Vísir - 05.01.1913, Blaðsíða 4

Vísir - 05.01.1913, Blaðsíða 4
að þann úr bæarsjóði eftir reikningi. 10. Fyrirspurn landsímastjórnar, um afnot Völundarbryggju, vísað til hafnarnefndar. 11. Erindi ýmsra borgara bæarins um salerna hreinsun Iesið upp og samþykt að vísa málinu til 3 manna nefndar. í þá nefnd voru kosnir: Kristján Þorgrímsson. Tryggvi Ounnarsson. Lárus H. Bjarnason. 12. Umsóknir um niðurfellingu aukaútsvara. Samþykt að fella niður 8 kr. af útsvari Páls Ó. Lárussonar trjesmiðs' á Spítala- stíg 6, svo framarlega sem hann sýndi löglega kvittun fyrir útsvarsgreiðslu í Þing- eyarsýslu. Samþykt að fella burtu 10 kr. af útsvari Sigfús- ar Sveinbjarnarsonar. Umsókn Einars E. Einarssonar vísað til fjárhagsnefndar. 13. Brunabótavirðingar samþyktar: 1. Á húsi Sigurðar Jónssonar, Grettisg. ar. 32, kr. 2275.00. 2. Á líkhúsinu við nr. 25 í Þingholtsstrætí, kr. 2010.00. 3. Á landssjóðshúseignunum í Pósthússtræti 3 og 5 (Póst- húsinu), kr. 62423.00. 14. Utan dagsskrár lýsti borgar- stjóri því yfir, að samkvæmt breytingu síðasta alþingis á hafnarlögunum, skyldi borgar- stjóri vera íormaður nefndar- innar frá nýári. Samþykt að á næsta fundi skyldi fara fram k.sning á tveimur fulltrúum í hafnarnefnd, en feld tillaga um, að núver- andi formaður gengi úr nefnd- inni. Á fund vantaði Knud Zimsen, Halldór Jónsson, Guðrúnu Lárus- dóttur, Katrínu Magnússon og L. H. Bjarnason gekk af fundi, að aK loknum 4. lið á dagsskrá. Borgarar og bæarstjórn. Nál. 400 borgarar bæ- arins senda bæarstjórn- inni erindi um salerna- hreinsunarfyrirkomu- lagið. Síðastl. fimtud. þ. 2. jan. las borg- arstjóri upp á bæarstjórnarfundi er- indi all ítarlegt frá nál. 400 borg- urum þessa bæar, þar sem þeir ráð- ast á og gera athugasemdir við sal- ernahreinsunarfyrirkomulag það, sem nú er á komið hjer í bænum. Kaus bæarstjórnin 3ja manna nefnd til þess að athuga málið, þá próf. L. H. Bjarnason, konsúl Kr. Þor- grímsson og Tr. Gunnarsson. — Borgarar eru við öllu búnir og hafa ráðið sjer til aðstoðar lögfræðing, að því er heyrst hefur Gísla lögm. Sveinsson. En erindi þeirra er á þessa leið (og er dags. á gamlárs- dag 1912): »Vjer undirritaðir leyfum oss hjer með í eigin nafni sem borgarar þessa bæar og jafnframt sem um- boðsmenn fleiri hundruð annara borgara bæarins, sem ritað hafa nöfn sín á hjálögð skjöl, að snúa oss Ungur og reglusamur piltur, sem hefur verið við verslun í 5—6 ár, óskar ettir atvinnu við versl- un. Góð meðmæli til, ef krafist er. R. v. á. Cacao Tilkynning. okkar alþekta 0,85 pr. pundið. Ennfremur hin ágæta teg. 1,10 pr. pd. Okeypis ■KEIwa E3SS12 fær hver og einn, sem kaupir fyrir eina krónu, fallegasta Veggalmanak (Brjefakörfu), sem ann- ars kostar 50 aura. á g æ t t Þ O r s k a n e t a er £> a r n f æ S t í H A F N A R- S T R Æ T I , 1 7 til hinnar 1 áttvirtu bæarstjórnar Reykjavíkurkaupstaðar með eftirfar- andi erindi: Með lögum nr. 42 frá 11. júlí 1911 er bæarstjórn Reykjavíkur gefin heimild (5. gr.) til þess að taka að sjer sorphreinsun og sai- ernahreinsun í öllum bænum eða nokkrum hluta hans (og fela öðr- um að framkvæma það). Samkvæmt þessari heimild hefur nú bæarstjórnin, eins og kunnugt er, gert gangskör að þessu og tek- ið áð sjer salernahreinsun bæarins yfirleitt. Hefur hún falið einum manni framkvæmdir þess, fyrir á- kveðna borgun, og hefur borgar stjóri f. h. bæarstjórnar gert samn- ing við mann,þennan hjer að lút- andi, þar sem og er sett ákvæði þess efnis, að hreinsunarmaður skuli eiga allan áburð þann (saur), er hann tekur úr salernum bœarbúa. Vjer verðum nú, hvað sem öðru líður, að líta svo á sem þetta samn- ingsákvæði borgarstjóra og hreins- unarmanns sje í alla staði ógilt og heimildarlaust. Áminst lög frá 11. júli 1911, sem gefa bæarstjórninni umgetna heimild til hreinsunar, taka ekkert slíkt fram nje leyfa á nokkurn hátt, að verðmætar eignir manna sje frá þeim teknar, endurgjaldslaust, eða öðrum afhentar, enda myndi slíkt lagaákvæði gersamlega þýð- ingarlaust, með því að það væri Hjermeð tilk/nnist, að vjer, frá I. feb. 1912 aö telja, lánum ekkert, hver sem í hlui á. Ennfremur til- kynnist þeim, sem e k k i h a f a staðið i skilum við oss eða samið um greiðslu fyrn 20. þ. m., að vjer munum á r e i ð a n 1 e g a og án frekari tiikynningai gjön ráðstafan- ir til að íá skuldirnar greiddar m e ð I ö g s ó k n . R.vík 5. jan. 1913. Virðingarf. pr.^CVSl. *\D\V\t\C^M. ótvírœtt brot á stjórnarskránni, 50. gr. Og að þvílíkt lagabrot sé á oss framið, vilju n vjer eigi þola nje heldur viljum vjer láta svifta oss eignuni vorum,án þess að nokkuð komi fyrir, enda getur engum bland- ast hugur um, að umræddur salerna- áburður er verðmœt eign, hjer sem annarsstaðar. Er það svo alkunnugt að eigi þarf að taka jaað fram, og beinlínis er líka gengið út frá því í greindum samningi borgarstjóra, þar sem áburðurinn er »afhentur« hreinsunarmanni svo sem upp í endurgjald fyrir hreinsunarverkið. í seinni hluta 5. gr. laga ll.júli 1911 er bæarstjórninni ennfremur veitt heimild — til þess að standa straum af kostnaði þeim, sem af hreinsuninni leiðir — að »leggja gjald á hús þau, sem hreinsað er fyrir, eftir gjaldskrá, sem bæarstjórnin seinur og stjórnarráðið staðfestir, sje hún miðað við það, hve oft er hreinsað« o. s. frv. Gjaldskrá þessi hefur síðan verið samin og stað- fest af stjr. þ. 18. maímán. 1912. Það virðist nú fyrst og fremst Ijóst af greindum lagastaf, að aðeiris verður tekið gjald af þeini húsum, 7,sctn hreinsað er fyrir«, og ítrekast sú hngsun enn við orðin, að gjald- skráin skuli »miðuð við það, hveoft er hreinsað'< — þar sem aldrei er hreinsað, greiðist því ekkert og verð- ur af eigenduni þeirra húsa ekki heimtað gjald samkv. lögunum, enda þótt gjaldskráin (frá 18. maí), sem Cingöngu á að byggjast á þessari lagaheimild, telji svo, að gjaldið eigi að ná »til allra salerna á kaup- staðarlóð Reykjavíkur«. Þeir af oss húseigendum, sem ekki er eða hefur | verið hreinsað hjá og telja sjer að ! öðru leyti óskylt að borga þau verk, ! sem ekki hafa unnin verið, niunu j því ekki góðfúslega greiða hreins- • unargjald það, sem heinit er irtTi samkvæmt gjaldskránni. í annan stað sjáum vjer oss yfir- leitt eigi á nokkurn veg fært að greiða salernahreinsunargjaldið, sem af oss er krafið, hvort sem hreins- un hefur fram farið eða eigi, á með- an hreinsunin byggist á því, er vjer teljum heimildarlanst og vjer vilj- um eigi una, að vjer erum ræntir rjettmætri eign vorri (áburðinum). Ef hin háttv. bæarstjórn eigi vill gera hjer á tilhiiðrun, erum vjer einráðnir í því, að halda máli þessu til streitu, neita að greiða gjaldið, andmæla við væntanlega lögtaksgerð og skjóta því síðan til úrskurða dómstólanna. — Niðurl. Eggerí Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmáður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11— og4—5 Talsími 16 Loííerí. Þann 30. des. síðastl. ár var dreg- ið í lotteríi «Hvítabandsins« í Rvík. Þessi númer komu upp: Gólfábreiða nr. 735, Hægindastól! nr. 674 Borð- búnaður nr. 278. Þeir, sem eiga seðla með þessum númerum, eru hjer með beðnir að vísa þeim fram til Hólmfríðar Áinadóttur, Iðnskólanum í Rvík., sem afhendir munina. Stjórn ,Hvítabandsins’. V I N N A Dugleg og hreinleg stúika gelur fengið atvinnu frá 15. jan. hjá frú Jörgensen, Nýlendugötu 15 B. uppi. Stúlka vön mjólkun óskast .að Laugalandi nú þegar. Góð stúlka þrifin og reg.usöm óskast í vist frá 14. maí helst yfir árið. Afgr. vísar á. Sparisjóðsbók við íslandsbanka hefur tapast frá íslandsbanka að verslun Engilberts E'narssonar. Ski ist áLækjargötu 12, til frú Maríu Hansen, Karlman. shringur hefur fund- ist. Vitja má á Vesturgötu 33. Dömuhúfa hefur fundist. Vitja má á Túngötu 50. Skóhlífar þrjár fundnar. Má vitja til Þorv. Björnssonar, lögregluþjóns. Sá, sem fanii göngustafinn í Kola- sundi, geri svo vel að skila honurn í Östlunds-prentsm. H Ú S N Æ Ð I Herbergi, vel möblerað, fæst leigt á Bergstaðastræti, 1. Salur, stór og góður, fæst tii afnota til fundarhalda, uppboðshalda og dansleikja. Sentjið við Halldór Kjartanson.* Gott herbergi nteð inngangi frá tröppum til leigu nú þegar. Lauga- veg 46. Upplýsingar gefur Sigurður Thoroddsen Talsími 227. Útgefandi: Einar Gunnarssoii, catid. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.