Vísir - 11.07.1912, Síða 1
342
NærfÖt*
best og ódýrust í
ÖRUHÚSINU
Austurstræti 10.
Föt og Fataefni s”aá«?Írumes°tI
úrval. Föt saumuð og afgreidd á_ 12-14 tímum,
Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Siml 142.
Kemur veniulegaút kl. 12alla virkadaga. j 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50a.
Afgr.í suðurenda á Hótel lsl. 1172-3og5-7 Send út um latidóO au. — Einst. blöð 3 a.
Fimtud. II. júlí 1912.
Háflóð kl. 2,24‘ árd. og kl. 2,49 síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar.
Afmœli.
Porleifur Þorleifsson Ijósmyndari.
Á morgun:
Póstar.
Kong Helgi kemur frá útlöndum.
Póstvagn kemur frá Ægissíðu.
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
uður hans hefur þannig skilið sig
frá sambandinu, viljum vjer leggja í
áherslu á það, að nú kemur hann
einungis fram sem fulltrúi síns eigin
safnaðar, en ekki aðventistafjelagsins.
Einnig viljum vjer vekja athygli
manna á því, að hann hefur ekki
verið fulltrúi vor síðan í júlí 1909,
Oss langar ekki að eiga í deilum
hvorki við hr. Östlnud eða söfnuð
Veðrátta í dag.
Loftvog r '< 6 a u. s: "O > ÖJ5 cS t: X >o <v >
Rvík. 731,3 10,3 N 8 Alskk.
ísaf. Bl.ós 739,4 4,8 NA 10 Regn
Akureyri 733,7 9,0 NNV 1 Regn
Grímsst. 700,0 10,3 SA 6 Skýað
Seyðisf. 735,2 13,5 s 5 Regn
Þórshöfn 749,9 11,6 SSV 6 Móða
Vestm.e. 732,7 9,6 0 Alsk.
Skýríngat.
N—norð-eða norðan, A —aust-eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—logn,l—andvari,2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpur vindur,8—
hvassviðri,9—stormur,l 0—rok, 11 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
fdlrlíictnrnar viðurkendu, ódvru.fást
uinKlolUI llul ávalt tilbúnar á Hverfis-
ötu gó.—Sínii 93.—HELOl og EINAR,
Á R S H ÁT\Ð
Hjálpræðishersins
Fagnaðarsamkoma
í kvöld kl. 8V,.
Aðveníistar
f Reykjavík.
Vegna blaðagreina þeirra, er hr.
David Östlund hefur ritað um oss
og fulltrúa vorn hjer á íslandi í ís-
lensk blöð, finst oss það nauðsyn-
legt sannleikans vegna, að gefa
nokkrar upplýsinga, þessu viðvíkj-
andi.
Af þessum blaðagreinum hr. Öst-
lunds verður ekki annað skilið, en
að söfnuður s. d. aðventista í Reyka-
vík tilheyri honum, og að brot af
söfnuðinum hafi svo gert uppþot
og sett sig upp á móti honum. En
þessu er ekki þannig varið. Fjelag
s. d. aðventista í útlöndum hefur
launað starfsmenn sína á íslandi og
stutt trúboðsstarfið í það heila tekið,
og það var því sjálfsagður hlutur,
að söfnuður Reykjavíkur væri sem
einn liður í Norðurlanda-samband-
inu. Þetta hefur söfnuðurinn einn-
ig altaf viðurkent, þangað til fyrir
skömmu, að hr. Östlund og fylgis-
menn hans byrjuðu að kalla sig
»Östlunds söfnuð*. Auðvitað er
hr. Östlund sjálfráður að því, þó
að hann safni fylgismönnunr sfnum
kringuin sig og álíti þá sem sinn
söfnuð, og einnig er honum það
því heimilt að nefna þá »fyrsta söfn-
uð< s. d. aðventista í Reykjavík.
Meö því að hr. Östlund og söfn-
hans; en þær hindranir, sem hafa
verið lagðar fyrir oss, svo vjer ekki
gætum fengið vorn núverandi for-
stöðumann og fulltrúa hjer, hr. Olaf
J. Olsen, viðurkendan af stjórnar-
ráði íslands, neyddu oss til að gefs
þær upplýsingar, sem vjer annars
mundum ekki hafa komið með hjer.
Og Östlund má kenna sjálfum sjer
um, að vjer urðum neyddir til að
gera þetta. Annars virðist orðatil-
tæki hr. Östlunds um að »brot« af
söfnuði hans hafi yfirgefið hann.
óneitanlega nokkuð undarlegt, á
meðan að meir en helmingur af
meðlimunum á íslandi tilheyrir söfn-
uði s. d. aðventista-sambandsins.
Það er rjett, að hr. Östlund bygði
»Betel« árið 1905, en það er ekki
satt að aðventistarnir ytra vildu ná
eignarhaldi á þessu húsi. Árið 1906
mæltist hr. Östlund þar á móti til
þess, að vjer keyptum húsið af hon-
um. Vjer uppfyltum ósk hans og
borguðum íionum þá upphæð, er
hann sjálfur krafðist. Þar að auki,
eins og afsalsbrjefið frá 24. júlí 1906
Ijóslega sýnir, tókum vjer að oss
» veðdeildarskuld þá, er hvíldi á hús-
inu, kr. 3000«. Vjer getum þessa
vegna þess, að hr. Östlund í upp-
lýsingum sínum vill láta þetta lfta
öðruvísi út. Að vjer þar á móti
höfum samið við söfnuðinn um, að
hann í stað þess að borga Ieiguna
fyrir afnot hússins beina leið til vor,
borgi rentur og afborgun af þessari
veðdeildarskuld í Landsbankann hjer,
meðan söfnuðurinn notar húsið, er
alt annað mál. Því til sönnunar
að það erum vjer, en ekki söfnuð-
urinn, sem höfum tekið að oss veð-
deildarskuld þessara 3000 kr., vilj-
um vjer geta þess, að síðan Betel
brann í byrjun ársins 1910, hefur
Norðurlandasamband s. d. aðvent-
•sta altaf borgað rentur og afborg-
ur> í bankann án þess að krefjast
nokkurs tillags af söfnuðinum. Söfn-
uður Östlunds borgar auðvitað ekki
nokkurn eyri fyrír húsið eða til þess.
Nú höfum vjer bygt nýtt og betra
hús fyrir söfnuð vorn; og þar sem
að hr. Östlund á að hafa látið það
í ljósi við fólk hjer í bænum, að
hann geti tekið það frá oss, þurf-
um vjer ekki annað en benda á af-
salsbrjefið, er svo greinilega sýnir,
að »Betel« með lóð, alt múr- og
naglfast ásamt öllu innanhúss« til-
heyri oss. í rauninni virðist það
mjög undarlegt að hr. Östlund virki-
lega skuli vilja láta það líta þannig
út, að liann hafi liðið fjárhagslegan
Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju-
lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—S.
Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyrir birtingu
skaða vor vegna, og ekki síst [jegar
litið er á það, að hann skuldar
sambandinu fleiri þúsundir króna.
Hr. Östlund hlýtur eánnig stundum ;
síðan þessi ágreiningur byrjaði að
hafa haft aðra skoðun með tilliti til
þessa, að minsta kosti virðast orðin
í brjefi hans, er hann ritaði til vor
árið 1909, að bera vott um það.
Þá vorum vjer nýbúnir að hjálpa
honum frá mjög hörmulegu ástandi,
er hann sjálfur persónulega hafði
komist í, algerlega án vorrar vit-
undar og mikið á móti vilja vorum.
í nefndu brjefi, sem er skrifað í
Detroit í Ameríku 22. sept. 1909,
segir hann: »Þó er jeg ykkur svo
innilega þakklátur fyrir það, sem
3ið hafið gert fyrir mig viðvíkjandi
X. Það er meira en jeg gat von-
ast eftir. Meðan jeg lifi skal jeg
ekki gleyma þeirri skuldabyröi, er
á mjer hvílir«.
Þegar hr. Östlund fullyrðir, að
hann hafi sannað, að »Frækorn«
hafi verið hans, og þetta »með
brjefi frá sjálfum yfirmanni s. d.
aðventista á Norðurlöndum, J. C.
Raft«, og þegar hr. Östlund enn-
fremur fullyrðir, að »Frækorn« »eru
og hafa altaf verið« hans »óháð
eign«, þá gerir hann sig sekan í
opinberri rangfærslu á því sem satt
er. Þetta hlýtur að verða augljóst
sjerhverjum, sem er óhlutdrægur,
þegar vjer getum þess, að áður-
nefnt brjef er skrifað á því tíma-
bili, sem hr. Östlund gaf blaðið út
á sinn eigin kostnað. Frá júlí 1904
þangað til júlí 1909 kostaði sam-
bandið útgáfu blaðsins »Frækorn«
í þeim skilningi að það væri vor
rjetta eign. Brjef formannsins, sem
hr. Östlund notar sem sönnun, er
skrifað 30. júlí 1910, nefnilega eftir
það að vjer höfðum hætt að gefa
blaðið út. Hvernig hr. Östlund fer
að því að sanna sitt mál, verður
enn augljósara, þegar vjer tilfærnm
hans eigin orð úr brjefi. er hann
skrifaði oss 2. febr. 1910; þar segir
hann meðal annars: »Jeg held á-
fram með »Frækorn« á eigin kostn-
að«. Hjer um bil sex mánuðum
síðar þá nefnir formaður í hinu
áðurnefnda brjefi »Frækorn« sem
hr. Östlunds blað (hvað það á þeim
tíma einnig var), og þetta brjef
blygðast hr. Östlund sín ekki fyrir
að nota á þann hátt, að aðrir hljóta
að skilja það svo, að það ætti að
sanna að blaðið hafi altaf verið
hans eign.
Með því að hr. Östlund n:eð
skýringu sinni á yfirlýsingu stjórn-
arráðsins 3. apríl hefur reynt að
telja lesendum sínum trú um að
stjórnarráðið hafi þar með gefið úr-
skurð, er sje Östlund í vil, höfum
vjer neyðst til að senda málaleitun
í stjórnarráðið viðvíkjandi þessu
efni. Eftirfylgjandi ágrip af svari
stjórnarráðsins talar nægilega Ijóst.
Ȓslands Ministerium.
Reykjavík, den 10. Juéi 1912.
Af de ledsagende Bilag ses det, at
Hr. Östlund har lagt langt mere ind
i den ovennævnte Erklæring af 3. April
d. A., end Ordene give Anledning til,
men da han tillige har afbenyttet Er-
klæringen aldeles ordret, saa at enhver
uhildet Læser selv kan indse Uover-
ensstemmelsen melleni selve Ordlyden
og hr. Östlunds Udtydning af den, har
man ladet sig nöje med mundtlig at
udtale sin Misbilligelse heraf overfor
Hr. Östlund.
Videre finder Ministeriet ikke Anled-
ning til að foretage í denne Sag.
Krístján Jónsson
Eggerí Briem.«
[»Stjórnarráð íslands,
Reykjavík, 10. júlí 1912.
Af hjálögðum fylgiskjölum sjest, að
hr. Östlund hefur gjört miklu meira úr
ofangreindri yfirlýsingu frá 3. apríl þ. á.,
en orðin gefa ástæðu til, en þar sem
hann jafnframt hefur notað yfirlýsing-
una alveg orðrjetta, svo að sjerhver
óhlutdrægur lesandl getur sjálfur sjeð
ósamkvæmnina á sjálfu orðalaginu og
útleggingu hr. Östlunds á því, hefur
verið látið nægja að lýsa munnlega
vanþóknun sinni á þessu við hr. Öst-
lund.
Stjórnarráðið finnur ekki ástæðu til að
gjöra frekara í þessu máli.
Krístján Jónsson.
Eggert Briem.]
Frekari skýringa ætti ekki að þurfa
við.
Reykjavik þ. 10. júlí 1912.
Fyrir hönd Norðurlandasambandsins
J. C. Raft Erfk Arnesen
formaður. ritari.]
Eugen Mogk prófessor
í Leipsig á Saxlandi kom hingað
til bæarins á Vestu norðan um land
27. f. m. og dvelst hjer á landi
um tíma.
Hann er nafnkunnur vísindamað-
ur, hefur fengist mikið við íslensk
fræði og ritað margt um bókmentir
vorar hinar fornu. Helstu yerk
eru þessi: »Rannsókn á Gylfaginn-
ing«, »Keltar og Norður-German-
ir á 9. og 10. öld«, »Saga nor
rænna og íslenskra bókinenta* að
fornu alt fram á 16. öld (2. útgáfa
aukin 1904), »ísland og bókmentir
þess» (í »Blátter fúr litterarische
Unterhaltung«), og Norræn goða-
fræði«.
Ennfremur á hann manna mest-
an þátt í hinni snyrtilegu útgáfu
íslenskra fornrita, sem prentuð eru
í Halle á Þýskalandi undir nafninu
»Altnordische Sagabibliothek«.
Bókmentasaga próf. Mogks er
rituð að mikilli þekking og viti og
skirrist fordild og hleypidóma.
(Ingólfur).