Vísir - 18.07.1912, Side 2
V I S I R
NESTI
í ferðalög og útreiðartúra er best og ódýrast í
versl. Einar Árnasonar.
Axel V. Tulinius
yfirdómslögmaður
Miðstræti 6, Tals. 254. Box 174,
Eldsvoðaábyrgð: Nordisk Brand-
forsikring. Varnarþing hjer.
Lffsábyrgð: *Dan«.
Sjóskaðaábyrgð: »Det kgl. Sö-
assu rance-Kompagni«.
PULSUE
SKIIKE
FLESK
best að kaupa í
.Liverpool’
Fálka-
margarínið
nýkomið í
jLIVERPOOL’
Gasemir-
sjolm
margeftirspurðu eru aftur komin
í verslun
Mart. Einarssonar
Laugaveg 44.
Jóhannes Jósefsson
í Wiep.
Frægð og afreksverk.
»Vísi« hafa verið sendar úr-
klippur úr austurrískurp blöðum
er skýra frá frægðarverkum Jó-
hannesar Jósefssonar og fjelaga
hans, er sýna íþrótt sína í »Cirkus
Busch Variété* í Wien.
Wiener Extrablatt, 23/5 þ. á.
Iýsirfyrst íslenskri glímu og sjálfs -
vorn Jóhannesar og segir svo:
»höfuðsnillingur þessa hildar-
leiks er JóhannesJósefsson, er nefnir
sig .konupg allraglímumanna‘, og
korpinn er með flokk sinn til
Wien til þess að koma fram í
Cirkus Busch Variété, er opna
skal á morgun. Við Olympisku
leikana í London afhenti Alexandra
drottning Jóhannesi heiðursskjal
fyrir afburðj í glímu, og í öllum
stærstu borgum heimsins hefur
hann borið sigur úr býtum í
viðureign við fremstu glímukappa.
hann skuldbindur sig tilað borga
hverjum þeim 1000 kr., er stendur
honum snúning í 5 mín. í glímu.
j gær sýndi hann ýmsum embættis-
mönnum og boðnum gestum að-
ferð sína, er dæma skyldu um
þýðingu glímu og sjálfsvarnar í
Jögregluliðinu. Voru þar meðal
annaraviðstaddirEdvard Liechten-
stein prins fyrir hönd innanríkis
ráðuneytisins, Stukart stjórnarráð,
Rzehak yfirlögreglustjóri og fjöldi
lögreglumanna o. fl. Mesta athygli
vakti viðureign hins fræga glímu-
kappa Fristensky og Jóhannesar.
Jóhannes lagði hann sex sinnum
á bakið á 3 mínútum.*
í «Neuigkeits Welt-Blatt« 3%
þ. á. segir svo:
» . . . . Pað sem einkum vekur
athygli, er hin nýstáriega íslenska
glíma Jóh. Jósefssoníjr, ný og
ótrúlega skemtileg sjálfsvarnarað-
ferð. Forviða stara menn áfim-
leiks og snarræði Jóhannesar er
hann verst hnefaleikamönnum,
hnífstungum ogskammbyssuskot-
um, verst árásum með bundnum
höpdum á baki, og vjnnur bug
á þreföldu ofurefli. 1000 kr.
býður hann hverjum er felli sig
5 mínútum.*
J »Neues Wienerjournal*, 2%
þ. á. segir svo m. a.:
»Mesta aðdáun vekur íslenski
glíinuflokkurinn, er sýnir hina
einkennilegu glímuaðferð, er
tíðkuð hefur verið þar á eynni
frá alda öðli«. (Hjer fer á eftir
lýsing á glímunni).
Ekki minna lofi er lokið á Jó-
hannes í »Wiener Mittags Zeit,«
3%, og »Deutsches Volksblatt,«
2% þ. á. — Er þar sagt frá af-
reksverkum Jóhannesar í ýmsum
borgum, svo sem því, er hann
feldi Fristensky sem fyr er sagt
og síðar »Ju-jitchu konunginn*,
japanska kappann Diabutsu í Prag
tvisvar á 45 sekúndum. Frá því
er og skýrt, er hann lagði að
velli svertingja í hnefleik í Wien,
beljaka mikinn og miklu stærri
en Jóhannes, óð raumur sá að
honum gnístandi tönnum, en hnje
án þess að hafa komið höggi á
Jóh.sem væri hann eldingu lostinn
að velli. Mikið þar frá því sagt
hve fimlega hann verst hnífum
og skotum, snýrvopnin úr hendi
mótstöðumanna og skellir þeim
áður en þeir vita af í einu vet-
fangi. Slík var frægðarför Jó-
hannesar í Wien og nú er hann
kominn til Moskva á Rússlandi
með frægð og fje.___________
Líkkistur ög
líkklæði
er best að kaupa í verksmiðjunni
á Laufásveg 2 hjá
EYVINDJ ÁRNASYNI.
Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna.
Agætur
Stei nbítsriklingur
fœst í
KAUPANGl
V . - fc
Verðið óvanalega lágt.
Takið eftir
Sökum brottferðar ensks ferðamanns verða 8-18 reiðhestar og vagn-
hestar, hnakkar og klyfsaðlar ó. m. fl. til sölu fyrir mánudag 22.
þ. m. kl. 4 e. h. á túninu við klúbbinn Borgarinn í Hverfisgötu.
Verðið óheyrilega lágt.
LJÖSASKIFTI
NÝJAN LJÓÐFLOKK UM KRISTNITÖKUNA Á ÍSLANDI
ÁRIÐ 1000
les
Guðmundur Guðmundsson
frá ísafirði
í Bárubúð á laugardagskveld 20. júlí kl. 9.
AÐGÖNGUMIÐAR á 50 aura eru seldir í bókaverzlun ísafoldar og
við innganginn.
jóMoUat
nýkomnir í versl.
BREIÐABLIK
Nokkur blöð af Vísi
NOc 61
verða keyptá skrifstofunni
fyrir 25 au.
ef þau eru vel hrein.
Dynamit
með tilheyrandi er nú og fram-
vegis fyrirliggjandi.
Dynamitið er selt í heilum
kössum á 25 ko. eða í byndum
á 1. ko.
J. Aall-Hansen
Þingholtsstræti 28
Sími 224.
Q kaupskapur"^
Barnavagn til solu.Lindarg.10b.
Grammofon til sölu. R. v. á.
Utgefandi
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Tvíbökur
alveg ágætar
eru nú í
Breiðaúlik.
Ostar
bestir og ódýrastir
í verslun
Einars Árnasonar.
||HUSNÆÐip
3-4 herbergi og eldhús óskast
til leigu frá 1. okt. Upplýsingar í
Vöruhúsinu.
Hesthús fyrir 4 hesta og hey-
pláss er til leigu í vetur. Einnig
fæst hiröing ef óskað er. R. v. á.
2 herbergi með sjerinngangi
og eldhús óskast frá 1. okt. R.v.á.
2 herbergi og eldhús óskast frá
1. okt. helst í Austurbænum. R.v. á.
Östlunds-prentsmiðja.