Vísir - 03.03.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1913, Blaðsíða 2
V I S I R hefur vilt herra bæarfulltrúann, svo hann hefur komist að þeirri vísinda- legu niðurstöðu, að hjer vanti nafn einhvers manns, og allar upplýsing- ar um hann nema stöduna !! Þá hefur konsúll Svía, Kr. Ó. Þorgrímsson, sem — eins og kunn- ugt er — á einnig sæti í bæarstjórn- inni, verið að skemta henni með lýsingu á manntalinu og ýmsum villum, sem hann þykist hafa fund- ið þar einhvern tíma (»er í skýrsl- um þessum þ: manntalsskýrslunum] hafi sjest«, segir í Vísi). Það er fallega gert af konsúlnum, að skemta bæarstjórninni og láta þess einhvern vott sjást, að hann hefur enn eigi mist alla leikarahæfileika sína. »Barnaskap«, segir í Vísi, að Kr. Ó. hafi kallað það, að leiðrjetta ekki »auðsæar villur«. Það getur stundum verið allörðugt, að skera úr því, í hverju villan liggur. Tök- um dæmi : Kona er talið að hafa átt barn, 10 ára gömul, og sje nú t. d. barnið talið 10 ára g malt, þá er ómögulegt að sjá, hvort það er aldur konunnar eða barnsins, sem er rangur. Þó er þeíta »auðsæ villa «. Þegar tillit er tekið til þess, hvað naumur tími erhafðurtil manntals- tökunnar, þá er ekki unt að koma í veg fyrir, að villur verði, enda oft ómögulegt að fá að vita luð rjetta, því sje fólkinu eigi sjálfu trúandi, þá er engin leiö að fá upplýsingar, nema með því að fá skirnarvottorð frá prestum utan af landinu, sem er nærri því ókleyft. Þegar manni eins og konsúl Svía, hr. Kr. Ó. bæarfulltrúa, er ekki trúandi til að út- fylla rjett um sjálfan sig, þá er von til, að almúgamönnutn geti skjátlast. — í síðasta manntali (1912) segist hann vera fæddur á Staðarbakka (bæarnafniðj, Reykjavík (hrepps- nafnið). Þetta er ekki auðsæ villa, því vel getur einhver kofi í Reykja- vík um 1860 heitið »Staðarbakki«. En kunnugir menn vita, að Kr Ó. er ekki fæddur í Reykjavík. Nú eru til tveir bæir á þessu landi með þessu nafni, annar í Helgafellssveit og hinn í Torfastaðahreppi, svo ekki væri hægt fyrir ókunnugan mann að vita hið rjetta. Þegar svo stend- ur á, verður bæði að skrifa prestin- um í Stykkishólmi og prestinnm á Melstað og spyrja að því, hvort þessi maður sje fæddur þar í presta- köllunum. Með allri virðingu fyrir þessum háttvirtu herrum, P. G. og Kr. Ó., þá er jeg viss um, að þeim mundi ekki takast að gera mann- talið svo úr garði, að villur verði ekki í því, Og að leiðrjetta »auð- sæar vil|ur« út í loftið, er blátt áfram »barnaskapur«. Það verður ekki rjettara fyrir því, þó að Kr. Ó. og P. G. sjái ekki villurnar. Það er eins og aldrei hafi verið villur í bæarmanntalinu fyr en eftir að jeg tók að mjer umsjón þess, því mjer er ekki kunnugt, að þessir herrar hafi sýnt áður eins mikinn áhuga, og þeir virðast nú hafa í þessu starfi. — Manni dettur ósjálf- rátt í hug, að þetta sje gert í ein- hverjum ákveðnum tilgangi. Enda hefi jeg lítilsháttar orðíð þess var, þar sem sama nefndin, sem fól mjer í fyrra, að semja skrána yfir i Ejpter nutrimeiI CHII IUQ IH FOR INFANTS NESTLE S FÆÐA töáéáéteiáL&iJÁiijú.'f jl 3 'í&ííiÉÍ&fti&Á er ágæt fyrir ungbörn og sjúklinga. Ef þjer viljið að börnin ykkar verði stór, sterk og hraust, þá gefið þeim NESTLE’S FÆÐU, '(■[. er óskilin, sæt og algerlega ómenguð niðursoðin mjólk. Selst 1 öllum helstu matvöruverslunum. gjaldendur til Ellistyrkfarsjóðs, fól nú P. G. bæarfulltrúa að gera það, enda áttí hann sjálfur og Kr.Ó. sæti í þeirri nefnd. Og ekki var þá verið að hugsa um sparnað á fje bæarins, þar sem hann seiti f/4 — einum fjórða — hærra kaup fyrir, en mjer var greitt fyrir skrána í fyrra. En auðvitað hefur hann sjálfur og Kr. Ó. talið skrána þeim mun miklu betur gerða. Það getur verið þægi.legt, að eiga sæh í bæarstjórninni, þegar um ein- hver bein er að ræða. Reykjavík 26. febr. 1912. Jóhann Krisíjátisson. CymMína liin fagra' Skáldsaga eftir C/tarles Garvice. ----- Frh. XII. Þegar yfirforinginn ók heim um kveldið, var hann í sjöunda himni af ánægju yfir því, hve mikla athygli jarlinn hefði veitt dóttur hans. »Pað veit trúa mín, Cymbelína« sagði hann og hallaði sjer aft- ur á bak í vagninum, »að því oftar, sem jeg sje jarlinn, því betur fellur mjer hann í geð. Hef aldrei hitt svo algert prúð- menni, aldrei á æfi minni. Pað var auðsjeð að hann tók eftir þjer, já, þvílfk sæmd. Sumar stúlkur hefðu ekki þurft meira með, — það veit sá heilagi Oe — En þú ert of varfærin, Cymbe- lína. Pað er auðvitað sjálfsagt, að taka ástleitni hans með fullri sjálfsvirðingu og vera ekki of fljót á sjer. En« — hann fór svona í kringum það og leit á hana drýgindalega, — »heldurðu ekki að þú hafir verið of köld og stutt í spuna við hann? Hvað sem því nú líður, þá er það mik- j ils vert að láta slíkan mann ganga j eftir sjer með grasið í skónum, — er ekki svo?« »Bellmaire jarl var mjög kurt- eis«, svaraði Cymbelína. »Kurteis ? já, jeg hefði nú hald- ið það! Nei, hann blátt áfram leit ekki við ungfrú Marion. Jeg lield liann hafi ekki einu sinni tekið ettir því að hún var ti!. Herini virðist heldur en ekki iít- ast á þennan málara. Mjer þætti gair.an að vita, hvernig hertoga- frúnni geðjast að því. Jeg er hræddur um að henni hafi, þótt nóg um. Jeg veit urn mig, að mjer hefði runnið í skap, ef hann hefði hangið utan í þjer, eins og hann hjekk utan í ung- frú Marion.« »Æ, pabbb, stamaði hún. Frh. Ekki er a!t guil, sem glóir. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ----- Frh. »Nei! Nei! það er ekki of mikið* svaraði Veronika hikandi, »jeg — jeg —«. »Afsakið þjer ungfrú’« sagði hann einarðlega, »það er engin skömm að taka sæmilega borgun fyrir unnið verk, það gjöra háir jafnt’ sem lagir daglega, en hver sem þiggur óþarfa ölmusu niðurlægir sjálfan sig og misbýður sómatilfinningu sinni. Tak- ið þjer aftur gullpeningana yðar ungfrú og fyrirgefið mjer að jeg tala þannig við yður.« Veronika tók þegjandi við pen- ingunum, hún var hálfreiö yfir að hann skildi ekki vilja þiggja þá,» en þó varð hún að kannast við að hún hefði metið hann tninna, ef hann hefði farið öðruvísi að. Meðan hún var að hugsa um þetta, sá hún að hann horfði á hönd hennar, og datt í hug að hann mundi langa til að lesa í lófa sjer. Henni skjátlaðist heldur ekki,þvíhann spurði hvort hún hefði gaman af að fá að heyra eitthvað uni framtíð sína. Hún rjetti honum höndina hlægj- andi og hann hcrfði nákvæmlega á lófa hennar dálitla stund með alvörusvip, en Veronika fjekk ákafan hjartslátt og hún fann einnig að hönd hans titraði dálítið. Eftir litla þögn mælti hún: »Ætlið er mjög forvitin, þótt jeg trúi nú reyndar ekki mjög mikið á spádóma yðar,« »Háttvirta ungfrú« mælti hann hátíðlega »jeg v:ldi óska að fram- tíðin færði yður aðeins það besta í skauti sinu og að þjer fenguð aldrei færi á að kynnast skuggahliðum lífsins. En því miður sje jeg, að nú dregur ský fyrir hamingju yðar — sorg og ógæfu — — — á jeg að halda áfram?* Frh Agæti I/ fæst f Kaffi «jsr Sími 316. Ausiursiræti 18- 322 heitir tauið, sem klæðaverksmiðjan Iðunn hefur sjerstaklega búið til handa sjómönnum í síitbuxur og ferðamönnum í reiðjakka. Næstum óslítandi, hlýtt og billegt, Skoðið það — og reynið svo, hvort ekki er satt. V I N N A Stúlka hraust, þrifin og geð- góð, óskast 14. rnaí á fáment heim- ili í miðbænum. Gottkaup. Afgr. v. á. Drengur, 18 ára, seni hefur venð í búð á 3. ár. óskar eftir innanbúðarstöðu nú þegar. Afgr. v. á. F Æ Ð I Fæðí, dýrt eða ódýrt eftir þvf sem menn óska, fæst nú þegar í Doktorshúsinu við Vesturg. Ingveldur Gestsdóttir. KAUPSKAPUR Orgel fæst ti! kaups eða leigu á Frakkastíg 9. {Q H Ú S Itl Æ Ð I Herbergi litið er til leigu á Vesturgötu 56. 2 herbergi og eldhús eru til leigu. Afgr. v. á. ^TAPAD-FUNDIÐ Q Penir.gabudtía töpuð, með fullu nafni á og dagsetningu, ásamt gler- augnahúsi merktu, Skilist á afgr. Vísis gegn fundarl. Artnband fundið. Afgr. v. á. 5-króna seði:ll tapaður, Stýri- mannast. — Thomsensbryggju — Hverfisg. — Stýrimannast. Skilist á Stýrimannast. 10., gegn fundarl. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phi!. ÖtUondi-fíentsmiöJ*,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.