Vísir - 14.08.1912, Page 2

Vísir - 14.08.1912, Page 2
V I S I R tala í Esbjerg lil haustsins. Mikla ánægju hafði maður af því að hitta hjer f sumar jungfrú Sigríði Björns- dóttur úr Reykjavík. Var hún hjer með Þórði lækni Edilonssyni og konu lians úrHafnarfirði. Altaf þegar maður hitti hana, var hún önnum kafin að sýna lækninum bæinn. — — Á strykinu sást og nýlega pró- fessor Jón Kristjánsson með konu (brúðkaupsferð). Pau ganga nú um og skoða í búðarglugga svo eng- inn hefur neitt af þeim að segja. Og loksins — jeg ætla að segja það, þó jeg þykist vita að jeg særi mörg heit og þýð meyjahjörtu í Reykjavik, en það frjettist hvort sem er. Það er ekki til neins að leyna því — það er eins gott að að segja það strax — okkar ágæti, góði, gamli Reykjavíkur-dandy hann Pjetur (núverandi titill Operasöngv- ari Pjetur Jónsson, utanáskrift: Pen- sion Moritz, Niirnbergerstrasse 8 W. 50 Berlin), nefndur' Pjetur Jónsson, sómi og laukur fæðingar- bæar síns (og vonandi aðeins tíma- spursmál hvenær hann er evropæiskt nafn), þessi sami maður er — trú- iofaður — — Látið þið nú ekki líða yfir ykk- ur, ungu stúlkur, þetta var viðbú- ið, þakkið þið heldur hamingjunni að þið gátuð haldið í hann svo Iengi og setjið upp bros þó sorg- in búi í hjartanu. Hann er trú- Iofaður. Jeg hef sjeð það mcð eigin augum, báða hringana og { bros sem engum gat dulist hvað þýddi. Hinn hiutaðeigandi erfrök- en Ida Mario Köhler (heimili: Pen- sion Moritz Núrnbergerstr. 8 W. 50 Berlin) Wagnersöngkona og dóttir verksmiðjueiganda, fríð stúlka og elskuleg. Voilá tout. Jeg held það sje alveg árangurslaust að reyna að »stinga hana út« (alvar- lega talað). Jeg hefi sjeð kærustu- parið með eigin augum.----------— En verum glöð — þetta var svo viðbúið--------------— — í næsta brjefi vona jeg að þurfa ekki að flytja slíkar sorgarfregnir — ekki unga kvenfólkinu, því það er mjer sárast um. Þorlákur. Mokafli í Hnifsdal og Bolungar- vík. Frá ísafirði varla farið á sjo nema á smábátum, mótorar farnir norður á Húnaflóa og fiska þar vel Vjelaþilbáturinn Freya af ísafirði kom tvisvar inn nýlega hlaðinn fiski þaðan. Ágætis veður vestra. 2 bláir kettir óskast til kaups. Hátt verð. Upplýsingar á afgr. »Vísis«. TAPAD-FUNDIÐ(g| Timburfleki (virðist vera úr liest- húsgólfi) hirtur af götu. Vitja má til Þ. Björnssonar, lögregluþjóns. Af alþingi. Dagskrá alþingis í dag. Nd. (kl. 12) 1. Till. um meðferð fjárkláðans 1. u. 2. Verðtollur 3. u. 3. Eggjasala 1. u. 4. Læknishjálp þurfalinga. 5. Þjóðjarðasala. 6. Presthólasala. 7. Stimpilgjald. (/:. d. kl. 1) 1. Verslun Norðfjarðar 3. u. 2. Ófriðun sels 3. u. 3. Versl. og veiting áfengis 3. u. 4. Mótak 3. u. 5. Verslunarlóð Hafnarfj. 2. u. 6. Lendingarsjóðsgjatd 1. u. A Kjötmerking 2. u. Ráðherrafyrirspurmrnar í gær. J. Ól. taldi aðalástæðuna að fyr- irspurnirnar komu fram að nauð- sýn væri að vita hvað knúið hefði tii stjórnarleyfisins. Svo dult hefði verið farið með þetta mál í stjórnar- ráðinu að sjer hefði verið meinað þar að sjá skjöí málsins ncma hann fengi til þess ráðherraleyfi. Ráðherra sagði að hjer væri um að ræða 17 uxahöfuð af rauðvíni sem frakkneski skip hefði komið með hingað handa tveim frakknesk- um botnvörpungum er ætluðu hjeð- an til New Foundland. Frakkneski ræðismaðurinn hefði fengið Ieyfi til að láta þetta vín bíða í skipi sem lá á höfninni og var þar tekið á móti því og það afhent aftur — þrem vikum síðar — undir eftir- liti lögreglustjóra. Þetta væri gert eftir heimild í 5. gr. aðflutnings- bannsiaganna, síðustu málsgrein. er þetta væri hliðstætt við. Vínið væri ekki heldur flutt í land. J. Ól. taldi eigi heimild í tilvís- aðri grein og enga hhðstæðu þar. Kr. J. áleit að fyrirspurnirnar væru af öðrum toga spunnar en um- hyggju fyrir aðflutningsbanninu, þar sem hjer væri ekki að ræða um neyslu vínsins hjer á landi. Hann hefði leitað álits þeirra er vant væri að stjórnin leitaði til, áður hann feldi úrskurðinn, þar á með- al hefði hann borið málið undir skrifstofustjóra 3. skrifstofu (Indriða Einarsson) sem hafði mest unnið að samningi aðflutningsbannslag- anna, og allir hefðu verið á einu máli um að ieyfið bæri að veita. Annars væri í allra vitorði að skip færu hjer umhverfis landið áriðum kring hlaðin áfengi. L. H. B. Ekki væri rjett aðdrótt- un Kr. J. um ástæðuna til að fyr- irspurnir væru bornar fram, hann gæti meðal annars sjeð það á því, að bróðir hans væri einn spyrjenda. Hann væri algerlega hissa á æðsta dómara landsins að geta ekki áttað sig á svona einföldu máli og þar sem hann bæri fyrir sig skrifstofu- stjórann væri það líkt þvi sem sagt væri um lundann að hann ýtti kof- unni á krókinn. Hjer væri ekki um neina hliðstæðu við iögin að ræða og leyfið væri tvímælalaust brot á aðflutnings-bannslögunum, svo og tvímælalaust brot á tolllög- unum og enn brot á lögum um sölu og veitingu áfengra drykkja. Verk^ður kaupist mót peYvvtv^a&o*$utv v Vóxvö. Lægsta tilboð sje sent í lokuðu umslagi merkt Fiski- kaup á skrifstofu Vísis hið fyrsta. Þar sje miðað við afhendingu við skipshlið —án umbúða— eða í pakkhúsi á metnum fiski alskonar, no. I og 2 og til- greint hve mikið af hverri tegund. Gufuþvottavjelin „ldeal frá De forenede Jernstöberiers-Fabrik-Udsalg i Aarhus, útýmir hver- vetna öðrum þvottavjelum því hún þvær þvottinn í sjálfum þvotta- pottinum á meðan vatnið sýður. Ideal sparar hendurnar á þeim sem þvo. >ldeal« slítur ekki þvottinum eins og þvottabrettin. Ideal sparar sápu og sóda. Ideah sparar tíma og peninga. »ldeal< kostar nú 20 kr. að viðbættu flutningsgjaldi. Flýtið yður að senda pönturr áður en vörutollur eða verslunar- gjald verður lögtekið, því þá hækkar verðið. Upplýsingar gefur GUÐLAUO J. JÓNSDÓTTIR á Laugaveg nr. 11 og undirritaður. Páií Jónsson. (89) Nýar íslenskar kartöflur og nýtt íslenskt smjör hvortíveggja mjög gott. Fæst í versl. ÁSBYRGI Hvérfisgötu 33 - • ; • • —. J. Ól. taldi aöflutnihgsbannslög- in ná ekki einungis til hins þurra lands heldur og alls Svæðis innan lándhelgislínunnar. Sagði að með skilningi ráðherra yrði miklum ó- rjetti beitt við innlenda fiskimenn ef kolatollurinn kæmist á. Þá gætu útlendingar tekið^ öll sfn kol á höfn- inni og verið lausir við tollinn. Ráðh. sagðist hafa láert það að þingsins verk væri að sétja lög en dómenda að dæma eftir þeim. Taldi ekki rjett að deildin færf að gera sig að dómara. Tollur sje ekki tekinn af vörum sem ekki komi hjer í land, til þess vanti sjerstakt ákvæði í lögunum og það hafi milliþinganefndin haft í kolaeinok- unárfrumv. sínu. Niðurl. FUNDUR verður í st. EININGIN No.14 í kveld kl. 8^/j. Allir fjelagar hennar beðnir að mæta stundvíslega. Sem að undanförnu sendi jeg myndir út til stækkunar J. Gfslason Lagaveg 24. K. F.U.M. Haukur fótbolti kl. 9. U. M. F. R. Fundur í kvöld (14. ág.) Mörg mál á dagskrá. Fomaður fjelags- ins segir ferðasögu sfna. Stjórnin. ggj KAUPSKAPUR Barnavagn óskast til kaups eða leigu. Uppl. í vesl. Ásbyrgi Hverfisgötu. Klæðaskápur ódýr óskast til kaups. Uppl. Njálsg. 42, uppi. H Ú S N Æ Ð~7 2 herbergi, helst í miðbænum óskast til leigu. Afgr. vísar á. Herbergi, fyrir einn mann, með sjerinngangi óskast tii leigu frá 1. okt. til vors. Afgr. vísar á. Norðurpóllinn er til leigu 1. okt. :rá A T V I N N A 16 ára pitur, vandaður, reglu- samur og vel að sjer óskar eftir plássi við verslun í haust. Upp- lýsingar á Bergstaðastræti 43 Góð meðmæli ef óskast. i Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.