Vísir - 07.03.1912, Síða 1

Vísir - 07.03.1912, Síða 1
Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- 25 blöðin frá 15. feb. kosta:Áskrifst.50a. Afgr.ísuðurendaáHotellsland l-3og5-7 Þriðjud., núðvikud.,umtud. og föstud. Send út um landóO au.—Einst. blöð 3 a. Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Kvenrjeiimdakonur á Englandi Fimtud. 7. mars 1912. Sól í hádegisstað kl. 12,39' Háflóð 7,5ó' árd. og kl. 8,16' síðd. Háfjara um 6 t. 12 mín. síðar. Á morgun: Ingólfur fer til Garðs. Kjósarpóstur kemur. 1 Ur bænum Úr dagbók bankamálsins. Á þriðjudagskveldið seint var haldinn fundur í íslandsbanka. Þar voru þeir saman komnir til ráðagerða: Hannes Hafstein, Schou, Halldór Daníelsson, Klemens landritari, Krist- ján Jónsson, Jón Ólafsson og Jón Laxdal. Hefur bæarmönnum orðið tíðrætt um þennan fund, en ekki er kunnugt, livað þar liefur verið álykt- að og engir atburðir gerst síðan, er upplýsi það. P. Jarðarför Sigríðar Melsted, dóttur Páls Melsteds sögukennara, fer fram hjer í bænum í dag. Hún andaðist á heimili sínu Hæli í Eystrihrepp. Póstflutningur. Samningar hafa komist á milli stjórnarinnar og Thore- fjelagsins um póstflutning. Skip fjelagsins flytja eftirleiðis allskonar póst sem áður gegn fastákveðnu árgjaldi. Einar Jochumson trúboði kom á mánudagskveldið hingað til bæar- ins með Ingólfi. Hann hefur nú alllengi ferðast um Vestfirði og Dali og lætur hið besta af ferðinni. Hann er nú fjörugri en nokkru sinni fyrr og hyggur að láta skríða til skara milli sín og presta, og er nýtt »Ljós« í undirbúningi hjá honurn. Nýan Messías telur hann sig og segir að pólitík landsins sje guðlaus og verði að endurfæðast. Reinh. Andersson klæöskcri Horninu á Elótei ísland. l.flokksvinna. Sanngjarnt verð Allur karlmannabúnaðurhinn besti uUöudum. IV8 r. Roosevelt hefurlýstþví yfir í ræðu nýlega að hann muni gefa kost á sjer við forsetakosning- arnar á komanda hausti. Hefir yfir- lýsing þessi vakið stórmikla athygli og umtal vestanhafs. Roosevelt kveðst munu taka upp aftur baráttuna við auðfjelög og fjárdráttarmenn ríkisins. Armauer Hansen, norsk- ur Iæknir, sem fann holdveikisger- ilinn (leprabacilla) 1881, ljest að- faranótt 13. f. m. Hann var fæddur í Björgvin 1841. Frægur vísindamaður, vitur og vel reyndur í hvívetna. f Mexiko er enn ófriðlegt; hefur Orozco herforingi rofið trygð við Madero og hafið uppreisn. Mest kveður að róstum þar í landi; er heitir Chihuahua. ViII Orozco að landshluti þessi brjótist úr tengsl- um við Mexiko og taki sig að for- seta. Hefur hann dregið saman mikinn her til framkvæmdar fyrir- ætlan sinni og er landslýður sagð- ur á hans bandi. — Bandaríkja- menn senda stórskotalið á landa- mærin. Mc. Namaramálið. Þess er enn getið, að stjórnin hafi ný- Iega látið hneppa í varðhald um 30 i verkmannaforingja víðsvegar um Bandaríkin sakir grunsemdar í vit- orði með glæpaverkum Mc. Na- mara-bræðra. Er sagt, að aldrei hafi jafn-víðtækt glæpamál komið fyíir þar í landi. Forngripir. Nýlega hafa fund- ist 27 steinhnífar í jörð á eynni Körmt á Hörðalandi í Noregi. Vopnin eru úr tinnu og mjög hag- lega slípt. Þau eru talin 4000 ára gömul. Veiðar í Lófói hafa ekki verið jafngóðar í 15 ár sem viku- tíma um fyrri mánaðamót. Þáreru þar til fiskjar 2118 bátar og aflinn um vikuna 236 þúsund fiskar. fara enn fram með miklum ofstopa. Hjer í vetur brutu þær rúður í flestum húsum á Strönd (Strand) í Lundúnum. Nýlega heimsóttu þær margar saman Ask-við (As- quith) stjórnarforseta og heimtuðu af honum kosningarrjett. Askviður tók lítt á kröfunum og ætluðu þær þá af göflunum að ganga, slitu og bitu, börðu og lömdu, uns lög- reglan skarst í leikinn og bjargaði honum úr þessuni vargaklóm. Pappír úr bambusreyr. í Vesturheimi ganga skógar óðum til þurðar, því að slík ógrynni eru notuð af við til pappírsgerðar. Nú hafa gróðafjelög í Bandaríkjunum keypt víðlendur niiklar í Porto Rico og Panama og ætla að rsekta þar bambusreyr til pappírs- gerðar. Bambusinn vex mjög fljótt og er ágætur í pappír. Er slíkur pappír hvorttveggja, ódýrari en ann- ar pappír og miklu seigari og end- ingarbetri. — Bambusreyrinn vex 10—12 stikur á þrem árum. Flugvjelar til hernaðar. Svo mikið kapp leggja Frakkar á það, að koma sjer upp flugvjelum til notkunar í hernaði, að Millerand hermálaráðgjafi þcirn hefur sagt, að þeir mundu hafa á takteinum 344 slíkar flugvjelar um næstu árs- lok. Verða settar 30 flugvjelastöðv- ar víðsvegar á Frakklandi þetta ár þar sem vígflugur þessar verða geymdar. Einnig er viðbúnaður til þess að hafa flugvjelar á flotanum. Arizona var tekin upp í tölu Bandaríkjanna í Vesturheimi 14. f. m. Eru ríkin þá alls 48 og jafn- margar stjörnurnar ísambandsmeik- inu. Leiðinda-prentvillur voru í »Vísi« í gær og vil jeg leiðrjetta þessar í frjettum frá útlöndum: »Qonraud« átti að vera Gouraud, »Jaeques« »Lebandy« átti að vera Jacques Lebaudy. Fregnriti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.