Vísir - 14.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1911, Blaðsíða 2
62 V í S I R Jón Sigurðsson. Niðurl. Eftir að Heggur hefir hreytt úr sjer ónotum til Jóns Sigurðssonar nefndarinnar tekur hr. S. til máls. Jeg vorkenni manninum þeim, hann lýtur út fyrir að vera nýstaðinn upp úr hinni illkynjuðu magaveiki er nú gengur um bæinnog erþessi grein, sem síðast kemur úr honum, svo þunn að bursta mætti tennurnar á sjer úr innihaldinu. Hann vill láta Jón standa á svölunum á alþingis- húsinu. Það yrði fallegt að sjá og til þess yrði það, að allir smekkvísir menn forðuðu sjer frá að líta á Jón og þinghúsið. Það væri skrítið að sjá mann á svölunum sem næði upp fyrir þakskeggið og höfuðið gnæfði við himinn. Nei! Sleppum þjer S. minn! Þá kemur Ari veslingurinn sein- astur, það sæti á hann líka fullkom- lega skilið því hvar sem honum mundi vera raðað þá yrði hann neðstur. »Á Kirkjustræti fyrirmiðju þinghúsinu á hin tignarlega mynd að standa* segir hann skrollandi og nefmæltur, það yrði dálaglegt! hven- ig ætti myndin að snúa Ari sæll? Sneri hún að Kirkjustræti sæist hvergi framan á hana nema rjett á meðan verið er að ganga fram hjá þinghúsinu; snjeri hún með bakið að Kirkjustræti sæist hún að vísu miklu betur af fleiri stöðum, en ásjálegt er það ekki að láta mynd snúa bakinu að þeirri götu sem hún stendur við. Við þig Ari hefi jeg ekki meira að segja þú notar engar röksemdir, segir einungis að þarna eigi myndin að standa og þar með búið. Alt er á sömu bókina lært hjá ykkur öllum Heggur, S, og Ari. Besti staðurinn er óefað sá er nefnd- in hefur valið, og því verður ekki breytt. Gangið upp á Skólabrú og virðið fyrir ykkur hve víðsýnt er þaðan. Enginn staður hjer í bæn- um sjest jafnvel frá jafnmörgum göt- um og svo baksýnin, þar gnæfir skólinn tignarlegur og tilkomumik- ill, hann er sú eina bygging hjer í bæ sem samsvarar stærð myndar- innar. Alt mælir með þeim stað frekar en öðrum ogef einhver þre- menninganna æskir þess skal jeg telja upp fyrir þeim fleiri kosti þessa staðar, nú hefi jeg ekki tíma til þess því Bjarni erað reka á eftir mjer. Örnólfur. Amerika og V estur-lslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ------ Frh. Það munu vera fjörutíu ár eða vel það síðan íslendingar fyrst fóru að flytja búferlum til Vesturálfunnar. Eptir að hið síðasta landnám tók að hefjast fyrir alvöru í norðurfylkj- um Bandaríkja og í Kanada, voru landtökustaðirnir fyrst framan af einkum í Halifax á Nyja Scotlandi (Nova Scotia), sem er eyland mikið úti fyrir austurströnd Kanada, og St. John á meginlandinu (New Brunswick). í báðum þessum bæj- um eru hafnir góðar, og höfnin í St. John það fremri að húnfrýseigi upp á vetrum, sem stafaraf óvenju- lega miklum hæðarmun flóðs og fjöru. Eptir sögunni Eiríkur Hansson að dæma, hafa . stöku íslendingar fest fót í þessum austurbyggðum. En þar mun hafa verið fullskipað á fyrir, og því ekki álitlegt fyrir »mállausa« útlendinga að taka sjer þar bólfestu. Svo mikið er víst, að þá fyrst er vatnaleiðin er greið orð- in og Iandnám fyrir innflytjendur er opnað í Minnesota, hefst útflutn- ingur af íslandi og úr Skandínavíu fyrir alvöru. Bandaríkin verða þann- ig aðnjótandi hinna fyrstu norrænu innflytjenda. Frh. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ____ Frh. Tchoun-Hyang varð undrandi og kallaði upp yfir sig. *Jegtrúiyður ekki, því hvers vegna væruð þjer að fara í kvenmannsföt ef þjer væruð karlmaður?* »Það er ekki nema eðlilegt að yður þyki það mjög undarlegt, en af því að jeg hugsaði stöðugt um yður síðan við sáumst fyrst og af því að jeg gat ekki komið til yðar eins búinn og jeg var, fór jeg í kvenmannsföt.« Tchoun-Hyang, sem var viss um að þetta var aðeips gamanleikursagði. »Þetta segið þjer, en jeg trúi yður ekki.« »Trúið þjer mjer virkilega ekki? Jeg er I-Toreng sonur mandarínsins og undir þessum kvenmannsfötum ber jeg karlmannsföt.« »Æ verið nú ekki lenguraðgera að gamni yðar. Þjer hljótið að skilja að jeg getekki trúað þessu.« »Það er samt alveg áreiðanlegt*, svaraði I-Toreng og ef þjer efist um það get jegfariðúr kvenmanns- fötunum og látið yður sjá mig í karlmannsfötunum.« En þar sem Tchoun-Hyang vildi leiða þettaspaug til lykta sagði hún. »Jæja, látum sjá.« Hann kastaði yfirklæðunum og sýndi henni að hann var í einkar fögrum karlmannsbúningi. »Ó!« sagði Tchoun-Hyang bæði hrædd og sorgbitin. Hann reyndi að hugga hana. Lagði blíðlega höndina á öxl henn- ar og sagði: »Hvervegna eruð þjer sorgbitnar, elskið þjer mig þá ekki? »Það var rjett !hjá mjer áðan að segja að þjer segðuð ósatt og jeg hef gert rjett í að láta yður skrifa undir orð yðar.« »Mjer datt ekki í hug að þjer gætuð verið karlmaður. Jeg talaði við yður blátt áfram eins og við systur. Jeg sagði þetta alt í spaugi en ef þetta er alvara hjá yður, hef jeg gert mikið glappaskot og það sem verra er að jeg hef skrifað undir það.« »Já«, sagði hann, og ef þjer neitið að uppfylla samninginn og ef þjer elskið mig ekki, þá fer jeg heimtil mín og með þetta skjal í hendi og læt jeg dæma yður.« »Dæma mig!« sagði Tchoun- Hyang, »og hvers vegna?« »Af því að þjer hafið skrifað und- ir loforð að verða konan mfn og þjer verðið að uppfyila loforð yðar.« »Jeg skrifaði aðeins undirí spaugi,« sagðihún, ef jeg hefði vitað að þetta var alvara, þáhefði jegaldrei skrifað undir.« I-Toreng fór þá að tala um fyrir henni. »Við erum ekki ung nema einusinni«,sagði hann, »ogþví ættum við að gera okkur gott af því og elska hvort annað.« Tchoun-Hyang stóð lengi hugsi og hjelt að nú væri ekkert undan færi fyrst hún hefði skrifað undir. »Jæja«, sagði hún,« jeg stend við samninginn, en við skulum bæta því við að einu sinni gefin saman skulum við aldrei skilja aftur«. »Þegar við erum orðin hjón«, sagði I-Toreng, »þurfum við aldrei að skilja, til þess þarf engan samning«. »Ef jeg væri af göfugum ættum«, sagði hún, *myndi jeg ekki biðja um neinn samning, en giftingar koma sjaldan fyrir milli almúgans og höfðingjaætta og er þá ástæða fyrir mig að biðja um samning til vondra vara. Ef þjer neitið mjer um það, þá Iátið mig fá skjalið aftur.« Frli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.