Vísir


Vísir - 12.07.1912, Qupperneq 3

Vísir - 12.07.1912, Qupperneq 3
V l S i R 32 vel sæniilegar líkur orðið færðar fyrir því, að jeg hefði ekki átt »Frækorn«, og samt gefið skýrslu um það, sem mína eign til bruna- botafjelagsins »Norge«, þá hefði herra Raft líklega getað fengið úr- skurð um, að bæri að hefja rann- sókn gegn mjer út af því. En sú varð ekki niðurstaðan. Brjef Stjórnarráðsins 10. júlí. Á því, sem birt er af því skjali í Vísi í gær, er ekki hægt að skilja málið nægilega, og jeg ieyfi mjer að spyr ja: Hví birta herrarnir ekki alt skjal- ið? Megninu af því stinga þeir undir stól í Vísi í gær. Pað er mikils- varðandi skjal, og viðkemur mjer og almenningi, úr því sem komið er. Er skjalið frá Stjórnarráðinu of gott í minn garð, úr því að þeir ekki vilja birta það? Og hvað á að segja um það, eftir þessar tvöföldu hrakfarir Sam- bands-manna—eftir tvívegis að hafa fengið yfirlýsing um kæruna, að »ekki sje ástæða« — hvað á að segja um það, að herrarnir nú leyfa sjer að bera þessa kæru gegn mjer fram fyrir almenning og brígsla mjer enn um, að jeg fari með rangt mál, og sje eftir því svikari tneð »Frækorn«. Það er »Fraekorna«-máIið sem skilur milli okkar, og herrarnir reyna að kasta rýrð á mannorð 1 mitt. En fullviss er jeg um sakleysi mitt: »Frækorn« eru og hafa verið míti eign. Nú sting jeg upp á því við herr- ana: að 3 manna gerðardóm- ur geri út um það mál. Þeir Raft og Arnesen kjósi 1 ntann, jeg 1 mann og bæarfógeti 1 niann. Öll málfærsla í þessu — sem ekki getur verið margbrotin —fari fram skriflega og að dómur sá, sem þar fellur, verði úrslitadómur í því máli. Fyrir mánudag næstk. kl. 6 síðd. svari þeir, hvort þeir ganga að þessu boði. Jeg er fullráðinn í þvf að gera enda á þessu. Og tilboð mitt er hreint og drengilegt. Taki þeir ekki þessu tilboði mínu, lýsi jeg ásakanir þeirra gagnvart mjer gersamlega tilhæfulausar, og veit, að almenningur skilur þá, hvor okkar fari með rjett og hreint mál. Trúi þeir málstað sínum, þá hafa þeir ekki á nióti því að hann komi ótvíræðlega í ljós, og hafi jeg rjett fyrir mjer, býst jeg við, að allir heiðvirðir menn sjái, að sanngjarnt sje að jeg fái alla þá uppreisn sem mjer ber að fá. Vonandi er því þessu hneyxlis- máli innan skamms lokið. D. ÖstluJid. p*»jm®rki kaupir háu verði I. I fl Ostlund, Laufásveg 43. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil, Östlunds-prentsm. Meðal annara orða. ii. Ein af þeim mörgu óskum, sem mjer ekki veitast, er að það sem menn lesa eftir mig á prenti sje nákvæmlega það sem jeg hef skrif- að, þegar ekki er um skrifviilur að ræða. Verð jeg að biðja menn,að eigna mjer að minsta kosti ekki fyr en eftir nokkra umhugsun, ef þeir reka sig á mjög slæmar mál- villur eða hugsunarleysur í ritgerð- um mínum. { síðustu grein minni var sitthvað smávegis villiprentað, eins og t. a. m. mentaðir bændur í st. f. mentaðri bændur. Að þar stóð allrabarnakennara f. barnakenn- ara, var mjer að kenna. Undir greininni er nafn mitt prentað öðru- vísi en jeg skrifa það nú; að jeg skrifa Pjeturss. er engan veginn eins óíslenskt eins og sumir vilja halda fram; jeg geri þetta vegna þess að það er miklu handhægara í útlönd- um, þar sem jeg heiti ekki Helgi eins og hjerna á íslandi, heldur Pjeturss; að jeg hef ,s‘in tvö er heldur ekki ástæðulaust, þó að jeg nenni ekki að skýra frá því nú, hversvegna jeg geri það. — Má jeg ekki sæta þessu færi til að skýra frá því, að það er alveg rangt, sem sumir hafa haldið, að jeg sje af dönskum ættum; faðir minn var að vísu oft nefndur Petersen en skrifaði aldrei nafn sitt svo, og var alíslenskur maður, konúnn í karl- legg af Sturlu smið Vilhjálmssyni, forföður Thorvaldsens; er sá þáttur svo íslenskur, að í honum er eng- inn embættismaður, hvorki prestar nje aðrir. 7. júlí. Helgi Pjeturss. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. , ^Venj lega heima kl. 10—11 4—5. Talsími 16. Líkkistur og líkklæði er best að kaupa í verksmiðjunni á Laufásveg 2 hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Skt.Winifred. Ensk skólasaga eftir F. W. Farrar. ----- Frh. Wilton varð reyndar að bera grímuna lengur er hann hafði ætlað sjer. Charles var ekki gott að fá höggstað á; hann var svo fastur fyrir, látlaus og saklaus, að Wilton var ráðlaus með hann. Ef Wilton reyndi að skýra fyrir hon um siðferðisástand Noelitanna, skildi hann Wilton annaðhvort alls ekki eða ljet blatt áfram óánægju sína í ljós, jafnvel gremju. Og þegar Wilton loksins lagði frá sjer grímuna, hrinti Charlie honum frá sjer með viðbjóði og fyrirlitningu á þessum strák, sem hafði látist vera vinur hans, fyrirlitningu,sem varð því sterkari sem hann hafði reynt að láta sjer þykja vænt um hann og Svæfillinn Htlu stúlkunnar. Eftir frú Desbordes — Valmore. Kæri, litli svæfill minn, svo hvitur og hlýr, hjá þjer værðin ljúfa á svanadtmi býr! Á kveldin þegar dauðhrædd við úlfa’ og storm jeg er, elsku, Iitli svæfillinn, jeg blunda rótt á þjer! Fjöldi, fjöldi barna’ er til, sem engan svæfil á, — þau eru svöng og móðurlaus og skýli hvergi fá, þau eru altaf syfjuð og eiga ósköp bágt, ó, elsku mamma, vegna þeirra’ í hljóði styn jeg lágt. Og þegar.jeg hef beðið guð að annast engilinn, sem engan svæfil hefur, þá faðma jeg minn, og þegar ioks til fóta hiá þjer ból mjer búið er, þá blessa jeg þig, mamma, og sofna vært hjá þjer! Jeg bregð ei fyrri blundi en geislinn glaður skín frá glitsal himinbláum í rúmið inn til mín. — Jeg fer að lesa allar mínar bestu bænir hljótt og, blessuð mamma, kystu mig nú aftur. Góða nótt! Þýtt -- Guðm. Guðmundsson. sá nú snöru þá er fyrir hann hafði verið lögð. Við og við hafði Chariie áður grilt í höggorminn milli blómanna því Wilton hafði aldrei getað til fullnustu leynt stráksskap sínum. Wilton leiddist líka uppgerð- in og þegar illkvitnin gægðist fram í honum og Charlie tók eftir henni, brá honum svo, að jafnvel Wilton blygðaðist sín. Hann vissi að hann vann íþarf- ir hins vonda og fyrir lítið verð- kaup. Hann fann stundum yfir- burði Charlie’s, og þegar hann var einusinni í kenslustund hjá Noel í mýkra skapi og sá and- lit þeirra í speglinum yfir eld- stóarbrúninni, og gerði sjer ljóst djúp þaðf er staðfest var milli þeirra, greip hann skyndileg þrá til þess að verða öðruvísi og bæta ráð sitt, ná sannri vináttu Charlie, og hætta við að eyði- leggja liann, falla til fóta honum og biðja hann fyrirgefningar. Og þegartíminn varúti og Wilton hafði fengið ávítur kennarans eins og vant var, en Charlie hrós fyrir kunnáttu og iðni sína, greip Wiltonaltíeinu iðrun og hljóp upp stigann í herbergi Kenricks, þar sem hann hafði leyfi til að vera. Enginn var inni; hann kastaði sjer á stól, greip báðum hönd- um fyrir andlitið og fór að há- gráta. Hugsanirnar og endur- minningarnar sóttu á hann, — minningar um hrösunhans, minn- ingar um horfið sakleysi, minn- ingar um föður hans, sem nú var dáinn og horfinn, sem oft \)2lU\^$VM\2lY gegn flestum hættum fyrir lægst gjald. The British Dominion Insurance Co., London, gefur kost á vátryggingu húsa og lausafjár (verslunarvara og húsgagna) með óvanalega góðum kjörum. $\Ósfe2Lða2Lfy^9&*. Mannheim Insurance Co. Mannheim, býður ódýra vátryggingu á sjó. £>\5s2l^y^5: TheScottish Metropolitan Insurance Co. Edinburg, tekst á hendur lífsábyrgð með óvanalega góðum og fjölbreyttum kjörum. Nú ættu englr lengur að draga að vátryggja gegn flestum hættum fyrir lægst gjald. Frekari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum ofannefndra vátryggi ngafj elaga, G. Gíslason & Hay Ltd. Reykjavík.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.