Vísir - 21.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 21.06.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 93 Dauðavofur í húsum. --— Frh. Ungur læknir, sem nýlega var kominn í bæinn, var á ferðaiagi að vitja sjúklinga í þessu nágrenni. í húsi eins sjúklingsins frjetti hann alla söguna um reimleikahúsið. Öldruð kona írsk sagði söguna með svo mikilli mælsku, að það hefði verið ágæt ritgerð í tímarit. Læknirinn hlustaði með athyggli og rannsak- aði síðan í kyrþey sögu hússins. Hann fann ekki vott um neinn raka í húsinu, og varð einskis þess var, er valdið gæti hafa dauða íbúanna þar. Næst kynti hann sjer hverjar fjölskyldur hefðu búið í húsinu um sl. 12 ár, og að síð- ustu rakti hann söguna aftur í tím- ann til þess mans, sem fyrstur átti húsið og bjó í því. Það var gamall baslari, sem látist hafði þar af Iungnasjúkdómi. Lækninum fanst málið fara að verða íhugun- arvert, og þegar hann hafði rakið feril allra þeirra, sem í húsinu höfðu búið, varð hann þess vís, að ekki færri en 25 manns höfðu dáið þar og allir úr lungnasjúk- dómi. Hver einasta fjölskylda, sem þar hafði búið, hafði mist einn eða fleiri af skylduliði sínu. Að endaðri þessari rannsókn, keypti læknirinn húsið. Hann vissi að húsið var manndrápsgildra, en hann vissi líka, að þekking sín gat áorkað því, að sótthreinsa það svo, að það gæti orðið unaðs- ríkur og óhultur heilsubústaður. Flestir menn eru svo gerðir, að þeir mundu flýja undan ásókn Tarantula dýrsins, eða að öðrum kosti reyna að stytta því aldur. En þó að tíu þúsund Tarantulur hefðu verið í hverju herbergi í húsi þessu, þá hefðu þær verið hættuminni fyrir heilbrigði íbú- anna, heldur en þær illkynjuðu vofur, sem — þó þær sæust ekki með berum augum — höfðu samt þakið veggi og gólf og sjerstaklega hið síðarnefnda. Þetta pestarheim- kynni þurfti einungis eins við, til þess það yrði verulega heilsusam- legur bústaður: sótthreinsunar. Og læknirinn gerði þar slíka sótt- hreinsun, að aldrei fyr var önnur eins gerð í nokkru húsi. — Þetta var fyrir nokkrum árum. Þá undr- uðus allir yfir flónsku læknisins. En nú undrast þeir þau hyggindi, sem hann sýndi þá, og dást að hinu heilsusamlega útliti fjölskyldu hans, sem ennþá býr í húsinu. ReiÖIijól viðgerð Aúerdeen Saga þessi, sem er sönn í öllum atriðum, er um ástand, sem við- gengst enn í dag um allan hinn mentaða heim. Að eins er sá mun- ur, að í 99 af hverjum 100 tilfell- um, hafa þær ekki eins ánægjulega- an enda. Jeg get sagt þjer það, heiðraði borgari, að í þínu eigin nágrenni, sjestaklega ef þú býrð í stórborg, er fjöldi slíkra pestar- húsa. Og þú ert algerlega sann- færður um, að þú búir ekki í einu þeirr? Ert þú rjett nýlega fluttur í húsið eða íbúðina? Hver var þar síðast? Þú veist það ekki. I Er þú viss um, að það hafi ekki verið einhver með þennan tæring- arsjúkdóm? Ef þú ert ekki viss um þetta, Iátum oss þá íhuga við hverju þú mátt búast. Eftir skýrslum að dæma, eru líkurnar ein mót sjö, að það hafi verið einhver með þessa sýki. — Getur þú átt þetta á hættu? — Vissulega ekki. Það gerir engan mun, hve hreint hús það eða íbúð er eða viröist vera, sem þú ætlar að flytja í, — þá er hættan 1 mót 7, að þú þar drekkir úr andrúms, loftinu þá voðalegustu sýki, sem nútíminn þekkir: t æ r i n g u! Vjer, algengir Ameríkumenn, er- um á sífeldri hreyfingu, sjerstaklega í stórborgunum, og með tilliti til bústaðaskifta í maí og októbermán- uðum. Er þá nokkur furða þó að undir núverandi kringumsæðum tæringarsjúklingum fari stöðugt fjölg- andi, þrátt fyrir alla vora baráttu gegn þeirri sýki. Og það er sorg- legt, að þrátt fyrir alt það,sem ritað er um þetta mál, og öll þau hygg- indi og alla þá peninga, sem varið er til þeirrar baráttu, þá hefur hún alt fram á þennan tíma reynsteins- kis nýt. Ástæðan fyrir ósigrinum er aug- Ijós. Tökum til dæmis manninn, sem leigir eitt herbergi, eða er kostgang- ari, ef þjer viljið heldur hafa það þann veg, sem verður að ganga í daglaunavinnu, og kemur svo heim, — hann verður að nefna það heim- ili — að kveldi. Að hverju? Að herhetgi. Það skiftir engu, hve þægilegt það kann að vera, — pað kann að hafa verið leigt til 12 manna, allra tæringarveikra,ásíðustu 12 mánuðum! Stigateppið fult af ryki, og gólfteppin gegnsósuð af ill- kynjuðumsjúkdómsgerlum. Hreinar * rekkjuvoðir máske, en með ullar- Saumavjelar ábreiðum í rúminu, sem sjúkling- arnir hafa hóstað í um 10 síðustu árin, og sem hver fram af öðrum eftirljet sjúkdómsgerla í handa þeim, sem næst kæmi. Hugsið yður börn, sem búa við það ástand, sem hjer hefur verið tekið fram ; sem anda sífelt að sjer lofti, sem er þrungið eitruðustu sjúkdómsgerlum, og sem skríða á hnjánum í ósýnilegum og dauðleg- um óhreinindum. Þetta getur lagst í lungu þeirra eða í mænuna, sem gerir þau að kryplingum síðar, ef þau lifa, eða það orsakar mjaðmar- sjúkdóm, sem loðir við þau alla æfi! Það er skannnarlegt! Og svo gösprum við um ættarfylgjur! Ekk- ertbarn hefur nokkrusinni fæðstmeð tæringargerlum. Sjúkdómurinn kem- ur æfinlega fram eftir fæðinguna og orsakast æfinlega af tæringarsjúk- dómsþrungnu andrúmslofti, og það andrúmsloft er alt of oft á barnsins eigin heimili. Gefið þeim heiður, sem heiður ber. Sólskin, að búa undir berum himni, að sofa við opna glugga — er alt gott En sólskin, hreint loft, hrækinga-bönnun ogsjerstök drykkj- arker fyrir hvern einstaklingogpen- ingar fyrir tæringarhæli, — alt þetta er til einskis, þar til eina mjög áríð- andi atriði er komið í framkvæmd. Er þá sólargeisli bak við skýin? Já, vissulega. Upphaf og endir tæringarsýkinnar felst í því, sem jeg hefi nefnt »hús dauðans.* »Æ«, segir þú, herra borgari, »jeg skil meininguna. Þjer viljið, herra læknir, láta sótthreinsa hvert hús og her- bergi, sem tæringarsjúklingur hefur nokkurntíma búið í.« — Þú hefur getið rjett til um hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn felst f því að sótthreinsa hvert einasta hús og íbúð sem búið hefur verið í, strax og flutt er úr þeim, — hvort sem íbú- andinn hefur verið tæringarveikur eða ekki. — Það nægir ekkert hálf- verk í þessu efni. Þegar vjer erum í sífeldri hættu af svo alvarlegum sjúkdómi, — þá getum vjer aðeins orðið óhultir með því, að álíta alla seka, þar til sýkna þeirra er sönn- uð. Nl. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.