Vísir - 21.05.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 21.05.1912, Blaðsíða 4
78 V I S 1 k væri sá, er fyrstur bygði í Dal, heygður þar í Kambiuum, eu borið hafa þó aðrir á móti því og fært það sem rök fyrir máli sínu, að berg væri í kambinum jafnt undir steinhrúgunni sem annarstaðar svo ómögulegt væri að grafa í hann. En hvort sem þar er fornmanna- dis eða ekki, þá hafa lengi verið þau ummæli á hrúgunni, aðefhenniværi raskað í nokkru, mundi einhver und- ur ske, svosem kirkjan í Dal sökkva, bærinn brenna.fjenaðurinn farast eð- ru eitthvert annað stórtjón verða þar ástaðnum eða annarstaðar ísókninni» og haföi því ávalt verið forðast að snerta við disinni, svo engir gátu með vissu sagt, hvort grafið hefði verið þar í Kambinn eða ekki. Efst í brekkunni sátu þrír menn og ræddust við. Það var hann Sveinn á Tindum og tveiraðrir kunningjar hans, og heyrðu þeirsem neðarsátu í túninu, að ávait hafði Sveinn orðið og hlóu hinir dátt að, svo það hlaut að vera eitthvað skemtilegt.sem mað- urinn sagði frá. »Við skulum fara upp í brekkuna til þeirra,« sagði einn af piltunum, sem var í einum hópnum neðar í túninu, »ogheyra hvað þeirmasa.* »Já það skulum við gera,« svör- uðu hinir og fóru þeir svo saman uppí brekkuna til Sveins. — »Við ætlum snöggvast upp í brekku; það er verið að segja þar frá einhverju ákaflega skrítnu, því allir karlmennirnireru komnirþangað Viljið þið ekki koma líka, — en nú verðum við að flýta okkur. —« »Það stendur ekki á okkur« svör- uöu konurnar; — og svo slóust þær í ferð með stúlkunum og hlupu eins og fætur toguðu austur stjettina upp með grashorr.inu, norður tún og upp í brekku til piltanna og var hvinurinn, stunurnar, pilsaþyturinn og stígvjelamarrið svo mikið, að karlmennirnir mundu hafa mistallan hug og tekið á rás eitthvað í burtu ef gauragangur þessi hefði stafað frá öðrum verum en kvenfólkinu. Allir litu upp og ungu piltarnir stokkroðnuðu, en ræðumaður misti orðið í miðri setningu. »Hver þremillinn gengur á?« hrópaðihann. »Hefur nokkur hreift við disinni? — Er kamburinn að hrynja niður?« »Nei«, svöruðu piltarnir; »það er bara kvenfólkið okkar, sem er að koma að hlusta á, en kamb- urinn stendur grafkyr og haggast ekki, og haltu nú áfram að segja frá.« Frh. Eaddir aimennings Þjóðarsorg, Það er kunnugt að Friðrik kon- ungur VIII. er dáinn, enda hafa höfuðstaðarbúar táknað sorg sína í tilefni af fráfalli konungsins með því, að láta fána blakta í hálfu trje, og enn fremur hefur dórnkirkju- hringjarinn orðið að þreyta sig við klukknastrenginn 2 tíma á dag. Þessi klukknahringing hefur verið alt annaö en viðkunnanlcg, en jeg býst við að hún sje surnum háhelg og hjartfólgin og vil jeg því ekki fara um hana óvirðulegum orðum. Um fánana er öðru máli að gegna. Það gefur altaf efni til alvarlegra hugsana, að sjá þá blakta í hálfu trje. Þjóðfáni er ímynd þjóðlífsins, sameining einstaklinganna. í hon- um er samanrunnin framsóknarþrá- in, vonirnar, sorgin og gleðin hjá hverri þjóð. — Það er því sorg- legt að vjer íslendingar skulum eigi alment nota vorn eigin fána, og fá hann viðurkendan. Og þótt danski fáninn, sem not- aður er hjer, sje óneitanlega falleg- ur, þá er þó íslenski fáninn ennþá fegurri, og litir hans falla í hið besta samræmi við náttúru lands vors. — — Það sem af er þessu ári, hefur verið tíðindaríkt í útheiminum og einnig hjer hjá oss íslendingum. — Jarðskjálftar hafa gertskaða. — Vjer höfum mist konung, sem mun hafa verið ágætismaður, — og það sem átakanlegast er, vjer höfum á liðn- um vetri mist marga góða og nýta menn í hafið. En það er venju- lega ekki verið að tala um sjerstaka þjóðarsorg, þótt nokkrir tugir sjó- manna leggist á mararbotninn. Að minsta kosti er þá ekki hafist handa til að halda neina sorgarathöfn. Ekki er þá heldur þotið í kirkju- klukkurnar. Þegar jeg sá hjer um daginn allar veifur dregnar í hálfa stöng fyrir láti Friðriks VIII. Dana konungs, þá kom mjer í hug, hvort eigi hefði eins mátt draga fána í hálft trje, þegar frjettist um alt hið gífur- lega manntjón er sjórinn bakaöi oss í vetur. Nei, þá voru engin sorgarmerki sýnd. Það voru eigi lát neinna þjóðhöfðingja, er oss bár- ust þá að eyrum, pg sorgin náði svo stutt, — svo afar stutt, aðeins inn í nokkur fátækleg hús, — inn að hjörtum ekkna með munaðar- laus börn í kjöltu. — R.vk 19. maí 1912. P. P. Til maíloka eða Iengur, tek ieg engar aðgerðir, þar eð margt nýtt liggur fyrir að smíða, þar meðal nokkrir gullhringir — þeir ganga jafnan fyrir öðru. Rvk, Laugaveg 5, 18. maí 1912. Virðingarfylst Björn Árnason. — ....... ■' A T V I N N A Atvinna óskast. Verslunarmaður, sem er vanur allri bókfærslu og öðfum störfum, sem lúta að verslun—- hvort heldur innan- eða útanbúður — óskar at- vinnu nú þegar. Kaup eftir samkomulagi. Ritstjóri þessa blaðs vísar á. Unglingsstúlka óskast frá 1. júni í gott hús í miöbænum. Afgr. vísar á. Þjónustu geta nokkrir karlmenn fengið á Laufásveg 27. Maður vanur skrifstofustörfum óskar eftir atvinnu við skriftir. Rit- stjóri vísar á. Stór röskur drengur getur þegar fengið atvinnu í Konfekt- búðinni, Austurstr. 17. vantar á Hotel fsland. Hátt kaup. TAPAD- FUNDIÐ Sprotabelti, gylt, tapað ágötum bæjarins á sunnudaginn. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því á saumastofuna í Veltusundi 3 gegn fundarlaunum. Víravirkisbelti fundið í Kirkjustr. Afh. gegn sanngjörnum fundarlunum á Laugaveg 16. Útsæðiskartöflur til sölu. Grettisg. 51. Hænur sem vilja liggja á keyptar í Hofi. Gulrófufræ fæst á Skólavörðu- stíg 8. Barnavagn ágætur til sölu nú þegar. Upplýsingar á Njálsgötu 26 Útgefandi Einar Gunnarsson,cand. phil. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.