Vísir - 18.07.1912, Page 1
348
16
Kartföflur
nýar og gamlar fást í
VÖRUHÚSINU
Austurstræti 10.
Föt og Fataefni Slaufur mesta
úrval. Föt saumuð og afgreidd á. 12-14 tímum.
Hvergi ódýrari ení,DAGSBRÚN‘. Simi 142.
Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. I 25 blöð frá 1. júlí kosta:
Afgr.í suðurenda á Hótel Isl. 1172-3og5-7 Send út um landöO au. —
Áskrifst.50a. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augl.
Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—S. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingu
Fimíud. 18. júlí 1912.
Háflóð kl.8,14‘ árd. og kl. 8,34‘síðd.
Háfjara hjer um bil ó st. 12‘ síðar
Afmœli.
Þorsfc Júl. Sveinsson, skipstjóri.
Á morgun:
Póstar.
Póstvagn kemur frá Ægissíðu.
Veðrátta í dag.
1 Loftvog X |Vind hraðij Veðrluag
Vestm.e. 756.9,10,0 NV Alsk.
Rvík. 766,0 11,5 0i Alsk.
ísaf. 764,0 10,5 0 Ljettsk.
Akureyri 763,0 15,5 0 Skýað
Grímsst. 730,5 18,5 0 Heiðsk.
Seyðisf. 764,4 7,2 0 Heiðsk.
Þórshöfn 766,5 9,9 0 Heiðsk.
Hvergi meira úrval af
en í
,LIVERPOOL‘
IrílrlrÍQtiirnai’ viðurkendu. odýru, tast
UllUVloLUI lidl ávalt tilbúnar á Hverfis-
ötu gð.—Sími 93.—HELQl og EINAR,
Keypt hæsta verði!
T. d.: Chr. IX.
25 au. 20 au. stk.
40 — 30 — —
50 — 42 —
100 — 85 — —
200 — 185 — —
500 — 470 — —
Helgi Helgason
(hjá Zimsen).
Frá alþingi.
Enginn fundur var í gær.
í dag á hádegi hefst fundur í n.
d. Rætt um:
Einokun á steinolíu
Tóbaksskýrslur
Toll-lagaviðauka
Útflutningsgjöld.
í efri d. kl. 1 rætt um:
Útrýming fjárkláðans
Bólusetningalög
Yfirsetukvennaskóla
Yfirsetukvennalög.
Þingmannafrv.
eru þrjú komin.
1. Um viðauka við I. fráll.nóv.
1899 um verslun og veitingar á-
fengra drykkja (frá Jóni Magnús-
syni. Stílað móti klúbbunum. —
Ekkert fjelag má hafa áfengisveit-
ingar sín í milli án sjerst. leyfis
lögreglustj. — Eigi má neyta á-
fengis í veitinga- eður kaffisöluhús-
um, í þeim herbergjum er veiting-
ar fara fram í. — Sektir upp í
1000 kr.)
2. Um eftirlit með þilskipum og
vjelaskipum. Flm. L. H B. J. J.
2. þm. Rv. og Ben. Sv. (Allströng
Ljereftin
margþráðu
nýkomin með sama verði ogáður.
Ausiursiræti 1
Ásg. G. Gimnlaugsson. & Go.
Margar tegundir af
Reyktöbaki
Vindlum
Cigarettum
nýkomið í
„Liverpool.”
ákvæði um skoðun skipa og ábyrgð
útgerðar- og skoðunarmanna.)
3. Um eftirlaun ráðherra. (Þau
ákveðin 1000 kr. á ári) flm. þm.
Reykv. Ben. Sv., Sig. Sig. og Tr.
Bjarnas.
»
Ur bænum.
Hestur fældist á Bergstaðastr.
í gær og ætlaði að hendast á vagn
með barni í, er skilinn liafði verið
eftir á götunni. Nýfermd stúlka,
Guðrún Benedictson, sá þetta, snar
aðist að vagninum og kom barn-
inu með naumindum undan, en
fjell sjálf á götuna um leið og
særðist dálítið á handlegg. Ófyrir-
gefanlegt skeytingarleysi er það að
skilja eftir umsjónarlausa barnavagna
eitt augnablik á götu.
Kong Helge fór í gærkveldi
norður um áleiðis til Hamborgar.
Douro fór norður í gærkveldi.
Botnvörpungar 4 fóru í gær
hjeðan ti! síldarveiða fyrir Norður-
iandi. Snorri Goði og Snorri Sturlu-
son ætla að hafa aðsetur á Akur-
eyri, Jón Forseþ og Freyr verða á
Siglufirði.
Þingvallavagn fór í gærmorg-
un og með honuin 2 enskar konur.
íngólfur fór til Akra f morgun
og með honum Halldór Kristjáns-
(ráðherra).
Varanger fór í morgun til Breiða-
I fjarðar og með honum Sigfús Svein-
| bjarnarson fasteignasali.
* Flóra fer í dag kl. 2 norður um
Iand til Noregs.
Mtatv aj latvdv.
Eskifirði 9. júlí.
Tíðin hefur verið hin ákjósan-
legasta síðan í byrjun þessa mán-
aðar nema rjett í gær stórrigning
með þoku.
Ný silfurbergsnáma. Frá Beru-
nesi, sem er gegnt Helgustaða-
• n« i •
eru komin aftnr. Einnig. hin viðnrkendn
S L I T F Ö T
, Austurstræti 1
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Hinn ágæti, óáfengi þýski
nýkominn í
versl.
reiðablik.
Talsími 168
Síðastl. föstndag tapaðist í Dómkirkjnnni eða
á leið þaðan í IðnaðarmannaMsið.
hvítur vasaklútur merkturM.H.
Skilist -- gegn tveim krónum í fundarlaun -
í Ingólfsstræti 9 (uppi).
námum, heyrist nú daglega stór- >
skotahríð. Er þar Guðmundur liúsa-
smiður Jakobsson úr Reykjavík að
sprengingum. Hefur hann fundið
eitthvað af silfurbergi bæði niður
við sjó og eins ofar nokkru.
*yxí, úVtöxvdum.
í Lissabon var kastað 5 sprengi-
kúlum að kveldi 28 f. m. á aðal-
götu borgarinnar. Einn maður ‘
beið bana en margir særðust hættu
lega. Daginn eftir var 2 sprengi-
kúlum kastað að strætisvagni, brotnaði
hann og vagnstjórinn særðist. Ráð-
ist hefnr víða verið á lögregiumenn
í borginni og einn þeirra skotinn
til bana.
Voðalegur hvirfilbylur skall
á miöliluta Regina-borgar í Saskat-
schewan í Canada 1 þ. m. Mörg
hundruð hús gereyddust, þrjárkirkjur,
ritsímastöðin o. fl. stórhýsi. Yfir
20 manns biðu bana og mörg
hundruð særðust. Kyrrahafsjárn-
brauarstöðin í borginni brotnaði.
Forsætisráðherrann í Serbíu,
dr. Milavanovics dó 1. þ. m. í Bel-
grad. Hann var föðurlandsvinur
mikill og ágætismaður svo hans er
jafnt saknað af öllum flokkum
þar í landi. Þegar Austurríki inn-
limaði Bosníu og Herzegovínu 1908
— 9 var hann utanríkisráðherra og
ferðaðist milli höfuðborga stór-
veldanna til þess að tala máli þjóð-
ar sinnar og fjekk miklu góðu til
vegar komið er vandræðin vofðu
þá sem mest yfir Balkanskaga.
> Rússneska þingið hefur
ákveðið að verja á næstu 5 árum
til flotans 2345 milj. króna; er þá
sýnt, að Rússar ætla sjer að halda
í hömlum um herafla við hin stór-
veldin. Það verða 469 millj. kr. á
ári, en það er mun meira en Þjóð-
verjar hafa áætlað til síns flota.
Gengur þá Rússland næst Bretlandi
inu mikla um fjárveitingar til flot-
ans. — Mælt er að Rússakeisari
! hafi lýst ánægju sinni yfir þessari
fjárveitingu þingsins.
Járnbrautarslysmikið varð
4. þ. m. í grend við New-York,—
30 manns biðu bana. Hraðlest, er
fór með 50 enskra mílna hraða á
kl.stund, rakst á flutningslest. Þoka
mikil var á og segist hraðlestar-
stjórinn því ekki hafa sjeð merki
þau, er gefin höfðu verið. Fjöldi
manna særðist.
Samsæri hefur komist upp í
Kairo á Egyptalandi gegn Kitche-
ner lávarði, vísikonungi Egypta, og
forsætisráðherranum; 7 menn hafa
verið teknir fastir og margir eru
grunaðir.
Banatilræði var veitt Francis
May, landstjóra í Hong-kong. Kín-
verji í norðurálfubúningi skaut á
hann úr skammbyssu, er hann ók
til ráðhússins með konu sinni, flaug
kúlan hjá höfði hans og lenti í
sætisskýlinu yfir höfði frúarinnar,
en sakaði þau hvorugt.
Stórkostlegur minnis-
varði hefur Cecil Rhodes »Napo-
leoni Suður-Afríku* verið reistur
á Kap.