Vísir - 22.11.1912, Side 3

Vísir - 22.11.1912, Side 3
visip þar að auki tíma, með því að dagana má nota til viðdvalar og skemtunar sjer í þeim borgum, sem leiðin ligg- ur um. Mr. Chiswell tók á móti okkur á járnbrautarstöðinni í Montreal, og hjeldum við til Arcade HoteL Þar var Jónas Hall fyrir með sjera Lárus, ennfremur Mr. og Mrs. Stefánsson og Mr. Th. Thorsteinson frá Leslie, Sask. Við notuðum stundina til að skoða borgina og fórum með spor- braut upp á Konungsfell (MontRoyal); það fell gnæfir yfir borgina einsog einn Babylons turn. Við stigum á skip kl. 8. Þá var sjera Lárus svo veikur, að jeg varð að bera hann á skip. Hann var lagöur á spítala skipsins, Við hin vorum öll á öðru farrými og höfð- um góða vist. Daginn eftir fórum við fram hjá Quebec og Ieiö öllum vel nema sjera Lárusi; hann fjekk blóðspíting um morguninn, en ljetti heldur þegar á daginn leið. En daginn eftirfjekk hann blóöuppgang á ný, og slíkt hið sama næsta dag. Þann dag var kalt í veðri og lágu margir fyrir, en sjera Lárus var þá þungt hald- inn og mikið af honum dregið. Seint um nóttina var kallað á mig og mjer tjáð, að vinur minn væri látinn. Jeg flýtti mjer til hans, en hann var þá skilinn við. Hann hafði sofið vel, en hrokkið upp með lungun full af blóði. Jeg bað yfirmann skips- ins að mega smyrja líkið, en það fjekkst ekki. Jarðarförin fór fram kl. 4 þann sama dag; var sungið yfir honum á íslensku og talað á ensku. Annar maður hafði dáið á skipinu þá sömu nótt, og voru líkin látin fylgjast að niður í sjávar- djúpið. Þessi athöfn var hátíðleg og sást margt tár íalla meðan hún stóð yfir. Eftir á voru allir hljóðir á skipinu og þungur drungi yfir öllu. Dagana á undan hafði verið kalsa veður og úfin sjór, en nú fór að hýrna í veðrinu og sjórinn að kyrr- ast. Tóku menn þá að stytta sjer stundir með ýmsu. Þann 14. var haldin söngsamkoma til styrktar fá- tækum sjómanna börnum. Eitt af því, sem til skemtunar var haft, var aflraun á kaðli, milli farþega á 1. og 2. farrými og unnu hinir síðar. Á þeim enda voru þrír íslendingar, A. S. Bardal, S. Stefánsson og Th. Thorsteinsson, 1 danskur og 2 Skot- ar. Fírspítudósir voru verðlaunin. Var svoglattá hjalla það sem eftir var dagsins. Frh. Elliár Kolskeggs. Eftir Jðliann Bojer. ---- Ni. Þegar á haustið leið, kom hinn mikli dagur, þegar átti að greiða atkvæði, já eða nei, um sambands- slitin. Allir flýttu sjer til mótsins til þess að greiða já-kvæði. Kol- skeggur var vesæll, en lagði þó af stað til þess eirinig að greiða at- kvæði, en þegar honum var sagt, að hann hefði verið hinn eini, er hefði greitt nei-kvæði og að menn nefndu hann ættjarðarsvikara, þá varð hann svo vesæll, að hann sat allan daginn nakinn ofan að belti og bar á sig á brjóst og bak ný læknismeðul. Sökum burtflutnings byrjaði stór fltsala 1. nóvember í vefnaðarvöruversluninni 5. Laugaveg 5. Þar verða allar vörur seldar með innkaupsverði. þvf allt á að seljast! Notið nú tækifærið. Bj>e(>UlUlO>utalfcÉcteMU>iMe * HLAÐNAR PATRÓNUR | — smáar og stórar— e í verslun * EINARS ÁRNASONAR. | Svona sat hann, er dætur hans komu grátandi innan úr herberginu, móðirin var dáin. Kolskeggur tók því stillilega og hjelt áfram að ber* á skrokkinn á sjer. Ef dauðkin skyldi vera sóttnæmur, þá hafði hann Iitla löngun til þess að fara inn í herbergið. Hún var grafin á líkan hátt og hún giftist. Kolskeggur sat sjálfur á kistunni og ók henni. Á eftir vagninum kom hópur eldri og yngri dætra, en annars fylgdi eng- inn nema hin aldraða móðir henn- ar, sem gekk nú bogin og studd- ist við staf. Eftir þettað sá enginn Kolskegg framar. Hann sat við gluggann í þungum hugrenningum. Dag nokk- urn uppgötvaði hann, að í Ásunum í hálfrar mílu fjarlægð rann lækur með skolóttu vatni. Það myndi vera merki um brennistein og í brennisteini er heilsubót. Hann hætti ekki fyr, en dætur hans tvær hinar elstu sóttu daglega alla leið fötu af þessu vatni handa honum. Menn hlóu og stúlkurnar voru skömmustulegar, er þær komu með þessar fötur, en Kolskeggur þvoði sjer um efri hluta líkamans rólegur og ánægjulegur og brosti út i hægra munnvikið. Þá kemur nýtt fyrir í lífi Kol- ske;gs. Hann frjetti að á Efjum væri kominn nýr eigandi og að þessi maður væri á sama máli og hann, bæði í stjórnmálum og öllu öðru, en Efjar láu hinu megin við vatnið gegnt Kolskeggi. »Hef jeg ekki ávalt sagt þettað; það varð einhvern tíma að koma að því,« hugsaði Kolskeggur og var nærri kjökrandi. Hann sat kyr við gluggann og starði á þennan bæ gegnum fágaða glerið. Þeg*r Ijósið var kveikt hinu megin á kveldin, varð það eins og stjarna, sem bauð honum til sín. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og starði og starði þangað, og stjarnan þarna hinu megin varð honum fyrst eins og uppreist og síðan svo sem boð- beri frá einhverju ódauðlegu. Hann sendi boð til mannsins og bað hann að koma, svo þeir gætu snjallað saman, en þettað var í vor- lcysingum, ísinn var ótryggur og brúin á ósnum var farin í ísruðn- ingi. Kolskeggur fór að hugsa um leið til að komast þangað yfrum. Hann gat þó ekki dáið fyr, en hann hefði sjeð þennan mann, sem var hmum sammála. Ljósið hinu megin benti honum á kveldin, sem fyr. Hann dreymdi i n það, er hann svaf. Hann var óbolinmóður að deginum til, þar ti svo var orðið dimt, að kveikt var hinu megin. Þettað Ijós varð sjálf vonin. Á meðan þettað Ijós logaði fanst honum eins og hann æiti ekki að deya. Gæti hann að eins komist þangað. Hann varð, hann varð, að komast. Enginn vildi þessa dagana hjálpa honum til þess, en kveld eitt, er hann hafði staulast út, leið langt um áður hann kom inn aítur. Með ljóskeri þræddu þeir spor hans í snjónum niður að vatninu og svo áfram út á ísinn. Út frá landi var fyrst grunt og steinar stóðu upp úr ísnum. Hjá einum þeirra hafði Kolskeggur farið niðrúr og hann hjelt sjer uppi á steininum. Hann skalf, en starði altaf sífelt á Ijósið hinu megin. Daginn eftlr lá Kol- skeggur með hitaveiki, en jafnvel er hann lá á líkbörunum, hafði hann stöðugt annað augað opið, eios og hann væri enn að reyna aö hugsa sjálfur. Nú búa hinar fullorðnu stúlkur á jörðunni án karlmannshjálpar, Þær eru ljóshærðar, laglegar og krstar eins og móðir þeirra, en þær hr.fa erft frá föðurnum þrána að vera eitthvað útaf fyrir sig. Þær versla með hrofes, aka í skóginn, múra og smíða eins og karlmenn og kæra sig ekkert þó hlegið sje. Næstelsta dóttirin er Iaglegust þeirra, og komi biðill einhverntíma, verð- ur hann ef til vill að leita hennar á akrinum, því hún kann best að fara með sláttuvjel og plóg. Endir. Nærföt hvergi betri en hjá Reinh. Andersson Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og Talsími 16. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. G-leymið ekki að Tókak og Vindlar er ódýrast í verslun Jóns Zoega. Kensla í þýsku ensku, dönsku o. fl. fæst hjá cand. Halldóri Jónassyní, Vonarstræti 12.11. Sími 278. VÍSIE. Auglýsingar sjeu sendar fyrir kl. 3 daginn fyrir birtingu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.