Vísir - 17.07.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1912, Blaðsíða 3
V í S 1 R varnar sjer og luyrðist illa ræða hans. Hann kvað það hafa verið fyrirfram ákveðið að ónýta skyldi svona seðla, og hyernig hefði hann átt að vita hvor tieiri fengi af þeim. Sagðist ekki biðja sjer vægðar, en sorglegt þætti sjer ef þingið kaem- ist að þeirri niðurstööu, sem hann áliti ramskakka. Jens Pálsscn ltvaðst ekki vita til þess fyr, að seðiar hefði verið ógilt- ir fyrir þetta eína og vitnaði í ekki minni mann 'en Magnús Stephen- sen. Hvergi sæist það bókað að ákveðið hafi ver ð fyrirtram að ó- gilda svona seðla; en eftir á hafi það verið gert og Matth. Ól. þann- ig gerst dóinari í sjalfs sín sök. Sjálfur hefði hann (J. P.) farið öðruvísi að þegar han.i var í kjöri; beiðst fyrst lausnar úr kjörstj. og Þ.egar það dugði ekki, þá tilkynt forfðll. Ef beita ætti þessari varui- fýsni, þá sannaðist tnálsbátturinn: »Summum jus, sumina injuria.« pingið megi ekki sóma síns vegna samþykkja þessa kosningu. Um hitt deili hann ekki, hvort þingið eigi einungis að vera (Kássatioiis) dómstóll, eða hafa meira vald. — Efaðist ckki um að þingið myndi fresta málinu og setja það í nefnd. Aftur talaði Matth. Ól. sagði með- al annars, að ekki bæri hann óráð- vendni á keppinaut sinn í kosn.bar- áttunni en óbilgjarna ætti hann undirræðarana, svo að óvíða væru slíkir, kvaðst enn í dag ekki vita hve marga af þessum margbrotnu seðlum hvor þeirra hefði fengið. Guðl. Guðmundsson taíaði sörnul. í annað sinn, benti á hve háika- legl væri, að lýsa þá menn kosna er ekki hefði lögfull sk’lríki þess að þeir væru það. Þá horfði til gerræðis ef harðraður meiri hiuti væri í þinginu. — Sagði að áður fyr hefði enn þá gallaðri kosn. verið teknar gildar hjer í þinginu, bæði úr Suður- Múlas. og Strandas. Rimmunni lauk svo, aðallirvoru lýstir löglega kosnir, nema Matth. Ól. Þar var samþ. till. meiri hl. kjördeildarinnar um frestunina með 23 atkv. Þvi nsest var kosinn forseti sam- ein. þings H. Hafstein rneð 25 atkv. E. Briem fjekk 3 atkv., 9 seðlar voru auðir Varaforseti sam. þings var kos- inn E. Briem með 22 atkv. — 13 seðlar auðir og 1 ógildur. Skrifarar í sam. þingi vorukosn- ir Sig Stefánss. með 24 atkv. og. Jóh. Jóhanness. með 21 atk,;. Þá var lcosin 5 manna nefnd í kjörbrjefamálið úr Vestur-ísafj. sýslu og voru kosnir með hlutfalls kosn.: Jón Magnússon, Bjarni Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Jens Pálsson og Guðlaugur Guðmundsson. Næst voru þessir 8 þm. kosnir Efri deildar: Sjera Einar Jónsson 32 atkv. Þórarinn Jónsson 32 — Jens Pálsson 32 — Jósef Björnsson 32 — Sig. Stefánsson 31 — Guðjón Guðlaugss. 30 — Sig. Eggerz 27 — Jón Jónatansson 21 — Skiftu þingmenn sjer í þá í deild- 1 - Innkaupin 1 Edinborg auka gleði, minka sorg. 50 ára afmæli Alþingis. Verslunin Edinborg stofnuð. irnar. Magn. Andrjesson var aldurs- forseti í N. D. og stýrði kosning- unni. Var hann sjálfur kjörinn for- seti með 1S atkv. Jón Magnússon fjekk 1 atkv. 5 seðlar voru auðir. 1. varaforseti varð Guðl. Guðtnss. með 16 atkv. Ben Sv. tjekk 1. a!ky. 7 seðiar auðir. 2. \arafors. varð Pjetur Jónsson með 15 atkv Einar jónsson fjekk 1 og Jón Magnúss. 1. 6 seðlar voru auðir. Skrifarar voru kosnir Eggert Páls son með 14 atkvæði og Jón Jóns- 2. þm. Reykvíkmga með 13 atkv. Nokkrir seðlar anðir. Fundur var ákveðinn i N. D. kl. 12 í dag og eru þá lögð fram nokkur stjórnarfrv. Neðri deild, 2. fundur þriðjud. kl 12. Þar var ekkert gjört nema ráð- herra lagði fram þessi lagafrv.: 1. Um breytingu á þingtímanum (1. virkan dag i júlímánuði annað- hvort ár) 2. Um ritsíma og talsímakerfi íslands (í aðalatr. samhij. frv. neðri d. frá þvf í fyrra). 3. Um heimild fyrir ráðherra til þess að gjöra sanining um einka- rjettarsölu á steinolíu um tiltekið árabil. (Tíminn má vera alt að 20 árum, gjald leyfisnafa t landssj. 2 aurar af hv lítra, verslun hans skatt- frjáls, landið kaupi öll tnannvirki, ef það segir upp samningnunt eða þegar tíininn rennur út, 25 þús. kr. trygging, 5 manna gerðard. uin deilu- mál; og nefna aðiljar sinn hvor, en landsyfira. þr]á.) 4. Um viðauka við tolllög 11. júlí 1911. (Tollur á vefnaðarvöru og tilbúnum fatnaði 10% af inn- kaupsverði.) 5. Um viðauka v. lög um útfl,- gj. af fiski, lýsi ofl. frá 4. nóv 1881. (50 au. af hv. tunnu af síldarlýsi og hv. 100 kg. af fóðurmjöh og 20 a af hv. 100 kg. af áburðarefn- um. 6. Um hagfræðisskýrslur um tóbaksinnflutning árið 1913. (Frá fjármálanefndinni.) 7. Um að landssj. kaupi einka- símann til Vestmanneyja og síma- kerfið þar. A skriístofu Alþingis eru ráðnir: Skrifstofustjóri Halldór Daníelsson (ýfird.) Skrifarar á skrifstofunni Einar Þorkelsson (skrifari) Guðm. Magnússon (skáld) Einar Hjörleifsson (skáld) Umsjónarmaður á lestrarsal Marino Havsteen (fv. sýslum.) Vörður á neðri deildar palli Magnús Gunnarsson (afgrm.) Vörður á efri deildar palli Hermann Jónasson (fv. alþm.) Verðir við deiidadyrnar Jón Thorarensen (skrifari) Kjartan Konráðsson (frjettaritari) Guðm. Vigfússon Verðir niðri Hjálmar Þorsteinsson Sírnon Beck Vjela og lamp&stjóri Kristján Helgason Skrifarar l efri deild Einar P. Jónsson (skrifari) Sig. Guðmundsson (cand. mag.) Sr. Bjarni Hjaltested Pjetur Zóphoníasson (fv. ritstj.) Þorgr. Kristjánsson (cand.) Valtýr Stefánsson (stúdent) Skrifarar í neðri deild Páll E. Ólason (stud. jur.) Andrjes Björnsson (stud. jur.) Skúli Thoroddsen (stud. jur.) Böðvar Kristjánsson (adjunct) Pjetur Lárusson (hraðritari) Vilmundur Jónsson (stúdent) Helgi Guðmundsson (stúdent) Páll J. Ólafsson (dimittendus). ,^\tóóði ,ajðt V o 1912 ^ hí Jeg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.