Vísir - 30.08.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 30.08.1911, Blaðsíða 2
42 V i S I R íslendingar verði til þess að skrúða í dönsku skjóli inn á sýningu þessa. Satt að segjn hjelt jeg að þeir hefðu fengið nóg af sýningaruirihyggju Dana, svo að freistingin ætti ekki að vera mikil. Vjer þurfum hvorki þessa Stórdani nje aðra til að fara með erindi við Frakka Þeir hafa sjálfir (í fullri óþökk Dana þó — sem betur fer) sent hingaö, sem til flestra annara ríkja, sjerstakan full- trúa, sem Islendingar eiga auðvitað við um þessa sýningu, ef þeir ætla að taka þátt í henni, en með tilstyrk Dana koma þeir þangað aldrei. A. M. „Mrhallur14, »Bóndinn í Bjarnarhöfn«*, hefur gert sjer heldu- bjarnargreiða með línum þeim, er hann skrifar í Vísi 23.ág. um »Heyfeng Reykvikinga.« Hann vill telja Reykvíkingum trú um, að það sje gleðilegt íyrir þá að fá mosablandið ljelega þurt hey vestan frá Breiðafirði, og er það þá víst eini kosturinn, að þaðerlengra aðkomið en annað hey, sem selt er hjer f bænum. Að vera að tala um, hversu gleðilegt það sje,að »bónd- inn selji þetta hey með jafnvægu verði« er talað út í liött, því að þetta hey hefur verið selt dýrara verði en alt annað hey, sem komið hefur til bæarins. Það ber fremur vitni um dirfsku en »dugnað« að bjóða Reykvíking- um slíkt hey, þar sem nærsveita- menn hafa haft nóg af miklu betra hey á boðstólum fyrir »vægara« verð. Jeg verð því að telja þetta stappa næst »alvinnuróg« gegn okkur nær- sveitamönnum, og er það gamalt húsráð, sem ekki grípa aðrir vöru- bjóðar til en þeir, sem lakastan liafa varninginn. Nærsveitamaður. Eftirtektaverður yani, Reykvíkingur skrifar í Vísi í gær um eftirtektaverða nýung, en grein hans sýnir sannarlega eftirtektaverð- an vana sem tími er kominn til, að farið sje að hrófla við. Að hœla- og þá líka að lasta í blindni. Þetta er einkenni þjóðmálaskúma vorra, en ekkert sjerkennilegt fyrir Reykvíkinga, og hefði ritarinn því ekki átt aðauðkennasigsem Reykvík- ingur. Jeg skil ekki að maður þessi sje • Þórh. er ekki bóndi íBjarnarh,—Ritstj. s\o ólíkur öðrum mönnurn í eðli sínu að honum finnist að tilraunir þær sjeu lofsverðarsem meðalgreind- j ur maður sjer í hendi sjer að ekki geti heppnast. Jeg skil ekki að hann geti í alvöru hælt manni sem reyndi að lyfta 100 pd. sekk í ein- földum venjulegum tvinna. Það virðist svo sem Reykvíkingur hafi ekki kynt sjer málefni það sem hann skrifar um og trúir öllu sem j í Lögrjettu stendur og miklu meiru þó; því Lögrjetta segir ekkert um að hverju tilraun þessi mishepnaðist, 07 telur R. svotilraunina hafa hepp- nast ágætlega að öllu. Alstaðar er pólitík íspilinu. Ritstj. Vísis á ef til vill aðhafatekið grein um M. Óí. af því hann var sömu skoðunar í pólitík, og hafnað (?) grein um St. J. af því að hann var gagnstæðrar skoðunar. Þjóðmálaskúmarnir eru svo gegn- sýrðir af ofstæki að þeir sjá als- konar ófreskjur og drauga um há- bjartan dag og gott mál sem þeir kynnu að hafa með höndum nýtur sín ekki fyrir rangsýnum tilgátum og fullyrðingLim. Vera má að jeg sje af öðru »nóli- tísku sauðahúsi« en höf. þó ætla jeg ekki að láta hann kenna á Mjölni á þessum vígvelli. Pór. Athugasemd við ,,Leið- rjettingu“ í sfðasta blaði. Jeg vil hjermeð leyfa mjer að skýra frá þvf að þessi villa á verð- launaskránni er orðin til fyrir sjer- stakt atvik sem hvorki er mjer eða sýningarnefndinni beinlínis að kenna. Jeg afhenti ekki herfið á sýning- una fyrr en nokkrum dögum eft>r að hún var opnuð. Herfið var ný- málað og ekki fullþurt málið er jeg kom með það og vildi jeg því ekki troðast með það gegnum mann- þraungina sem var talsverð þann daginn, en jeg gat ekki fengið að koma því stystu leið uppá sýningar- herbergið af því að lykil vantaði, sem þar til heyrði. Jeg beið því þar til flestir voru farnir af sýning unni og þegar jeg Ioks hafði kom- ið því á sinn stað, voru starfsmenn sýningarinnar Kka komnir burtu svo jeg fjekk það ekki skrásett um leið. Sökum lasleika kom jeg ekki á sýninguna næstu daga, en þegar jeg svo kom þangað, sá jeg að á herf- ið var festur miði þar sem skýrt var rjett frá því að Guðmundur væri höfundur þess og að jeg hefði smíðað það og tók jeg þá við mót- tökuskýrteini sem stílað var á mitt nafn, en hugðist ekki þurfa neitt við það að athuga, úr því að herf- ið bar með sjer hverjum það til- lieyrði. Það hefði nú getað litið svo út, sem jeg hefði viljað dragi mjer heið- urinn af þessari uppgötvun Guð- munr.ar, en það var mjer mjög fjærri. Mjer er löngj orðið ljóst, að þeir menn hjer á landi sem með ærnum kostnaði og fyrirhöfn hafa reynt að koma á umbótum og ný- ungum um v;rkfæri, fá oftast lítið annað en heiðurinn fyrir ómak sitt, en það er einmitt í þessari grein, sem vjer erum einna mestir eftirbát- ar annara þjóða, því reynslan hefur sýnt að útlend verkfæri eiga hjer ekki alskostar við landsháttu og þurfa því marskonar breitingar eða jafnvel að byggjast á öðrum grund- vallaratriðum en áður eru þekt. Það er mín sannfæring að herfi Guðmundar sje ein af þeim nýung- um, sem bæti úr verulegri vöntun og sú besta úrlausn þess máls, sem enþá er kunn og hafa þó ýmsir áhugasamir menn á undan honum, brotið heilann um umbætur á þessu verkfæri herfinu. Það er líka komin töluverð reynsla fyrir því að nýbreitni sú er í herfi Guðm. er fólgin, er til mjög verulegra bóta.— Hann hefur áður látið búa til herfi af líkri gerð, sem hefur verið not- að til muna. Að endingu skal jeg geta þess að Guðmundur lagði áherslu á það, og vildi ekkert til spara, að þetta herfi yrði sönn fyrirmynd. Reykjavík 24\ ágúst 1911 Outtormur Jónsson. Gristihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Oaston. Þýdd úr Dönsku. Frh. Loksins kom svarið frá bróð- urnum, og sagði haun, að hann hefði strax grensiast eftir á öll- um þeim stöðum,sem hann vissi fyrir víst, að Markowna þurfti að koma við á, og það stóð heima, hann hafði komið við á þeirn öilum. Seinast spurðist til hans í litlu þorpi, sem Ubakav heitir. Þar hafði hann látið í Ijósi hve feg- inn hann væri því, að nú væri erindum sínum lokið þetta árið, og gæti hann því nú snúið heim á leið til St. Pjetursborgar. Bróðirinn sleppti viljandi að geta þess við systur sína, að maður hennar hefði ekki heimsótt hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.