Vísir - 19.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 75 FUNDUR í fjelaginu »ALDAN« á morgun kl. 8 síðd. á Hótel ísland. Áríð- andi að allir mæti. fi % t • * 4. heldur D. Östlund í SÍLÓAM við Grundarstíg á hverju sunnudagskveldi kl. 6l/2, þangaðtil samkomuhúsið Betel verður notað. freklega hundrað veika og særða tyrkneska hermenn frá Yskub (borg norð vestur í landi þar sem Tyrkir hafa setulið til að jafna á Albönum.) En Yskub er mikið pestarbæli og þar höfðu þeir tekið veikindin. En þeir komu líka frá herför á hendur Albönum og þaðan báru þeir sárin. Það. var ríkinu dálítið kostnaðar- minna að láta þessa veslinga fara með skipinu, sem var þrjá daga á leiðinni, en með eimlest, sem var eitt dægur og því urðu þeir að taka sjóferðina. Af þessari þriggja daga viðkynn- ingu varð mjer einkar vel (il Tyrkja, þeir eru eina þjóðin við Miðjarðar- hafið, sem við Norðurlandabúar getum virt. Þeir eru hrausti, lcurt- eisir,fastlyndir,nægjusamir og hrein- | lyndir. Þeir geta raunar verið harð- i ir í horn að taka, en þar fylgir ekki lymska með. Þeir eru hinir bestu hermenn en handónýtir stjórn- arar. Til þess að Tyrki sje hamingju- samur þarf hann ekki nema tvent: kaffi og tóbak. Þegar jeg bauð Tyrkja vindlingaveski mitt tók hann einn vindling, lagði hendina á ennið og hneigði sig, en byði jeg Armeningi eða einhverjum öðr- um kristnum manni hið sama, tók hann 3—4 stykki og leit gráðugum augum til þess sem eftir var. Þessir vesalingar áttu illa æfi. Þeim var hrúgað saman ofan á framm og aftur lestar hlera, en segl voru breidd út frá lyftigöfflunum til þess að skýla fyrir sól á daginn og kulda á nóttunni. Margir þeirra gátu ekki staðið á fæturna; þeir láu á beru þilfarinu með lítinn púða undir höfðinu, kinnfiskasognir, með ákafa hitasótt, en þeir báru sig eins og hetjur og voru rólegir. Sjálfir urðu þeir að matreiða fyrir sig og fæðan var aðallega hart kex og grænmeti og svo vatn úr stryff- unni, sem gekk frá einum munni til annars. Kveld og morgna leit hjeraðslæknirinn til þeirra. Ein mat- skeið af laxerolíu og kínaskamtar voru meðul hans. Niðurl. G-istiMsið í skóginunL' ---- Frh. »Jeg er tekin upp á undarleg- um hætti«, sagði Irina, »og jeg er sjálf forviða á því. En það kem- ur margt fyrir, sem maður í fljótu bragði ekki getur gjört sjer grein fyrir. Þegar jeg ek um strætin er mjer ómögulegt annað en að stara framan í hvern ókunnugan mann, sem jeg mæti á leið minni og leita jegallsstaðar morðingjans. Jeg skal viðurkenna að þetta sje meinloka, ináske örvita mein- loka, en jeg get ekki við það ráðið*. Hjer þagnaði hún um stund. Belosoff virtist ekki álíta þetta neitt sjerlega undarlegt. »Þetta kemur oft fyrir,« sagði hann, »einkum fyrst f stað eftir svona voða viðburð. Lílct hefur komið fyrir mig fyrst eftir að jeg varð leynilögregluþjónn. Jafnvel í dag var ekki laust við að líkt væri ástatt fyrir mjer«. Hann þagnaði allt í einu. »í dag«, muldraði Irina. »Þetta kom einmitt fyrir migí dag. Þegar jeg ók eftir heytorginu þaut sleði fram hjá mjer. f sleðanum sat þrennþtveirkarlmenn og ein stúlka. Stúlkunni veitti jeg enga eftirtekt en eitt augnablik festi jeg sjónir á karlmönnunum. Annar þeirra var gamall maður fremur hrör- legur. Hann horfði fram fyrir sig nieð döpru augnaráði. Hinn var ungur maður eitthvað svo ískyggilegur útlits. Augu okkar mættust aðeins örlítinn hluta úr einni sekúndu. Jeg veit ekki hvort það hefur verið ofsjónir eða hvort það var svo í raun og veru, en mjer sýndist andlit hans afmyndast, eins og hann hefði sjeð eitthvað er olli honum skelf- ingar. En þetta skeði allt í einni svipan«. Belosoff varð náfölur meðan á þessari ræðu stóð. »Hvernig voru þessir menn búnir, náðuga frú?« Irina gaf honum stuttorða lýsingu á búningi þeirra. »Þetta er sjálfsagt heimskuleg meinloka, sem í rnjer er,« sagði hún. »Jeg mundi ekki heldur hafa minnst á þetta við nokkurn mann annan en yður, og jeg skal játa það hreinskilnislega fyrir yður, að jeg. þóttist alveg sannfærð um, að hafa þarna sjeð morðingja manns míns. Jeg fer sannarlega að verða hrædd um að jeg missi vitið, og ef við ekki fljótlega finnum lík mannsins míns, þá —---------- — —« Hún sneri sjer snöggiega að dyrunum og sagði í flýti: »Jeg vænti þess þá, að fá að sjá yður undir eins og þjer komið hingað aftur«. Belosoff fylgdi gesti sínum al- veg að sleðanum sem úti beið. »Nú leggur maður þá aftur af stað«, muldraði hann fyrir munni sjer. »Og nú skulum við sjá hvort nokkuð skár gengur í þettá skiftið. Það var undarlegt tilvik þetta mót frúarinnar og Litninoffs gamla og fjelaga hans«. Hann starði hugsandijfram fyrir sig augnablik, og yppti svo öxl- um. »Skapraunir æstrar konu eiga ekki að ákveða athafnir mínar. Örvæntingin hefur svift hana hinni glöggu dómgreind sinni. En það er engum vafa háð, að hún hefur mætt Sonju og böðlum hennar«. Þegar frú Belosoff kom inn og fór að spyrja hann út úr við- víkjandi gestinum, svaraði hann: »Það er hjer að ræða um við- skiftamálefni, sem neyðir mig til að takast ferð á hendur snemma í fyrramálið«. Hinni gömlu konu varð heldur en ekki hverft við að heyra þetta. »Jeg er hrædd um«, sagði hún »að hjer sje ekki alt með feldu. Oeturðu ekki borið traust til móður þinnar?« Hann tók um báðarhendurhenn- arogreyndiað gjöra hana rólega. »Heldurðu að jeg sje nokkurt barn, móðir mín? Ver þú alveg ókvíðin mín vegna. Jafnvel þó einhver háski yrði á vegi mínum, er jeg maður til að taka því«. Móðirin liorfði sorgbitin framan í son sinn. »Jeg veit ekki af hverju það er,« sagði hún, »en í seinni tíð hafa illir draumar ásótt mig, og eitthvað lagst í grun minn. Er mjer ekki hægt að fá þig til að vera kyi." heima?« Belosoff hristi höfuðið. »Það er ekki hægt«, sagði hann. »Jeg hef von um að geta int af hendi starf, sem aflar mjer stórra hagsmuna. En eftir að jeg kem heirn aftur, verðum við máske sam- an að staðaldri.« Morguninn eftir lagði hann af stað frá St. Pjetursborg. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.