Vísir - 01.10.1912, Blaðsíða 2
V ! S l -Í
m mm • • "« •' • am m
VEFN AÐARVÖRUVERSL.
1 TH. THORSTEINSSON, i
ii INGÓFSHVOLI, I
M © hefur fengið mikið af allri Smávöru, i
Leggingum, Broderingum o. m. m. fl. u m
mmm • • © • mmm
ára til þess að þau fóru til Reykja-
víkur 1901.
Fátt mun vekja betur blíðar og
fagrar hugsanir í sálu manns, glæöa
helgari og dýpri tilfinningar í huga
hans, en þó hann eftir margra ára
fjarveru kemur aftur til æskustöðva
sinna, þar sem hann Ijek sjer, sem
áhyggjulaust barn og þekti ekki
armæðu nje kvíða,en ómenguðgleði
ríkti í huga hans og hann gjörði
sjer svo fagrar vonir um aö verða
mikiil maður, þá hann »væri orð-
inn stór.<i
Hann minnist þess, þegar æsku-
vonirnar urðu fyrst fyrir hörðum
og köldum hindrunum verulegleik-
ans og að liann varðaðfylgja þeim
til grafar hverri á eftir annarí, eins
og kærum og hugljúfum leiksystr-
um, áður en nokkur af þeiin fögru
höllum, sem þær ætluðu að byggja
með honum, l'ifa og búa í, var til
í veruleika.
En jeg ætlaði mjer ekki að ræða
þær hugsanir, sem vöknuðu hjá
mjer við að sjá hæðirnar ogdalina,
þar sein jeg átti leikvelli, þá jeg var
barn.
Bærinn Krókur stendur í krika
á milli lágra hæða, sem taka burt
mikið af útsýni frá bænum á þrjá
vegu. Þar býr uú Grímur Jóhanns-
son, sonur Jóhanns, sem var á Nesja-
völlum, tók hann jörðina fyrir fáum
árum, hann er dugnaðarrnaður. í
fyrra sumar ljet hann byggja snoturt
íveruhús á jörðinni.
Skamt fyrir norðaustan bæinn eru
gamlar bæarrústir, sem nefndar eru
Grímkelstóítir. Par á Grímkell, er
var á Ölvesvatni og fyr er nefndur,
fyrst að hafa r®isí bæ og búið þar,
áður hann fór að Ölvesvatni sbr.
Harðar sögu og Hólmverja 1. kap.
Faðir minn benti Brynjólfi Jónssyni
frá Minna Núpi á tættur þessar og
rannsakaði hann þær nokkru síðar
1898 (sbr. Árbók hins íslenska forn-
leifafjelags 1899).
Frá Króki fór jeg að Villinga-
vatni, að heimsækja föðurbróður
minn, sem þar býr, Magnús Magnús-
son, hann hefur verið þar allan sinn
aldur, svo var og faðir hans (afi
minn) mun slík staðfesta orðin fátíð
nú. Síðan Magnús tók við búi
þar eru 25 ár. Hefur hannáþeim
tíma unnið mikið til umbóta ájörð
sinni, sljettað mikiðaf túnínu. Segist
hann hafa sljettað 300 ferfaðma
að meðaltali á ári, síðan hann fór
að búa. Húsað hefur hann bæinn
mjög vel og leitt heim vatn, sem
nijög erfitt hefur verið að sækja;
því bærinn stendur upp á holti,
þar sem eigi hefur verið hægt að
grafa eftir vatni. Auk þessa hefur
hann bætt engjar jarðarinnar bæði
með áveitu- og fráveitu-skurðum.
Þessir 6 bæir, sem jeg hefi nú
nefnda, kallast að vera í Upp-Grafn-
ingi, en þeir, sem eru fyrir austan
Villingavatn, kallast í Fram-Grafningi.
Upp-Grafningsbæir allir eiga rjett
til siingsveiða í Þingvallavatni. Sil-
ungsveiðin er mest á haustum. Þá
er veiddhin svonefnda»murta«. Hún
er lík að stærð og smásíld. Á öðr-
um tíma ársins veiðist hún eigi, en
þá veiðamenn stærri silung,»bleikju«
• og »depiu«, um »urriða« er þar
mjög Iítið; veiddist þó áður mikið
nokkuð á einum bæ, Ölvesvatni.
Ef jeg eignaðist
1000000 kr.!
Smásaga eftir L. Martin.
(Lauslega þýdd.)
---- Nl.
»Ætti jeg aðeins peninga,«
mælti hann, »svo sem eina milíón
króna, þá mundi líf mitt vera
öðruvísi. Svei mjer, ef jeg vildi
lifa slíku þrælalífi. Jeg mundi
kveðja bæði kong og prest og
fara leiðar minnar til Grikklands,
Rómar, Ameríku, um allan hnött-
inn, en hjer sit jeg bundinn ár
og síð og þræia; það er alger-
|ega tilgangslaust, ef rjett er að
gáð. Jeg öfunda flakkara og Iands-
hornamenn; þeir geta ferðast án
peninga, sjeð nýungar, fagrar
sveitir og borgir, legið og flat-
magað í sólskininu áhyggjulausir
og í mesta næði. En það get-
um vjer ekki. Vjer getum að-
eins ferðast, er vjer höfum pen-
inga. Ef jeg ætti eina milíón
króna, væri mjer það hægðar-
leikur.«
»Eigið þjer arf í vændum?«
spurði vinurinn og brosti við.
Nei, alls ekki. Öll skyldmenni
mín eru fremur fátæk; það er til
einskis að hugsa um það; en
stundum hef jeg gaman af því.
Þessi milíón kr. er nokkurs konar
drauma-arfur, og verður aldrei
annað.«
Hann andvarpaði og hugsaði
snöggvast til rauða kjólsins og
brosti svo. Hann hafði frjett, að
hún væri gift; honum fanst, eins
og það snerti sig að engu, og
samt—þegar hann kom upp aft-
ur og hafðj fylgt vini sínum til
dyra, andvarpaði hann á ný.
Þá er hann var kominn undir
sjötugt, hafði hann góða stöðu,
var svo efnum búinn, sem læknir
gat verið, er aðeins hafði haft
aðsókn erfiðismanna. Hann hafði
of annríkt til þess að hugsa
margt, hann átti marga vini, mjög
marga, og stundum bauð hann
þeim heim til sín. Þeir hældu
matnum, víninu og kaffinu, þóttu
vindlarnir góðir.
»Það er svei mjer góður mið-
degisverður, sem þú hefur veitt
oss, Pjetur sæll,« mælti rauðleit-
ur herra, »en því erum við líka
orðnir vanir hjá þjer«.
»Jeg reyni að hafa það svo
gott sem jeg get, — jeg hef ekki
þessháttar húshald — engan út-
farinn matreiðsluniann, og ef svo
væri, gæti jeg eigi útvegað hon-
um alt það sem hann þyrfti. En
það megið þið reiða ykkur á, að
ef jeg einhverntíma eignast pen-
inga, skal jeg veita ykkur mið-
degisverð, sem ykkur lengi skal
reka minni til. Jeg ætlast ekki
til mikils, ein miljón mundi nægja
mjer, Svo förum við allir til
höfuðborgarinnar; þarinnábesta
veitingahúsið og látum bera fram
fyrir okkur það, sem veitingmað-
urinn á best til í mat og vínum.«
Ágætt, framúrskarandi,« kölluðu
þeir upp einum rómi, »þú lætur
oss vita þegar þú ert búinn að
eignast þennan auð.«
»Jeg skal segja ykkurtil,* svaraði
hann brosandi. »Ennþá eru engin
líkindi til þessa og ekki heldur
síðar. En, mjer þykir stundum
gaman að hugsa til þess,«
En svo rann þó upp um síðir
dagurinn, er Pjetur hlaut arfinn.
Tuttugasta öldin vor komin og
Pjetur orðinn gamall maður. það
var á 83. afmælisdegi hans, að
honum barst vitneskjan um arfinn.
Hann var löngu hættur við læknis-
störfin, og sat nú f hægindastól
sínum út við glugga og bakaði
sig í sólunni. Hjúkrunarkona gekk
Ijettum fetum fram og aftur um
herbergið.
Hann var orðinn kulvís og sat
vafinn í heitum morgunsloppi og
starði á tóman bolla, sem stóð á
borðinu hjá honum. Þá kom brjefið
Það var frá lögmanni í Ameríku og
í því var sagt frá forna skólabróður
hans og vini. Honum hafði tekist
vel að auðgast þar; gifst og átt sonu
og dætur. Ein milíón var smá-
ræði fyrir hann, en eigi svo lítið
smáræði, að hann skyldi gleyma
því í arfleiðsluskrá sinni. Hannsetti
hana þar til minningar um fornar
samræður þeirra í æsknnni.
Pjetur sat og hjelt á brjefinuí
gamlar endurminningar rifjuðust
upp, og lífsferill hans leið framhjá
sjónum hans. Hversu oft hafði
• 0
0 0
VEFNAÐARVORUVERSL.
TH. THORSTEINSSON,
hefur fengið mikið af
Uliarbolum,
Sokkum ogYetlingum.
m
t
0 »
0 0
0 ©m
® 0
ÍS
FIÐUS - DOTN,
Sæiigurdúkar
best lijá
THTHORSTEmSSON,
INGÓLFsHVOLI.
1
© 0