Vísir - 03.02.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 03.02.1913, Blaðsíða 1
525 15 Ostar besíir oy, ódýrastir i verslun Einars Arnasonar. Föt og’Fataefni. s1ÍL¥>f“„.Cs0t! úrval. Föt sanmuð ojt afpjreidd ;í 12-14 tíniura. Hvergi ódýrari en í, DAGSBRÚN1. Sími 142. Kemur venjul.út alla daga nema laugard. 25 blöð frá 17. jan. lcosta áafgr,50 aura. Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. ll-3og4-8. Send út um land 60 au. — Einst. b'öð 3 a. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. Venju- Iega opin kl. 2—4. Sím 400. Langbesti augi.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrirkl.3 daginn fytir birtingu M án ud 3. febr. 1913. Vetrarvertíð. — Mdnud. í föstu- inngangi. Háflóðkl.2‘ 14‘árd.og kl. 2,43‘ síðd. Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘síðar. Afmœli. Frú Anjia M. Jónsdóttir, Bjarka. Á morgun : Póstáætlun: Ingólfur fer til Borgarness. Veðrátta í dag. Vestme. 720,3 2,01 Rvík. 719,1 0,3 ísaf. 726,8 2,0 Akureyri 726,8 2,0 Grímsst. 692,2 4,0 Seyðisf. 730; 1 0,2 Þórshöfn 731,5 o o V NA ANA NA NNA S ölHálfsk. 0;Hríð 9'Alsk. 71 Hríð öjHríð öjHríð 5;Regn N—norð- eða norðan,A—aust- eða austan, S—suð- eðasunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig :0—logn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 —stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Frost táknað með skáletri. i/ílíIfÍQflirníir viðurkendu, ódýru.fást LílIÍÍUbUllQdl ávalt tiibúnaráHverfis- götu 6,—Sinii 93.—HELGI og EINAR 1 Ur bænum. Snjór hefur meiri fallið hjer í nótt en dærni. eru til fyr í vetur. Jarðarför biskupsfrúarinnar fer fram í dag um hádegi. Jngólfur fer til Borgarnes6 á morgun til þess að sækja póstana. Jón Ólafsson alþm. auglýsir í síðustu ísafold að hann ætli að svara orðabókardómi Einars prófessors Arnórssonar í næsía hefti »Skírnis<t. Skaðar af ofviðri. í ofsaveðruni af suðri, sem geys- nðu f Húnavalnssýslu í fyrra hluta jan., einkum 9. og 12., urðu víða skaðar, Svo sem á Skagaströnd, þar fuku á einum bæ. Vindhæli, 40 hestar af heyi, á öðrum bæ, Blá- landi, fulcu 30 hestar af heyi, og mjög víða urðu minni skaðar. Á Kálfshamarsnesi fuku tveir bátar, brotnaöi annar til stórskemda, en hinn í spón. Víðar brotnuðu bátar þar með ströndinni. Einnig er sagt að hey hafi fokið til muna á1 Brekku í Þingi. S. — Auglýsingar komi fyrir kl. 3 dag- inn fyrir birtingu. Eaddir almennings. Hefði einhverjum öðrum en land- lœkni vorum, sem er æðsti maður læknastjettarinnar, dottið í hug að berjast fyrir hinu svokallaöa nýárs- sundi, er framfer hjer á höfninni hvern nýársdag, tel jeg víst, að ein- hver rödd hefði heyrst í móti þeirri athöfu, því við har.a er sannarlega margt að athuga, einkum þó frá sjónarmiði heilbrigðinnar, sem á að eiga landlækni að forsvara sínum, fremur en alla aðra menn á Iand- inu. Nú skal jeg færa nokkur rök fyrir þessu. í fyrsta lagi er það að telja, að á þessum tíma er oft afarkalt, og getur verið jafnvel kaldasti tími árs- ins. Sje nú sjókuldi langt yfir venju fram, þá má ávalt búast við, að sundmennirnirgetiveikst, hve hraust- ír og æfðir setn eru, og ef svo vill til, taka þeir oftast hættulega veiki, svo sem lungnabólga eða nýrna- veiki; fyrir þessu hefi jeg unnnæli góðs læknis, og auk þess dæmi um það, að vanir sundmenn hafi dáið af því, að synda í köldu vatni, þegar snögglega hefur skift um hita, og kulda. Þessu tjáir ekki að neita, og þá ekki því, að það getur ver- ið mjög hættulegt að stefna saman í köldu veðri fjölda fólks til þess að standa úti í kulda langan tíma. Auðvitað er hægt að segja, að full- orðnir menn geti gætt sín, og aun- aðhvort setið heima eða farið í tíma af mótinu, en það geturviljað svo til, að þrengra sje inngöngu en útgöngu, tii dæmis fyrir þá, seni fremstir standa á bryggjunni, en liundruð manna eða þúsundir standa ofar eins og veggur, svo ekkert verður komist. Jeg hefi heyrt að margir tnenn hafi ofkælst við síðasta nýárssund, og fengið fyrir ferðina lungnabólgu, kvef o. fl. Þeíta er, eða ætti að vera, ærin ástæða móti sundi þessu, en þó eru fleiri tii, og ein þeirra mjög auð- sæ. — Eins- og menn vita, er borið hjer í höfnina úr bænum allskonar saurindi, slor, og yfir höfuð allur óþverri, enda eru nú komin vatns- salerni mjög víða og öHu úr þeim veitt til sjáfar. Hjer í bænum er landlæg (endemisk) taugaveiki, og fleiri næmir sjúkdömar, og í blönd- unni úr því, sem þessir menn leggja., af sjer, þegar það er nýkoinið í sjó- inn eru íþróttamennirnir Iátnirsynda: Það er harðla ó'geðslegt, og gctur ekki verið hœttulaust fyrir heilbrigði þeirra. Bakteríur eru lífseigar, og þola yfirleitt eins mikinn hita og kulda eins og menn, og drjúgum beíur. Sundmennírnir geta því auðveldlega sókt í sig pestir á sund- inu með þessum hætti, í stað heil- brigði þeirrar, er sundið á að veita. Verðir heilbrigðis landsmanna ættu því að skerast í leikinn móti þess- ari venju, með landlæknirinn í broddi fylkingar. Sunddag þennan má færa til Jónsmessu á vori og kalla Jóns- messusund. Nýársdagurinn er þeirri messu litlu ypparlegri. Eða þá kalla það Jóns Sigurðssonar sund og láta það fara fram 17. júní, og þá í eins hreinum sjó og unt væri eða vatni. Þá gæti sundið varla farist fyrir, eins og ávalt má búast við á nýársdag, vegna frosía, vinda og hafróts. Þá standa sundmennirnir engu síður að vígi með að sýna íþrótt síua, og mega vera jafn ánægð- i ir yfir sigri eða ósigri eins og á nýáisdag. • Ritað 23. jan. 1913. Árni Árnason frá Höfðahólum. Viðbót. j Landlækni var sýnd grein þessi ! og fórust honum orð um hana eitt- hvað á þessa leið. Aðfinsiur A. Á. eru eigi á all- kostar rjettum grundvelli bygðar, því mikill munur er á því, hvort vanir eða óvanir menn fara í kald- ann sjóinn. Þcir sem keppa á ný- árssundinu hafa smávanist hinum vaxandi kulda í sjónum frá sumrinu, enda fullyrti hann að til þessa liefði enginn þeirra manna, er kept hafa, orðið neitt meint við, ekki einu sinni fengið hor í nös. Um hið fullorðna fólk, sem á horfir, er það að segja, að því er innan handar að klæða sig svo, sem það vill, enda vant útiverum. Því stafar miklu meiri heilsuhætta af ferðum sínum á ýmsar samkom- t, ur og dansleiki þar, sem það er í ) loftvondum húsuni og hleypur oft og tíðum út aðeins til þess að kæla 1 sig. 1 Úr þeirri hætíu, sem stafar af óhreinitidum í sjónum, verður held- ur eigi mikið gert, þar sem síraum- urinn yfir höfuð að tala ber þau fljótt út fyrir eyar enda yrði þá fleira að forðast. I Frá Vesturheimi. Eftir dbní. Bjarna fónsson. [Ágrip af fyrirlestri, er haldinn var nýlega í Framfarafjekiginu hjer.j #rh. I Ameríku er hægt að fá vín eftir vild, í Winnipeg eru um 100 Hótel; þó kirkjur sjeu jafn margar, sýnist það lítið stoða. Ef menn fara til Ameríku, þá I þurfa þeir að fara með þeirri liugs- j un, að vinna mikið og lialda fast j ufah að því sem fæst fyrir vinn- una, og láta ekki ýmsar ginningar leiða sig, því nóg er af slíku þar eins og víðar. Jeg hef verið spurður um, hvern- ig fátækra löggjöf í Kanada væri. Jeg er ekki vel heima í því, en eftir því, sem jeg komst næst, verða allir að bjarga sjer sjálfir. Ef óreglumenn, sem eiga konu og börn, láta heimilið auðsjáanlega líða nauð, þá eru öll börnin tekin frá foreldrunum og Iátin á barna- hæli og missa foreldrarnir þá all- an rjelt til barnanna, nema þau borgi alt sem til barnanna er kost- að. En geti foreldrar ekki bjargast vegna heilsuleysis, er vanalega skot- ið saman gjöfum til að bjarga heimilinu. Islendingar vestan hafs eru mjög samtaka að hjálpa þeim, sem eru hjálparþurfa, ef þeir sjá, að neyðin er ekki afieiðing þeirra eigin slóða- skapar. Slóðar og letingjar eru hafð'ir þar í fyrirlitningu. Þar er annaðhvort, að duga eða drepast. í Winnipeg eru góðir og ráð- hollir menn, og er rjettast fyrir ókunnuga að ráðfæra sig við þá, þegar um jarðakaup eða önnur stór viðskifti er að ræða, áður en nokEuð er sagt; jeg gæti bent á marga þeirra, ef þess væri óskað. Ekki detíur mjer í hug, að eggja neinn á, að fara til Ameríku til að ílengjast þar. Mitt álit er, að á ís- landi geti hver maður haft eins gott líf, og enda viðfeldnara, en í Ame- ríku, þegar rjett er að farið, sjer- staklega upp til sveita. Á því er enginn vafi, að sveit- irnar gætu orðið betur arðberandi, eu þær eru nú. Ef margir af þeim, sem í bæum búa og auðsjáanlega hafa oft lítið að starfa, færu að búa í sveit og kyntu sjer, hvað jörðin getur gefið af sjer, þá inundi þeim betur vegna. Það er gamall vani íslendinga, að trúa ekkl því, sem reyndir menn ráðleggja, heldur treysta þeir á sjálfa sig, án þess að hafa minstu reytislu fyrir sjer. En ef þeir sæu aðeins lítið sýnishorn af framkvæmd- um annara þjóða, þá mundu þeir trúa því, sem skáldið segir : »Sú lcemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móður-moldin frjóa, menningin vex í landi nýrra skóga.« Hjer á landi eru fuilkomin skil- yrði fyrir því, að þessi spádómur rætist. Sjest það best, ef litið er til annara landa, og þau borin saman við ísland. Margur talar um að tíðarfar á íslandi hamli meiri framkvæmdum, en því get jeg eklci verið samdóma. ' _ Frh, Tafífjelag Reykjavíkur. Fundur á hverju kveldi kl. 8V2 í Bárubúð uppi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.