Vísir - 18.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1911, Blaðsíða 2
82 V 1 $ I R Haddir G Y^-e) almennings. Fyrirlestur um ísland. Herra ritstjóri! í blaði yðar »Vísi« er í dag grein með fyrirsögn »Fyrirlestur utn Is- land«, þar sem skýrt er frá fyrir- lestri sem danskur unglingur, Age Meyer Benedictsen, hafi haldið í Danmörku. Með því að svo ber undir, að »unglingur« þessi, sem reyndar er koiTiinn yfir fertugt, er nú staddur í Reykjavík vildi hann < mega segja fáein orð sjer til varnar. Ágripið í blaðinu af fyrirlestrinum, gefur álíka rjetta hugmynd um hann eins og menn mundu fá unt sönglag, ef einstakir tónar væru gripnir út úr því hingað og þang- að af handa hófi, það er að segja alt samhengi og samræmi hetur farið út um þúfur, svo að alt verð- ur hjáróma, enda þótt fyrirlestrar- höfundurinn neiti því ekki að hafa sagt það, sem getið er um í blað- inu. Reykjavík 16. júní 1911. Með virðingu Age Meyer Benedictsen. Skógrækt. Herra ritstjóri! Neðanskráðan greinarstúf þætti mjer vænt um, ef þjer vilduð Ijá rúm í heiðruðu blaði yðar »Vísi«. Mig hefur lengi langað til að rita um þetta mál, en ýmsra orsaka vegna, hefur það ekki orðið fyr en nú. Áður var sagt að ísland hafi ver- ið skógi vaxið fjalls og fjöru milli. En hvað er eftir af þeim skógi nú? Hreint ekkert, sem teljandi er. Skóg- urinn hefur verið rifinn. En var það rjett að rífa hann? Er það rjett að svifta fósturland vort klæðum? Því svara allir »nei«. En þó nú margir sjái hve Ijótt þetta er, dctt- ur þeim varla í hug að reyna að klœða landið afiur. Trúin á skógræktina virðist vera svo nauða lítii nú orðið, það þarf því að hefja skógræktartrúboð. En, það á ekki að byrja á því að prjedika fyrir gamla fólkinu. Ung- mennafjelögin eiga að renna á vaðið. Þau hafa þegar stigið nokkur spor í þessa átt. En Ungmenna- fjelagar, gœtið þess að það verði ekki víxlspor. Skógræktin okkar hefur verið snið- in of mikið eftir útlendum mælikvarða og reynslu annara þjóða gagn ólíkra okkur. Við kaupum plöntur erlendis frá og setjum þær niður hjer. Við viljum nú sem bráðast sjá einhverja framför. En hvað skeður? Plantan hefur ekki þolað loftslagsbreytinguna veslast upp og deyr. En ef vjer höfum ekki þolinmæði í þessu máli, verða ekki einungis víxlspor hjá oss, heldur stöndum vjer algjörlega fastir. Vjer ættum að byrja skógræktina t. d. með björkinni eða víðinum, það eru oss nákunnugir heimalningar íslenskir. Vjer verðum að gera oss far um að læra að þekkja þetta velferðar- » mál á hinum rjetta grundvelli sínum og hafa þolinmæði því »þolinmæð- in þrautir vinnur allar«. En nú tnunu máske einhverjir spyrja: »Hefur skógurinn nokkra þýðingu, er hann til nokkurs gagns?« Jú, þýðing skógarins er mikil. Skóg- urinn festir jarðveginn. Skógurinn getur haft áhrif á loftslægið. .1 skóg- arlandi rignir meiraen öðrurn lönd- um. Og í skjóli skógarins er til dæmis hægt að rækta korn. Og að skógiunm er mikil prýði. En skógræktin er á beruskuskeiði hjer hjá oss. Til þess að han kom- ist eitthvað áfram, þurfa allir að bindast samtökum og hjálpa til. »Ekki þvingaðir til þess, heldur af fjrálsum vilja.«—En, nú er vantrú- aröld skógræktarinnar hjer í landi. Og til þess að gera landa trúaða á skógræktina, þarf að fræða börnin og unglingana um hana og vekja hjá þeim ást á málinu. Þá er alt fengið. Tvö eru ráð til þessa: Fyrsta að hafa skógrækt í sam- bandi við skólana og láta börnin gróðursetja trje í skólagarðinum. Kennarinn ætti að geta leiðbeint þeim og frætt um málið. Allan kostnað ætti skólinn að bera. En fá í stað- inn fegurðina og alt gott, sem af skóginum kemur. Svo mætti og kenna þar, hafa þar blómbeð með helstu jurtum og lofa börnunum að athuga þær Hitt ráðið er að setja upp al- mennan skógræktar dag þar, sem öllum, konum sem körlum, fullorn- um og börnum, væri heimilt að gróðursetja trje. Svo ætti og að hafa nokkra fróða menn til að leið- betna við skogrækt við heimilm. Ungmennafjelagið hefur[nú kom- ið á skógræktar degi. Enn að þurfa að færa hann við aldarminningu Jóns Forseta, virðist ntjer einskært »humbug«. Gott vöri að taka nú bæði þessi ráð. En verði' það ekki gert, verð- ur samt eitthvað að aðhafast í þessu mikilvæga þjóðar máli. Óskandi væri að menn tækju mál þetta til alvarlegrar íhugunar og ljetu heyra á lit sitt hjer í blaðinu. u/6. — '11 Gullhœða-Freyr. ifý tillaga, I Altaf er kvartað yfir því, — og það sannarlega ekki að ástæðulausu, I — að enginn samkomustaður sje | til í þessari borg, sem rútnað geti saunilega mikinn liluta borgaranna við ýms tækifæri, Það er vitaskuld að nokkurn veginn má bjargast með því ráði, sem hjer hefir nýlega ver- ! ið tekið upp, sem sje að koma ! saman í smá hópuin á sama stað, sinn hópurinn á hverjum tíma eins og gert var í vetur á þingmálafund- unum hjer.eða þá að koma saman í smá hópum á sama tíma á ýms- um stöðum, eins og nú var hagað samsætunum í gærkveldi. — En hvorttveggja er þetta heldur vand- I ræðalegt, og í sumum tilfellum | alveg ótækt. Þegar jeg kom inn á íþróttavöll- ! inn hjerna suður fráá sunnudaginn var, datt mjer í hug, hvort nú væri ekki einmitt ráðin bót á þessu van- kvæði að nokkru Ieyti að niinsta j kosti. | Það sem ávantar er það að geta skýlt vellinum fyrir úrkomu, ef illa i hittist á með veður þegar hann þarf j að nota. — En — er þetta ófram- kvæmanlegt hugsaði jeg. Er enginn sá hugvitsmaður hjer til, sem geti hugsað upp og sett saman (konstruer- j að) hentugt, en tiltölulega ódýrt, skýli yfir völlinn? Líklegaer ókleyft | að skýla vellinum öllum í einu, en jeg sje nú raunar heldur elcki, að það sje alveg nauðsynlegt. Jeg I ímynda mjer, að ætíð sje nægilegt að hafa þak eða skýli yfir nokkrum ! hluta hans, og þarf það þá náttúr- j lega að vera hreifanlegt, þar sem það þyrfti að vera sínu sinni hvar eftir veðurstöðu. Vilja nú ekki þeir, sem að íþrótta- | vellinum standa, taka þetta mál til alvarlegrar íhugunar? Því verði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.