Vísir - 25.09.1912, Síða 3

Vísir - 25.09.1912, Síða 3
H 1 S I A uppá migsíðustu dagana, aðjeg hef aldrei getað talað við þig, elsku Jón«. »Allir heita þeir Jónar, þessir bless- aðir skrælingjar«, hugsaði Carl, »það er rjett að jeg reyni enn þá einu sinni að vekja liann Jón minn, því þetta ætlar að verða besti ró- man«, og aftur setti hann olnbogann í vin sinn, en það kom fyrir ekki. »Quð hjálpi mjer,« æpti stúlkan; »líkið hreyfði sig«, Carl hjelt að honum hefði mis- heyrst. Maðurinn tók fastara utan um stúlkuna og sagði glettnislega: »t>ú ert ekkert betri en bölvaður baunverjinn, sem jeg verð að drag- ast með. Jeg hef aldrei þekkt karl- mann jafn myrkfælinn og hann«. »Já, en hvað mjerlíst illa á mann- fýluna og hvað jeg var þjer þakk- látur, að þú skyldir bjarga mjer, þegar hann ætlaði að kyssa mig í gær«. »Hefði jeg ekki þá og þegar bú- ist vlð Carli blindfullum heim, þá hefði jeg auðvitað beðið þig um að koma inn á herbergið mitt, en nú hafði jeg engin önnur ráð en að tiltaka þetta herbergi, þvi jeg vissi, að Carl mundi aldrei hafa hug í sjer til að elta mig inn í herbergi, þar sem lík er í rúminu«. Það fór að fara um Carl, hann var orðinn algáður, hann sá að maðurinn við gluggann hlaut að vera vinur sinn, en hver var þá í rúminu hjá honum? í ofboði þreif- aði hann á handlegg og síðu fje- laga síns, en þegar hann fann ís- kaldan náinn, rak hann upp ógur- legt öskur og stökk fram á gólfið og beint í faðminn á karlmannin- um, sem einnig hafði hröklastfram á mitt gólf. Það komst brátt upp, að Carl hafði aldrei komist lengra er á 3. loft; og að þeir fjelagar báðir höfðu tekið sjer það bessaleyfi, að fara inn í herbergi dauða mannsins, sem beið þar komu ættingjanna. Þeir stóðu þarna báðir á miðju gólfi, þegar húsbóndinn kom að, en stúlk- , an lá í yfirliði á gólfinu. Öskrið hans Carls hafði vakið margt fólk i húsinu, þar á meðal húsráðand- ann, sem í ofsa reiði skipaði öllum þremur sökudólgunum að hafa sig á burtu undir eins og dagur væri kominn. Þau gjörðu það. Um Carl veit enginn neitt, en hin tvö eru nú gift, og segist Jón ekki sjá eftir öllu saman, því sjer hefði aldrei líkað, að unnusta hans yrði kyr hjá þessum bannsetta gamla karli, sem hafði verið dauðskotinn í henni. — (jelymið eigi að senda afmælisdagana — tveim — dögum fyrir birtingu og auglýsíngar — fyrir kl. 3 — daginu fyrir birt- ingu. Östlunds-prentsm. arnas kolinn í Bergstaðasíræti 3., íekur enn á móti nokkrum börnum. Brynleifur Tobiasson. íþröttafjelag Rvíkur. (i. s. i.) Ennþá geta nokkrir menn fengið inntöku í íþróttafjelag Rvíkur. Leikfimi er mánudaga og fimtudaga eldri deild, þriðjudaga og föstu- daga yngri deild. Kennari er hr. Björn Jakobson. Gjald 50 aura á mánuði. Æfingar í Leikfimishúsi mentaskólans. Heitt og kalt bað. Menn gefi sig fram við hr. Helga Jónasson f Edinborg fyrir 1. okt. Stjórnin. fynr stúlkur hefi jeg undirrituð í hyggju 1 n öl £ 11 Cf> cS iv. ^ S U að halda næstkomandi vetur. Nánmsgreinar verða: íslenska. (stílagjörð, málfræði og upplestur), danska, enska, (að lesa, tala ogskrifa bæði málin), reikningur, skrift, söngur, handavinna og fleiri námsgreinar cflir óskum. Stúlkur verða tekuar í einstakar námsgreinar. Kenslan byrjar 15. október. Iðnskólanum í Reykjavík. Hólmfríður Árnadótfir. Til viðtals kl. 11 —12 árd. og 7—8 síðd. TIL HUSMÆÐRA. Rúí>mjöl Kæfukrydd, fyrirtaksgott (hefur verið reynt). besta tegund, eftirspurða, 30 au., ásamt fleira, fæst í Versl. Ásbyrgi, Hverfisgötu 33. Haust-útsaian í Edinborg heldur áfram þessa viku. Óviðjafnanleg kaup gjörast þar. Hvergi ódýrari fatfiaðír í bænum. Hvergi betri kaup á skófatfiaöi. Athugið verð og gæði. CymMína Mn fagra. Eftír Charles Garvice. Frh. »Æ, gerið það ekki«, sagði hann, »Verið þjer kyrrar hjerna, ef jeg má biðja yður. Úr því að við höfum hitst svona undarlega eða æfintýra- lega, — þá verð jeg að leyfa mjer að kynna mig yður og vin minn líka, ef jeg má? Þetta er herra Brandon! Godfrey, viltu gjöra mjer þann sóma að kynna mig þessari ungfrú?« Godfrey Brandon brá dálítið. Honum fanst byrjunin á leiknum hefði verið hyggilegri á aðra leið. En nú gat hann ekki að því gert. Hann stóð upp, tók ofan og mælti lágt en skírt: »Þetta er Bellmaire lávarður!* Cymbelína hrökk við. Bellmaire lávarður! Jarlinn! Snöggvast brá fyrir í huga hennar einhverjum vonbrigðum, sem fóru eins og hrollur um hana, þótt þau væru óljós og óákveðin. En hann var samt Iaglegur, prúður ogþýður í viðmóti. »Mig gleður mjög koma yðar, lávarður minn,« sagði hún, »og sama þori jeg að segja um Brad- worthy lögmann. Jeg býst við að þjer hafið sjeð auglýsinguna!« »Jeg sá hana — já!« sagði Brandon í ógáti. Cymbelínu brá og hún starði á hann forviða fallegu augunum. Bellmaire lávarður — því þannig verðum vjer framvegis að kalla Arnold Ferrers — blóðroðnaði. »Já,« sagði hann, »vinur minn sá hana, og benti mjer á hana!« Godfrey Brandon leit undan al- varlegur á svipinn. Frh. K E N S L A 5^ Allskonar hannyrðir kennir Inga Lára Lárusdóttir Þingholtstræti 26. Kensla í þýsku ensku, dönsku o. fl. fæst hjá cand. Halldóri Jónassyni. Við- talstími kl. 3 og kl. 8. Vonarstræti 12. 11. Kandídat veitir kenslu í íslensku. dönsku þýsku o. fl. R. v. á. Kenslu í þýsku, frönsku, dönsku og latínu veitir Guðbrandur Jónsson, ritstj. Laugaveg 56. II. lofti. Heima eftir kl. 8. hvern virkan dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.