Vísir - 03.05.1911, Blaðsíða 1
4»
17
Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud.
þriðjud., miðvd. fimtud. og föstud.
25 blöðin frá 1. apr. kosta: Askrifst. 50 au.
Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 au.
Afgr.í Posth.str.14A. Opin mestan hluta
dags. Óskað að fá augl. sem tímanlcgast
Miðvikud. 3. maf 1911.
Sól i hádegisstað kl. 12,24*
Háflóð kl. 8,45* árd. og 0,13* síðd.
Háfjara kl. 2,57* síðd.
Veðrátta f dag.
j Loftvog •-n £ t: -< Vindhraði Veðurlag
Revkiavík 737,6 + 3,7 0 Heiðsk.
ísafj. 741,0 --1- 0,2 0 Skýjað
Bl.ós 740,8 — 0,5 NA 2 Skýjað
Akureyri 740,3 N 4 Alsk.
Gríinsst. 713,7 - 3,5 N 4 Hríð
Seyðisfj. Þorshöfn 737,8 742,2 4- 1.8 + 6,5 S 4 Regn Skyjað
Skýnngar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þannig:
0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Póstar.
Álftanespóstur fer og kemur.
Haf narfjarðarpóstur ke m ur kl. 12 f er kl.4
Afmæli.
Fröken Þórunn Finnsdóttir
Steindór Björnsson leikfimiskennari,
26 ára.
Frú Guðrún Jónsdóttir.
Andrjes Andrjesson verslunarmaður,
59 ára.
}
Ur bænum.
Eldur kom upp í Bergstaða-
stræti 45 sunnudagskvöld, en var
slöktur von bráðar. Hafði kviknað
í af vindilösku. Farið var aö bjarga
úr húsinu og skemdust munir eitt-
hvað við það.
Skipafrjettir.
Botnvörpuskipin komin:
Valurinn með 11 þúsund.
íslendingur með 23 þúsund.
Síldveiðaskipið Ágúst kom í
gær með 70 tunnur af síld. Fór
út seint í fyrri viku.
Fiskiskúta ísabella misti út mann
á Iaugardaginn (Ólaf Þorvarðsson).
Vendsyssel fór frá ísafirði í
gær til útlanda. Haföi reynt þá
nýverið að komast austur með, og
komst þá lítið eitt austurfyrir Horn.
Hólar og Austri liggja á Eski-
firöi teftir.
Vestrl var.f gær að reyna að
komast fyrir Hom óvíst hvort það
hefur tekist.
Ingolf hefur farið frá Akureyri
og reynt að komast austur fyrir en
ekki tekist. Þá fór hann vestur og
komst nær vestur að Horni (3 mílur
frá). Liggur nú á Siglufirði.
Frá alþingi.
Tillaga til þingsálykfun-
ar hefur komið fram f neðri deild
svo hljóðandi:
„Neðri deild alþingis ályktar
að skipa 3 manna nefnd til
að rannsaka símskeyti þau, er
ýmsir þingmenn hafa sent til
fslensku skrifstofunnar f Kaup-
mannahöfn viðvfkjandi ráð-
herraskiftunum í vetur. Nefndin
hefir vald til að heimta skýrsl-
ur munnlegar og brjeflegar,
bæði af embættismönnum og
einstökum mönnum, samkvæmt
22. gr. stjórnarskrárinnar."
Flutningsmenn hennar eru: Skúli
Thoroddsen, Benedikt Sveinsson,
Jón Jónsson frá Hvanná og Jón
Þorkelsson.
Heimbóð á Rúðuborgarsýn-
ingu. Forseti sameinaðs þings og
forseti Bókmentafjelagsins hafa hvor
um sig fengið boðsskjal til sýningar-
innar í Rúðu, en þeim boðum
verður líklega ekki sint.
Aftur hefur efri deild alþingis sett
inn á fjáraukalög 1000 kr. ferða-
styrk til mag. Guðtn. Finnboga-
sonar, sem þangað var einnig boð-
inn, „til þess aS sækja þúsund ára
hátfB Normandis, sem fulltrúi fs-
lands".
Fánamálið var sett í nefnd í
efri deild f gær (Ágúst Flygenring,
Gunnar ólafsson og Steingr. Jóns-
Tómar
flöskur
kaupir
J. Í T. Bryde
hæsia verði.
son). Veröur því ekki afgreitt frá
þinginu að þessu sinni.
Gæslustjóri Landsbankans var
kosinn í neðri deild ( gær sjera
Vilhjálmur Briem með með 13 :10.
Áður hafði það starf sjera Eiríkur
bróðir hans. Jón samábyrgðar-
stjóri fjekk 10 atkv. og 2 seðlar
voru auðir.
Gæslustjóri Söfnunarsjónsins
var kosinn í neðri deild í gær fv.
landsh. Magnús Stephensen með
öllum þorra atvæða. Hann hefur
gegnt því starfi undanfarin ár.
Yfirskoðunarmaður lands-
reikninganna var kosinn í neðri
deild í gær Skúli Thoroddsen alþm.
með 15 : 10.
Rooseveltfv. Bandaríkja-
forseti kemur hingað
að ári.
í erlendum blöðum er þess getið
að Theodor Roosevelt fyrverandi for-
seti Bandaríkjanna ætli að verða við-
stadur Ólympisku leikina,sem haldn-
ir verða í Stokkhólmi næsta sumar.
Þegar leikum þeim er lokiö hyggur
hann að feröast nokkuð um Norð-
urlönd og koma þá einnig hingað
ef kringumstæður leyfa.
BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR
PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS