Vísir - 06.08.1912, Page 1
364
7
Ostar
bestir og ódýrastir
í verslun
Einars Árnasonar
"ND\su
Föt og Fataefni spS™5I
úrval. Föt saumuð og afgieidd á_ 12-14 tímum.
Hvergi ódýrari en í jDAGSBRÚN1. Sími 142.
Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. 25 blöð frá 30. júlí kosta: Á skrifst.50a. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A.
Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. 1172-3og5-7 Send út um laiidóO au. — Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 8—10, 2—4 og
Venju- Langbesti augl.staður í bænum. Augi.
6—S. sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingu.
Þriöjud. 6. ágúst 1912.
Háflóð kl. 10,22“ árd. og kl. 10,59“ síðd.
Háfjara hjer um bil 6 st. 12“ síðar.
Á morgun;
Póstar.
Perwie fer í strandferð.
Ingólfur til og frá Borgarnesi.
Póstvagn til Þingvalla.
Hafnafjarðarpóstur kemur og fer.
Álftanespóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
Loftvog r -< o OJ 4- .c T3 c > Veðurlag
Vestm.e. 762,6 6,9 VNV 1 Móða
Rvík. 761,7 4,3 0 Heiðsk.
ísaf. 763,3 7,8 0 Skýað
Akureyri 728,0 2,0 A 1 Skýað
Grímsst. 728,0 4,6 0 Heiðsk.
Seyðisf. 762,5 4,9 0 Hálfsk.
Þórshöfn 748,8 10,3 NA 6 Regn
Skýringar.
N—norð-eða norðan, A —aust-eða
austan, S—suð- eða sunnan, V—vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þann-
ig: 0—logn,l—andvari, 2—kul, 3—
gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6—
stinningskaldi,7—snarpurvindur,8:—
hvassviðri,9—stormur.lO—rok, 11 —
ofsaveður, 12—fárviðri.
Iiílflíktlirníir viðurkendu, ódýru.fást
uHVKlollll Ildl ávalt tilbúnar á Hverfis-
götu 6.—Sími 93.—HELGl og EINAR,
Minn elskulegur eiginmkðúr
Þórður Jónsson andaðist að
heimili sínu, Framnesveg 36, hinn
30. júlí. Jarðarförin 'fér fram frá
heimili hins látna fimtudag 8. þ. m.
og byrjar með húskveðju kl. l lf.h.
Kristbjörg Einarsdóttir.
Úr bænum.
Victoria Louise, þýska skemti-
skipið, kom hingað attur ímorg-
un. Æskilegt væri, að þessir er-
lendu ferðamenn yrðu ekki tafðir
frá að skemta sjer í landi með
ómyndar veðreiða- eftirlíkingum,
og íslendingar gerðu ekki þjóð
sinni minkun með framkomu
sinni í því eða öðru. Á veð-
reiðarnar og átgræðgina úti
í fskipunum hefur áður verið
bent í Vísi. En það mætií
benda á fleira, sem er oss til
lítils sóma, þegar útlendingar
koma hjer, svo sem það, að þeir
eru eltir um göturnar, nærri farið
ofan í þá, þar sem þeir eru að
tala saman, þeim lánaðar húðar-
bikkjur með reiðtýgjaræflum fyrir
geysi-verð og yfirleitt reynt að
hafa þá að fjeþúfu á allar lundir.
Sanngjörn viðskifti við' feroámenri
laða þá að landinu, og það er
oss groðavegur, en smásmygli
og ágengni um skör fram íælir
þá frá landinu og gerir oss tjón',
auk þess sem það kemur óorði
áíslendinginn,og það ætti að vera
þjóðmetnaður vor, að halda því
nafni í heiðri.
Almenningi kvað vera heimilt
að skoða þýska skemtiskipið í
dag kl. 3—6. e. m., fer í nótt.
Farþegar eru 460.
2. ágúst var haldinn hátíðlegur
í fótboltafjelögum K. F. U. M. í
húsi fjelagsins. Saiurinn var
skreyttur prýðilega og upplýstur
mjög. Fyrst söng Geir Sæ-
mundsson Hólabiskup 2 lög:
*Sólskríkjan«, lag eftirjón Laxdal,
og »Pess bera menn sár*, lag
eftir Árna Thorsteinsson. Söng
Geirs biskups þarf ekki að lýsa,
snildin var söm og fyr, og þó var
hannað þessu sinni veikur í hálsi —
hann er hjer til lækninga um
tíma. Nokkur kvæði fór Guðm.
Guðmundsson skáld með, nýort.
Sjera Bjarni Jónsson mælti vel
og fjörlega fyrir íslandi, en sjera
Friðrik Friðriksson hjelt fyrirlestur
um fótboltaleik o. fl. — Skemtun
þessi var hin ánægjulegasta og
var hún einu þjóðhátíðarbrigðin,
sem vart varð þennan dag, auð-
vitað að ógleymdu því, að fánar
voru víðast á stöngum, flestir
rauðir þó.
Sjerajóhann Þorkelsson dóm-
kirkjuprestur fór í gær norður í
land og býst við að verða mánaðar-
tíma fjarverandi.
Frá alþingi.
Dagskrá alþjngis í dag.
Nd. (kl. 12)
1. Vatnsveitaí verslunarstöðum 2.u.
2. Styrktarsjóður handa barnakenn-
urum 2. u.
3. Útflutningsgjald 2. u.
(E. d. kl. 1)
1. Eggjasala 1. u.
2. Ófriðun sels 1. u.
3. Útrýming fjárkláðans 2. u.
Fyrstu Iögin
sem afgreidd eru þaðan eru um
alþingistímann og voru afgreidd í
gær frá e.d. og hljóða svo:
Hið reglulega alþingi skal koma
saman fyrsta virkan dag í júlí mán-
uði, ennað hvort ár, hafi konungur
eigi ákveðið annan samkomudag
sama ár.
Leiðisgrindur
tvennar til sölu hjá
Eyv. Árnasyni.
Magnús Sigurðsson
Yfirrjettarmálaflutnirigsmaður.
Kirkjustrœti 8
Venjulega lieima kl. 10—11 árd
kl. 5—6 síðd.
i Talsími 124.
Raddir
almennings.
(xóður túlkur.
Um daginn, er farþegar af þýska
skemtiskipinu »Grosser Kúrfurst*
voru hjer á landi, var einn þeirra
á gangi með túlk við hlið sjer á
Lækjargötunni hjer í bænum og
staðnæmdist frammi fyrir stand-
mynd Jóns Sigurðssonar. Þjóð-
verjinn mælti:
»Af hverjum er þessi stand-
mynd?«
Túlkurinn: »Já.«
Þjóðv.: »Er hún af alþingis-
manni eða frægum stjórnmála-
manni ?«
Túlkurinn: »Já.«
Þjóðv.: »Eða er hún af ein-
hverjum háttstandandi embættis-
manni?«
Túlkurinn: »Já.«
Þjóðv.. »Og hver var hann?«
Túlkurinn: »Já.«
Þjóðv.: »Var hann andlegrar
eða veraldlegrar stjettar maður?*
Túlkurinn: »Já.«
Þjóðv.: »Þjer eruð dæmalaus
heimskingi« (Idiot).
Túlkurinn: »Já.«
Sjeu margir af túlkunum jafnvel
að sjer og þessi var, er ekki mikil
ástæða til að ætla, að þeir fari
mikið fróðari til skips aftur um
það, sem fyrir augun ber í höf-
uðborginni, er þeir koma á land.
Það gegnir furðu, að nokkur
maður skuli taka að sjer ?ð vera
túlkur, sem ekki skilur eða talar
meira í þýsku en svo, að hann
ekki geti sagt þeim, sem hann
leiðbeinir, deili á því sem dag-
lega ber fyrir auga manna í höf-
uðstaðnum. Það er til mikillar
vansæmdarfyrir þjóðina að »stilla
upp« slíkum þöngulhöfðum til
þess að leiðbeina útlendum ferða-
mönnum af háum stjettum.
Þeir, sem ráða túlkana, ættu
að grenslast eftir því, hve hæfir
þeir eru til þess vera það.
Hvað skyldi hafa orðið úr
þessum blessuðum túlk, sem að
framan er getið, ef hann hefði
verið svo slysinn að lenda með
samfylgdarmanni sínum inn í
safnhúsinu og þurft að skýra«fyrir
honum allt, sem hann hefði að
líkindum óslcað skýringa við þar?
Vonandi er, að í dag verði
enginn slíkur glópur í fylgd með
þýsku ferðamönnunum, og að
menn og konur höfuðstaðarins
mættu yfir höfuð sjá sóma sinn
í því að vancia alla framkomu
gagnvart þessum ókunnu ferða-
mönnum, sem því miður hefur
ekki verið sem skyldi hingað til,
hvorki af hálfu karla nje kvenna;
þó skal hjer enga til nefna að
sinni.
Hrafn.
Veðreiðarnar.
Jeg sje af »ísafold« á laugardag-
inn, að hún hvetur menii sem eiga
góða hesta, að láta reyna þá á þessnm
svokölluðu »veðreiðum«.
Og hún bætir við: »Þetta, að
menn hristi af sjer tómlætið og sendi
hesta sína á kappraun, það er skil-
yrði þess, að veðreiðarnar verði
ánægjulegar, fyrir innlenda menn
jafnt og útlenda«.
Ójá. Svo það er skilyrði þess
að veðreiðarnar verði »ánægjulegar«
að menn »sendi hesta sína á kapp-
raun«. Hitt líklega stendur á sama
hvernig hestunum er riðið, hvort
það er gert af mönnum með viti,
eða einhverjum óviturn, sem um það
eitt hugsa að þjösnast einhvernveg-
inn áfrain með handa og fóta bar-
smíð.
Sannleikurinn er sá, að það hefur
enga þýðingu að senda hesta í kapp-
raun — getur meira að segja verið
til stórminkunar, eins og veðreiðarnar
hafa verið hjer í sumar — nema
menn kunni með hestana að fara.
Hvar skyldi það t d. vera tíðkað við
veðreiðar. að á öðrum hestinum sitji
drenghnokki sem vigtar um 100
pund en á hinum maðursem vigtar
160 pund eða jafnvel meira?
Eða einhverjir og einhverjir, sem
aðeins geta barið nógu mikið »fóta-
stokkinn* hvað illa og ólánlega
sem þeir fara á hestinum, fái að
taka þátt f veðreiðunum?
En þetta hvorttveggja á sjer stað
hjer.
Og þegar eigendur hestannahafa
ekki vit á þessu á stjórn íþrótta-
vallarins að taka í taumana. Menn-
irnir sem á hestunum sitja, eiga að
vera sem jafnastir aö þyngd, og
engir aðrir taka þátt í veðreiðunum
en þeir sem eru.þeklir að því að
kunna að fara með hestinn, og sitja
á honum svo sem sæmir veðreiða-
mönnum.
Skeiðið sem hestarnir eru látnir
renna, er mikils til of stutt. Ætti
að vera einu sinni í kringum hring-
inn. Á þol þeirra reynir því ekkert
Fjörugir hestar standa aldrei jafn
framarlega þegar af stað er farið,
svo á svona stuttu skeiði er við
því búið að hesturinn, sem fremst
stendur, verði fyrstur hvort sem
hann er fljótastur eða ekki, en aðrir
hestar eru seinni af stað en sælcja
sig stöðugt eftir því sem hlaupið
er lengra, einkum þó skeiðhestar.
Meðan veðreiöarnar eru rjettnefnd-
ur »skrípaleikur« eins og þær hafa
verið í sumar, meðan stjórnin á þeim
er svo ljeleg, að þegar mennirnir