefndar- innar, sem voru 23, og stóð atkvæða- greiðslan yfir 1 klukkutíma og 43 mínútur. Hjer eru nokkur atriði úr atkvæða- greiðslunni: Ólafur Briem vildi að að þing- menn væru aðeins 36 (12 í efri og 24 í neðri deild) í stað 40. Var felt með 15 : 9. Sami vildi að Iögum t'rá alþingi mætti skjóta til alþýðuatkvæðis til samþykkis eða synjunar þegar 4 þúsund kjósenda æsktu þess. Var felt með 16 : 8. ft

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.