Vísir - 26.01.1912, Blaðsíða 2
46
V J S I H
setuv a^av vYSc^Æw á ^otauv aUva matvtva
ód^vast o$ ajgveföw JÍJótast 03 áb^v^vst
^ma vjvwwu. ^atsvmv 33.
Björn Þorsteinsson.
En er nú sökin öll hjá karlmönnun-
um? Eru það þeir einir, sepi dæma
svona um störf kvenna? því fer
svo fjarri, það erum við sjálfar sem
margoft erum ómildustu dómararnir.
Ef kona lætur sín getið í opinber-
um máluin, hættir mörgum við að
kalla það frekju og telja það sprott-
ið af metorðagirnd ogöðrum eigin-
jöfnum livötum. Þetta kemur til
af því, að við finnum ekki til þeirrar
ábyrgðar, sem eðhlega fylgir rjettin-
um. Ef við fyndum til hennar,
mundum við ekki vera svo tregar
til að taka á okkur þær byrðar
sem rjettinum hljóta að fylgja.
Það er ekki nóg með það, við
misskiljum þær fáu konur, sem
finna til ábyrgðarinnar og þar af
leiðandi leggja fram krafta sína fyrir
bæar- eða sveitafjelagið sitt. Það
er ckkert annaö en eigingirnin, sem j
veldur því, að við sitjum og höld-
um að okkur höndum í stað þess,
að rjetta þær fram til hjálpar í þarfir
bæarfjelagsins. En þó við gefum
ekki kost á hjálp okkar, þá gjörum
að minsta kosti ekkert til þess að
draga þær konur niður, sem hafa
tekið þá ákvörðun að ganga í lið
með karlmönnunum til að ráða
fyrir bæarfjelaginu okkar. Hafi þær
þökk okkar allra fyrir það.
En með hverju geturn við sýnt
þeim, að við sjeum þeim þakklátar?
Með því að halda uppi hlífiskildi
fyrir þeim og láta ekki sannast á
okkur, að| »höggur sá, sem hlífa
skyldi«, og með því að kjósa þær
í bæarstjórnina á laugardaginn kemur.
Kona.
Til 4akkarans.«
Einhver,semnefnirsig »Wanderer*
(flakkari), er að skrifa um rakara-
búðir í Vísi 215. tbl. Jeg hef nú
litlu að svara höfundinum, en þó
vildi jeg láta hann vita, að hjá mjer
hafq pú í langan tíma fengist og
fást rakstrar með heitum dúkum.
Reyndar er jeg víst sá eini, sem hef
það hjer, en jeg tek meira fyrir þess-
konar rakstra, af því að það þarf
tvo dúka og svo meiri fyrirhöfn.
Svo snýjeg mjer að öðru: Hann
talar um, að við ættum annað hvort
að hætta að klippa á laugardögum,
eða selja það dýrara. Hið síðar
nefnda mundi jeg kanske fást til að
gera, en að klippa alls ekki, það
getur ekki átt sjer staö. Við getum
ajveg eins lokað. Við skulum hugsa
okkur eitt dæmi: Það kemur prestur
tíl bæarins á laugardegi með hár
niður á herðar og þarf náttúrlega
að fá sig klipptan, ætlar kannske að
vera við prestvígslu á sunnudaginn
eða fara í veislu; hann á ekki að
fá sig afgreiddan, þrátt fyrir það,
þó rakarabúðir sjeu opnar. Það
getur staðið svo á, fyrir ferðamönn-
um, að þeir þurfi endilega að fá
sig klippta, og að neita því væri
óliðlega að farið.
Mjer er, sem jeg sjái þennan
að »vandra« um í langan tíma,
kanske óklipptur, en hittist svo á,
i að það er Iaugardagur, þegar hon-
| um dettur í hug að láta klippa sig,
en verður svo að ganga með allan
lubbann fram yfir sunnudag. Ætli
•það þykknaði ekki í honum til rak-
aranna?
Nei, það lítur ekki ut fyrir, að
hann hafi flakkað víða, úr því að
hann hefur ekki rekið sig á það,
að þetta getur ekki átt sjer stað.
Slíkt er þröngsýni og mundi
mælast illa fyrir.
Með bestu kveðju til flakkarans,
Eyólfur Jónsson
frá Herru.
Höfuðlags-
fræðingurinn
og
hinn dularfulli betrunarhúss-
fangi.
Höfuðlagsfræði er nú á tímuin
stunduð af kappi miklu og þykiast
menn nú geta sagt með nálega
fullri vissu um lunderni manna eftir
höfuðlagi þeirra.
Einn hinna fremstu manna í
þessari grein heitir Sten Frödin
sænskur maður.
Nokkru fyrir jól í veturvarhann
staddur í Kristjaníu og kom hann
þá í hegningarhúsið til þess að fá
að sjá fangana. Hann hitti þar
gæslumanninn, sem sagði honum
að fa^ gavörðurinn væri þar ekki
þá og að ekki mætti að jafnaði
hleypa .nönnum inn til fanganna
nema liann væri viðstaddur. Þó
vildi gæslumaðurinn, þar sem slík-
ur rnaður ætti í hlut, leyfa honum
að koma inn til eins fangans.
Frödin var nú hleypt inn í klefa
til fanga eins. .
— Því eruö þjer hjer? spurði
Frödin.
— Ó, það er að kenna ilhnensku
minni, svaraði fanginn.
Höfuðlagsfræðingurinn fórnú að
rannsaka fangann, en gatekki fund-
ið nein glæpamanns einkenni á
honum.
— Það hefur varla verið stór-
vægilegur glæpur, sem þjer hafið
drýgt, sagði hann loks, jeg get, í
hreinskilni sagt, ekki fu.idið neitt.
Fanginn fullyrti að ekki væri
hann þarna sjer til skemtunar. En
ný rannsókn gaf ekki hinar eftir-
sóktu upplýsingar. Aftur á móti
fann Frödin ýmsa aðra eiginlegleika
og skapemkenni sem liann sagði
fanganum frá og hann hlustaði á
með undrun, því það kom alveg
heim.
En höfuðlagsfræðinginum þótti
skömm að því að hafa ekki fund-
ið glæpamannseinkennin og fór
burtu niðurlútur og f slæmu skapi.
Daginn eftir kom lausnin. Frödin
fjekk þá mjög elskulegt brjef frá
Thrap fangaverði, þar sem hann
bað hann að fyrirgefa sjer dálítið
gaman sem hann hefði leyft sjer
að gera gagnvart hinum fræga höf-
uðlagsfræðingi. Það var sem sje
fangavörðurinn sjálfur seni Frödin
hafði rannsakað. Fangavöröuriun
hafði Iátið gæslumanninu loka sig
inni í fangaklefa til þess að reyna
skarpskygni vísindamannsins. Um
leið var Frödin boðið að koma
aftur til fangelsisins og rannsaka
hina reglulegu fanga.