Vísir - 08.04.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1912, Blaðsíða 2
50 V í S I R Trjesmíða - verksmiðjan á Laufásveg 2 selur afar ódýrt: Hurðir, Giugga allskonar, Gerekti og Lista. Ýmiskortar piankar og borðviður svenskur (þurr og geymdur í þurkhúsi),alt fura. MJGG LAGT VERÐ. Ennfremur eru ávait fyrirliggjandi íUbúnar Líkkistur og Líkklæði, af öllum gerðum og stærðum. Afar fjölbreytt úrval af Rammalistum og Mynd- um. Öli vinma, er að trjesmíði lýtur, fljótt og vel af hendi leyst. Menn utan Reykjavíkur þurfa ekki annað en sfma tii verksmiðjunnar, ef þeir þurfa á einhverju að halda, sem verksmiðjan getur iátið í tje. r Uíanáskrift: Eyv. Arnason P. O Box 65. Talsími 44. Reykjavík. Legsteina, Leiðisgrindur, Hurðarhúna, Ofna og Eldavjeiar útvegar best og ódýrast r Eyv. Arnason. Heimssýning i San Francisco 1915. Hingað (il hefnr verið gert ráð fyrir því, að Panamaskurðurinn verði fullgerður 1. jan. .1915. í sam- bandi við þann stórmikla viðburö eru Bandaríkjanienn að efna til stór- kostlegrar alheimssýningar í San Francísco í Kaliforníu það ár. Taft*forseti hefur sent auglýsing um allan heim, og býður þjóðun- um hlutdeild í sýningunni. Þar á fyrst og fremst að sýna alt það, er merkilegast þykir í Kyrrahafslönd- unum og jafnframt allar framfarir heimsins í vísindum, listum og verknaði. Víðbúnaður er þegar hafinn. Áætlanir gerðar um það, hversu sýningunni skuli hagað í höfuðatriðnm og stór flænii ákveðin til sýningarstæðis í þeim hlutum borgarinnar, sem frægastir eru sakir fegurðar sinnar. Um þess- ar mundir eru teknar 10 þúsundir manna til vinnu við undirbúning sýningarinnar og síðar verður fleir- um bætt við. Má nærri geta, að það er ekki sináræðis-verk, sem sá manngrúi fær afkastað á þremur árum. Stórfengileg mannvirki. Lincoln Park heitir sá hluti sýningarsvæðisins, er hæst ber og er þaðan víðsýni mikið yfir borg- ina cg landið umhverfis, svo og langt á haf út. Efst á þeirri hæð á að reisa turu afarháan, nokkurs- konar hafnarmark til þess að fagna skipum, er af hafi koma. Turninn verður 850 feta hár og gert ráð fyrir, að hann kosti eina miljón d o 11 a i a. Ooldin Gate Park er ví> lendastur ogt.lkomumesturhluti sýn- ingarsvæðisins, sannkallaðir »Glæsi- vellir*. Þar verður reist- marmara- liöll geysistór undir frægustu mál- verk víðsvegar að. Þar verður og völlur rennisljettur ætlaður til leika og bogadregin setberg umhverfis á þrjá vegu, steypt úr grjó;i. Er liver bekkjahringur því hærri, sem hann stendúr, utarsvo að hinir fremri áhorfendur feli ekki sýn þeini er fjær sitja. Taka setberg þessi 75 þúsundir manna. Hjer verða sýndir jurtagaröar og aldinreitir frájapan, Kína og Hawai- eyum, þar á meðal »fljótandi ald- ingarðar* stærri og fjölskrúðugri en hingað til hafa sjest í Vestur- 1 heimi. 80 miljónir dolíara er búist við að kostnaðurinn verði við undirbúning sýningarinnar. Þar af hefur Kahforníu-ríkið veitt 20 miljónir. Aðrar 20 milj. hafa ein- stakir menn og einstakar stofnanir í Kaliforníu heitið að láta af hendi rakna. Stórkostleg flotasýning. Þegar sýningarhátíðin verður srtt, er gert ráð fyrir, að þangað verði kominn sægur af herskipum ýmissa þjóða auk nokkurs hluta Banda- ríkjaflotans. Floti þessi kemur sam- an þar sem heitir Hampton Roads og verður hinn mikilfenglegasti, er sjest hefur nokkru sinni á einum stað. Er gert ráð fyrir, að þar verði á annað hundrað stórskipa, auk flotadeildar Bandamauna. Síðan fer allur flotinn ti! Panama-eiðsins og kemur aftur eftir hálfsmánaðar- tíma til San Francisco. Meðal annara merkilegra athafna verða sýndar kappsíglingar, kapp- akstur bifreiða og flug. Keppend- ur verða þar hinir frægustu afreks- menn úr öllum heimi. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsmiðja. Siyiiing ieiðar. Þegar Pa- | namaskurðuriim verður fær styttir | hann leið skipa, s^m ella þuría suður j fyrir meginland Vesturheims, um þær vegalengdir, er hjer greinir: Milii Norðurálfu og San Francisco sparast 6200 enskar mílur, til Val- paraiso 2100 mílur; milli Englands og Nýa Sjálands sparast 1600 mílur og til Ástralíu 800 tm'lur. Milli New York og Shaughai í Kína sparast 1400 mílur; milli Montreal og Sydney í Ástralíu 2740 mílur og milli New York og hafna í Ástral-Asíu um 2400 mílur. Skotinn á flugi. Capt. Monte, flugmaður í liði ítala, er hinn fyrsti, sem skotinn hefur verið á flugi. Hann flaug hjer á dögun- um á njósn inn yfir eyðiniönkma í nánd við Tobruck í Kyrenaika (í Afríku). Bar hann þá yfir flokk Araba, er þar höfðust við og ljet falla niður sprengikúlur. Arabar skutu á móti og hittu þrjár byssu- kúlur vjelina, en hin fjórða kom í flugmanninn og veitti honum mikið sár. Þó komst hann undan til landa sinna og var margs vísari úr förinni. — Er nú talað um, að hafa kúlna- hlíf á vígflugum, til þessað vernda flugmenn. Japanar hafa nýlega fundið upp brynju, sem byssukúlur orka ekki á og telja sumir þær hentugar flugmönnum í hernaði. k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.