Vísir - 20.09.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1912, Blaðsíða 2
V I S l R Karlmannafatnaður, Regnkápur, Vetrarkápur o. fl. nýkomið til TH THORSTEINSSON & CO«, FATAVERSLUN. HAFNARSTR. 4. ■ FATAVI JL am i er fiskur, en ekki maöur«,og: »hann kvelur guð!« Sundmaðurinn fjekk sjer morg- unverð, sem honum er rjettur í flösku. Það er te með dálitlu af koníaki í, og svo tekur hann þegar fult skrið og sjer ekki á, að hann sje hið minsta þreyttur. Hann klýfur bylgjurnar án afláts, og einstaka sinnum talar hann lít- ið eitt við róðrarmennina. Þeir spyrja hann hvort hann sje ekki syfjaður, og hann segir: »Jeg fæ að sofa nóg heima«. En hann er altaf að hugsa um, hvernig róðrar- mönnunum líði, og gefur skipstjór- anum leiðbeimngar um stefnuna, og allir dást að umhyggju þeirri, er hann ber fyrir þeim. Skipstjóri hrópar við og viö í kallpípuna hversu langt er komið: 20 rastir — 25 rastir — 30 rastir — tvær rastír enn, og Burgess er unninn! Þegar 35 rastir eru komnar, fara menn á gufuskipinu að verða kvíðn- ir þess, að óhapp kunni að vilja til, en þó myrkrið skelli á og sund- maðurinn sje langsamlega búinn að yfirstíga Burgess, þorir enginn að stinga upp á því við hann að hann hætti. Svo fara að sjást ljósin í Bakú í fjarska. Romantschenko fær kveld- verð sinn, harðsoðið egg, sem hann gleypir eins og hákarl. Nú er auð- sjeð, að hann tekur á því, sem hann á til við sundið. Bærinn nálgast óðum, og þegar aðeins er ein röst eftir er skriðurinn aukinn á gufu- bátnum, svo læknir geti veriö til taks, er sundmaðurinn kemur að landi, og þegar Romantschenko er kominn að, þar sem baðvistarstöð- in er, er læknirinn þar og strand- lengjan öll svört af fólki, sem hrop- ar húrra, Hver svo hátt sem hann getur. Læknirinn athugar, að slagæð sundmannsins slær 110, og segir það ágætt. Romantschenko fær svo bolla af te, og gengur svo yfir virkisstrætið í baðfötum sínum að ljettivagni, sem flytur hann í gisti- hús. »Það er erfitt að ganga á Iandi«, segir hann brosandi. »Sjór- inn er allt mýkri og viðfeldnari.* Á leiðinni er hent til hans rósum, og vagninn er brátt fyltur af þeim, og borgin ræður sjer ekki fyrir fagnaðarlátum. Hann hefur synt 48 rastir á 24 tímum og 10 mínutum. (Að mestu eftir »Politiken«.) I varningsferð. (Sögukorn frá Sviþjóð). Eiríkur varningsmaður var á sölu- ferð í sveit og seldi borðbúnað úr nýsilfri. Það var þá alveg nýkom- ið á gang og óþekt í sveitum, en eigi að síður gekk illa út hjá hon- um, enda þótti hann byði það fyrir 40 krónur hvert. Það lá samt vel á honum. Hann var vongóður eins og altaf. Hann vissi með sjálfum sjer, að hann kunni lagið á fólki. Hann kom nú að bæ, þar sem hann hafði aldrei komið áður. Mat- búr stóð einstakt, laust frá öllum bæarhúsum, og þangað stefndi hann, gekk rösklega heim að stjettinni og leysti af sjer töskunameð varningn- um og gekk svo inn. Þar var kona inni, roskin að aldri og ekkert ann- ,að af fólki. — »Sæl og blessuð kona góð. Þökk fyrir síðast! Hvernig sæki jeg að?« segir hann glaðlega. Konan leit á hann stórum aug- um og tók til orða: — »Jeg man ekki til að jeg hafi sjeð þennan mann áður.« Hann tók af sjer húfu og vetl- inga og settist óboðinn á bekkinn. Þar hagræddi hann sjer sem best hann gat og svaraði svo kompán- lega: —»Víst þekkir þú mig, konagóð. Jeg fór hjer um fyrir fjórum árum og seldi nokkra smámuni. Jeg held jeg ætti að muna eftir því. Eng- inn vildi kaupa hjer í kring og allir prúttuðu niður úr öllu valdi, svo jeg hafði ekkert upp úr söl- unni nema skömm og skaða. Þá varst þú til að bjarga mjer, blessuð. Þjer fanst líklega, að fátækur varn- ingskarl þyrfti að fá sitt, ekki síð- ur en aðrir. Já, þú keyptir af mjer nokkra nauðsynja muni og það án þess að prútta nokkurn skapaðan hlut. Soddan viðtökur man mað- ur alla sína æfi; jú jú, það eru einmitt svoleiðis smá viðburðir, sem gera fátækum varningsmanni bæri- legt að lifa í þessum ágirndarfulla eymdadal.« Varningskarlinn sýndist ætla að klökkna. Allur kuldi bráðnaði þá úr kerlingunni. Hún tók til orða og mælti til hans vinsamlega: — »Jæja, þú segir það víst satt og rjett. Jeg legg það ekki í vana minn að vera vond við fátæka. En hvað er það, sem þú hefur að selja ?« — »Já, það skal jeg nú sýna madömmunni. Það er nú sjáandi.« Hann stóð upp, keikur og upp með sjer og opnaði tösku sína, tók þar upp borðbúnað og raðaði öll- um gripunum, gljáandi og skín- andi á borðið.« — »Skoðaðu til, madama góð, þetta eru gripir, sem madaman ætti að eignast. Góðir gripir handa góðri konu!« — »Hvað er að tarna, silfur! Á þetta að vera ekta silfur?* — »Víst er svo, alveg ekta alt í gegn«, svaraði hann fljótlega, ogljet á engu bera. »Það besta og full- komnasta sem hægt er að fá.« —»Þetta ber þá vel í veiði«, sagði húsfreyan. »Jeg ætlaði mjer einniitt að kaupa borðbúnað handa annari dóttur minni. Jeg á tvær, en ekki nema einn borðbúnaðinn, svo jeg verð að fá mjer annan í viðböt.« Húsfreya tók nú upp hvern grip fyrir sig og skoðaði vandlega, en ekki leit hún samt eftir því, hvort þeir væru stimplaðir. Síðan lauk hún upp skáp og tók þar útborð- búnað af gömlu silfri. — »Sjáðu til, hjer er sá borð- búnaður, sem önnur dóttir mín á að fá«, sagði hún. —«Guð gefur sínum«,sagði varn- ingsmaðurin; -þaðervíst þessvegna að þú hefur getað keyptsvona dýr- an silfur-borðbúnað, að þú ert svo væn manneskja. Þú skalt njóta góðs frá mjer og ekki borga meir en sanngjarnt er, fyrir silfrið sem þú kaupir hjá mjer.« Konan trúði þessu en hjelt þó áfram að skoða »silfrið« í krók og kring. Á endanum tók hún íram reislu og vóg hvern grip, bæði í sínum borðbúnaði og þeim sem hún ætlaði að kaupa. Varnings- rnaður hafði engan baga af því, vegna þess að hans gripir reyndust snögt um þyngri. Hún tók til orða og mælti til hans: — » |eg held jeg verði að kaupa af þjer borðbúnaðinn. Jeg þykist vita að þú seljir hann ekki dýrari heldur en hino var. Jeg gaf fyrir hann 150 krónur.* — »Jeg' skal láta þig fá hann fyr- ir 150 krónur«, svaraði hann undir eins. Minna getur það varla verið fyrir svona góðagripi.« — »Jæja, jeg geng þajað'því,« sagði húsfreya og ljet niður hjá sjer hvorttveggja borðbúnaðinn. — »Madaman getur víst ekki selt manni bita að borða og kaffi-tár,« spurði Eiríkur varningsmaður. — Jú, víst var það til reiðu. Hún bar fram mat og drykk, en varningskarl Ijet ekki standa á sjer, heldur tók til þess, sem fram var reitt, af öllum kröftum. Þar kom, að hann var mettur. Húsfreya fór að telja honum út peningana og þá segir harin: — »Nú, nú, blessuð vertu, nú skal jeg reyna að gera mína vísu ogsýna þakklæti fyrir altþað góða sem jeg hefi reynt af þjer, bæði fyr og síðar. Jeg skal gera það fyrir þig að láta þig fá borðbúnað- mn á 140 krónur.* — »0 sussu,« svaraði hún, »ekki vil jeg vera að hafa af þjer þann litla ábata, sem þú átt að hafa!« — »Það verðurnúsamt að vera,« sagði hann góðmannlega og göf- ugmannlega. »Taktu hjerna við tíu krónum aftur.« — »Jæja, fyrst þú endilega vilt það. En þá kemur að því, að jeg Skoðið korðana í glugganum hjá TH.THORSTEINSSON í INGÓLSHVOLI, aj Ksxpxxa vovum &om\3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.