Vísir - 27.11.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 27.11.1912, Blaðsíða 3
V I S I R de^emW w, ti» vetBur upp^o'8 \ feat&ústau v\S £auga je$ °$ Vav sett \ vúm,\ sveJuúeY^et^uúomm6Ba,\sewau\- uv o$ \ btæðasbápuY, at\ÚY 3^a^óu^. *\ippt>o$\8 6^Y\aY f;l. \\ J. ú, 3o*\. 3ó^\auuessou. Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109 — 139 feta. — Byggöur 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl, 10 mílur á kl. tímanum með lítilli kolaeyöslu. Folioll03. — 130 feta. — Byggöur 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 tnílur á kl. tímanum meö 6 tonna kola- brúkun á 9ÓIarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078.—130 feta—Byggður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. 107» mílu á klt, 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hval- bak. Lágt verð. Folio 1063. — 120 feta — Byggður viö endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipiö. Kostnaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tiliögðum Acetylen-Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Folio 1073. — 100 feta — Byggöur af járni 1891 til Lloyds, C. S. C vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketfll innsettur við enda ársins 1909, er þoidi 120. c. pda. n. þiýsting. Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfuás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upýsingum, uppdráttum o. s. frv., snúi lysthafendur sjer til Sharp Brothers, Baltic Chambers Newcastie-on-Tyne, sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: »Speedy«, Nweca.itle-on-Tyne. Scotts Code. Specialforretning i Anlægs- og Transportmateriel samt Grubeartikler Stort Lager 'öres af Skinner i allegangbare Profiler, Avvikespor-, Drejeskiver, Tipvogne, Plateautralier, Srubevogne, Hjulsatse, Lagere etc. Svingkraner fra cg' t Værksted for Haand- og Maskin- kraft, stationære og transportable, Mrabbekraner, Wincher, Ophalingsspil.Bremseberg, I jerrater etc.Betonblande- maskiner (Smith- og RansomeTyper), Svedala Stenknusere, Sorterere, Betontrillebörer af Jem, Cokesgryter, Sand- varmere etc. Elektrisk sveisede S' aaltraadsgjærder, Flæt- værksgjærder, Gjærdestolpcr og Porte fra eget Gjærde- værksted. Pay & Brinci, Kristiania, Norge. s^emUJcYÍ V\l tSslawús. Eftir A. S. Bardal. ---- Frh. Póstgufuskipiö til fslands var ókomið, og ekki vildi agentinn selja okkur far- brjef með því, vegna þess að hann þóttist ekki vita hvort nokkurt pláss væri í skipinu; urðum við að láta okkur svo búið lynda og bíða eft- ir blessuðum dallinum með jafnað- argeði og sjá hverju fran vildi vinda. Jeg fór á Good-Templara fund um kveldið í stúkunni »Homeof Peace«. Þar var mjer tekið ákaflega vel. Daginn eftir fengum við keypt far og fórum um borð í Ceres kl. 9 um kveldið. Þó ekki væri þar stórt rúm nje stásslegt, þá þóttumst við samt góð að fá að fljóta, var búið um kvenfólkið í káetu, en karlmenn í borðstofunni. Var þá blítt veður. Skipið lagði út úr höfninni fyrir miðjan morgun, en ekki var lagt af stað alfarið fyr en einni stund eftir hádegið þann 19. júní. Blíðviðrið hjelst næstu daga, og voru farþegar mikið uppi við. Ráðherra Kristján Jónsson var með skipinu og tvær dætur hans og sonur, að nafni Halldór. Önnur dóttirin var gifl fuglafræðing í Kaupmannahöfn og var með lít ið barn, sem ekki kunni íslensku. Mjer fanst mjög mikill dönsku- bragur á öllu, sem var á skipinu, 1 nema þessum fáu, íslensku hræð- um frá Canada. Þegar jeg kom upp á þiljur um miðjan morgun þann 21. júní, var skipið að skríða inn mjótt sund milli hárra fjalla. Við vorum komin í Færeyar. Mjög var það svipmikil sjón og einkennileg. Lít- iö meir en steinsnar frá skipsborð- inu í hamrana beggja vegna, en í brekkufætinum við fjörusteina bæla sig fátækleg kot og fiskimannabýli. Okkur var sagt aö skipstjóri hefði smogið um þettað sund farþegum til sýnis og skemtunar og trúi jeg því vel, því að hann var einstakt lipurmenni. — Kveldið eftir vorum við seint á ferli, að sjá tinda ætt- ferðarinnar, en ekki tókst það, því að þykt var í Iofti og þokubólstr- ar til landsins. Þann 22. júní var enn þoka þó biítt væri veðrið, og lítil sem engin fjallasýn. Við rend- um inn á Seyöisfjörð eftir dagmál- in, og vorum þá allkát og undum bráðan bug að því aö stíga á land. Ekki þótti okkur fallegt þar, fjöll- in ferleg og slútandi fram yfir lít- inn geira við sjóinn. Þar komum við inn og drukkum kaffi hjá Gísla gullsmið. Um kveldið biðum við á þilfari til miönættis til þess að sjá sólina um lágnættið, en loft var skýað og gerði þokudumbung, svo að ekki sást sól. Eftir það hjeldum við noröur með og lcomum ekki á iand fyr en í Húsavík. Þar hittum við fyrir Mrs. Olson og’Baldur son hennar. Við gistumM Hotel Húsavík, en fyrir því ræður frændi vor, Sigurjón Þorgrímsson. Þá þrjá daga, sem við dvöldum á Húsavík, höfðum við nóg um að hugsa, að búa okkur undir ferðina. Einn daginn fórum við upp að Botnsvatni með Mrs. Olson og bræðrum hennar, annan daginn leigðum við okkur hesta, til þess að venja okkur við að ríða og gekk það slysalaust. Þess á miili heimsóttum við fólk, sem okkur var kunnugt, mad, Sigríði frá Staðarbakka og Gísla lækni. Kona hans heitir Aðalbjörg Jakobsdóttir Hálfdánarsonar, bróður Páls afa míns, og tók hún frændamlega móti okkur. — í kirkju fórum við og hlýddum messu hjá sóknarpresti kaupstaðarins; aðeins 12 manns voru í kirkju, enda var messugjörðin áhrifalítil og mjög stutt. Enginn bændi sig við bænir, en stóðu á fætur öðru hvoru, meðan prestur las eða tónaði guðspjall og pistil. Sungið var með löngum seim og }ónað laglaust. Kirkjan var með næthodista lagi, ekki fullsmíðuð, en lagleg. Jeg leigði fjóra hesta til ferð- aúnnar, þrjá til reiðar, en einn und- ir áburð; klifsöðul keypti jeg á hmn fyrir 23 kr., en til fylgdar- manns rjeði jeg lausamann frá Hjeð- ir shöfða, Björn að nafni, hinn rösk- a ta feröamann. Fyrsti áfanginn var til Helgastaða í Aðaldal; þar heitir Friðrik bóndinn, og bað að h úlsa Gísla Goodman. Jeg dró á fj rir lax um kveldið og skaut spóa, með því að ekki var aðra villibráð að finna. Við komum við á Syðra- Fjalli hjá Indriða hreppstjóra Þor- kelssyni; kona hans er systir konu sjera Rögnvalds Pjeturssonar, Dag- inn eftir var gott veður og gekk íerðin vel að Goðafossi; dvöldum ! við þar um stund og tókum myndir. | í suður af fossinum liggur Bárð* ‘ ardalur meðfrBm Skjálfandafljóti, og þar átti jeg frændur á öðrum hvor- um bæ. Á Stóruvöllum býr Páll, son Jóns Benediktssonar og Aðal- bjargar föðursystur minnar, góðu búi; þar er íbúðarhús af steini og myndarbragur á búskapnum; Aðal- björg er háöldruö orðin; við bár- um hana út og tókum mynd af henni. Svo fórum við upp á fjall og hlóðum þar vörðu, sem sjest frá bænum; Páll skírði hana strax og kallaði hana Arinbjarnarvörðu, kvaðst mundu hafa það til marks, að ef varðan hryndi, þá væri jeg dauður. Það hafði borið við áður, eftir því sem hann sagði, að Brasi- líufari nokkur hlóö stóra vörðu á fjallsbrúninni; sú varöa stóð í 50 ár, en það fór saman að hún hrundi og maðurinn dó, sem bygði hana. Arinbjarnarvarða er ramlega gerð og vís til að standa í hálfa öld. Við fórum einn daginn fram að Mýri og Páll með okkur; þar býr Karl Friðriksson og Pálína dóttir Aðalbjargar og Jón sonur þeirra. Jón reið með okkur austur að Ald- eyarfossi; þar fellur fljótið í einni breiðu fram af standbergi, í því er stuðlaberg svo sljett, sena sagað væri og er fossinn mjög fagur. Næsti dagur var sunnudagur og fórum við til Lundarbrekku-kirkju, að hlusta á sjera Árna frá Skútu- stöðum; 10 rnanns voru í kirkju, enda stóð ræoan aðeins í 10 mín- útur. Jeg ætlaði að skoða leiði Guðrúnar sál. systur minnar, en kirkjugarðurinn var eyðilagður, svo að þar sáust ;kki nema tvö leiði; hitt var orðið að hlaðvarpa. Þótti mjer það bera vott um átakanlegt kæruleysi. Þann 1. júlí kvöddum við alla á Stóruvöllum nema Pál;hannreið með okkur að Svartárkoti, sem er fremsti bær í Bárðardal, austan fljots- ins, og komum þar undir kveldið. Þórður heitir bóndinn, Flóventsson, manna glaðastur, og höföum við þar bestu viðíökur. Þar sáum viö sól um lágnættið í fyrsta sinn og tókum af henni mynd; við dróg- um á fyrir silung, en á meðan kvök- uöu álftirnar í kringum okkur. Vatn er hjá bænum, og var þar bygður varphólmi fyrir endur að verpa í. Við brutum ár fyrir Þórði, en hann brást vel viö skaðanutn, kvaö það ágætt og bara betra. Eins sagði hann morguninn eftir; þávarsand- hríð svo tnikil, að ekki sá yfir vatn- iö. »Gott«, sagði Þórður, »þettað gerir ekkert til; það er bara betra*. Við fórum til Bjarnastaða um daginn og Albert Jónsson með okkur, en Páll fór þá heim. Jón Marteinsson á Bjarnastööum, frændi minn, er mestur sauðabóndi í Bárð- ardal og er gildur bóndi. Hann á sex börn og móöir hans er lif- andi enn, háöldruð. Frh. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega he ma kl. 10—11 og4—6. T&lsími 16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.