Vísir - 31.07.1912, Side 2

Vísir - 31.07.1912, Side 2
V I S I R £\6sas>&\JU Guðm. Guðmundsson skáld í K. F. U. M. (salnum nppi) laugardagskvöld 3. ágúst kl. 9. seldir á 50 au. í bókv. ísaf. og í K. F. U. M. við innganginn. Frá 1. ágúst næstkomandi hefi jegtekiðað mjer innheimtu á iðgjöldum fyrir lífsábyrgðarfjelagið »Dan«. Iðgjöldunum veiti jeg móttöku í Hafnarstræti no. 22 frá kl. 1 — 2 e. h., en brjef til mín óskast send heim til mín í Miðstræti no. 6. A. V. TULINIUS aðalumboðsmaður »Dan« á Islandi. Vín og öl verslun Zh. ÍS^\OYsU\WSSQt\, ^W^Ó^S^VoU er að vanda vel birg af allskonar vínum og öli, selur aðeins vandaðar vörur frá bestu vínhúsum í útlöndum. Þar fást um 50 teg. af Wisky. Cognac, Rommi, þar á meðal margar hjer annars óþektar tegundir af Whisky, sem taka þeim eldri langt fram. 20 tegundir af Portvíni, Sherry, Madeira. 20 tegundir Rauðvín og Hvítvín. Likörer og Champagne margar tegundir. 10 tegundir af brennivíni hver annari betri. Það eru landsins bestu brennivín. Alls konar öltegundir, með og án áfengis, og margar tegundir af gosdrykkjum. Talsími 167. Talsími 167. Tímaritið Tilmæli. Þar sem jeg hef í hyggju að ferðast vestur í Staðarsveit undir Jökli með fyrsta strandferðaskipi þangað, í þeim tilgangi, fyrst, að sjá náttúrfegurð þar, sem jeg hef heyrt svo mikið látið af, og svo um leið að ná tali af bændum, og tala um kynbætur á skepnum, einkum nautgripum og sauðfje. Jee hef á fyrri árum leitast við að afla mjer þekkingar á þeirri grein, eftir mætti, en aldrei fengið tilsögn hjá öðrum og notið að- eins þess, sem reynsla mín og viðleitni hafa hjálpað mjer áfram án nokkurs styrks af almanna fje. En þar sem jeg er þessari ferð alveg óviðbúinn, og er nú orðinn fátækur maður, en býst við, að þessi ferð kosti mig talsverða peninga, þar sem jeg er öllum þar vestra alveg ókunnugur, kem- ur mjer til hugar að fara þess á leit við kunningja mína hjer í Reykjavík, hvort þeir vildu ekki hjálpa mjer um nokkrar krónur til þessarar ferðar. Mig langar til að dvelja um nokkurn tíma þar vestra, og ferðast um sveitina, því skeð gæti, að jeg gæti sagt bændum eitthvað það til framfara, er þeir hafi ekki heyrt áður og að þeir hafi eitthvert gagn af komu minni þangað. Það er ekki svo að skilja að jeg sje neinn búfræðingur; jeg hef ekkert lært í þeirri grein, en jeg hef farið víða og tekið eftir því, sem fyrir augun hefur borið og get því sagt frá mörgu. Styrk af lands- fje sæki jeg ekki um, en kært væri mjer, ef einhverjir menn, sem jeg þekki, viidu rjetta mjer hjálp- arhönd nú, og ef svo væri, þá að koma því tii l.þm. Húnvetn- inga, Þórarins JónssonarfráHjalta- bakka, eða til mín, sem bý í Þing- holtsstræti nr. 1 — húsi Jóns sál. Þórðarsonar, hjá Þórði L. Jóns- syni kaupmanni. Nafn mitt er Jón Jónsson Hjaltstað frá Sauð- árkrók í Skagafirði. Mjer þætti vænt að fá á lista nöfn þeirra, ef nokkrir yrðu, sem vildu hjálpa upp á mig í þessu efni. Jeg hef líka í huga að sýna bændum þar vestra verkfæri það, sem jeg hef látið gera hjer eftir minni fyrirsögn, sem jeg kalla: »Hjálp við heyskap*, og sem jeg vona, að verði til mikils ljettis við heyskapinn, sjerstaklega á blautu engi. Reykjavík 28. júlí 1912. Jón Jónsson Hjalistað. ---- Frh. Það er sjálfsagðr hlutr, þó skjal- ið sé ekki birt, að fjármála-ráðherra hefir tilkynt ráðherra fslands ráð- stöfun þessa um leið og hann til- kynti hana yfirpóststjóranum. Enn að líkurn lætr að ráðherra íslands hafi aftr komið nýmælinu áleiðis til vitundar landshöfðingja — kann- ske rökstuddu eins og bréfið ber með sér(?). Eitt er kynlegt við ráðstöfunina er bréf landsh. lýsir, að yfirvaldið sem á hana, hefir ekki birt hana enn! Því að bréf landhöfðingja, sem er að eins hálfembættislegt (semi- officielt) skjal, nær ekki lengra enn að segja, hvað »póstmeistaranum í Reykjavík« sé »skylt« að gera við seðlana; enn lætr þess alveg óget- ið hver hafi »skyldað« hann til þess. Hér er í engar grafgötur að fara. Sá eini, sem formlega rétt gat »skyldað« póstafgrciðslumann yfir- póststjórnar ríkisins til þess, að taka við seðlum landssjóðs, einsogbréf- ið hermir, var — yfirpóststjóri rík- isins sjálfr, náttúrlega eftir heimild æðra yfirvalds, eins og þegar er bent á hér að ofan. íslenzkt umboðsvald kom má1i þessu hvergi nærri. Ráðstöfun sú er hér ræðir um er eingöngu dönsk, stjórn- arathöfn. Þegar stjórn íslands, ráðherra Nellemann, var búin að fá alþingi til þess, að gera málmverndarlausa seðla að þjóðgangeyri á Islandi, varð það brátt málefni er stóð ljóst fyrir stjórn Danmerkr*) að, ef að íslendingar gætu ekki notað þá, á einhvern hátt, fyrir borgunareyri i útlendum verzlunarmarkaði, þá gátu kaupmenn á íslandi ekki tekið þá í borgun fyrir vörur er þeir urðu að borga í þeim markaði. Þá hlutu seðlarnir að falla í verði — strá- falla. Reyndar gátu íslendingar sjálfir varnað þessu með því, að gera viðlagasjóð að trygðarsjóði seðlanna og ákveða þá undantekn- ingu, um leið, frá bankalögunum, að bankinn tœki eigi seðlana í Breiðablik samstætt frá upphafi: I—VI fyrir 24 kr. Ritstj. vísar á. borgun fyrir skuldir. **) Enn nú þótti stjórn Danmerkr það liggja nær, að leysa inn í ríkis-póstsjóð (o: rík- issjóð) þá seðla, er íslendingar þurfíu að borga með skuldir í útlendum markaði. í þeirri greiðvikni Iá fal- inn dauði hinnar íslenzku þjóðar. Nú komu menn, hrönnum sam- an, með seðla sína til »póstmeist- arans í Reykjavík* í borgun fyrir ipóstávísanir til Danmerkr og út- landa.« »Póstmeistari« hirti blöðin. Viðskiftendr hans fengu ávísanirnar, og fengu þær útborgaðar (o: inn- leystar) í ríkiseyri á yfirpósthúsi Dan- merkr. í óleyfi landssjóðs, enn eftir beinu boði Danastjórnar höfðu ávís- ana-eigendr greitt yfirpóststjórninni gjaldeyri sem henni var einskisvirði; þann gjaldeyri átti landssjóðr. Sjálf- sagt því að láta landssjóð borga ríkissjóði hverja slíka ávísunar upp- hæð í ríkiseyri, svo að ríkissjóðr yrði skaðlaus. Má lesa skuldareg- istr landssjóðs fyrir ávísanir síðan 1. júlí 1886 á póststofu prótokol- um yfirpóststjórnar ríkisins bæði í Reykjavík og í Höfn. Enn nú sendi »póstrneistarinn í Reykjavík« landssjóði aftr seðlana sem honum voru borgaðir fyrir ávís- anirnar. »Þá er landssjóðr alskaðlaus af viðskiftunum«, segja íslenzkir hag- fræðingar — sumir, — »því að seðlarnir eru landssjóði eíns góðir og gull í allar innanlands þarfir hans.« Aðalatriðinu og eiginlega umtalsefninu: útlendu þörfunum, sleppa menn þessir af þeirri gildu ástæðu, að í þær þarfir vita þeir vel, að seðlarnir eru einskis nýtir. Þessu játar svar þeirra þegjandi. __________ Frh. *) Eða hafði það staðið í því Ijósi fyrir stjórninni frá því er hún fyrst fór að bollaleggja bankalögin i ríkisráði? **) Eins og ákveðið er nieð seðla Englands-banka: — »Bank of England notes are a legal tender, except at the bank itself«: „seðlar banka Englands eru Iöglegr borgunareyrir, nema til bank- ans sjálfs.“ Lloyd’s Encyclopædic Dic- tionary (tender), sbr. Grants Law of Banking, bls. 407 og víðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.