Vísir - 11.09.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 11.09.1912, Blaðsíða 2
V í S 1 R , S T Ó R UTSALA ■bímctto TjPXFEttt' iwtaPCTria s— VEFNAÐARVÖRUVERSLUN iiTH. THORSTEINSSON. ingólfshvoli, er nú byrjuð og stendur til laugardagsins 14. september. Samson rorrar á rúmstokknum einsamali seint um kvöld og kveður með hásum rómi: Versta árans ótæti, er menn framið geta, er að eiga embætti og o’n í sig að jeta. Valdsmennirnir vondu frekt varðhaids gefa skipan, þeim er meir en mátulegt að merki ögn þá »Svipan.« Brennuvargar bölvaðir, borðalagðir þjófar, alla daga ölvaðir, illmenni og bófar. Svona djöflum margan mann munar í að sálga, unun væri einhvern þann upp að híva’ í gáiga. Hjeðan burt jeg feginn fer með fullan mæli synda, andskotinn felur eflaust mjer undir þeim að kynda! Ingimundur. 1 KAUPANGI fæst: sW\x\5\tsv\fol\t\$ttt, pundið 20 au., sfeoJa^uaSuv aWsfoowav handa konum, körlum og böriium, þar á meðal sandalar, verkmannastígvjel og inniskór( frá 75 ,au. til 3 kr.), tilbúirsn fatnaður. Kaffi og sykur með ágætu verði, og ýmislegt fágætt, sem upplýsingar verða gefnar um í búðinni, Munið að góðar VÖrur eru seldar með iágu verði í Kaupangi, Lindargötu 41. ev að taka eftir því, hversu þau fyrirtæki blómgast, sem fá Vísi í lið með sjer. *y,a^s^x\u meuu auglýsa Yísi. ri "WV'- Tómar þriggja pela flöskur kaupir hæsta verði J. P. T. Brydesverslun, Tilsögn í frakknesku, ensku og dönsku veitir Thóra Friðriksson, Yonarstr. 2. OSTAR eru bestir og ódýr- astir ímatarverslun Tómasarjónssonar, Óskast keyþt þessi tölublöð af »Vísi«: 37. 54 157. og 174. Hátt verð borgað. D. Östlund. Lystivagn fer frá R.vík Grettis- götu 10, kl. 11 f. m.; frá Sjónarhól í Hafnarf. kl. 4 e. m. Sunnud. þriðjud. fimtud. og laugardaga. Kehsla í þýsku ensku og dönsku fæst hjá cand. Halldóri Jónassyni Vonarstræti 12 II. Allir lesa það sem augiýst er í Vísi. Líkkistur og líkklæði | er best að kaupa í verksm öjuntú á Laufásveg 2, hjá EYVINDI ÁRNASYNI. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. YÍSIE Afgreiðslan (Hotel ísland) opin daglega kl. 11—3 og kl. 5—7. Skrifstofan (Pósthússtræti 14A uppi) opin í dag kl. 2—4 og 6—8. Pappírspokar v,—1-2-3—4—6—8— 10—20 pd. Pappír í rulium 20—40 og 57 ctm. Með verksmiðjuverði plus flutn- ingsgjald, meðan birgðirnar endast. Carl Lárusson, Laugav.5. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. S'ívt\aslát\xv^\vis\5 \ ^avs. (Niðurlag.) En það erað segja af fyrsta svíninu, að járnkeðjan, sem hóf það á loft upp, heingdi það upp á járnbita, sem liggur eftir loft- inu, en þessi biti hallast lítið eitt, svo svínið sígur eftir honum inn í I næsta herdergi hægt og gætilega, en þar endar bitinn, svo svínið dett- ur þar niður — og heyrist dynkur mikill — niður í stórt kerald með sjóðandi vatni. Þar liggur svínið nokkrar mínútur, hvertsvínið hlamm- ast ofan í keraldið á fætur öðru, eins og úr lausu lofti, fram af bit- anum. En jafnóðum er hvert af öðru dregið upp úr keraldinu og þau lögð á borð, hvert við hliðina á öðru en þar taka inargir menn við þeim og skafa af þeim hárin með stórum sköfum. Enn á ný eru þau hvert af öðru hafin upp undir loft og heingd á afturfótunum upp á nýan járnbita. Nú eru skrokkarnir hvítir sem mannabúkar og gljáandi af ístrunni. Bitinn hallast, svo svína- skrokkarnir líða hægt og hægt hver á eftir öðrum fram eftir húsinu. Á miðju gólfi stendur glóandi ofn. Fremsta svínið færist na^r ofninum. Ofninn klofnar alt í einu í tvo gló- andi helminga, svínið kemst þar inn á milli, ofninn smellur saman, og hefur eins og gleypt svínið. >Það vellur og síður, það vogar og gnýr.« en aðeins Iitla stund. — Ofninn opnast aftur — svínið heldur áfram eftir bitanum og nýtt svín er kom- ið í þess stað. En ekki er þar með búið. Fyrsta svínið heldur áfrani eftir eldbaðið, og kemst und- ir vatnssteypibað ofan úr loftinu, sem kælir það eftir logann, og nú taka menn við og skafa það og þerra svo það verður hvítara og hreinlegra en nokkru sinni áður. og nú taka við því nýir menn sem rista það á hol og taka inn- ýflin úr því. Dýralæknir stendur þar og athugar jafnóðum öll inn- ýflin og skoðar hvern skrokk. Bæði hann og allir sem unnu í þessum hluta hússins voru fremur ófrýnilegir að sjá, útataðir í blóðslettum og óþverra. LoftiÓ fult af vatnsgufu og ógeðslegri brælu frá sviðaofn- inum. Mjer datt í ’nug, að ef nokk- ur svín hefðu hugmynd um þenn- an hryllilega dauða, eins og honum nú er lýst, fyndist mjer við eigandi að þau syngju þetta sálmavers úr Vísnabókinni: Myrkur og svæla sífeldleg, sorg og djöflamynd ófrýn mjög, óp og ýlfranir eilífs veins andstyggileg lykt brennisteins. Það helvíti, sem prestar kendu fólkinu á 17. og 18. öld, virðist í raun og veru hafa verið mjög svip- að þessu aldjefli, sem svínin í Aars verða í að komast. Og þegar jeg sá þar ofninn glóandi, sem opnaði sig og gleypti svínin hvert á fætur öðru,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.