Vísir - 05.08.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1912, Blaðsíða 2
v r s i r , tæfeo 6 - mát’Æ. Til vina minna. Um leið og þessari leiðinlegu deilu væntanlega er lokið, — með hinni snöggu burtför Rafts og Ar- nesens, sem mjer þótti leitt að missa hjeðan svona f miðju kafi,—skal jeg segja nokkur orð til hinna mörgu vina minna, sem vilja fylgjast með í málum mínum: Fyrst af öllu : hjartans þakkir fyr- ir það traust, sem þjer hafið sýnt mjer á þessum raunatímum mínum, þegar taumlausum rógburði og of- stæki hefir verið beitt gagnvart mjer. Yður, sem liafið sýnt mjer traust og sýnið enn, segi jeg aftur þakkir. Um mig hefur sannast: »Ber er hverr at baki, nema sér bróðr eigi« Jeg hef átt góða bræður, og því hafa rógberarnir, guði sje lof, ekki náð tilgangi sínum. Sumir yðar hafa beðið mig um að segja yður svolítið betur frá því deilumáli, sem andstæðingar mínir leituðust helst við að ófrægja mig með: »Frækorna«-málinr. Allir hafa orðið að kannast við það, að þeir gátu engar sannanir fært fyrir því, að þeir, en ekki jeg, ættu »Frækorn«. En vinum mínum erspurn: Var þá engin átylla fyrir þessari ákæru ? Geta mennirnir svona blátt áfram skrökvað öðru eins? Átyllan er engin önnur en sú, að Trúboðsfjelag s. d. a., eða »Sambandið«, sem það hefur verið nefnt í deilugreinum okkar undanfarið, styrkti útgáfu blaðsins »Frækorn«á tímabilinu 1904—1909. Raft segir í grein sinni í »Vísi« 11. júlí, að Sambandið hafi gert það í þeim »skilningi«, að það væri þess rjetta eign. En til þessa »skiln- ings« hef jeg enga ástæðu gefið. Og þetta er misskilningur hjá Sam- bandsmönnum. Aldrei var blaðið »Frækorn« selt Sambandinu. Aldrei kom því til hugar að kaupa það. Frá upphafi var blaðið (árið 1900) stofnað af mjer, án vitundar, án nokk- urra afskifta og án nokkurs fjárstyrks frá Sambandinu. Blaðið var því frá upphafi ómót- mælanlega mín eign. Enginn einasti stafur er til fyrir því, að Sambandið hafi nokkurn tíma átt blaðið. Þess vegna vátrygði jeg og borg aði úr mínum vasa brunabótagjald ár eftir ár fyrir það, sem jeg átti fyrirliggandi af gömlum árgöngum »Frækorna«, ásamt öðru, sem jeg átti; en Sambandið hafði aldrei neitt vátrygt af bókum og ritum sínum; það brann alt og var það skaði þess en ekki minn, en illa situr nú á Sambandsmönnum að vilja eigna sjer það, sem þeir eiga ekki. Herra Nils Andersson bóksali tók við af mjer öllum birgðum bóka og rita sambandsins fyrir brun- ann, og jeg hef sundurliðaða skila- grein fyrir þessu hjá honum, þar sem hann telur upp, hve mikið sje til af hverri bók og hverju riti fyrir sig, en af »Frækornum« telur hann ekkert sem eign Sambandsins, sem heldur ekki var hægt, af því að jeg átti það, og hr. N. A., sem var allra manna best kunnugtuin afstöðu mína til Sambandsins, mælti heldur aldrei einu orði á móti þessu; og munu þó allir, sem þekkja hann, telja hann hollan Sambandinu. En uridir skila- grein þessari, sem hr. N.A. skrifaði, standa þessi orð: »Að þessi skilagrein er rjett við- urkennist hjer nieð. Nils Anderssoti.« Skilagrein þessi er til sýnis hjá mjer. Þetta, ásamt öðru, sýnir, hve al- gerlega ástæðulausí alt þetta tal Sainbandsmannaum eignarrjettþeirra á »Frækornum« er. Það er blátt áfram fjarstæða, sem engri átt nær, og ósköp skiljanlegt, að þeir vilja hvorki láta gerðardóm nje aðra dómstóla fjalla um málið. Þegar Sambandið hætti að styrkja blaðið (1909), og jeg 2. febr. 1910 skrifaði hr. Raft, að jeg hjeldi áfram útgáfu þess, þá bað jeg ekki Sam- bandið um neitt leyfi til þess að halda því áfram, því það átti ekkert með að gefa eða synja um leyfi í því efni; nje heldur fór jeg fram á að fá keypt blaðið, af þeirri einföldu ástæðu, að jeg sjálfur átti blaðið, en Sambandið ekki. Jeg bar allan kostnað af útgáfu blaðsins frá upphafi (1900 — 1904), og var hann fyrst í stað talsverð- ur, meðan tair keyptu blaðið. Sam- bandið Ijet sjer aldrei til liugar koma að vilja greiða rnjer neitt fyrir allan þennan útlagða kostnað, sem það auðvitað að einhverju leyti hetði átt að gera, ef það hefði eignast blaðið. En — eins og sagt var áðan — það, að Sambandið milli áranna 1904—1909 lagði styrk nokkurn til blaðs míns, af þvi að það áleit blaðið vinna að aðal áhugamálum Sambandsins, — þetta hefur vilt Sambandinu sjónir, ef það, eða formaður þess, í einlægni heldur því fram, að Sambandiö hafi verið j eigandinn. | Annars á jeg bágt með að trúa ■ því, að þeir tveir men n frá Sam- bandinu, sem nýlega hafa haldið þessari villu fram, geti trúað henni sjálfir, Og jeg efast um þetta vegrra 1 þeirrar rökleiðslu, sem þeir hafa : notast við til að sanna fjarstæðuna. Frá þessu ætla jeg að segja hjer: Til þess að verða skilinn, verð j jeg þá að geta þess, að á árunum j 1900 — 1904 var jeg í þjónustu Sambandsins á þann hátt, að jeg, ; samkvæmt samkomulagi, gaf því ! reikning fyrir hálfum starfstíma nrín- um: 26 vikur á ári, Hinn heinring tímans notaði jeg handa sjálfum mjer, þar eð jeg rak prentsmiðju og gaf út blaðið. Árið 1904 kom breyting á þetta. Þá óskuðu stjórnendur Sambands- ins eftir, að jeg breytti til þannig, að jeg ljeti Sambandinu í tje árs- fjórðungslega yfirlit yfir það 1) Hvað jeg græddi á prentsmiðju minni og 2) hvað jeg græddi eða tapaði á »Frækornum«. Sambandið vildi svo eftir þessu gjöra árslaun mín upp þannig, að það greiddi mjer þá árs- laun öll, en upp í þau laun gengi svo það, sem jeg innynni mjer á I fyrnefndan hátt. J fara allir, sem þurfa að fá skó eða aðgerð, beintin M HLAÐNAR PATRÓNUR nr. 12 góðar og ódýrar í verslun ESNARS ÁRNASONAR. Þvotíaduftið, sem nú er að ryðja burtu allri sápu og sóda úr heiminum, fæst hjáflestum kaupmönnum borgarinnar. Pantanir á skrifstofunni eru orðnar geysimiklar, einnig utan að landi, og hvaðanæfa frá streyma þakklætisbrjefin, meðmælisbrjefin og vottorðin um ágæti Vasguits. þvottakonurnar heimta Vasguit Húsmæðurnar heimta Vasguit. vHúsbændurnir sömuleiðis, og allir aðrir, því hver maður vill hafa hreinan þvott og óslitinn. V A S G U I T STAR BESTIR OG ÖDÝRASTIR I VERSLUN EINARS ÁRNASONAR Boínvörpuskip til sölu. Folio 1109. — 139 feta. — Byggður 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl 10 mílur á kl. tímanum með lítilli kolaeyðslu. Folioll03. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 niíiur á kl. tímanum með 6 tonna kola- brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078.--130 feta—Byggður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. 10^2 niílu á klt. 6 tonna kolabr á sólarhr,— Hval- bak. Lágt verð. Folio 1063. — 120 feta — Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostuaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acetylen Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Folio 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C. vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda ársins 1909 er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting. Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfu ás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o. s. frv. snúi lysthafendur sjer til Sharp Brothers, Baltic Chambers Newcastle-on-Tyne, sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. ■Símnefni: »Speedy«, Newcastle-on-Tyne. Scotts Code. NESTI í ferðalög og útreiðartúra er best og ódýrast í versl. Einars Árnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.