Vísir - 13.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1911, Blaðsíða 2
V í S I R 48 nýkomið í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. í Reykjavík. á Hverfisgötu 12 — 7 herbergja íbúð. — 33 2 — — - Lindargötn 43 5 — í Hafnarfirði 2 þægilegar íbúðir í nýlegu húsi. Nánari upplýsingar gefa / G. Gísíason ð& Hay. Frá Sigiufirði. Síldarnáman á Siglufirðl hef- ur verið rekin af allmiklu kappi í sumar sem undanfarið og hafa út- lendingar átt í því mestan þáttinn eins og vant er. Annars er síldar fengurinn stopull gróði, því að í fyrsta lagi er síldarmarkaðurinn ekki neitt sjerlega stór og verðið þess- vegna afar óstöðugt og svo er í öðru lagi vandfarið með þessa vöru svo að hún sje vel útgengileg og skemmist ekki. Með síldarmatslög- unum átti að reyna að tryggja gæði vörunnar á markaðinum og var það gott spor og rjettmætt, en þar með myndaðist mikill úrgangur úr sfld- inni, sem kaupmenn urðu að hag- nýta sjer á annan hátt. Hafa því verið reknar fjórar verksmiðjur á Siglufirði í sumar til þess að vinna olíu af úrgangs síld, tvær á landi og tvær á skipum þar til gjörðum. Þegar búið er að ná olíunni úr síldinni, er hún pressuð í harðar kökur, sem síðan eru þurkaðar og malaðar í fóðurmjöl. Annar úr- gangur er notaður til áburðar og þó undarlegt megi viröast var skip fermt með þesskonar áburði og sent til Ameríku. — Af þessu sjá menn að ekkert af síidinni þarf að fara til spillis og slfk aðferð líklega nokkuð viss gróðavegur sje rjett á haldið. Þó munu þessar verkstöðvar á Siglufirði hafa tapað í sumar og er það kent ófullkomnum útbúnaði og vankunnáttu svona fyrst í stað, því að alt þarf að lærast. ísinn í vor tefti samgöngur og urðu stöðv- arnar því síðbúnar, en þúsundir tunna af síld fóru til spillis, úldnuðu og eitruðu loftið í firðinum. En líklega hefur þessi atvinnuvegur framtíð fyrir sjer og má segja að ekki vantar útvegina hjer á landi ef öðrum eins dugnaði væri til að dreifa. Vigfús Einarsson, sem hefur verið lögreglustjóri á Siglufirði, er kominn hingað fyrir nokkrum dög- um. Segir hann ófriðarsögurnar sem bárust þaðan að norðan nokkuð auknar. Einn Norðmannaslagur hafði cðið allskæður, en Iögum varð komið yfir verstu óaldarseggina og þeir sektaðir og bærðu ekki á sjer síðar. Það sem mjög veldur óreglunni þar nyrðra eru ólöglegu vínsölukrárnar, voru þær teknar fyrir og sektaðar um 1200 krónur sam- tals. Sömuleiðis sektaði Vigfús 5 síldveiðara fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, tók sjálfur einn, en fjekk uppgefin númer og nöfn á hinum. Fálkinn tók engan. Kom lítið á þær slóðir. Allskonar Blómlaukar bæði til að hafa úti og inni fást ávalt hjá MARÍO HANSEN, Lækjargötu 12. ---- Frh. Hver, sem gerist meðlimur fje- lagsins, verður að vinna þess dýran eið, að hlýða í blindni fyrirskipunum yfirmannanna og að halda öllum gerðum og fyrir- ætlunum fjelagsins leyndum. Sje sá eiður rofinn, erhegningin um- svifalaust dauðinn. Einnig verður hver sá karlmaður, sem ger- ist meðlimur, að heyja einvígi með hnífum við einhvern gamj- an fjelagsmann. Það eru ekki til Jaeir glæpir, sem fjelag þetta hefur ekki látið drýgja. Rán, morð og þjófnaður er alment. Einnig rekur fjelagið hina svívirðilegu sölu á kvenfólki — hvfta mansalið svonefnda — í stórum stíi, og eru það mest kvenmeðlimir fjelagsins, sem það starf hafa með höndum. Spila- víti víðsvegar um Ítalíu eru einnig eign Camorra fjelagsins. En al- gengast er þó að hræða peninga út úr fólki með hótunum: ýmist á þann hátt, að komast yfir leyndarmál og ógna þeim með að uppljóstra þeim, ef ekki er greidd tiltekin fjárupphæð fyrir þögnina. Eða þá hitt, að fje- lagið heimtar skatt af löghlýðnum borgurum fyrir það að þeir sjeu látnir í friði. Sje neiteð aðgreiða þennan skatt, er húsráðandanum gert illmögulegt að hafast við í húsi sínu: gluggar eru brotnir nótt eftir riótt, hurðir teknar frá húsinu og stundum jafnvel kveikt í. En aftur á móti sje þessi órjettláti skattur greiddur, þá er húsið látið óáreitb Lögreglan á Ítalíu hefur verið , magnlaus gegn glæpaseggjum þessum þar til fyrir skömmu síð- an, aðhennilókstað handsama37 af náungum þessum, en það var því að þakka, að einn af meðlimum Camorrafjelagsins sveik fjelaga sína í trygðum. f hópi þeirra sem handsamaðir voru, var prest- ur einn, Don Cira Vitozzi, og ein kona. En sá, sem ljótraði upp um fjelaga sína, heitir Abb. atemaggio. Niðurl. MagnúsSSgurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—-11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.