Vísir - 10.03.1913, Qupperneq 1
555
20
bestir u;j óoýrastir
i verslun
Einars Árnasonar.
I
— símtalshljóöaukinn — er nauðsyn- ■ j
legur hverjum símanotanda. Fæst að- ;i !
eins hjá Ól Q. Eyjólfssyni, Austurstr. 3. |
Kemur venjul.út alla da ja nerna laugard. I
Mo-r.i Hafnarstræti 20. kl. ll-3og4-8. j
Mánud. 10 mars 1913.
Háflóðkl.6,42‘árcl.og kl. 6,57‘síðd.
Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘síðar.
Afmceli.
Guðm.Guðmundsson íshúsvörður.
60 ára.
Veðrútta i dag.
Loftvo £ 32 < ÍVindhraði ns 3 i > 1
Vestme. 745,8 2.8 V 7 Skýað
Rvík. 742,7 2,0 V 7 Skýað
ísaf. 734,0 3,4 V 8 Skýað
Akureyri |740,3 2,5 ssv 3 Alsk.
Grímsst. 705,6 6,0 sv 5 Hálfsk.
Seyðisf. |742,2 1,3 V 3 Skýað
Þórshöfn :747,7. 3,7 VNV 5 Skýað
Líkkisturnar
viðurkendu, ódýru,tást
ávalt tilbúnar á Hvertis-
götu 6.—Simi 93.—HELOI og EINAR.
Guðm. Benjamínsson, Grettisg.
10. flytur fólk og flutning milli
R.víkur og Hafnarfj. Sími 149.
Ur bænum.
Æfintýri á gönguför var leik-
ið í gærkveldi fyrir troðfullu húsi,
f kveld verður það leikið og mun
þegar nær útselt eða ef til vill að fullu;
annað kveld verður það enn leikið
Fólk skemti sjer stórum vel í gær-
kveldi, og er nú auðsjeð að Reyk-
víkingar hafa hjer fengið leik fyrir
s>nn smekk.
Frakkneska spítalaskipið
»Notre Dame de la Mer« legg-
ur af stað frá Frakklandi hingað
á leið þann 20. þ. m.
Það veitir hjálp íslenskum
sjómönnum, er þá vantar lækni,
meðul eða þvf um líkt, og er því
gerð vísbending með því að
dragafána á hálfa stöng.
Við uppskipun hafnarverkfær-
anna voru í gær í vinnu rúmlega
40 menn, fleiri í dag.
Vátrygðir eru allir verkamenn
Monbergs, er að hafnargerðinni
vinna.
Slys. Við uppskipun úr hafn-
arverkfæraskipinu Edvard Grieg
í gær varð slys við það, að
»bóma«, er notuð var, slitnaði
niður og fjell á einn verkamann-
inn, Ólaf Jónsson að nafni.
Meiddist hann mjög í baki og
var fluttur samstundis í land og
á sjúkrahús. Annar maðurfjekk
og nokkurn áverka.
Björgunarskipið »Geir« fór
> gær morgun að svipast eftir
botnvörpungnum, er strandaði
fyrir Stafnesi. Hann kom afttur
í gærkveldi og sagði skipið al-
gerlega tapað.
Gestir í bænum eru Ólafur
Ólafsson bóndi frá Lindarbæ og |
Eggert Benediktsson, báðir til
endurskoðunar Sláturhúss-reikn- j
inga.
Verkamenn í fjelaginu Dags- I
brún hafa samþykt að krefjast |
25 blöð frá 16 febr. kosta áafgr.50 aura Skrifstofa i Hafnarstræti 20. Venju-
Send út um lanci 60 au,— Emst. blöö 3 au lega opin kl. 2—4. Simi 400.
Vakningatsamkoma. í kveld kl. 8V2.
j\*^&VpY2fc0VSíVfcYVtVY*» Aðgangur ókeypis.
hærri daglauna fyrir tíma-vinnu;
þannig að þeir fái fyrir tí ;iann 35
aura og fyrir eftir-vinnu og sunnu-
daga- 50 aura.
Ceres og Vesta fara til út-
landa í dag.
Birkibeinar. Febrúar-apríl-blöð
þeirra komu út á laugardaginn.
Grleðjið sjómenniiia okkar
þegar þeir koma inn á Páskunum,
með því að gefa þá í hvert skip,
þar sem eigi er fyrir og við er tek-
ið með þökkum, sálmabækur og
nýatestamenti.
Veitti líklega ekki af 200 ltrónum-
Við gjöfum taka bókaverslanir
ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og
rita gefendur þar á framlagða lista.
Samskotunum lokið miðvikudag-
inn fyrir Páska.
Við munum sjá um góð skil til
skipanna, og gerum grein /yrir gjöf-
unum.
Reykjavík, 1. matv 1913.
Hannes Hafliðas. Þórh. Bjarnarson,
*\Uaw aj latv&v
Um hvalveiðar.
(F.ftir Th. Salvesen. Þýtt úr
CommcrciaL Intelligence).
---- Niöurl.
Veiðar Japana.
Áður en jeg yfirgef norðurhvel
jarðarinnar, þá er enn að minnast
Japana, sem reka hvalveiðar með
svo ströngum verndarlögum að flest
skip, sem þar ganga nema örfáir
skotbátar, eru japönsk, og það fje,
sem unnið er með, er algerlega jap-
anskt. Nú eru veiðarnar reknar frá
12 strandstöðvum með 28 nýtísku
gufuskipum. Lítið er samt flutt úr
landi af lýsi, því aö livalirnir eru
notaðir sem mannafæða bæðiíjap-
an og Kóreu. — Norslct fyrirtæki
undir rússnesku flaggi reyndi fyrir
sjer frá Vladivostok árið, sem leið,
í Okotska- og Beringshafinu en
hafði einungis 6 hvali upp úr krafs-
inu.
Þar með hef jeg minst á veið-
arnar á norðurhelming jarðar og
geta menn sjeð að þær eru í aftur-
för að undanskildu í Norður-Kyrra-
hafinu, þar sem vera kann að þær
eigi einhverja framtíð fyrir sjer.
Þorskaili á þurru landi.
Aðfaranótt fimtudags var brim
mikið fyrir Loftstaðasandi (Gaul-
verjabæarreka) eystra. Fór maður
frá Gaulverjabæ þá að leita reka á
sandinum. Hann sá fult af sílum í
briminu og þorsk mikinn í sílatorf-
unni. Þorskurinn var svo ákafur
í sílaáti, að hann gætti sín ekki og
báru bylgjur bann á land. Maður
þessi, sem á rekann ge'k, hljóp nú
heim að Gaulverjabæ, að ná í mann-
hjálp og urðu þeir nokkrir saman,
tóku þeir á móti þorskinum, er hann
skal) í fjöruna og hentu honum upp
undan næstu bylgju. Þetta gekk
alla nóttina og voru þeir þá búnir
að ná í 532 þorska, flestalla mjög
stóra.
Líkt þessu hefur komið fyrir all-
oft áður þarna á fjörunum, en aldrei
þvílík veiði, sem að þessu sinni.
Á fjöru,num í grend hafði rekið
nokkuð af dauðum þorski. |
Þorsktoifa í Qarði.
í síðustu ferð Ingólfs, Faxaflóa-
bátsins, suður (1. þ. m.) bar svo til,
er hann lá á höfninni í Gerðum,
að þar fylti allan sjó af þorski um-
hverfis skipið og náði torfa sú nær
upp í lánÖstéina. Skipverjar höfðu
lítinn tíma til að sinna þorskveiði,
enda höfðu ekki veiðarfæri, en einn
eða tveir menn reyndu veiði á færi,
sem þeir útbjuggu með öngulræfl-
um, er fundust á skipinu og náðu
þeir á skammri stundu 34 þorskum.
Var það mestalt ríg-fullorðinn fiskur.
Arðvænustu veiðistöðvarnar.
Hinn mikli vöxtur í hvalveiða-
greininni á síðari árum, er að þakka
suðurhöfunum og skal jeg byrja á
Nýu-Georgíu, þar sem veiðar voru
hafnar fyrir 8 árum.
Hvalstöðvar þessarar smáeyar í
Suður-Atlantshafinu hafa hingað til
reynt þær arðvænlegustu, sem hing-
að til hafa fundist. Nú vinna þar
8 fjelög með 21 hvalabát. Á Suður-
Shetlandi og Grahamslandi hafa 10
leyfisbrjef verið gefiu af ensku stjórn-
inni fyrir 30 gufuhvalara. Á Falk-
landseyum vinnur enskt fjelag með
5 bátum. Við Magellaussundið í
Suður-Chile hefur eitt fjelag stöð
og verksmiðjur og tvö önnur fje-
lög eru á vesturströnd Chile. Enn
eitt fjelag hefur verið stofnað til
þess að veiða við Corral og ætlar
það, er veiðitíminn þar er úti, að
reka veiðar á milli við Galapagas-
eyarnar. Kerguelen-hvalarafjclagið
hefúr aðsetur sitt á eyunum með
sama nafni. Hefur þessu fjelagi
ekki gengið sem best, þótt það reynd-
ar ekki sje hvalafæð um að kenna,
heldur stormasömu veðri, sem gerir
veiðina afar-erfiða. Veiðitíminn við
þessar stöðvar í Suður-Atlantshafinu
endar í maí, því að þá hafa hval-
irnir flutt sig norður á bóginn í
heitara vatn og þá eru þeir í stór-
hópum við strendur Suður-Ameríku,
Suður-Afríku, Ástralíu og Nýa-Zee-
lands.
Hvalveiðar í Afríku.
Fyrir hjer um bil fjórum árum
voru hvalveiðar byrjaðar í Durban
og hepnuðust þær svo vel, að mörg
Langbesti augl.staður i bænum. Au«I.
sjeskilað fyrir kl.3 daginn fyiir birlingu.
fjelög hafa verið stofnuð síðan til
þess að njóta góðs af þessu. Ef við
lítum á vesturströndina fyrst, þá eru
starfandi fjelög í Lobita, 3 í Ele-
phant Bay, eitt í Mossamedes (por-
túgalskt fjelag), eitt í Port Alexander
og eitt í Tiger-flóa, öll þessi í ný-
lendum Portúgala í Vestur-Afríku.
Komum við lengra suður, þá hafa
verið veitt veiðilevfi fyrir Hvalflóa
og mun þar byrjað að veiða á kom-
andi ári. Tvö fjelög gera út frá
Saldahnaflóa, eitt frá Mosselflóa á
suðurströndinni og 3 frá Durban.
Ein stöð hefur verið bygð við In-
hambane í Mosambík-sundinu og
annað fjelag vinnur í Angoche og
eru þessi tvö í löndum Portúgala
í Austurafrfku. Til samans hafa 30
hvalarar gengið frá Suðurafríku, en
á komandi ári mun þessi tala fara
mjög vaxandi.
Á austurströnd Suðurameríku
hefur verið reynt fyrir sjer á hvala-
svæðunum í kringum Bahía og
með því að tilraunin hefur heppn-
ast vel, þá munu eitt eða tvö fje-
lög til vera að hlaupa af stokkun-
um, til þess að veiða í kringum
Bahía.
Möguleikar í Ástralíu.
Á svæðunum í kringum Ástralíu
og Nýasjáland, hafa menn aðeins
borið niður og það með svo góð-
um árangri, að menn hafa nú þegar
stofnað til stórra tilrauna til að hag-
nýta sjer möguleika veiðisvæðanna
í kringum meginland Ástralíu, Tas-
maníu, Nýasjáland og hinar aðrar
eyar þar um slóðir.
»
Utfluttar vörur Dana í
miljón pundum voru þetta:
1911 og 1912
smjör 171 179
rjómi og
mjólk 72 61
flesk 256 229
annað ket 53 25
egg 38Ö milj. st. 430milj.st.
nautgripir 125 þús. st. 153,5 þ. st.
hestar 24,9 — - 28,5 - -
CymMína
hin fagra-
Skáldsaga
eftir
Charles Garvice.
--- Frh.
Hann hallaðist upp að girð-
ingunni, og kveikti í pípu og
tóbakið var auðvitað versta af-
hrak með óþefi af. Hann reykti
og starði á tungiið, hnyklaði
brýrnar mjög hugsi.
»Bellmaire jarl!« muldraði hann,
»já, Bellmaire jarl, og kerlingin
varð vitlaus af að sjá harin!
Hvernig getur staðið á því?
— Hvernig — ?« Allt í einu- var
I