Vísir - 05.01.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1912, Blaðsíða 2
V I S 1 K no...................... ....... Um metrakerfið. í 196. tölublaöi Vísis hefur ein- hver Á. fundið köllun hjá sjer til að mmnast á metrakerfisblað mitt. Jafnframt því, sem hann segir það laglega gert og að líkihdum ná- kvæmt, álítur hann það ekki auð- velt til afnota eöa glögt, og gefur í skyn að það sje ruglingslegt og flókið. Af því mjer skilst að hr. Á sje ekki nægiléga ljóst, hve yfir- gripsmikið efni blaðsins er og hve miklar kröfur megi gera til þess, leyfi jeg mjer að fara um þetta nokkrum orðum. Þegar jeg samdi samanburðar- leiðarvísi þennan, hafði jeg fyrir augum þessi atriði: 1. að sýna grundvöll kerfisins og alla byggingu þess frá róturp í sinni rjettu eðlilegu tugskiftingu. 2. grundvallar- eða frumstærðir þess með myndum, svoalmenningur, sem lítt þekkir eða gerir sjer hug- mynd um, við hvað stærðirnar eru miðaðar, geti haft sýnileg tákn fyrir augum og venjist smátt og smátt við að ganga út frá þeim. 3. Nákvæman samanburðarkvarða á hinu gamla og nýa máli, þar sem — helst — mætti finna allar stærðir beggja málanna samanborna—undir öllum kringumstæðum. Jeg fann fljótt við yfirvegun þess- ara atriða, að jeg var í talsverðum vanda staddur, hafði ekkert mjer til stuðnings og varð því að hugsa mjér alt frá rótum. Að fara töflu- eða talna-Veginn eingöngu var ókleift, ef fást ætti skýr, réglubundinn, full- nægjandi samanburður. Jeg fann því ekki annað ráð vænna, þarsem jeg hafði sett mjer það takmark, að allar tolur ættu að finnast, en búa til kvarða af öllum þeim margs- konartölum, er jeg áleit, að mestu varðaði og oftast eru um hönd hafðar, með hlaupandi tuga, hund- raða og þúsunda skiftíngu, er stæðu í rjettum hlutföllum hver til annars. Jeg fann reyndar, að með þessari aðferð fór jeg nokkuð annan veg en alment er þektur hjer á landi við útskýringu slíkra hluta, en mjer dylst ekki að allir, sem einhverja þekkingu hafá—og þaö eru margir nú á dögum—ef þeir vilja gera sjer lítilsháttar ómak, muni hafa fullnot kvaröans, og sem er aöalatriðið. Metrakerfiskvarðinn er einskonar orðabók, þar sem fletta má upp samanburði beggja málanna. En hann er líka meira: hann er sýni- legt hlutfallátákri sem verður hverj- um manni, sem notar hann, hug- myndaskýring*"á samanburði hins gamla og hins nýja máls.—Niðurl. Samúel Eggertsson. Smelíífm dómur. Mjer var sögð eftirfarandi skrítla í dag (á að vera sannur viðburður): Læknir ráðleggur veikri konu templ- ara nokkurs á Eskifirði, að útvega sjer 1 eða 2 flöskur af Portvíni til heilsubótar. Maðurinn fór á kreik og reynir um allan bæinn að útvega vínið, en fær ekki. Eitt af gufuskipum hins samein- aða gufuskipafjelags lá á höfninni; maðurinn fer þangað, sýnir brytan- um lyfjaseðil læknisins og biður hann í guðanna bænum aö hjáipa sjer. Brytinn sjer aumur á mann- inum og selur honum 1 flösku af Portvíni og fer maðurinn heim með hana, en bregður sjer jafnharðan til sýslumanns og kærir brytann fyrir óleyfilega vínsölu. Sýslumaður rann- sakar málið og kveður síðan upp dóm í því: Hann sýknar brytanm en sektar kæranda fyrir tollsvik. H. 4 Reinh. Andersson A klæðskeri T Horninu á Hótel Island. ^jl. flokksvinna. Sanngjarnt verð. Allur karlmannabúnaðurhinnbesti. % Altarisgangan. Um og eftir miðja öldina, sem leið, bjó norður í Þingeyarsýslu maður, sem nú er nýlátinn í hárri elli. Ekki þýðir að greina nafn hans, en saga þessi af honum er sönn. Hann var fátækur ómagamaður og lítt búinn að klæðum og öðru. Einu sinni sem oftar fór hann til kirkju og vildi vera til altaris, en vantaði jakka. Hann fór því til unglings á næsta bæ og fjekk jakka að láni. Sá drengur var grannur og ekki full þroska, en karlinn var hár maður og mikill í vexti. Þegar hann skilaði jakkanum á Ieið frá kirkju, spurði eigandinn hvernig karli hefði líkað jakkinn. »Nógu vel«, sagði karl, »en mjer lá við að bölva, þegar jeg kraup niður að grátunum, því þá kauraði í helvítinuc. SktWinifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ---- Frh. Lesarinn getur getið sjer til, hvað Walter var órótt morgunin eftir. Þegar tímar byrjuðu, tók herra Paton ekki strax eftir því, að púlt hans var brotið upp. Walter var svo órótt, að hann varla gat setið kyr. Paton fór, að hlýða piltunum yfir. Þegar kom að Tracy, kunni hann ekki og sagði Paton þó, að þetta væri nú í 5. sinn, sem hann ekkert kynni þessa vikuna, og yrði hann að taka refsingu fyrir. Hann tók lykilinn úr vasa sínum og stakk í skráargatið á púltinu. Allur bekkurinn stóð á öndinni, hvað nú yrði. Paton sá að púltið var brotið upp. »Hver hefur brotið púltið mitt upp.« Enginn svaraði Hann var mjög alvarlegur á svip og leitaði í púltinu að prótó- kollinum, en fann ekki. »Hvar er prótókollinn?* Ekkert svar. »Og hvarer« —nú leitaði hann með mikilli ákefð. »Og hvar er handrit mitt, sem lá hjá prótókollinum*— hann hvítnaði upp, »jeg vona og reiði mig á, að enginn ykkar sje svo vondur, að hann hafi eyðilagt handrit mitt.« Paton varð aumur í rómnum og röddin skalf.« Mjer er það mjög áríðandi, og ef ein- hver ykkar hefur tekið það og falið, þá verð jeg að fá það aftur.« Það var dauðaþögn. »Enn þá einusinni spyr jeg að því, hvar er prótókoliinn?« «Brendur,brendur,« var hvíslað. »Og handrit mitt,« sagði hann með kvíða í rómnum, »þið hafið víst ekki verið svo fljótfærir, svo ófyrirgefanlega hugsunarlausir, að—« Walter reis úr sæti, fölur sem nár og niðurlútur. »Jeg brendi það«, sagði hann ofurlágt og með skjálfta í rómnum. »Jeg heyri ekki, hvað þú segir, komdu nær«. »Jeg brendi það«, endurtók Walter. »Þú —brendir — það! hrópaði Paton og varð ákaflega

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.