Vísir - 04.11.1912, Blaðsíða 2
V I S I R
jeg honum pottskál af messuvíni
og hann var vanur að renna hana
út í einum teig, því honum þótti
góður sopinn, og sagði svo á eftir
um leið og hann strauk af efrivarar-
skegginu og saug upp í sig: »góð
er blessuð mjólkin.*
Hann hafði margsinnis boðið mjer
heim og nú var jeg kominn að
þiggja boðið, enda tók hann á
móti okkur tveim höndum. ^Við átum
og drukkum og ræddum saman fram
á nótt. Oddur var ekkjumaður, en-
dóttir hans gjafvaxta, ljómandi lag-
Ieg, gekk fyrir beina. Það lá við
að jeg væri skotinn í henni Stínu,
Guðrún mín var gift fyrir nokkr-
um árum og það hafði þau áhrifá
mig, að jeg varð skotinn í hverri
laglegri stúlku, sem jeg sá, en áð-
ur hafði jeg enga stúlku viljað sjá
eða heyra, nema Gunnu, og þó
einsetti jeg mjer að kvongast aldrei.
— Karl var orðinn svo hreifur af
víninu, að hann rjeði sjer ekki, hann
eirði ekki í stólnum og var altaf
skellihlæandi. Hann sagði okkur
óspart sögur bæði af sjer og öðr
um og það voru nokkurs konar
Miinchausens-sögur, helst var hann
að sneiða okkur. — Gísli, fjelagi
minn, var nokkuð hár. Oddursagð-
ist einu sinni hafa átt frænda og
hefði hann verið svo langur, að
fólk hjelt að hann væri lang-langafi
sinn. Einu sinni var Oddur álek-
um bát og var austurtrogslaus, hann
sá að báturinn ætlaði að sökkva, en
bjargaði sjer með því að leggjast
niður og drekka alt vatnið úrbátn-
um. — Einu sinHÍ þurfti hann á
sjó, en vantaði árar í bátinn og
logn var; hann setti samt uppsegl,
tók smiðjubelginn og bljes með
honum í seglin og hafði hann aldrei
farið betri ferð en þá. Frh.
Cymbelína
Mn fagra.
Eftir ^
Charles Garvice.
---- Frh.
Meðan hann talaöi við hana,
hefði hún heldur fölnaö, ef unt hefði
verið, að hún yrði fölari en hún
var. Hún leit ekki upp en svar-
aði seint og eftir umhugsun, að
því er virtist:
»Jarlssetrið? já, — það getur skeð
að jeg fari þangað einhverntíma og
skoði þaö.«
Svo hneigði hún sig og fór út.
Godfrey geröi sjer gott af matn-
um og teinu,— hraustir menn jeta,
þótt ástfangnir sjeu! — kveikti svo
í pípu sinni og fór yfir teikningar
sínar. En hann var að hugsa um
Cymbelínu og mynd hennar og
málrómur glapti fyrir honum. Hann
sneri sjer nú að málaragrindinni,
setti á hana nýan dúk og fór að
teikna lauslega með viðarkoli mynd-
ina hennar, eins og hún bjó í huga
hans. Vonum bráðar kom mynd
hennar á dúkinn, í aðaldráttunum,
dökku, skæru augun, bogavarirnar
með brosinu og mjúka silkihárið.
Hann sökti sjer svo niöur í þettað,
aO hann vissi ekbi hvernig tíminn
leið. Maddama Slade hafði kveikt
fyrir stundu og blf ikfölur máni'in
skein inn um opi'in gluggarm í
kapp við lampaljós.n. Loks haíði
hann lokið verkinu, en ekki svo að
hann væri ánægðu •. Hann gekk
aftur á bak og sta ði á myndina
hugfanginn í heitri þrá.
»YndisIegi engilli ín minn!« sagði
hann í hljóði. »H rer gæti málað
þig eins og þú ert? — Enginn, ekki
sjálfur Rafael, þótí hann eiskaði
þig eins heitt og jeg.«
Honum fanst einhver hugfró í
því að segja myndinni, hvaðhonum
bjó í brjósti og hann sagði það
aftur og aftur, þangað til loks aö
hann stundi við, fal ii vel og vand-
lega andlitsmyndina og fór út í
litla garðinn til þess að hugsa um
hana í næði.
Það var inndæl nótt. Loftið var ;
þrungið blómyl úr garðinum. Sjer
til mikillar undrunar sá hann mann
læðast að húsinu heim stíginn. Hann
nam staðar við og við og fórauð-
sjáanlega með mestu varkárni.
Hann hafði ekki gefið þessu
samt neinn frekari gaum, ef mað-
urinn hefði ekki alt í einu staðið
grafkyr eins og hann væri að hlusta,
lagt höndina á lokuna á garðshliá-
inu og drcgið hana frá. Hann sá
Godfrey ekki, því hann stóð í skugga.
Maðurinn lauk upp hliðinu oglædd-
ist á tánum að glugganum.
Godfrey ýtti sjer upp að veggn-
um, hafði nákvæmar gætur á mann-
inum, sem gekk svo nærri honum,
að hann hefði hæglega getað náð
til hans með hendinni.
Þessi skepna var engan veginn
aðlaðandi á að sjá, þar sem hann
var að læðast í þessari næturheim-
sókn.
Hann var á að giska miðaldra
og auðsær svallarabragur á andliti
hans og limaburði. Godfrey sá, að
andlit hans, horað og refslegt, haðfi
svip þann, er jafnan sjest á göml-
um glæpamönnum, Fötin voru
óhrein og rykblettir í þeim af veg-
inum; á höfði hafði hann meljetna
loðhúfu, sem ílla átti við að hafa
á þeim tíma árs, og þrýst eins langt
niður að framan og auðið var.
Frh.
Sökum burtflutnings
byrjaði
stór útsala 1, nóvember
í vefnaðarvöruversluninni
5. Laugaveg 5.
Þar verða allar vörur seldar með
innkaupsverði,
þvf allt á að seljast.
Notið nú tækifærið.
ENSKAR HÚFUR
á unglinga og fullorðna, mikið úrval
nýkomið.
Reinh. Andersson,
»
Horninu á Hótel ,Island‘,
^TAPAD-FUNDIÐ gg
Mansjettur meðhnöppum fundn-
ar; vitjist á Lindargötu 15.
Tóbaksbaukur nýsilfurbúinn
með nafni hefur glatast. Skilist á
Lindargötu 15.
V I N N A
Þjónustu geta nokkrir piltar
fetigið á Njálsgötu 25.
Vetrarstúlka óskast. Uppl. á
Vitastíg 14.
Stúlka, sem er vön húsverkum,
óskast í vist nú þegar. R.v.á.
Ungur maður reglusamur óskar
eftir atvinnu, helst við búðarstörf.
R.v.á.
Á Hverfisgötu 2 B. fæst háls-
tau stífað, hreinsuð og afpressuð föt.
L E I G A
HLAÐNAR PATRONUR
— smáar og stórar —
í verslun
EINARS ÁRNASONAR.
KLÆÐAVERKSMÐJA
CHR. JUNCHERS
RANDERS.
Sparsemin er Ieið til láns og velgengni,
Þessvegna ættu allir sem vilja fá gott
og ódýrt fataefni (einnig færeyisk húfu-
klæði) og vilja fá að gera ull sína og
gamlar ullartuskur verðmætar, að skrifa
Klæðaverksmiðju Chr. Junkers í Randers
og biðja um fjölbreyttu sýnishomin
er send eru ókeypis. — Getið VísiS.
Nærföt
hvergi betri en hjá
Reinh. Andersson.
Útgefandi :
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Östlunds-prentsmiðja.
Píanó óskast til leigu. R.v.á.
K E N S L A
Kensla í þýsku
ensku, dönsku o, fl. fæst hjá
cand. Halldóri Jónassyni,
Vonarstræti 12.11.
Sími 278.
KAUPSKAPUR
4 hænur og 1 hani fást fyrir
kr. 5,00 á Hofi.
H Ú S N Æ Ð I
Ágætt herbergi mót sól er ti
leigu á Spítalastíg 9.
Gott herbergi ertilleguá kóla
vörðustíg 12.